Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sumardagskrá Árbæjarsafnsins Skyggnst inn í fortíðina SUMARDAGSKRÁÁrbæjarsafns erkomin á fullt skrið. Að mörgu er að hyggja við skipulag sumarstarfsins, ekki síst að vekja áhuga almennings á sífellt nýjum þáttum í sögu borgarinnar og bjóða upp á fjölbreytta skemmtun og fróðleik í senn. Margar nýjungar má sjá í starfinu á hverju sumri, enda úr miklu að moða. Gerður Róberts- dóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Árbæjar- safns, sagði okkur nánar frá sumarstarfinu. Hverjar eru helstu nýj- ungarnar í starfinu í sum- ar? „Það sem kemur fyrst upp í hugann eru örnám- skeið í tálgun og tóvinnu sem við ákváðum að bjóða upp á í sumar. Hugmyndin kviknaði þegar við sáum hve mikinn áhuga gestir safnsins sýndu störfum fólks sem sat við vinnu sína í Árbæ, til dæmis við að spinna og tálga. Við ákváðum að bregðast við þessum áhuga með því að bjóða upp á kennslustundir í tóvinnu, tálgun í tré og spuna á halasnældu.“ Hverja fenguð þið í kennsluna? „Við leituðum til fagfólks í þessum efnum til þess að leið- beina gestum, enda er það kúnst að kenna handverk. Við vönduð- um okkur mjög við val á leiðbein- endum. Bjarni Þór Kristjánsson sér um tálgunina, en hann hefur oft unnið hjá okkur á sýningum, og er margt til lista lagt. Þrjár konur sjá um tóvinnuna, Anna Lilja Jónsdóttir, Marianne Gück- elsberger og Anna María Lind Geirsdóttir, og skiptast þær á um að kenna á námskeiðunum. Þær eru allar í áhugahópi um tóvinnu og hafa kynnt sér handverkið vel.“ Námskeiðin eru stutt, ekki satt? „Jú, við hjá safninu ákváðum að hafa námskeiðin stutt og skýr til þess að fólk gæti auðveldlega kynnt sér grunnatriði í þessu handverki. Til dæmis fær fólk að kynnast tóvinnunni, átta sig á muninum á togi og þeli, kemba og spinna á snælduna að því loknu. Þetta hafa fáir fengið að prófa og okkur langar til að koma til móts við óskir gesta okkar.“ Þið hvetjið afann og ömmuna til að koma með barnabörnin. „Já, námskeiðin eru haldin frá kl. 13-16, sem við vitum að hentar vel öfum, ömmum og foreldrum í sumarfríi. Við hvetjum fjölskyld- una til að nýta sér námskeiðin sem skemmtilega tilbreytni í sumarfríinu, eða að afinn og amman njóti samvista með barnabörnunum áður en foreldr- arnir eru komnir í frí.“ Hve oft verða námskeiðin hald- in? „Þau hófust 19. júní, en eru aft- ur í dag, 20. júní, frá kl. 13-16. Næstu helgi verður einnig nám- skeið sem og í næstu viku, og loks verður þráðurinn tekinn upp í júlí. Við bendum gest- um okkar á að hafa samband við safnið, eða skoða dagskrána á vef safns- ins.“ Segðu okkur meira frá sumar- dagskrá safnsins. „Við viljum gæta frumleika í sumarstarfi safnsins til þess að hafa alltaf upp á eitthvað nýtt að bjóða. Gestir eiga að geta séð fjölbreytt starf og fengið marg- víslegan fróðleik á safndeildum. Gestir eru mjög fróðleiksþyrstir og viljum við bregðast vel við því. Safninu er mjög mikilvægt að halda sér lifandi, og beitum við öllum ráðum til þess að koma gestum okkar skemmtilega á óvart í hvert sinn sem þeir heim- sækja okkur. Það er hægt að koma aftur og aftur.“ Hvað er nýtt á dagskrá hjá ykkur í sumar? „Sjónleikurinn Spekúlerað á stórum skala var fyrst sýndur á listahátíð og verður sýndur á sunnudögum kl. 2 í sumar og hef- ur vakið mikla lukku. Þar er brugðið upp svipmyndum af mannlífinu í Reykjavík á síðari hluta 19. aldar, og fólkið sem lifði í húsunum hér á safninu vappar um svæðið.“ Aftur um örnámskeiðin, þarf að skrá sig á þau? „Já, þátttakendur eru beðnir um að skrá sig í námskeiðin með því að hafa samband við Árbæj- arsafn í síma 577 1111, og athuga verður að gert er ráð fyrir að börn séu í fylgd fullorðinna.