Morgunblaðið - 04.06.2002, Side 29

Morgunblaðið - 04.06.2002, Side 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 29 Í Morgunblaðinu á laugardaginn birtist grein eftir Sigurð Jónsson sem ég las nokkrum sinnum til að átta mig á hvort um væri að ræða grín eða alvöru. Ég komst ekki að niðurstöðu. Ef þetta er alvara, minni ég á nokkur atriði og held uppi vörnum fyrir Ásgerði Halldórsdótt- ur. Til hvers heldur Sig- urður að við kjósendur förum á kjörstað að velja á milli manna og lista? Telur hann að það sé nóg að skrá sig sem frambjóðanda fyrir ein- hvern flokk og síðan sé geðþótta- ákvörðun hvers einstaklings hvert hann stefnir og með hverjum hann starfar? Af hverju þá að hafa kosningar yfirhöfuð? Þetta er svona skrípaleg stjórn- leysingjakenning, sem býður fram- bjóðendum upp á að reka harða eiginhagsmunapólitík. Í fyrirsögn Sigurðar segir „Kröfur nútíma- manna eru að hæfasti maðurinn skipi hvert sæti“. Það er einmitt það sem við kjósendur á Seltjarn- arnesi gerðum í prófkjörinu sl. nóvember og síðan aftur í sl. kosn- ingum. Stefna stjórn- leysingja hefur ekki átt upp á pallborðið í nútímasamfélagi, sem betur fer. Það sem verra er að með þessari grein er vegið að heilindum Ásgerðar. Að ýja að og leggja til að hún svíki umbjóðendur sína hér á Nesinu, er hreinlega móðgun við þessa mætu konu. Ég leyfi mér að fullyrða að Ásgerður, sem kjörin var í eitt af toppsætunum hér á Nesinu, myndi aldrei láta sér detta þvílíkt og annað eins í hug. Ásgerður er ekki aðeins sjálfstæðismaður heldur sjálfstæð- ismaður á Seltjarnarnesi. Við sem völdum hana til starfa vitum að hún myndi aldrei taka eigin hags- muni fram yfir vilja umbjóðenda sinna, sjálfstæðismanna á Seltjarn- arnesi. Að halda öðru fram er bæði móðgun við hana og okkur kjós- endur. Einnig er þetta lítilsvirðing gagnvart Neslistanum. Heldur Sig- urður að Neslistamenn séu virki- lega svo aumir að þeir myndu grípa til allra meðala til að ná völdum þvert ofan í vilja meirihluta kjós- enda á Seltjarnarnesi? Auðvitað ekki. Neslistinn hefur á að skipa heiðarlegum einstaklingum sem vilja vinna að framgangi Seltirn- inga á ærlegum forsendum. Nes- listanum er jafn umhugað um lýð- ræðið og sjálfstæðismönnum. Eins og ég sagði í upphafi geri ég mér ekki grein fyrir því hvort grein Sigurðar er skrifuð sem grín eða alvara. Ef hún er grín, þá hef ég heldur betur fallið í gryfjuna og látið hafa mig að ginningarfífli. Gott og vel. Ef svo ólíklega vill til að hún sé alvara þá er ekki aðeins lagt til að einum af hornsteinum lýðræðisins sé kippt í burtu heldur einnig verið að gera því skóna að einstaklingar sem kjörnir hafa ver- ið til starfa eigi að hegða sér eins og óheiðarlegir eiginhagsmuna- seggir, og það er grafalvarlegt mál. Alvara eða grín Erlendur Á. Garðarsson Seltjarnarnes Að ýja að og leggja til að hún svíki umbjóðendur sína, segir Erlendur Á. Garðarsson, er hrein- lega móðgun við þessa mætu konu. Höfundur er markaðsstjóri og kjós- andi á Seltjarnarnesi. Búvörusamningar í sauðfjár- og mjólkur- framleiðslu sem gerð- ir hafa verið frá 1991 milli ríkisins og bænda hafa byggst á aðgangi að innan- landsmarkaði. Niður- greiðslum á landbún- aðarvörum til neyt- enda innanlands var þannig breytt í bein- greiðslur til bænda, miðað við framleiðslu þeirra til markaðarins innanlands. Fyrir 1990 var þessi stuðningur um 9% af ríkisútgjöldum, en hefur lækkað um helming síðan, sem vissulega hefur kallað á breytt rekstrarform búa og aðlögun að innanlands- markaðinum. Því skiptir miklu máli að íslenskir bændur viti ná- kvæmlega um sína markaðsstöðu og geti staðið að fjárhagsskuld- bindingum og breytingum í bú- rekstri til langs tíma. Þetta hefur gerst í mjólkurfram- leiðslu og mjólkuriðnaðinum, þar sem bændur hafa aðlagað sig að innanlandsframleiðslunni og tekist á við ný sóknarfæri með góðum ár- angri, þannig að enn sér fyrir um söluaukningu innanlands, sem stefnir í 107 til 108 milljóna lítra árssölu. Við þessa söluaukningu er úthlutað auknu greiðslumarki, sem leiðir þá tímabundið til lækkunar á verði greiðslumarksins. Frjáls sala greiðslumarks forsenda hagræðingar Frjáls sala greiðslumarks í mjólkurframleiðslunni, sem var ákveðinn í fyrsta búvörusamningi greinarinnar var mesti hagræðing- armöguleikinn, eins og komið hef- ur fram, og er það grundvallarat- riði að bændur geti treyst því, að