Morgunblaðið - 04.06.2002, Side 37

Morgunblaðið - 04.06.2002, Side 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 37 Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuðningur við mikilvægt forvarnastarf Dregið 17. júní Veittu stuðning - vertu með! Í SÍÐUSTU viku bárust þær fréttir af ráðstefnu, sem Norður- landa- og Eystrasalts- þjóðirnar gengust fyrir, að íslenskir atvinnurek- endur nektardans- meyja legðu að þeim að stunda vændi. Á ráð- stefnunni voru íslensk stjórnvöld gagnrýnd fyrir að eiga þátt í inn- flutningi stúlknanna til landsins með því að gefa út atvinnuleyfi fyr- ir þær og var svo djúpt í árinni tekið, eins og fram kemur á baksíðu Morgunblaðsins 1. júní, að með því væru íslensk stjórnvöld komin í hlutverk melludólgs. Nú ættu þessar fréttir raunar ekki að koma neinum á óvart, þar sem þær koma heim og saman við niðurstöðu áfanga- skýrslu um vændi á Íslandi, sem unn- in var fyrir dómsmálaráðuneytið og gefin út af því í mars 2001. Í framhaldi af útgáfu skýrslunnar skipaði dóms- málaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, nefnd til að gera tillögur að viðbrögð- um við niðurstöðum skýrslunnar. Nefndin sú hefur ekki enn skilað af sér og er hún raunar ekki eina nefnd- in sem starfar á vegum dómsmálaráð- herra og lætur bíða eftir niðurstöðum sínum. Þannig má minna á nefnd/ starfshóp, sem gert var að fjalla um útihátíðir í kjölfar Eldborgarhátíðar- innar um síðustu verslunarmanna- helgi. Sá hópur mætti nú fara að skila af sér líka, þar sem gera má ráð fyrir því að skipuleggjendur útihátíða sum- arsins séu farnir af stað með undir- búning sinn. En höldum okkur við vændi á Íslandi. Tækifæri til lagabreytinga Í fréttum Sjónvarpsins 1. júní er fjallað um fyrrnefnda ráðstefnu og í fréttinni er m.a. rætt við Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjón, sem staðfestir það sem ég sagði hér að framan að fréttir af þessu tagi komi ekki á óvart. Hins vegar sé vandkvæðum bundið fyrir lögregluna að taka á málum af þessu tagi þar sem íslensk lög banni vændi og þess vegna þyrfti lögreglan að handtaka og kæra kon- una sem segðist hafa verið þvinguð til að stunda vændi af at- vinnurekanda sínum. Ég verð að segja að þó mér finnist fyrirsláttur aðstoðaryfirlögreglu- þjónsins ekki rismikill þá er ég sammála hon- um um að íslensk lög eru gölluð að þessu leyt- inu. En við hvern er að sakast í því efni? Nú er það svo að Alþingi hefur hafnað tækifærinu til að breyta til batnaðar ákvæðum hegningar- laganna sem fjalla um vændi. Sú sem þetta ritar hefur í þrígang flutt frum- varp, þar sem gert er ráð fyrir því að niður falli þau ákvæði sem gera vændi refsivert, enda er litið svo á af þeim sem sinna aðstoð við vændiskonur og þolendur kynferðisofbeldis hvers konar, að vændi eigi að flokkast undir ofbeldi og þeir sem það stunda séu þar af leiðandi fórnarlömb en ekki glæpamenn. Frumvarpið hefur jafn oft og það hefur verið flutt verið svæft í allsherjarnefnd þingsins. Af því má ef til vill ráða áhuga dómsmálaráð- herra og ríkisstjórnarinnar að tekið verði af festu á þessum málum. Þeim sem vilja kynna sér frumvarpið er bent á að það er að finna á heimasíðu Alþingis (127. löggjafarþing. Þskj. 22–22. mál). Kaupandinn sekur Í frumvarpinu er lagt til að við Ís- lendingar förum að dæmi Svía og snú- um refsiábyrgðinni við þannig að það verði kaupandi kynlífsþjónustunnar (mér er ekki gefið um að nota þetta orð, en geri það í neyð), sem fremur refsivert athæfi en ekki fórnarlambið. Það hafa verið vonbrigði að horfa upp á það að Alþingi skuli ekki geta sýnt sama stórhug og Svíar, sem settu slík ákvæði í lög 1999 og hafa kannanir leitt í ljós að um 80% sænsku þjóð- arinnar styðja lögin. Danir og Norð- menn munu vera með sambærilegar breytingar til athugunar hjá sér. Það er von mín að við Íslendingar verðum ekki eftirbátar frændþjóða okkar í þessum efnum. Okkur ber skylda til að viðurkenna vandamálið og takast á við að leysa það. Það er vitað að sífellt fleiri útlendar konur og unglingar eru seld til réttindalauss lífs á Norður- löndunum til þess að þjóna auknum fjölda kynlífskaupenda. Ísland er engin undantekning í þeim efnum og það er sannarlega mál til komið að ís- lensk stjórnvöld bregðist við vandan- um en séu ekki aðilar að honum. Vændi á Íslandi Kolbrún Halldórsdóttir Höfundur er þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Vændi Alþingi hefur hafnað tækifærinu, segir Kol- brún Halldórsdóttir, til að breyta til batnaðar ákvæðum hegningar- laganna sem