Morgunblaðið - 04.06.2002, Qupperneq 44
HESTAR
44 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
A-flokkur
1. Freyðir frá Hafsteinsst., eig.: Magnús Matthíasson,kn.: Höskuldur
Þráinsson, 8,43 /8,17
2. Lukka frá Víðidal, eig.: Kristinn Valdemarss./Erla G. Matthíasdóttir, kn.:
Birgitta D. Kristinsdóttir, 8,41 / 8,36
3. Nátthrafn frá Hafnarfirði, eig.: Einar Þ. Jóhannss. / Helgi J. Harðars., kn.:
Einar Þ. Jóhannsson, 8,35 / 8,21
4. Júpíter frá Kalastaðakoti, eig. og kn.: Ríkharður F. Jensen, 8,18 / 8,15
5. Birtingur frá Selá, eig. og kn.: Sigurður Halldórsson, 7,85 / 8,09
B-flokkur
1. Markús frá Langholtsparti, eig.: Kjartan Kjartansson, kn.: Sigurbjörn
Bárðarson, 8,95 / 8,60
2. Geisli frá Akurgerði, eig.: Victor Ágústss., kn.: Sigurjón Gylfas., 8,92 / 8,57
3. Röst frá Voðmúlastöðum, eig.: Bjarnleifur Á. Bjarnleifsson, kn.: Páll B.
Hólmarsson, 8,86 / 8,59
4. Birta frá Hvolsvelli, eig.: Kristinn Valdimarss./ Erla Matthíasd., kn.:
Birgitta D. Kristinsdóttir, 8,59 / 8,54
5. Breki frá Hjalla, eig.: María og Jón Gísli, kn.: Atli Guðmundsson, 8,41 / 8,52
Unghross í tamningu
1. Blæja frá Svignaskarði, eig. og kn.: Berglind R. Guðmundsdóttir
2. Lind frá Erpsstöðum, eig.: Hólmar A. Pálsson, kn.: Bjarni Sigurðsson
3. Litla Blika frá Kópavogi, eig.: Gróa Jónatansdóttir, kn.: Guðmundur
Jóhannesson
4. Snælda frá Kálfhóli, eig.: Árni Þorkelsson, kn.: Jakobína Jónsdóttir
5. Flís frá Feti, eig.: Dagný Egilsdóttir, kn.: Magnús Kristinsson
Ungmenni
1. Þjótandi frá Svignaskarði, eig.: Guðmundur Skúlason/ Skúli Kristjónsson,
kn.: Berglind R. Guðmundsdóttir, 8,92/8,39
2. Brynja frá Skógskoti, eig. og kn.: Sigvaldi L. Guðmundsson, 8,34 / 8,10
3. Alþýða frá Varmalæk, eig.: Magnús Matthíasson/ Jón Gauti Birgisson kn.:
Hallgerður K. Óðinsdóttir, 8,30/8,04
4. Óri frá Fjalli, eig.: Sveinbjörn Sveinbjörnsson, kn.: Arndís
Sveinbjörnsdóttir, 8,25 / 8,08
5. Ydda frá Kirkjulandi, eig.: Svava Sigurðardóttir, kn.: Sigríður Þorsteins-
dóttir, 8,11 / 8,06
Unglingar
1. Ábóti frá Bólstað, eig.: Halldór Svansson, kn.: Elka Halldórsd., 8,76 / 8,41
2. Vængur frá Köldukinn, eig. og kn.: Bjarnleifur S. Bjarnleifsson, 8,59 / 8,43
3. Kópur frá Reykjavík, eig. og kn.: Freyja Þorvaldardóttir, 8,47 / 8,38
4. Blökk frá Skógskoti, eig Ólafur A. Guðmundsson og Sigvaldi L.
Guðmundsson, knapi: Ólafur A. Guðmundsson, 8,30/8.15
5. Lýsingur frá Hellnatúni, eig. Birgir Skaftas., kn.: Vala D. Birgisd., 8,16 /
8,14
150 m skeið
1. Óðinn frá Efstadal, eig. og kn.: Jóhann Valdimarsson, 15,60 sek.
2. Brandur frá Hafsteinsstöðum, eig og kn.:Magnús Matthíasson, 17,16 sek
3. Blekking frá Hávarðarkoti, eig.: Björn S.Árnason, kn.: Guðmundur H.
Ólafsson, 17,30 sek.
4. Hryðja frá Akurgerði, eig.: Guðmundur Baldvinsson, kn.: Ólafur A.
Guðmundsson, 18,19 sek.