búvörusamningurinn haldist nær óbreyttur og væri því rétt að huga að gerð nýs búvörusamnings til næstu 10 ára. Því miður hafa verið gerðir öðruvísi búvörusamningar í sauð- fjárræktinni, þar sem m.a. var ekki leyfð frjáls sala greiðslumarks og unnið hefur verið að því að eyði- leggja greiðslumarkið þar, sem að- gang að innanlands- markaði. Í nýja búvörusamningnum frá 2001, þegar ákveð- ið var að greiða með framleiðslu utan greiðslumarksins, er stefnt í framleiðslu- aukningu og aukinn útflutning, sem fram- leiðendur sjálfir eru þvingaðir til að greiða útflutningsbætur með. Þar með eru niður- greiðslur ríkisins til neytenda innanlands óbeint notaðar til niðurgreiðslu erlend- is, sem var ákveðið á sínum tíma að hætta við. Lagabreytingar á Alþingi 2002 Á Alþingi í vor var ákveðið að leyfa þegar í stað frjálsa sölu greiðslumarksins í sauðfjárfram- leiðslu. Það gæti þýtt nýja og breytta stöðu sauðfjárræktarinnar, ef þess er gætt að greiðslumarkið sé aðgangur greinarinnar að inn- anlandsmarkaðinum og það ekki skert í samningi, sem ákveðið var á Alþingi að hefja þegar í stað end- urskoðun á. Búvörusamningurinn kveður á um slíka endurskoðun og að hægt sé að breyta greiðslum innan samningsins, sem ég tel rétt að gera, til að styrkja stöðu greiðslumarksins. Á Alþingi nú í vor var einnig samþykkt að fresta gildistöku gæðastýringar um eitt ár, þar sem margt var enn óljóst um fram- kvæmd hennar. Í búvörusamn- ingnum voru ákveðnar álags- greiðslur til gæðastýringar, sem ákveðinn hækkandi hundraðshluti, teknar af beingreiðslum til greiðslumarkshafa frá ársbyrjun 2003. Þar sem gæðastýringunni var frestað um eitt ár hefði einnig átt að fresta skerðingu á þessum beingreiðslum. Það var ekki gert vegna tilmæla stjórnar Bænda- samtakanna. Það kom mér því mjög á óvart, sem formanni landbúnaðarnefndar Alþingis, að heyra um það eftir á, að stjórn Landssamtaka sauðfjár- bænda hefði samþykkt á símafundi að fresta þessari skerðingu á bein- greiðslum af greiðslumarkshöfum um eitt ár, samhliða frestun á gildistöku laganna um gæðastýr- inguna. Mér er því í huga að spyrja, hvort komnar séu tvær stjórnir bændasamtakanna, sem fari með málefni sauðfjárbænda? Staða búvöru- samninga Drífa Hjartardóttir Höfundur er alþingismaður og for- maður landbúnaðarnefndar. Búvörusamningar Eru komnar tvær stjórnir bændasamtak- anna, segir Drífa Hjart- ardóttir, sem fara með málefni sauðfjárbænda? Á sjómannadaginn átti sér stað einstæð- ur atburður norður á Akureyri. Ræðumanni dagsins var kippt í burtu, eins og gerðist í gömlu Sovétríkjun- um. Þetta var vegna kröfu auðugra og valdamikilla útgerðar- manna á staðnum. Frá upphafi sjó- mannadagsins hafa verið fengnir ræðu- menn með mismun- andi lífsviðhorf til að tala á þessum degi um allt land. Í þetta skipti átti Árni Stein- ar Jóhannsson, alþingismaður, að tala. Ekki var það að skapi for- svarsmanna hinna stóru og öflugu útgerðarfélaga á staðnum. Í stað- inn var fenginn ráð- herra iðnaðar, sem víst var að segði ekk- ert, sem ekki væri út- gerðarherrunum að skapi. Þessi niðurlæg- ing og vesæld er ein- stök. Hvað næst? Ákveða forystumenn Eimskips á næsta ári hverjir mega tala á 1. maí hér í Reykjavík? Ekki hefur þeim verði hlíft í gegnum tíðina í ræðum þann dag. Ég hef ávallt reynt að berjast gegn þeim, sem hafa önnur lífs- viðhorf en ég. Á sama hátt hef ég virt lífssýn, sem aðrir hafa og þráfaldlega hlustað á ræð- ur, sem ekki hafa verið mér að skapi. Ég mun berjast fyrir því að tjáningarfrelsi ríki á Íslandi og vona, að skoðanir andstæðar mín- um eigi eftir að fá umfjöllun, eins og mínar eigin. Lýðræði og þing- ræði okkar Íslendinga er svo dýr- mætt, að tjáningarfrelsi má ekki skerða á jafn auðvirðulegan hátt og nú hefur gerst. Ef þetta er þró- unin, að menn noti vald og auð til að hlutast til um tjáningarfrelsið, er illa komið fyrir okkur Íslend- ingum. Útgerðarmenn þessir væru að sönnu menn að meiru, ef þeir bæðu Árna Steinar Jóhannsson af- sökunar á þessu frumhlaupi sínu. Ég vona, að þetta hafi verið gert í fljótræði og menn nái áttum, þótt pusi á bátinn nú um sinn. Öfgafullir útgerðarmenn ögra lýðræðinu Hreggviður Jónsson Sjómannadagurinn Tjáningarfrelsi má ekki skerða, segir Hreggviður Jónsson, á jafn auðvirðulegan hátt og nú hefur verið gert. Höfundur er fyrrverandi alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.