Morgunblaðið - 04.06.2002, Síða 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 49
www. .is
ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ
KÍKTU
Á NETIÐ
AUSTURSTRÆTI 17 4. HÆÐ,
BOX 104 121 REYKJAVÍK
SÍMI (354) 562 0400,
FAX (354) 562 6564,
KT. 540192-2279Aldrei áður jafnódýrt - né jafnauðvelt
KARÍBAHAFIÐ-GÓÐ VIÐBRÖGÐ!
Sigling - CARNIVAL PRIDE: 27.sept.- nær uppselt
Þú sparar helming - jafngildir 2 fyrir einn m.v. almennt verð!
Lýsing:
27. sept. 2002-fö. Flug frá KEF- FI 663 kl. 17.00 lendir í ORLANDO kl. 20.45. Flugvallar-
bíll frá Carib Royal Suites flytur farþega til gistingar með morgunverði inniföldum.
28. sept. lau. Frjáls tími í Orlando til hádegis. Flugvallarbíll skilar farþegum til flugvallar,
en þar bíður bíll frá CARNIVAL skipafélaginu og flytur farþega til PORT CANAVERAL,
þar sem farþegar fara um borð í hið nýja glæsiskip CARNIVAL PRIDE, sem fór jómfrúr-
ferð sína í jan. 2002, rúmar 2600 farþega á 12 þilförum, en starfsfólk er nærri 1000 manns.
Innréttingar skipsins eru með sérstakri listrænni útfærslu, sem minna sumpart á öndvegi
lista á Ítalíu renaissance tímans, en einnig með fjölþjóðlegum áherslum, s.s.
Japanski fílbeins barinn, bókasafn og lesstofa kennd við Svíann Nobel, hið Indverska leik-
hús Taj Mahal með glæsisýningum, sem eru upphaf rómantískra ævintýra að loknum dýr-
indiskvöldverði, áður en dansinn dunar fram eftir nóttu í Stjörnu næturklúbbnum. Fullt
fæði er innifalið og ókeypis aðgangur að öllum skemmtunum og uppákomum ásamt útivist-
ar- og íþróttaaðstöðu og stenst samanburð við flest fimm stjörnu hótel heimsins, þar sem
verðið væri allt að fimm sinnum hærra. - Skipið siglir úr höfn kl. 16.00.
29. sept. su. Komið til hins fræga KEY WEST. Syðsta borg U.S.,fræg fyrir dvöl rithöfund-
arins Ernest Hemingways. Skipið stendur við kl. 9.00-17.00.
30. sept. má. Hressandi skemmtisigling á bláum öldum Karíbahafs. Tími til hvíldar og úti-
vistar í sjávarloftinu.
1. okt. þr. Komið til BELIZE CITY í smáríkinu Belize í Mið-Ameríku kl. 07.00, dvalist til
kl. 17.00. Landið er frumstætt en mikil náttúruparadís og líf íbúanna forvitnilegt.
2. okt. mi. Komið til eyjunnar COZUMEL undan strönd MEXICO kl. 8.00 og dvalist til kl.
16.00. Eyjan er undan strönd YUCATAN skagans, gott dæmi um hitabeltisparadís.
3. okt. fi. Komið til hafnarborgarinnar PROGRESO á norðanverðum skaganum kl. 07.30
og dvalist til kl. 15.00. Ferð býðst til MERIDA, höfuðborgar Yucatan, spænsk borg frá 16.
öld, byggð á rústum gamallar Maya-borgar. Gott dæmi um forna og nýja menningu þessa
stórmerka svæðis.
4. okt. fö. Nú siglum við daglangt um hinn hlýja Mexíkóflóa, sem færir okkur Golfstraum-
inn og gerir lífvænlegt að búa á Íslandi. Njótum stórkostlegrar aðstöðu um borð og
skemmtum okkur.
5. okt. la. Komið að landi í Port Canaveral kl. 7.00. Um kl. 11.00 er gert ráð fyrir að allir
séu komnir í land, og þá ekur skipsrútan okkur til Orlando, þar sem við setjumst aftur að á
Carib Royal Suites í 3 nætur. Gististaðurinn er afar vel staðsettur til að kanna og njóta Or-
lando með sínum fjölbreyttu skemmtimöguleikum, söfnum, skemmtigörðum, s.s. DISNEY
WORLD, SEA WORLD o.fl.
