Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Kiel væntanlegt og út fara Explorer, Goða- foss, Flemenco og Tjaldur SH. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Markus J, Viking, Kleifaberg og Prizv- anie og út fara Fornax, Polar Princess og Ocean Tiger. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa, bað. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9 leikfimi, almenn, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofa og handavinnustofa. Kl. 13.30 gönguhópur, lengri ganga. Kl. 10–16 púttvöllurinn opinn alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–13 handa- vinnustofan opin, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Jónsmessuferð á Þingvöll, Selfoss og Stokkseyri, mánudaginn 24. júní. Lagt af stað kl. 15 frá Damos. Uppl. og skráning hjá Svanhildi í síma 586 8014 e.h. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Sundleikfimin hjá Lovísu í Sundlaug Garðabæjar byrjar 25. júní kl. 16 og verður á þriðjud. og fimmtud. í 3 vikur. Allir velkomnir. Golfnámskeiðið hjá Sturlu verður á þriðjud. og miðvikud. kl. 13 næstu 3 vikur í GKG í Vetrarmýrinni. Fótaað- gerðarstofan, tímapant- anir eftir samkomulagi, s. 899 4223 Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag er félagsvist kl. 13.30. Á morgun, föstudag, kl. 13.30 frjáls spila- mennska. Pútt á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Fimmtudagur: Brids kl. 13. Söguferð í Dali 25. júní, dagsferð, Eiríks- staðir, Höskuldsstaðir, Hjarðarholt, Búð- ardalur, Laugar, Hvammur. Léttur há- degisverður að Laugum í Sælingsdal. Kaffihlað- borð í Munaðarnesi Leiðsögumaður Sig- urður Kristinsson. Vin- samlegast sækið far- miðann fyrir helgi. Þórsmörk – Langidalur 4. júlí, Kaffihlaðborð á Hvolsvelli. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Hálendisferð 8.–14. júlí, ekið norður Sprengi- sand og til baka um Kjöl, eigum örfá sæti laus. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10–12 í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa m.a. glerskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 14 myndlistarsýning. 26. júní nk.: Eyrarbakki – Stokkseyri, ekið með ströndinni austur að Þjórsá og þaðan ekið í Skálholt og borðað þar. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund. Umsjón Lilja G. Hall- grímsdóttir, djákni. Frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin. Fim. 27. júní verður ferðalag um Suðurnes. M.a. er ekið um Hafnarfjörð og Kapellu í Kapellu- hrauni, Vatnsleysu- strönd í Voga, Grímshól á Vogastapa. Ekið um Njarðvíkur og Keflavík, út í Leiru þar sem verður kaffihlaðborð í Golfskálanum. Farið út á Garðskaga, Miðnes og Stafnes. Skráning hafin. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin. Vorvaka eldra fólks í Kópavogi verður í Gjá- bakka, Fannborg 8 sunnudagskvöldið 23. júní. Á dagskránni sem hefst kl. 22 verður m.a. spiluð félagsvist, harm- onikkuleikur, sam- söngur undir slætti Guðrúnar á gít- arstrengi. Einnig verð- ur lesið úr óútkominni ljóðabók. Kaffiveitingar á vægu verði. Dag- skrárlok óákveðn. Allir eru boðnir velkomnir og skemmti- og fræðslu- efni er vel þegið. Kl. 20–21 gömlu dansarnir, kl. 21–22 línudans. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17, hádegismatur alla virka daga, heitt á könnunni og heimabakað meðlæti. Handavinnustofan er opin kl. 9.15–16 á þriðjudögum og mið- vikudögum kl. 13–16 og fimmtudögum kl. 9.15– 16. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 félagsvist. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leirmunanámskeið. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10 boccia. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 morgunstund og handmennt, kl. 10 leik- fimi, kl. 10.45 boccia, kl. 13 brids. Reykjavíkurdeild SÍBS fer í sína árlegu Jóns- messuferð sunnudaginn 23. júní. Farið verður um sögustaði Njálu í Rangárþingi og leið- sögumaður verður Jón Böðvarsson. Skráning í ferðina fer fram í síma SÍBS, 552 2150 á skrif- stofutíma. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma. Boðið er upp á orlofsdvöl í Skálholti í sumar. Í boði er dvöl 1.