Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 23 ÞÝSKIR hægrimenn hófu kosn- ingabaráttu sína á þriðjudag með hörðum árásum á Gerhard Schröd- er kanslara og stefnu stjórnar hans. Kanslaraefni hægrimanna, Edmund Stoiber, sagði á flokks- þingi kristilegra demókrata (CDU) að létta þyrfti þá „byrði“, sem inn- flytjendur væru þýsku þjóðinni og hét því jafnframt að nýju lífi yrði hleypt í þetta stærsta hagkerfi Evrópu. Fundarmenn fögnuðu ummælum Stoibers ákaflega en fréttaskýr- endur telja þetta mikilvægustu ræðu, sem hann hefur flutt á stjórnmálaferli sínum. Með henni var baráttan hafin fyrir þingkosn- ingarnar, sem fram fara í Þýska- landi 22. september. Svikin loforð og úrræðaleysi Stoiber æpti og ýmist barði hnefanum í ræðupúltið eða hóf hann á loft þegar hann klifaði á því að efnahagur Þýskalands hefði versnað mjög á þeim fjórum árum, sem jafnaðarmenn og græningjar hafa farið með völdin í landinu. Gerhard Schröder væri „kanslari hinna sviknu loforða“ og efnahags- ástandið í Þýskalandi væri slíkt að landið væri nú á botninum í Evr- ópu í þeim efnum. Þjóðverjar væru aðeins í efsta sæti að einu leyti og þar ræddi um fjölda gjaldþrota. „Schröder hefur fengið sitt tæki- færi. Hann nýtti það ekki. Þjóð- verjar mega ekki við því að Schrö- der fái annað tækifæri. Þýskaland getur gert betur,“ sagði Stoiber m.a. í ræðu sinni en hún stóð yfir í eina og hálfa klukkustund. Kansl- araefnið sagði valið einfalt; kosið yrði á milli stöðnunar og hagvaxt- ar. „Tími aðgerða er runninn upp.“ Þjóðarstolt Stoiber lagði ríka áherslu á það grundvallarsjónarmið sitt að end- urreisa þurfi þýskt þjóðarstolt og hvatti flokksmenn til að boða sjálfstraust og „nýtt upphaf“. Hann hét því að skattar yrðu lækkaðir kæmust hægrimenn til valda, ríkiskerfið yrði skorið niður, útgjöld til menntamála yrðu aukin og dagvistarrýmum barna fjölgað til muna til að auðvelda útivinn- andi foreldrum lífsbaráttuna. Jafn- framt boðaði Stoiber sérstaka efnahagsaðstoð við austurhluta Þýskalands. Stoiber, sem er sextugur, sagði það efla baráttuandann að hægri- flokkum hefði að undanförnu gengið vel í kosningum í Vestur- Evrópu. Hann vék að málefnum innflytjenda, sem verið hafa of- arlega á baugi í kosningum í álf- unni vestanverðri, og sagði aðlög- un innflytjenda að þýsku samfélagi fela í sér „miklar byrðar“ fyrir al- menning í landinu og menntakerf- ið. Sett yrðu ný lög, sem takmarka myndu straum innflytjenda til Þýskalands en Stoiber hefur áður sagt að honum hugnist lítt „menn- ingarblöndun“ í Þýskalandi. Stoiber fór hörðum orðum um frammistöðu Schröders kanslara og stjórnar hans á vettvangi efna- hagsmála. Samdráttur varð í hag- kerfinu á liðnu ári en kanslarinn skýrði hann með tilvísun til efna- hagsörðugleika víða um heim. Stoiber vék einnig að atvinnu- leysinu sem er um 10%. „Schröder og lið hans geta ekki fengið kerfið til að virka,“ æpti hann undir lok ræðu sinnar. „Við getum gert bet- ur. Ég hlakka til að stjórna land- inu. Gangi ykkur vel og guð blessi Þýskaland.“ Hægrimenn í sókn Um 1.000 manns sóttu samkund- una, sem haldin var í kæfandi hita í Frankfurt. Fögnuðu fundarmenn ræðu leiðtogans með því að rísa úr sætum og klappa í tíu mínútur. Flokkur kristilegra demókrata hefur sótt í sig veðrið að und- anförnu í Þýskalandi eftir að hafa átt við mikla erfiðleika að glíma vegna fjármálahneykslis er tengd- ist Helmut Kohl, fyrrum kanslara. Fylgi við kristilega demókrata hef- ur aukist í réttu hlutfalli við efna- hagsvandann, sem þjakað hefur stjórn Schröders kanslara. Stoiber var útnefndur kanslara- efni hægrimanna en hann kemur úr CSU, systurflokki kristilegra demókrata í Bæjaralandi. Von hægrimanna er sú að með því móti verði tryggð hæfileg fjarlægð frá fjármálahneykslinu og Helmut Kohl auk þess sem CSU getur státað af mjög öflugu efnahagslífi í Bæjaralandi. AP Edmund Stoiber ávarpar flokksþing Kristilegra demókrata í Frankfurt. „Tímabært að hefjast handa“ segir á skiltinu að baki kanslaraefninu. Boða efnahags- bata og færri innflytjendur Þýskir hægrimenn hefja kosninga- baráttuna með heiftarlegri árás á Gerhard Schröder kanslara Frankfurt. Associated Press. ’ Ég hlakka til aðstjórna landinu ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.