Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 35 Snörpu og óvægu stríði við illvígan sjúk- dóm er lokið og einnig þeirri hetjulegri bar- áttu sem Hinni vinur minn háði með trúna á lífið að leið- arljósi og þá gleði sem það veitir. Ég sakna hans mikið, en minningarnar, allar ljúfar og skemmtilegar, hjálpa okkur vinum hans og vandamönnum á kveðjastundu. Hinni var með allra skemmtileg- ustu mönnum sem hægt var að kynn- ast. Hann átti þá náðargáfu að hafa næmt skopskyn, var fljótur að sjá það gamansama í hversdagslegri tilver- unni og bókstaflega hvenær sem maður hitti hann voru skemmtisögur og spaugsyrði á vörum og mikið hleg- ið. Aldrei voru þær sögur meiðandi um nokkurn mann og mörgu hrekk- irnir hans Hinna særðu aldrei neinn og urðu þess vegna svo vel heppnaðir. Þannig var það t.d. um dönsku de lux- sultuna, sem honum, þá verslunar- stjóra í Sigurðarbúð, tókst að útvega í 25 lítra blikkkútum, alls tíu kúta. Þetta þótti það mikill hvalreki á þeim tíma að Hinni ákvað að elstu og grón- ustu starfsmenn fyrirtækisins skyldu ganga fyrir um kaupin, en öll sultan skyldi seljast í heilum kútum. Menn kepptust nú við að færa sönnur á starfsaldur og ágæti sitt við fyrirtæk- ið og rökstuddu að þeim bæri að fá HINRIK FINNSSON ✝ Hinrik Finnssonfæddist í Stykkis- hólmi hinn 25. apríl 1931. Hann andaðist á St. Franciskusspít- alanum í Stykkis- hólmi hinn 8. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stykkishólmskirkju 15. júní. kút öðrum fremur. Hinni, sem einn vissi að í hinum gegnheilu kút- um var gamalt upp- þornað dúkalím, valdi menn af kostgæfni sem verðugir væru að fá danska de lux-sultu. Menn báru þetta síðan heim á sjálfum sér eða keyrðu í hjólbörum og heimtuðu allar krukkur fram. Nokkurt hik kom á Hinna þegar fullorð- inn starfsmaður krafð- ist þess að eigandinn, Sigurður Ágústsson, fengi einn kút, en við skoðun fannst honum krafan eðlileg og var því einn kútur borinn heim til Sigurðar. Mikið var hlegið að þessu plati og þá ekki síst persónur og leikendur, enda vinnuandinn í fyrirtækinu frábær. Hið káta og ljúfmannlega viðmót Hinna ásamt eðlislægri lipurð skópu honum vinsældir og auðvelduðu hon- um lífsstörfin. Hann var samvinnu- skólagenginn og starfaði lengstum við verslun og þjónustu, um tíma í Reykjavík en hér heima hjá Sigurði Ágústssyni og Búnaðarbankanum. En drýgstan hluta ævinnar starfaði hann sem kaupmaður í eigin verslun, sem féll vel að lífsskoðunum hans og upplagi. Hinni var alla tíð gallharður sjálf- stæðismaður og sat marga landsfundi flokksins og var ávallt í framvarða- sveitinni í Hólminum. Hann mat mik- ils kjörorðið „stétt með stétt“ og lagði þunga áherslu á að þar mætti ekki vera um orðin tóm að ræða, hagur lít- ilmagnans mætti aldrei vera fyrir borð borinn. Sjálfur lifði hann sam- kvæmt þessu og var ætíð hjálplegur og greiðvikinn við einstæðinga og þá sem höllum fæti stóðu. Þessu flíkaði hann aldrei, eðlislag hans var einfald- lega með þeim hætti. Frá hinum póli- tíska vettvangi þakka ég honum allan stuðninginn og ráðleggingarnar gegnum tíðina, en við höfðum mikið samband um þessi mál. Það munaði svo sannarlega um slagkraftinn hans í pólitíkinni. Við kvöddumst hinsta sinni á kosningaskrifstofunni í vor og rifjuðum upp skemmtisögur frá mörgum liðnum kosningum. Hinni var að fara suður til Reykjavíkur og hafði því kosið utankjörstaðar í fyrsta sinni og ekki kæmi mér á óvart þótt hann vildi halda þeim sið áfram. Hinni var sannarlega mikill lista- maður. Frá unga aldri spilaði hann á hljóðfæri, var í Lúðrasveitinni hjá Víkingi og spilaði einnig mikið með danshljómsveitum og stundum var nikkan hans öll hljómsveitin. Kom sér þá vel að þrekmaður þandi hana því böllin stóðu lengi í þá