–5. júlí. Skrán- ing á skrifstofu f.h. virka daga í síma 557 1666. Félag eldri borgara, Selfossi. Dagsferð á Njáluslóðir. Farið verð- ur á söguslóðir Njálu þri. 25. júní. Leið- sögumaður verður Ósk- ar H. Ólafsson. Lagt af stað frá Mörkinni (Grænumörk 5) kl. 10 og komið við í Horninu. Ferðaáætlun: Sögusetr- ið á Hvolsvelli skoðað, farið að Bergþórshvoli og síðan að Vík í Mýr- dal en þar verður léttur hádegisverður. Síðan farið í Kerlingadal og til baka upp Mark- arfljótsaura í leit að Gunnarshólma. (Sumir segja að Rangæingar séu búnir að týna hon- um.) Þaðan er farið að Hlíðarenda. Kaffiveit- ingar í Langbrók. Leið- in liggur framhjá Þrí- hyrningi að Keldum og svo heim um Rang- árvelli. Heimkoma áætl- uð um kl. 18. Kostnaður kr. 3.000–3.500 á mann. Farpantanir og upplýs- ingar í síma 482 4117 (Óskar) eða 482 2938 (Böðvar). Gjörið svo vel að panta far ekki síðar en á sunnudagskvöld. Allir velkomnir. Minningarkort Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568 8188. Í dag er fimmtudagur 20. júní, 171. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En sá sem iðkar sannleikann, kemur til ljóssins svo að augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð. (Jóh. 3,21.) LÁRÉTT: 1 drambsfull, 8 þrífa, 9 varkár, 10 mergð, 11 veslast upp, 13 fífl, 15 reifur, 18 vel verki far- inn, 21 skjól, 22 vinna, 23 amboðin, 24 ógallaður. LÓÐRÉTT: 2 skurðurinn, 3 kvarta undan, 4 gera fegurra, 5 dáin, 6 taflmann, 7 vend- ir, 12 tangi, 14 eyða, 15 ræma, 16 ráfa, 17 slark, 18 kuldaskjálfta, 19 gæfu, 20 romsa. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 baksa, 4 tölta, 7 tældi, 8 pútan, 9 net, 11 raus, 13 hrár, 14 ólmar, 15 spöl, 17 ólag, 20 gró, 22 gónir, 23 sjúga, 24 lemur, 25 litla. Lóðrétt: 1 bítur, 2 kólgu, 3 alin, 4 tæpt, 5 lítur, 6 agnar, 10 eimur, 12 sól, 13 hró, 15 segul, 16 önnum, 18 ljúft, 19 grana, 20 grær, 21 ósæl. Áskorun til borgaryfirvalda VIÐ Sléttuveg 7 er yndis- legur garður sem vel er hugsað um og fyrir neðan er SEM-blokkin, en þar er einnig vel hugsað um um- hverfið. En á milli þessara blokka er svæði sem borgin á og er það í órækt og ekk- ert hugsað um það og er það mikið lýti á umhverf- inu. Er ég búin að búa hér síðan blokkin var byggð og hef aldrei orðið vör við að hirt væri um þetta svæði borgarinnar. Vil ég skora á borgaryf- irvöld að gera eitthvað til að fegra þetta svæði. Sjöfn. Wet ’n’ Wild Í Velvakanda fyrir stuttu var fyrirspurn um hvar Wet ’n’ Wild-snyrtivörurn- ar væru fáanlegar. Vil ég koma því á framfæri að þessar snyrtivörur fást í Samkaupum, Hafnarfirði. Lesandi. Gott apótek ÉG vil benda fólki sem þarf að fara í apótek á að fara út á Seltjarnarnes í Nesapó- tek, því það er ódýrasta apótekið á landinu. Vil ég þakka fyrir frábæra þjón- ustu þar. Grétar. Þakkir fyrir lóðaþrif KÆRAR þakkir fyrir lóða- þrif í Bústaðahverfi. Ung- lingar undir stjórn Jó- hönnu Ásgeirsdóttur eiga þar hlut að máli. Sérstök vinnubrögð, prúðmennska og afburðaþrif. Aldrei verið betra. Kærar þakkir. Eldri borgarar í Hólmgarði. Tapað/fundið Prostyle- hjól týndist PROSTYLE hjól, rautt og blátt með dempurum fram- an og aftan og með svartri hjólatösku á stýri, týndist frá Gnoðarvogi aðfaranótt sl. laugardags. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 864 1282. Reiðhjól týndist MONGOOSE grátt með bögglabera týndist frá Ból- staðarhlíð 68. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 553 2343. Fundarlaun. Dýrahald Gulbröndóttur högni týndur GULBRÖNDÓTTUR og hvítur högni týndist frá Bræðraborgarstíg. Hann er eyrnamerktur, geltur og með ól. Ef einhver hefur séð hann endilega látið vita í síma: 892 4504 Dimma er týnd ÞETTA er Dimma, eins árs læða, en hún hvarf að heim- an frá Garðhúsum 14 í Húsahverfi í Grafarvogi að- faranótt fimmtud. 30. maí. Hún var með rauða ól um hálsin og gulllitaða tunnu með nafni hennar í. Þeir sem hafa séð hana vinsam- legast hafi samband í síma 557 9224 eða 847 0794. Fundarlaun. Kisi er týndur KISI er 5 ára svartur og hvítur fress. Hann er með gula ól með símanúmeri og er eyrnamerktur. Hann týndist frá Básenda 1 í Reykjavík 11. júní. Þeir sem vita um Kisa vinsam- lega hafið samband í síma 588 6889 eða 659 6889. Kettlingar fást gefins TVEIR 8 vikna kassavanir kettlingar fást gefins. Upp- lýsingar í síma 552 5886 eftir kl. 17. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG vil koma á framfæri ánægju minni með góða þjónustu hjá BT í Skeif- unni. Ég kom þar með bilaða myndavél í við- gerð en það var u.þ.b. ár síðan vélin var keypt. Var ég búin að týna nót- unni fyrir kaupunum en ábyrgðin átti að renna út eftir 1 ár. Á verk- stæðinu var yndislegur maður, Gunnar, sem eyddi heilmiklum tíma í tölvunni við að finna út hvenær myndavélin var keypt og fann hann út að 1 dagur var eftir af ábyrgðinni og fékk ég þar af leiðandi viðgerð- ina frítt. Vil ég þakka honum fyrir að hafa gefið sér tíma að finna út úr þessu og fyrir yndislega framkomu. Ánægður viðskiptavinur. Góð þjónusta K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI veit fátt skemmti-legra en að ganga um fjöll og firnindi, hvort sem er að sumri eða vetri, vori eða hausti. Fyrir Vík- verja er Ísland líkt og sniðið að hans kröfum um gott gönguland. Hér á landi eru nefnilega engar verulega stórar pöddur en allt frá því Vík- verji var polli hefur honum verið meinilla við flest skordýr. Ekki þó húsaflugur og mýflugur (svo lengi sem þær bíta ekki) og auðvitað eru járnsmiðir og köngulær sáramein- laus kvikindi. Í huga Víkverja gegn- ir á hinn bóginn öðru máli um hrossaflugur og býflugur svo ekki sé minnst á hina stórhættulegu og geðstirðu geitunga, sem Víkverja finnst að hefði aldrei átt að hleypa inn í landið. Sem betur fer er frekar lítið af þessum kvikindum hér en þeim virðist því miður fjölga þegar sumur eru hlý og veturnir mildir, eins og verið hefur síðustu árin. Í út- löndum þrífast hins vegar alls kyns skelfilega ljót og varasöm skorkvik- indi sem Víkverji hefur engan áhuga á að komast í tæri við. Það er ekki þar með sagt að Víkverji fari aldrei til útlanda en helst vill hann vera þar á veturna þegar fáar pödd- ur eru á stjái. Skíðaferðir eru þess vegna ofarlega á vinsældalistanum. Nóg um það í bili. Víkverji ætlaði hér að fjalla um sitt helsta áhuga- mál, fjöll og firnindi. Um liðna helgi fór Víkverji í gönguferð með tveim- ur góðkunningjum sínum. Leiðin var ákveðin daginn sem lagt var af stað og var stefnan sett á Strútslaug. Víkverji vissi lítið um þetta svæði en þar sem það er í V-Skaftafellssýslu gerði hann einfaldlega ráð fyrir að þar væri margt fallegt að sjá og kom það líka á daginn. x x x GENGIÐ var frá Hólaskjóli viðNyrðri-Fjallabaksleið yfir að Álftavötnum og síðan sem leið lá vestur að Strútslaug. Þetta er hin skemmtilegasta leið, margt að sjá og kyrrðin var aðeins rofin með fugla- söng og masinu í göngumönnum. Strútslaugin er talsvert vatnsmik- il og vatnið býsna heitt. Með lagni er þó hægt að stýra vatnrennslinu þannig að hitinn verði bærilegur og eins og flestir göngumenn vita er fátt betra en að láta þreytuna líða úr sér í heitri laug eftir langa dagleið. Þarna er líka hið besta tjaldstæði og er staðurinn því kjörinn áfangastað- ur. Víkverji var sem sagt hæst- ánægður með ferðalagið en eitt varð þó til þess að draga úr ánægju hans. Á leiðinni frá Álftavatni að Strúts- laug eru sums staðar ljót sár eftir jeppahjólbarða. Greinilega hefur einhver jeppamaðurinn ekki haft jafn mikinn áhuga og Víkverji á gönguferðum og því ákveðið að keyra, jafnvel þó enginn væri veg- urinn. Síðan hafa aðrir fylgt í kjöl- farið og á einstaka stað má sjá mörg hjólför hlið við hlið. Jafnvel þó jepp- arnir hafi ekki skilið eftir sig ýkja djúp för þegar þeir fóru yfir þá hafa förin eftir dekkin opnað leiðina fyrir vatn sem ryður burtu jarðveginum. Mátti sums staðar sjá nokkurra metra djúpa skurði sem einhvern tíma voru tiltölulega grunn hjólför. Jarðvegurinn úr hjólförunum berst síðan yfir gróður og veldur þannig enn meiri skemmdum. Nú getur vel verið að áratugir séu liðnir frá því þarna var ekið og jeppamenn nútímans beri enga ábyrgð á þessum skemmdarverkum. Víkverji þykist vita að næstum allir jeppamenn séu löghlýðnir og vilji fyrir alla muni ganga vel um náttúr- una. Engu að síður vill Víkverji minna þá á að aka á vegum enda feikinóg af þeim út um allt land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.