Börn
1. Sörli frá Kálfhóli, eig.: Sigurður Leifss./ Leifur Eiríksson, Knapi: Sigrún
Ýr. Sigurðardóttir, 8,62 / 8,16
2. Fjöður frá Svignaskarði, eig.: Oddný M. Jónsdóttir, kn.: Guðný B.
Guðmundsdóttir, 8,60 / 8,40
3. Laski frá Kirkjubæ, eig.: Bára B. Kristjánsdóttir, kn.: Bára B. Kristjáns-
dóttir, 8,13 / 8,06
4. Harpa frá Laugarbakka, eig. og kn.: Daníel Thorstensen, 8,08 / 8,0
5. Krossfari frá Syðra Skörðugili, eig.: B. María / Guðlaug R. Þórisdóttir, kn.:
Guðlaug Rut, 7,93 / 7,96
Pollar
1. Gobbi frá Huga, eig. og kn.: Berta M. Waagfjörð,
2 Þrymur frá Skáney, eig. og kn.: Helen R. Leifsdóttir
3. Barón, eig. og kn.: Rúna Halldórsdóttir
4. Garpur frá Skammbeinsstöðum, eig og kn.: Sandra Þorsteinsdóttir
5. Jósep eig. og kn.: Freyja R. Magnúsdóttir
6. Pjakkur frá Efstadal, eig.: og kn.: Sigrún G. Sveinsdóttir
Úrslit
HELSTU tíðindi helgarinnar voru
þau að landsmótsigurvegaranum
Markúsi frá Langholtsparti mun nú
öðru sinni verða teflt fram í keppni B-
flokksgæðinga á landsmóti og þar
hafa hann og knapinn Sigurbjörn
Bárðarson titil að verja. Það hefur
ekki gerst síðan 1970 að landsmóts-
sigurvegarar mæti aftur til leiks þeg-
ar Hermann bóndi í Langholtskoti
mætti öðru sinni með Blæ sinn en þeir
höfðu sigrað fjórum árum áður á
landsmótinu á Hólum. Viðbúið er að
sitt sýnist hverjum um þessa ákvörð-
un eigenda hestsins og Sigurbjörns
en benda má á að Markús er ungur
hestur að árum, aðeins níu vetra, og
vafalaust ekki búinn að sýna allar sín-
ar bestu hliðar. En ekki var sigur
Markúsar í Glaðheimum eins léttur
og ætla hefði mátt að óreyndu því Sig-
urjón Gylfason og Geisli frá Akur-
gerði nörtuðu í hæla þeirra félaga í
bæði forkeppni og úrslitum. Markús
var með 8,60 í forkeppninni sem er
heldur í lægri kantinum hjá lands-
mótssigurvegara og Geisli og Sigur-
jón voru með 8,57. Páll Bragi Hólm-
arsson og Röst frá Voðmúlastöðum
voru reyndar í öðru sæti með 8,59 og
hin hrossin þrjú sem unnu sér sæti í
landsmótsliði Gusts öll yfir 8,50. Í úr-
slitum teygðu Markús og Sigurbjörn
sig upp undir níuna, fengu 8,95 í ein-
kunn og Sigurjón og Geisli fast á hæla
þeirra með 8,92.
Ungur og efnilegur
Í A-flokknum kom fram á sjónar-
sviðið ungur hestur frá Hafsteins-
stöðum sem Freyðir heitir og er að-
eins 6 vetra gamall. Knapi á honum
var Höskuldur Þráinsson og stóðu
þeir sig með mikilli prýði í úrslitun-
um. Unnu sig upp úr fjórða sæti og
höfðu sigur.Var þetta óvæntur og
sætur sigur fyrir þá félaga en víst er
að Höskuldar bíður vandasamt verk
að þjálfa þann gráa fram að lands-
móti, halda kraftinum og gleðinni
þannig að hans miklu hæfileikar fái
notið sín og helst að hann sýni fram-
farir og gæti þá orðið spennandi að
fylgjast með honum.
Mikill kraftur hefur verið í kyn-
bótadómum undanfarna daga og vik-
ur, sýningum lokið á Sörlastöðum í
Hafnarfirði og Sauðárkróki og allt í
algleymi á Gaddstaðaflötum og ný-
byrjuð sýning í Borgarnesi.
Val á landsmótsgæðingum og kynbótahrossum stendur sem hæst um þessar mundir
Vængur frá Köldukinn fer vel hjá Bjarnleifi Bjarnleifssyni í keppni
unglinga þar sem þeir höfnuðu í öðru sæti.
Þjótandi frá Svignaskarði var valinn glæsilegasti hestur mótsins hjá Gusti og hlutu hann og Berglind
Rósa Guðmundsdóttir 8,92 í einkunn í ungmennaflokki.
Morgunblaðið/Vakri
Lukka og Birgitta Dröfn leiddu keppni A-flokksgæðinga eftir forkeppni
en urðu að gefa eftir í úrslitunum.
Glæstir gripir vísa
á gott landsmót
Það er mikið umleikis í hestamennskunni þessa dagana og
ber þar hæst val hrossa til þátttöku á landsmót hestamanna.
Kynbótahrossin streyma í stórum hópum í dóm og hestamanna-
félög velja sér gæðinga hvert af öðru til að senda á þennan
stórviðburð. Valdimar Kristinsson rýnir í stöðuna.
Morgunblaðið/Vakri
Klárhestafloti Gusts sem mætir á landsmótið undir forystu Markúsar frá Langholtsparti og Sigurbjörns Bárðarsonar.