daga. „Mus- ikant Finsen“ hafði náttúrutalenta og spilaði eftir eyranu á píanó og harm- oniku og var mikil fylling í spilinu og hann naut sín virkilega í músíkinni. Stundum á árunum áður gekk nikkan fyrir bensíni, eins og hann sagði, hann hafði vissulega bresti í þeim efn- um, eins og við alltof mörg, en í þeirri baráttu við sjálfan sig vann hann fullnaðarsigur. Hinni samdi nokkur lög sem geyma munu minningu hans á tónlist- arsviðinu, gullfallegar, ljúfar og líð- andi melódíur. Á sjómannadaginn í vikunni sem hann dó birtist hann á svölunum heima hjá sér helsjúkur og spilaði sjómannavalsinn og fleiri lög þegar skrúðganga sjómanna hélt þar framhjá til kirkju. Seint skyldi láta bugast og þar heyrðust síðustu tón- arnir frá honum til fólksins í Hólm- inum, sem svo oft áður hafði notið hljómlistar hans. Hinni bjó einnig yfir miklum leik- arahæfileikum og lék nokkur gaman- hlutverk í gamla samkomuhúsinu og átti alltaf salinn. Óhætt var að fara oftar en einu sinni á sama leikritið því aðalleikarinn átti það nefnilega til að breyta rullunni og prjóna við textann sem hann var kannske sjálfur orðinn hundleiður á. Hinni unni Stykkishólmi þar sem hann bjó nær alla tíð, hann hafði metnað fyrir bæinn sinn og lagði hon- um allt sem hann mátti. Hér hafði hann alist upp hjá ástríkum foreldr- um og hér leið honum vel, umkringd- ur fjölskyldu sinni og Kidda bróður síns, með kunningja og vini á bæði borð og var tilbúinn að njóta ævi- kvöldsins. En sólsetrið kom alltof snemma á því kvöldi, en æðruleysi Hinna og kjarkur í veikindum hans gera okkur sterkari að sætta okkur við örlögin. Hinni átti styrka stoð sem Kata var og ég vissi að hann kunni að meta að verðleikum hennar þátt í lífi sínu. Hann var ákaflega stoltur af börn- unum sínum átta og mátti líka vera það. Mér er það minnisstætt að hvert sinn er hann talaði um eitthvert þeirra bætti hann alltaf við nafnið, minn eða mín. Þetta var svo eðlilegt þegar hann sagði það og væntum- þykja í röddinni. Kæra fjölskylda, missir ykkar er mikill en megi minningin um góðan dreng veita ykkur huggun í sorginni og söknuðinum. Guð blessi ykkur öll. Og nú þegar ég kveð minn kæra vin Hinna Finns þökkum við hjónin langa og skemmtilega samveru. Til- veran verður daufari við fráfall hans og við vinir hans sitjum hnípnir í sorg og trega, en lífið heldur áfram, við skulum njóta þess og gera það skemmtilegt. Takk fyrir allt, Hinni minn. Ellert. Mágur minn, Hinrik Finnsson, er látinn eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Þegar þessi frétt barst mér komu í hug minn margar minningar um yndislegan mág, sem of langt yrði að telja upp hér. Það var alltaf fjör í kringum Hinna, ekki síst þegar hann spilaði á píanó eða harmonikku á ættar- og fjöl- skyldusamkomum. Alltaf með bros á vör. Þá voru þau hjónin, Hinni og Kata, höfðingjar heim að sækja, hve- nær sem fólk var á ferð í Hólminum. Um leið og frábær drengur er kvaddur mun minningin um Hinna lifa með okkur, því orðstír þess er sér góðan getur deyr aldrei. Hve fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. (H. Hálfd.) Elsku Katrín og fjölskylda. Guð veri með ykkur öllum. Hanna María og Bjarni. Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur er lát- inn, sjötíu og sex ára, eftir langvarandi veikindi. Kynni okkar hófust fyrir rúmlega hálfri öld síðan er hann kvæntist systir minni Sig- urbjörgu Snorradóttur og þau stofnuðu heimili í húsi móður okk- ar á Grettisgötu 57a. Saman eign- uðust þau þrjú börn: Karólínu, Snorra og Ásgeir, en fyrir átti Sveinn soninn Bjarna Gunnar. Öll eru þau uppkomin, vandað og vel- gefið fólk. Góð og ánægjuleg tengsl mynduðust á milli fjöl- skyldna, Ásgeir Ásgeirssonar frá Fróðá og Karólínu Sveinsdóttur á