Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær ríkissjóð til að greiða manni 200.000 krónur í bætur þar sem hann fékk ekki þá læknisþjónustu og lyfjagjöf sem honum bar þegar hann sat í gæsluvarðhaldi. Taldi geðlæknir hans að þetta, ásamt innilokun og tilhugsun um dóm, hafi ýtt undir geðsjúkdóm hans. Hæstarétti þótti ekki rétt að dæma manninum bætur þó að ákvörðun ríkissaksóknara um að fella niður mál á hendur honum hefði dregist nokkuð. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í átta daga á árinu 1998 vegna gruns um ítrek- aðar íkveikjur á Vatnsstíg 11 í Reykjavík. Skýrði frá slæmri líðan sinni Í dómi Hæstaréttar segir að ekki liggi fyrir að maðurinn hafi kvartað yfir hjartsláttartruflunum eða óskað sérstaklega eftir lækn- ishjálp meðan hann sat í fangelsi, eins og hann hélt fram. Hins vegar verði ekki horft fram hjá því að hann hafði lýst því yfir við yfir- heyrslur hjá lögreglu að hann ætti við geðræn vandamál að stríða og skýrt frá slæmri líðan sinni þar sem hann hefði ekki fengið lyf, sem honum væri nauðsynlegt að taka. Rannsóknarlögreglumaður sem fylgdi honum í fangelsið sagði að tekið hefði verið fram við kom- una í fangelsið að gera þyrfti ráð- stafanir af þessum sökum og hafa samband við lækni hans. Fangels- islæknir hefði á hinn bóginn aldrei vitjað mannsins og ráðleggingar hans um lyfjatöku daginn eftir að maðurinn kom í fangelsið tóku ekki til lyfja sem maðurinn hafði notað reglulega, auk þess sem ekki væri skráð í dagbók fangelsisins að eftir þessum ráðleggingum hafi verið farið. Ekki liggur fyrir hvort hann fékk nauðsynleg lyf fyrr en á þriðja degi gæsluvarðhaldsins. Hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein kváðu upp dóminn. Kristján Stefánsson hrl. flutti málið fyrir hönd mannsins en Einar Karl Hallvarðsson hrl. var til varnar fyrir ríkið. Ríkissjóður greiði bætur Fékk ekki þá læknisþjónustu sem honum bar VINNUSLYS varð við Svertings- staði í Eyjafjarðarsveit þegar maður datt fram af vinnupalli. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en var ekki talinn alvarlega slasaður, að sögn lögreglunnar á Ak- ureyri. Vinnuslys í Eyjafjarðarsveit HÉRÐAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær konu í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjala- fals en hún falsaði nafn móður sinn- ar á sjálfskuldarábyrgð að fjárhæð 1.000.000 króna. Móðir hennar sá sig knúna til að kæra verknaðinn til að komast hjá fjárnámi. Hið falsaða skjal er sjálfskuldar- ábyrgð á tryggingu fyrir vöruúttekt fyrir verslun sem ákærða rak. Kon- an játaði skýlaust brotið og sagðist hafa talið sig geta staðið í skilum, en hafi síðan ekki haft greiðslugetu til þess. Hún hafði ekki áður gerst brotleg við lög og taldi dómurinn refsinguna hæfilega fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hjördís Hákonardóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Falsaði nafn móður sinnar á sjálfskuldar- ábyrgð LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur út- hlutað 16 fyrirtækjum tollkvóta vegna innflutn- ings á nautgripa-, alifugla- og hreindýrakjöti, ostum og unnum kjötvörum sem leyft verður að flytja til landsins á lægri gjöldum. Kvótarnir gilda til eins árs frá 1. júlí næstkom- andi og samkvæmt úthlutun ráðuneytisins verð- ur fimm fyrirtækjum leyft að flytja inn 59 tonn af alifuglum, 12 tonn af öðru frystu kjöti, 70,5 tonn af nautgripakjöti, 20,5 tonn af svínakjöti, 119 tonn af ostum og 86 tonn af unnum kjötvör- um. Úthlutaðir kvótar eru um 367 tonn en tilboð bárust í alls 691,6 tonn. Kemur stærstur hluti í hlut Baugs eða 89,5 tonn, Dreifingar