Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞESSA dagana, áður en maður leiðir mikið hugann að ríkisstjórn Íslands, kemur stórveldið Kína óvart upp í hugann. Í þvísa landi hefur um langan aldur verið fjölmennt búa og skyldu- lið. Réttarvenjur í Kínaveldi eru vissulega margar mjög grónar, í landi þar sem lífsvenjur hafa lítið breytzt í þúsundir ára þrátt fyrir allt. Þær venjur eru Amnesty International lítt að skapi. Kommúnistarnir í Kína hafa langt því frá kollvarpað grimmúðlegum refsingum, oft fyrir fremur léttvægar yfirsjónir borgaranna. Þeir hafa fremur hert á klónni sér til fram- dráttar. Í Kína er fleira dauðasök en morð. Og ekki þýðir að hatast við Bandaríkjamenn fyrir það. Kína- kommar taka m.a. af lífi umkomu- lausar manneskjur, sem stela sér í soðið. Flokksgæðingar höndla með líffæri. Sögðu ekki kommisararnir Katrínu okkar Thoroddsen um árið, að í sláturhúsum sínum nýttu þeir allt af skepnunni nema dauðaveinið? Stakk hún þá ekki upp á Pekingóper- unni? Víða í heiminum eru morðingjar dæmdir til dauða. Er Amnesty Int- ernational sjálfsagt lítt að skapi. Ekki fremur en Hérastubbi bakara í Hálsaskógi. Stúrnir kommar hérna heima og unnendur Amnesty eiga upp til hópa fárra harma að hefna, sem undan svíður á þeirra eigin skinni. Þau eiga aftur á móti heima- tilbúnar skyldur við eigin hugsjónir og samþykktir. Flíka sínum óskalist- um eins og svo margir fleiri svo að bæta megi heiminn. Þótti ekki Che meir en liðtækur við aftökur? Hvern- ig hafa hommarnir það á Kúbu? Og ríkisstjórn Íslands? Þar á bæ segjast menn vita öðrum betur hvern- ig allt hallast og veltist úti í heimi. Þegnar þessa lands eiga víst eftir að bíta úr nálinni með það. Ríkisstjórn Framsóknaríhaldsins er orðin fræg af endemum fyrir undirlægjuhátt sinn og heimskulegt klúður. Þeir voru kúgaðir komnir í heim/ og kaghýddir langt fram í ætt, kvað skáldið. Heiðr- aðu skálkinn að hann skaði þig ekki segir orðtakið. Uppruni og upplag segir til sín, svo líka í falsi og lygum. Mikið lifandis skelfing er erfitt að þurfa að blygðast sín fyrir smekk- laust þýlyndi, fyrirlitlega heimsku og yfirklór ríkisstjórnarinnar vegna heimsóknar forseta Kína. Stjórnar- herrar vorir, þeir Halldór og Davíð, hafa greinilega þegið sína snúnu lund af illa fordjörfuðum forfeðrum, kag- hýddum undirlægjum, sporgöngu- menn lágkúrulegustu gróðalullara, þýlyndir en sólgnir í álitsauka, völd. Vanastir hálftortryggilegu aðhaldi og innihaldsrýru, verma þeir sér þess í stað á gagnrýnislausri aðdáun, sem enginn hörgull virðist á. Þesskonar kónar níðast ekki hvað síst á réttlæt- iskennd jafningja, sem dæmin sanna og bágstaddari. Oddvitar ríkisstjórn- arinnar virðast ekki þekkja muninn á pólitísku andófi, tjáningarfrelsi og ólátum fótboltabullna. Hvað þá að þeir þekki muninn á hjálparsveitar- manni í björgunarvesti eða klæð- skerasaumuðum lögreglubúningi. Bar okkur ekki skylda til að stýra messuhöldunum, dagskrá þjóðhöfð- ingjaheimsóknarinnar eða eru þessi hanastélsboð með réttu lagi líkari teiti umboðssala í tildurheimi óbæri- legrar afþreyingar. Lýðræði hvað. Lúbarðir þrælar í ríkisstjórninni hafa leitt ævarandi skömm yfir land og lýð og eiga ekki betra skilið en stinga haus í sand líkt og strúturinn. Og hvað með álitsaukann? Þið eruð svo rækilega búin að skrá ykkur á nám- skeið. Klingir ekkert þarna inni? Ein- hvers staðar vætlar blóð. Góður Guð hjálpi ykkur. Meðan rafmagnið fór af í Borgar- firði, aðfaranótt 14. júní, 2002. JÓN BERGSTEINSSON, Snorrabraut 30. Klúður Frá Jóni Bergsteinssyni: HÉR í blaðinu birtist 28. desember 2001 grein eftir Gissur Ó. Erlingsson, dómtúlk og skjalaþýðanda, þar sem hann andmælti orðum dr. Arnórs Hannibalssonar prófessors í bókinni Moskvulínunni um frægt dómsmál í Bandaríkjunum, sem kennt er við Sacco og Vanzetti. Arnór hafði haldið því fram, að hinn alræmdi áróðurs- snillingur Leníns, Willi Münzenberg, hefði skipulagt alþjóðlega mótmæla- hreyfingu fyrir þá Sacco og Vanzetti, sem sakfelldir voru 1921 fyrir vopnað rán í úthverfi Boston í Bandaríkjunum árið 1920 og teknir af lífi eftir mikinn málarekstur sjö árum síðar. Sacco átti að hafa drepið öryggisvörð í fyrirtæki einu ásamt Vanzetti. Taldi Arnór eng- an vafa leika á um sekt þeirra. Gissur er sannfærður um það, eins og margir aðrir fyrr og síðar, að þeir Sacco og Vanzetti hafi verið dæmdir saklausir. Sannleikurinn er því miður annar. Sacco og Vanzetti störfuðu í hópi herskárra stjórnleysingja. Aðrir í hópnum, sem þeir voru í, vissu vel af sekt þeirra, en sóru þess eið að rjúfa ekki trúnað um hana. Einn þeirra, Giovanni Gambera, sagði hins vegar syni sínum frá. Eftir lát hans 1982 skrifaði sonurinn sagnfræðingnum Francis Russel bréf með skýrslu um málið. Árið 1986 birti Russel bókina Sacco and Vanzetti: The Case Resolved. Þar mat hann þau gögn, sem lágu fyrir, þegar þeir Sacco og Vanzetti voru sakfelldir, og önnur, sem komu fram síðar (ekki aðeins bréfið frá syni Gambera, heldur til dæmis játningar manna, sem reynt höfðu að veita þeim Sacco og Vanzetti fjarvistarsannanir, og rannsóknir, sem sýndu, að kúlan, sem drap öryggisvörðinn, var úr byssu Sacco). Niðurstaða Russels var, að Sacco hefði drepið öryggis- vörðinn, en Vanzetti verið í vitorði með honum, þótt hann hefði sennilega ekki tekið þátt í ráninu. Mér finnst rétt, að þetta komi fram, þótt seint sé, svo að orð Gissurar Ó. Erlingssonar verði ekki lokaorðin hér í blaðinu um þetta mál. HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON, Hringbraut 24, 101 Reykjavík. Sacco og Vanzetti Frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.