6.-7. okt. - Dvalist í besta yfirlæti í ORLANDO.
8. okt. Við höldum gistiherbergjum okkar fram yfir hádegi, en síðdegis er haldið til flug-
vallar og beint heimflug með Flugleiðum, FI662 kl. 19.00.
9. okt. mi. Lent í Keflavík kl. 6.00 að morgni.
VERÐ: frá kr. 159.900.- Innifalið er flug Flugleiða KEF-ORL-KEF skv. áætlun. Flutningur
milli flugvallar-hótels og skips Sigling á CARNIVAL PRIDE með fullu fæði og allri aðstöðu
um borð. Hafnargjöld og þjórfé að upphæð kr. 23.750 innifalið. Staðfestingargjald kr. 30
þús. fylgi pöntun. Aðeins 4 pláss laus 27. sept. Næsta hópbrottför 7. feb. 2003. Einstaklings-
fargjöld vikulega á föstudögum. Flugvallarskattar kr. 7.230 bætast við.
Fylgist með! Siglingar eru ódýrasti tískuferðamáti nútímans
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi leiðrétting frá Tóbaks-
varnanefnd:
„Í blaðinu Vertu frjáls reyklaus,
sem Tóbaksvarnanefnd gaf út og
var dreift með Morgunblaðinu á
reyklausa daginn, 31. maí, urðu þau
mistök að birt var rangt svar við
spurningu sem beint var til Þórhild-
ar Líndal umboðsmanns barna.
Tóbaksvarnanefnd biður Þórhildi
velvirðingar á þessum mistökum en
rétt svar er eftirfarandi:
Hyggst umboðsmaður barna
beita sér fyrir því með einhverjum
hætti í nánustu framtíð að börn
verði ekki fyrir óbeinum reyking-
um?
Svar umboðsmanns barna, Þór-
hildar Líndal:
,,Rétturinn til hreins og ómeng-
aðs andrúmslofts er meðal mikil-
vægustu réttinda hvers barns, en
margar rannsóknir hafa sýnt að
þeim er öðrum fremur hætt við
sjúkdómum og lasleika af völdum
óbeinna reykinga. Samkvæmt nýj-
um lögum um tóbaksvarnir er það
vilji löggjafans að réttur barns til
reyklauss umhverfis verði virtur á
heimili þess sem og annars staðar.
Skyldan í þessum efnum hvílir á
herðum þeirra sem ábyrgð bera á
velferð barns, en í hlutverki for-
eldra felst að sýna barni sínu um-
hyggju og nærfærni. Foreldrum
ber ávallt að hafa í fyrirrúmi það
sem barni þeirra er fyrir bestu.
Í 3. mgr. 24. gr. Barnasáttmálans
segir m.a.: Aðildarríki skulu gera
allar þær ráðstafanir, sem vænleg-
ar eru til árangurs, og eiga að ryðja
úr vegi hefðum, sem eru skaðlegar
heilbrigði barna.
Ég tel að öflug og markviss
fræðsla í grunnskólum og fram-
haldsskólum sé það sem leggja beri
áherslu á, þ.e. að beina beri
fræðslunni fyrst og fremst til barna
og unglinga – foreldra framtíðar-
innar – en þá ber og að hafa hug-
fast að nauðsynlegt er að hafa unga
fólkið með í ráðum um skipulag og
efnistök slíkrar fræðslu. Með því
móti getum við vænst betri árang-
urs í glímunni við tóbaksdrauginn,
hvar sem hann er að finna.
Í krafti míns embættis mun ég
beina þeim tilmælum til mennta-
málaráðuneytis, að það í samráði
við heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið og tóbaksvarnanefnd
sjái til þess að börn og unglingar
fái að hafa bein áhrif á, hvernig þau
geti notið réttar síns til hreins og
ómengaðs andrúmslofts.“
Leiðrétting vegna svars
umboðsmanns barna
HALLDÓR Geirsson mun halda
fyrirlestur um rannsóknarverkefni
sitt til meistaraprófs við raunvís-
indadeild: Samfelldar GPS-mæling-
ar á Íslandi 1999-2002, í dag,
þriðjudaginn 4. júní, kl. 16, í húsi
verkfræði- og raunvísindadeilda við
Hjarðarhaga, VR-II, stofu 158. Öll-
um er heimill aðgangur meðan hús-
rúm leyfir.