eða 72,5 tonn, Osta- og smjörsölunnar eða 40 tonn og 31,6 tonn í hlut GV Heildverslunar. Lægsta tilboð vegna alifugla ein króna á kílóið Lægsta tilboð í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglum var upp á eina krónu kílóið og lægsta boð í innflutning á ostum var 10 krónur fyrir kílóið. Meðalverð sex tilboða í alifuglakvóta var 74 krónur kílóið en tekið var tilboðum fimm fyr- irtækja á meðalverðinu 122 krónur kílóið. Meðalverð fjögurra tilboða í kvóta fyrir annað kjöt var 96 krónur kílóið en tekið tilboðum tveggja fyrirtækja á meðalverðinu 156 krónur. Meðalverð átta tilboða í kvóta á ostum var 193 krónur kílóið en tekið tilboðum sjö aðila á með- alverðinu 219 krónur kílóið. Meðalverð 13 tilboða í tollkvóta fyrir unnar kjötvörur var 271 króna en tilboðum tekið frá 10 á meðalverðinu 323 krónur. Ekki kom til útboðs á tollkvóta vegna innflutn- ings á nautgripa- og svínakjöti þar sem umsókn- ir voru minni en það magn sem í boði var. Af nautgripakjöti voru til úthlutunar 95 tonn en út- hlutað var til sjö fyrirtækja samtals 70,5 tonnum. Til úthlutunar á svínakjöti voru 64 tonn en út- hlutað til fimm fyrirtækja 20,5 tonnum. 16 fyrirtæki fá að flytja inn nautgripa-, alifugla- og hreindýrakjöt Innflutningskvóta vegna landbúnaðarafurða úthlutað DEILDARFUNDUR við heim- spekideild Háskóla Íslands sam- þykkti í gær að mæla með dr. Orra Vésteinssyni í stöðu lektors í forn- leifafræði við deildina. 23 sam- þykktu að mæla með Orra en 17 sátu hjá. Umsækjendur um stöðuna voru fornleifafræðingarnar dr. Bjarni F. Einarsson, dr. Margrét Hermanns- Auðardóttir, dr. Orri Vésteinsson og Steinunn Kristjánsdóttir. Dómnefnd taldi að Orri og Margrét væru hæf til að gegna stöðunni en stöðunefnd sem fjallaði um álit dómnefndar komst fyrir skömmu að þeirri nið- urstöðu að ýmsir annmarkar væru á áliti dómnefndar og meirihluti á fundi kennara við sagnfræðiskor heimspekideildar í seinustu viku vildi að áliti dómnefndar yrði hafnað og staðan auglýst að nýju. Deildarfundur heimspekideildar HÍ Mælt með Orra Vésteins- syni í stöðu lektors VEGURINN inn Vesturárdal við Vopnafjörð fór í sundur í gær á nokkrum stöðum vegna vatnavaxta og einangruðust átta bæir í dalnum af þeim sökum. Unnið var að við- gerðum á veginum í gær og var hann orðinn jeppafær upp úr miðjum degi. Þá féllu aurskriður á veginn við Sandvík sunnan við Vopnafjörð í fyrrakvöld en búið var að opna veginn á ný í gærmorgun. Vegurinn inn Vesturárdal fór meðal annars í sundur við svonefnt Klif og við Skóga vegna rigning- arvatns sem safnast hafði upp við veginn en óvenjumikil úrkoma hef- ur verið á Austfjörðum undanfarna daga. Að sögn Sveins Karlssonar, flokksstjóra hjá Vegagerðinni á Vopnafirði, var unnið að viðgerðum á veginum í gær og var hann orðinn jeppafær upp úr klukkan fjögur. Aurskriðum sem féllu á veginn við Sandvík á þriðjudagskvöld var- rudd burt þá strax um kvöldið en í gærdag var ekki fært um Hellis- heiði eystri vegna snjóa. Segir Sveinn ekki hafa verið hægt að ráð- ast í að ryðja heiðina þar sem brúin í Jökulsárhlíðinni hefði einnig bilað í vatnavöxtunum. „Það er ekkert hægt að fara austur og því gátum við ekki lagt áherslu á hana.“ Sagði Sveinn hugsanlegt að hugað yrði að Hellisheiði í dag. Ljósmynd/Jón Sigurðarson Vegurinn inn Vesturárdalinn fór m.a. í sundur fyrir neðan svonefnt Klif vegna vatnavaxta undanfarna daga. Vegir í sundur í Vestur- árdal Ljósmynd/Jón Sigurðarson Tvær aurskriður féllu á veginn við Sandvík í fyrrinótt en þá þegar var vegurinn ruddur og var hann orðinn fær morguninn eftir. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.