“ Einnig verður dagskrá núna á Jónsmessunni, hvað gerist þá? „Já, um helgina verður margt um að vera, að vanda. Á sunnu- daginn er sérstakur handverks- dagur þar sem sjá má handverks- fólk að störfum. Sýnt verður gamalt handverk, útskurður, eld- smíði, knipl og útsaumur, svo eitthvað sé nefnt. Svo verður farið í fræðandi Jónsmessunætur- göngu á sunnudags- kvöld um Elliðaárdal- inn. Ég hvet alla til að mæta í hressandi kvöldgöngu sem lagt verður af stað í kl. 10 um kvöldið frá miðasölu safnsins.“ Í sambandi við dagskrá safns- ins er áhugasömum bent á að hafa samband um síma eða sjá dagskrána á vef safnsins, www.arbaejarsafn.is. Safnið er opið þriðjudaga til föstudaga í sumar frá kl. 9 til 17 og um helg- ar frá kl. 10 til 18. Gerður Róbertsdóttir  Gerður Róbertsdóttir er fædd á Akureyri 1961. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands og uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla. Gerður stundaði einnig nám í listasögu við Kaupmannahafn- arháskóla. Starfaði við kennslu í Árbæjarskóla en hefur unnið í Árbæjarsafni undanfarin fimm ár, fyrst sem safnkennari en nú sem deildarstjóri fræðsludeildar. Hún hefur umsjón með fræðslustarfi, sumarstarfsemi safnsins og jólasýningu. Gerður er gift Óðni Jónssyni frétta- manni og eiga þau tvær dætur, Bryndísi og Hrefnu. Fjölbreytt dagskrá í allt sumar Vonandi láta stjórnmálamenn ekki þar við sitja, mörgum góðum væri nú hægt að bjóða enn, svona til að lífga enn betur upp á þjóðlífið. Heilbrigðismálaráðherrar Norð- urlandanna gengu frá samkomulagi um viðbrögð á sviði heilbrigðismála með því að undirrita formlegan samning á fundi sínum í Svolvær í Noregi. Samningurinn þýðir að Norðurlöndin skuldbinda sig til að vinna náið saman á sviði heilbrigð- isviðbúnaðar og hjálpast að komi til þess að eitt eða fleiri ríki verði fyrir árás, eða ef upp kemur hætta, sem stafar af notkun eða merðferð sýkla-, eitur- og geislavirkra efna. Unnið hefur verið að gerð samn- ingsins frá því að atburðirnir urðu í Bandaríkjunum 11. september 2001. „Norðurlandaþjóðirnar skuld- binda sig samkvæmt samningnum til að skiptast á upplýsingum um reynslu sína og þekkingu og vinna að hvers konar þróunarstarfi á þessu sviði heilbrigðismála. Þá er lögð áhersla á að þjóðirnar skiptist á upplýsingum um þær breytingar og aðstæður sem skapast í hverju landi á sviði heilbrigðisviðbúnaðar. Með samningnum verður sömuleiðis til formlegur samstarfsvettvangur landanna þar sem unnt verður að auka formlegt samstarf Norður- landanna á sviði heilbrigðismála af þessu tagi. Samstarfið verður nú sjálfstæður hluti af samstarfi Norð- urlandanna á vegum Norræna ráð- herraráðsins. Um þessar mundir vinna sérfræðingar á Norðurlönd- um að samstarfi á ýmsum sviðum varna og viðbúnaðar gegn vá af völdum sýkla, eiturefna og geisla- virkra efna í anda þessa samnings. Samningurinn er viðbót við samn- ing um skyld mál sem gerður var 20. janúar 1989 og var gerður að frumkvæði heilbrigðismálaráðherr- anna eftir atburðina 11. september sl. Með samstarfi Norðurlandaþjóð- anna á þessu sviði verður unnt að tryggja öruggari heilbrigðisviðbún- að með minni tilkostnaði en hægt hefði verið ef þjóðirnar hefðu hver fyrir sig gripið til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru á þessu sviði. Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneyt- isstjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, ritaði undir samn- inginn fyrir hönd Íslands í fjarveru Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, en hann og Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, hafa undirbúið málið fyrir hönd heilbrigðismálaráðuneytisins,“ seg- ir í fréttatilkynningu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Heilbrigðissamstarf Norðurlandaþjóðanna eflt Samningur um heilbrigðisviðbúnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.