fjalla um vændi. UNDANFARIN tvö ár hefur vefbundin kennsla verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Um er að ræða nýja aðferð til kennslu sem nýtur vaxandi vin- sælda vegna þess hversu kennslan er að- gengileg. En hvað er vefbundið nám? Vef- bundið nám á rætur sínar að rekja til bréfa- skólans sem þróaðist í kringum 1850 í Bret- landi, Þýskalandi, Frakklandi og Banda- ríkunum. Þá var í fyrsta skipti farið að kenna nemendum úr fjarlægð. Send voru til þeirra kennslubréf með æf- ingum sem þeir póstlögðu til baka. Kennarinn fór yfir verkefnin þeirra og sendi nýtt kennslubréf. Þessi að- ferð opnaði þeim er bjuggu langt frá námsstað eða áttu ekki heiman- gengt möguleika á námi. Í dag hef- ur þessi mjói vísir orðið að stórri at- vinnugrein þar sem stuðst er við sjónvarp, myndbönd og annað ít- arefni. Til sögunnar kemur tölvan. Með henni opnuðust nýir möguleikar til fjarnáms. Samin voru kennsluforrit sem ýmist voru studd af kennara eða óháð kennurum. Þegar internet- ið náði þroska varð til ný leið til samskipta. Í stað þess að póstleggja kennslubréfin voru þau nú send með tölvupósti. Þessi breyting varð þess valdandi að nemandinn komst í nánara samband við kennarann sem átti auðveldara með að fylgja nem- andanum eftir og gat stutt hann betur í náminu. Er óhætt að segja að nýju lífi hafi verið blásið í gamla bréfaskólann og hefur þessi kennsluháttur notið vaxandi vin- sælda. Með tilkomu internetsins þróast vefbundið nám þar sem bréfaskól- inn á internetinu og stöku kennslu- forritin renna saman í nýja aðferð sem hefur flesta kosti fyrirrennara sinna og bætir nýjum við. Upp er komin ný aðferð til miðlunar náms- efnis. Stuðst er við texta, hljóð, grafík og hreyfimyndir. Talað er til nemandans og hann leiddur í gegn- um námsefnið eins og hann væri staddur í kennslu í staðbundnum skóla. Um leið er efninu miðlað um sérstakan hugbúnað (Learning Ma- nagement Systems). Þessi hugbún- aður heldur utan um námsframboð og námsyfirferð nemans, fyrir hann sjálfan og kennarann. Með því að færa miðlunina á efninu yfir á vef- bundið form ávannst ýmislegt. Dreifingin á efninu er mikil, einfalt er að nálgast það og auðvelt er að viðhalda því. Þess utan var þrösk- uldum sem hindruðu nám, eins og takmark- aður fjöldi nemenda, krafa um lágmarks- fjölda nemenda og tímaskortur, rutt úr vegi en með því að gera námið sjálfvirk- ara eða algjörlega sjálfvirkt getur hver nemandi ráðið nokkuð sínum námshraða og hver kennari getur haldið utan um bekk hundraða nemenda. Í dag eru fjórir staðlar ríkjandi í vef- bundna námsumhverf- inu. Staðlarnir tryggja samhæfni námsefnis og námsframboðsgrunna (Learning Management Systems), þannig tryggja staðlarnir að auðvelt er að miðla námsefninu á milli ólíkra aðila, ásamt því að tryggja að stöðuupplýsingar um nemandann og námsframvindu hans séu skráðar í staðlaða gagnagrunna en það er mikilvægt svo að upplýsingar um námsyfirferð nema og námsárangur hans glatist ekki. Vefbundið nám er notað í marg- víslegu formi; í blöndu við staðbund- ið nám; sem fornám eða til eftir- fylgni. Í dag er til mikið úrval sjálfstæðra námskeiða og skipta þau þúsundum. NETg, sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á tölvu- námskeiðum, hefur yfir 1.200 tölvu- námskeið í sölumöppu sinni. Skill- Soft, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði viðskipta og persónufærni- námskeiða, hefur fyrir 600 nám- skeið í sölumöppu sinni. Þess utan eru ótal tómstundanámskeið og sér- hæfðari námskeið. Öll leiðandi tölvufyrirtæki styðja vefbundið nám. Microsoft leiðir sérfræðinga- hóp sem vinnur að einum af fjórum stöðlum sem algengastir eru í vef- bundnu námi. Í dag stunda yfir 70.000.000 ein- staklingar vefbundið nám og í Bandaríkjunum og á Bretlandseyj- um er boðið upp á „akademískt“ nám með þessum hætti. Kannanir hafa sýnt að einstaklingurinn er allt að 40% til 60% fljótari að tileinka sér námið á vefbundnu formi heldur en staðbundnu auk þess sem það getur verið allt að 70% ódýrara að fara í vefbundið nám en staðbundið. Opnar gáttir er eina vefbundna fyr- irtækið á Íslandi sem starfar eftir þessum stöðlum og hefur áralanga reynslu á þessu sviði. Vefbundið nám, hvað er það? Geir Hólmarsson Nám Í dag stunda yfir 70.000.000 einstaklingar vefbundið nám, segir Geir Hólmarsson, og í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum er boð- ið upp á „akademískt“ nám með þessum hætti. Höfundur starfar hjá Opnum gáttum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.