Dyngjuvegi 10 og barnanna þeirra 6 og móður minnar og okkar 5 systkinanna á Grettisgötu 57a. Þetta var glaður og skemmtilegur hópur, flestir að ljúka námi á þess- um fyrstu árum viðkynningar okk- ar og þau Karólína og Ásgeir héldu öllu saman með reisn á sínu glæsilega heimili. Við Sveinn byggðum okkar fyrstu íbúðir að Gnoðarvogi 74 og 76 á árunum 1957–1959 með aðstoð Birgis bróður hans, sem var lögfræðingur, og varð því sam- gangur mikill á milli húsanna. Sveinn var einstaklega skapgóður og ljúfur maður og eru eftir- minnilegar margar ferðir innan- lands, sem fjölskyldurnar fóru á amerísku drossíunni hans. Hann var brunnur upplýsinga um menn og staði og þekkti fólk í öllum SVEINN ÁSGEIRSSON ✝ Sveinn GunnarÁsgeirsson fædd- ist l7. júlí l925 í Reykjavík. Hann andaðist á líknar- deild Landspítalans 7. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 19. júní. landshlutum. Það var mikið áfall þegar hann fékk erf- iðan sjúkdóm á besta aldri, eftir að leiðir höfðu skilið hjá hon- um og systir minni, en aldrei breyttist hans létta lund og bjartsýni á lífið. Hann var svo lánsamur að njóta ein- stakrar umönnunar góðrar konu Hrafn- hildar Hreiðarsdóttur til lokadags. Við fjölskyldan á Grettisgötunni send- um öllum aðstandendum samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Sveins. Guðmundur Snorrason. Það eru liðin ein 27 ár síðan leiðir okkar Sveins Ásgeirssonar hagfræðings lágu fyrst saman. Hann var þjóðþekktur sem ein- stakur útvarpsmaður og þegar hann var með þætti komst maður ekki hjá því að leggja eyrun við, svo vel og skemmtilega setti hann fram mál sitt. Þegar hann ásamt snillingunum Thorolf Smith og fleirum fór á kostum fylgdist þjóðin með af athygli og skemmti sér. Þessir tímar eru nú löngu liðnir og koma aldrei aftur. En árið 1975 hafði Blindrafélagið með dyggri aðstoð Lionsklúbbs Reykjavíkur og Kívanisklúbbsins Heklu komið sér upp hljóðveri og fjölföldunar- tækjum til þess að hljóðrita og fjölfalda snældur. Þá lögðu menn höfuðið í bleyti og veltu fyrir sér hvernig væri hægt að nýta hljóð- verið, en þá var samstarf um skipulega gerð hljóðbóka ekki haf- ið. Sú hugmynd kom fram að gefa út hljóðtímarit fyrir blint og sjón- skert fólk. Þar væri hægt að birta tilkynningar og efni frá Blindra- félaginu og lesið skyldi upp úr dagblöðunum svo að þeir, sem ekki gætu lesið þau, fengju smáinnsýn í efni, sem þar birtist. Sveinn starfaði með Lions- klúbbnum Nirði og þeir Njarðar- félagar höfðu sýnt málefnum blindra mikinn áhuga. Í nóvember 1975 hittumst við Sveinn og Rósa Guðmundsdóttir, þáverandi for- maður Blindrafélagsins, og hug- myndin að hljóðtímaritinu var reif- uð. Sveinn tók málaleitan okkar hjá Blindrafélaginu svo vel um að hleypa þessu af stokkunum að hinn 28. febrúar 1976 kom fyrsta hljóðtímaritið út og var kallað „Valdar greinar úr dagblöðum og tímaritum“. Valdar greinar komu þá út hálfsmánaðarlega og öll vinna við innlesturinn var unnin í sjálfboðavinnu. Þá stóð Sveinn fyr- ir því ásamt félögum sínum í Nirði að keypt voru vönduð og afkasta- mikil fjölföldunartæki, sem Blindrafélaginu voru gefin á fer- tugsafmæli þess árið 1979. Tækin voru svo vönduð að þau entust í rúman áratug. Sveinn sá um að velja greinar og skipulagði innlestur með fé- lögum sínum úr Nirði allt fram til ársins 1982, en þá var ráðinn laun- aður ritstjóri að Völdum greinum. Fyrir þetta frumkvæði hans og óeigingjarnt sjálfboðastarf var hann sæmdur æðsta merki Blindrafélagsins, Gulllampanum. Ég minnist margra ljúfra stunda við gerð hljóðtímaritsins. Hljóðritanir fóru fram á laugar- dögum og margir mættu til leiks og mál voru skeggrædd. Sveinn var þar hrókur alls fagnaðar og skenkti mjög úr margþættum viskubrunni sínum. Sveinn vann að