Með GPS-mælingum má ákvarða
staðsetningu punkta við yfirborð
jarðar með mikilli nákvæmni og
þannig fylgjast með hreyfingum
þeirra. Slíkar mælingar fara nú
fram samfellt á 15 stöðum á landinu
og er því hægt að fylgjast með jarð-
skorpuhreyfingum frá degi til dags.
Staðfest hefur verið að rekhraði yf-
ir landið er í samræmi við landreks-
kenninguna og að rekið er að mestu
bundið við eystra gosbeltið um
þessar mundir. Einnig má sjá
hreyfingar sem urðu í jarðskjálft-
unum á Suðurlandi í júní 2000,
hugsanlega þenslu kvikuhólfs undir
Kötlu, og hreyfingar tengdar eld-
gosinu í Heklu í febrúar 2000.
Leiðbeinendur Halldórs eru Þóra
Árnadóttir og Freysteinn Sig-
mundsson á Norrænu eldfjallastöð-
inni, og Páll Einarsson á Raunvís-
indastofnun Háskólans. Prófdómari
er Sveinbjörn Björnsson, Orku-
stofnun.
Meistarafyrirlest-
ur í jarðeðlisfræði
REYKJAVÍKURDEILD RKÍ
gengst fyrir tveggja kvölda nám-
skeiði um öryggismál sumarbústaða
og hjólhýsa. Kennt verður 5. og 6.
júní frá kl. 20 til kl. 23.
Fyrra kvöldið verður farið yfir
skipulag bústaðar eða hjólhýsis og
að meta umhverfið með öryggi í
huga. Hvernig er aðkoma að sum-
arhúsinu og hjólhýsinu? Einnig
verður farið yfir hitunartæki og eld-
varnir. Hvenær á að kalla til sjúkra-
bíl eða þyrlu? – og annað mat á að-
stæðum.
Námskeiðið verður haldið í Ár-
múla 34, 3. hæð. Skráning og nánari
upplýsingar eru hjá Reykjavíkur-
deild Rauða krossins.
Námskeið um
öryggismál
sumarbústaða
MAGNÚS Örn Úlfarsson heldur fyr-
irlestur um verkefni sitt til meistara-
prófs í rafmagns- og tölvuverkfræði.
Verkefnið heitir Curvelet-vörpun til
suðsíunar.
Fyrirlesturinn verður fluttur í
stofu 158 í VR-II við Hjarðarhaga 2-6
og eru allir velkomnir á meðan hús-
rúm leyfir. Verkefnið var meðal ann-
ars styrkt af Rannsóknanámssjóði.
Leiðbeinendur Magnúsar Arnar
eru: Jóhannes R. Sveinsson, dósent
við Háskóla Íslands, sem er aðalleið-
beinandi, og Jón Atli Benediktsson,
prófessor við Háskóla Íslands, og
Sven Þ. Sigurðsson, prófessor við Há-
skóla Íslands.
Fyrirlestur til
meistaraprófs
GUNNAR B. Ragnarsson heldur
fyrirlestur um verkefni sitt: TNF-
alfa, IFN-gamma, Fas og Fas-lig-
and í brjóstakrabbameini, til meist-
araprófs við læknadeild Háskóla
Íslands, í dag, þriðjudaginn 4. júní,
kl. 16. Prófið verður í kennslustofu
á 3. hæð í Læknagarði.
Umsjónarkennari er Helga M.
Ögmundsdóttir prófessor. Próf-
dómarar verða Friðbjörn Sigurðs-
son læknir og Hrefna Guðmunds-
dóttir læknir. Prófstjóri: Jón
Gunnlaugur Jónasson dósent.
Meistarapróf
í læknadeild
AÐALFUNDUR Kínversk-íslenska
menningarfélagsins verður haldinn á
veitingastaðnum Donghuang,
Reykjavíkurvegi 68, í dag, þriðju-
daginn 4. júní, kl. 19.30.
Á fundinum flytur Wang Rongh-
ua, sendiherra Kína á Íslandi, yfir-
litserindi um samskipti Íslands og
Kína á undanförnum fjórum árum.
Einnig fjallar hann um það helsta
sem er framundan.
Á fundinum verður seld 5 rétta
máltíð á 2.000 kr., segir í fréttatil-
kynningu.
Aðalfundur Kín-
versk-íslenska
menningarfélagsins
FYRSTI hópurinn í MBA-náminu í
Háskóla Íslands er nú að ljúka sínu
námi. Í tilefni af því verður haldin
ráðstefna á vegum MBA-námsins í
Háskóla Íslands.
Ráðstefnan Varanlegt samkeppn-
isforskot – Er stefnumiðað árang-
ursmat rétta verkfærið? verður
haldin í Salnum í Kópavogi miðviku-
daginn 5. júní kl. 13.
Stefnumiðað árangursmat (bal-
anced scorecard) er hugmyndafræði
ásamt verkfærum til að útfæra
stefnu, miðla henni og fylgjast með
hvernig gengur að fylgja henni eftir.
Eitt íslenskt fyrirtæki, Landsbank-
inn, hefur þegar tekið upp stefnu-
miðað árangursmat, en mörg fyrir-
tæki og stofnanir hafa stigið fyrstu
skrefin í átt að því.
MBA-nemendur við Háskóla Ís-
lands bera hitann og þungann af ráð-
stefnunni.
Síðan þeir hófu námið haustið
2000 hafa þeir fengið að kynnast ís-
lensku atvinnulífi mjög vel með að-
stoð fjölmargra einstaklinga hjá ótal
fyrirtækjum og stofnunum. Með
þessari ráðstefnu vilja nemendur
þakka fyrir sig.
Markmiðið með ráðstefnunni er að
ráðstefnugestir geti metið í lok
hennar hvort skynsamlegt sé fyrir
fyrirtæki þeirra eða stofnun að vinna
að innleiðingu stefnumiðaðs árang-
ursmats og þá hvernig.
Sjá allar nánari upplýsingar á
www.mba.hi.is.
Ráðstefna
um varanlegt
samkeppnis-
forskot
MORGUNBLAÐINU hefur borist
ályktun frá Kennarasambandi Ís-
lands þar sem segir m.a.:
„Stjórn og skólamálaráð Kennara-
sambands Íslands lýsa yfir þungum
áhyggjum vegna þeirrar ákvörðunar
Kennaraháskóla Íslands að leggja
niður Lestrarmiðstöð KHÍ.
Lestrarmiðstöð KHÍ hefur undan-
farin ár veitt mikilvæga þjónustu við
greiningu lestrarerfiðleika nemenda
í grunnskólum og framhaldsskólum.
Hún hefur einnig unnið að þróun
greiningarprófa og veitt sérkennur-
um, námsráðgjöfum, kennurum og
öðrum ráðgjöf og miðlað til þeirra
þekkingu á þessu sviði.
Lestrarmiðstöðin hefur verið mik-
ilvægur bakhjarl fyrir sérkennara í
grunnskólum og námsráðgjafa í
framhaldsskólum. Mikill skortur er á
menntuðum sérkennurum og afar fá-
ir sérkennarar eru í framhaldsskól-
um. Mjög brýnt er að skólar geti
áfram leitað eftir faglegri þjónustu
vegna lestrarerfiðleika nemenda til
ákveðinnar stofnunar sem sérhæfir
sig á þessu sviði.
Öll skólastigin þurfa aðgengi að
þeirri þjónustu sem Lestrarmiðstöð
KHÍ hefur veitt og því fyrr sem lestr-
arerfiðleikar eru greindir því auð-
veldara er að aðstoða nemendur og
líkur á farsælli skólagöngu aukast.
Nú er biðlisti eftir að komast að í
greiningu hjá Lestrarmiðstöð KHÍ.
Grípi yfirvöld menntamála ekki til
viðeigandi ráðstafana verður mjög
vegið að jafnrétti til náms á Íslandi
því það kostar mikla fjármuni fyrir
hvern einstakling að kaupa lestrar-
greiningu á almennum markaði....
Kennarasamband Íslands skorar á
menntamálaráðherra og formann
Sambands íslenskra sveitarfélaga að
beita sér fyrir því að tafarlaust verði
fundin lausn á þessu máli.“
Áhyggjur
vegna lokunar