hugðarefnum sínum í málefnum blindra og sjón- skertra af einstakri alúð, hlýju og samviskusemi. Fyrir störf hans á þeim vettvangi mun minningin um hann lifa. Fyrir hönd Blindra- félagsins færi ég aðstandendum Sveins samúðarkveðjur. Gengnar stundir munu geymast í minning- unni og Sveins er minnst sem góðs drengs, sem gat sér góðan orðstír. Blessuð sé minning Sveins Ás- geirssonar, hagfræðings. Gísli Helgason, formaður Blindrafélagsins. Kveðja frá Neytendasamtökunum Þegar Sveinn Ásgeirsson kom sem ungur maður úr hagfræðinámi frá Svíþjóð, en þar hafði neytenda- vernd og eðlileg staða neytenda þá þegar verið tryggð, blasti við hon- um léleg staða íslenskra neytenda. Sem hugsjónamaður sá Sveinn að svo mætti ekki lengur við búa. Hann hófst því fljótlega handa um að leggja grunn að stofnun Neyt- endasamtakanna og fékk til liðs við sig fjölmarga einstaklinga til að koma þessu baráttumáli sínu á legg. Hinn 23. mars 1953 voru svo Neytendasamtökin stofnuð og eru þau ein þau elstu í heimi. Sem eðli- legt var, var Sveinn kjörinn fyrsti formaður samtakanna og gegndi hann því starfi fyrstu 15 árin eða til 1968. Samhliða því var hann framkvæmdastjóri Neytendasam- takanna og ritstýrði jafnframt blaði þeirra, Neytendablaðinu. Fljótlega kom í ljós að Sveinn var hinn rétti brautryðjandi á þessu sviði. Hann hóf þegar ötult starf við að byggja Neytendasam- tökin upp, afla þeim félagsmanna og að gæta hagsmuna neytenda. Strax sama árið og samtökin voru stofnuð var opnuð skrifstofa af litlum efnum og haldið uppi öflugu starfi fyrir hin nýju samtök. Til að mynda stóðu samtökin fyrir ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir fé- lagsmenn, sem enn í dag er óbreytt. Hann lét hvorki litla né stóra aðila sem sátu hinum megin við borðið hræða sig, heldur gekk fast fram í að gæta hagsmuna neytenda. Hófst einnig þá merk útgáfa á leiðbeiningarbæklingum um fjölda mála fyrir neytendur. Sveinn taldi í nokkrum tilvikum nauðsynlegt að leita til dómstóla, meðal annars til að stöðva auglýs- ingaskrum nokkurra fyrirtækja og varð vel ágengt. Frægasta málið var svo kallað „Hvile-vask“ mál þar sem innflytjandi einn hvatti neytendur til að kaupa þetta þvottaefni og gera þvottardaginn um leið að hvíldardegi. Þess má geta að þetta var fyrir daga sjálf- virku þvottavélanna. Þarna fannst Sveini eins og mörgum öðrum neytendum of langt gengið. En Sveinn þurfti að hafa mikið fyrir því að vinna sigur í þessu máli. Þetta var fyrsta mál samtakanna, sem virkilega reyndi á Neytenda- samtökin, eða eins og Sveinn sagði eitt sinn í viðtali við Neytenda- blaðið, að hér hefði verið um líf og dauða Neytendasamtakanna að tefla. Neytendasamtökin töpuðu málinu í undirrétti en unnu málið algjörlega í Hæstarétti. Sveinn hafði í millitíðinni farið víða um lönd til að afla gagna í málinu og þau gögn dugðu fyrir Hæstarétti. Sveinn hafði frumkvæði að því að eiga samvinnu við erlend systk- inasambönd. Þau voru nú ekki mörg í byrjun, en upp úr 1960 eru neytendamál komin til umræðu hjá Efnahagssamvinnustofnuninni í París og upp úr þeirri ráðstefnu eru alþjóðasamtök neytenda stofn- uð, sem íslensku Neytendasamtök- in voru að sjálfsögðu stofnendur að. Mest var samvinnan við sam- tök neytenda á Norðurlöndum, fyrst við dönsk samtök og fljótlega mynduðu Svíar landssamtök um neytendamál. Þannig vann Sveinn ekki aðeins að félagsmálum neyt- enda á Íslandi heldur varð hann frumkvöðull að þessum málum einnig í Evrópu. Sveinn er eini heiðursfélagi Neytendasamtakanna og er hann vel að þeim heiðri kominn fyrir það brautryðjendastarf sem hann vann fyrir okkur íslenska neyt- endur, starf sem enn þann dag í dag gagnast okkur svo vel. Um leið og ég heiðra minningu góðs manns, votta ég sambýlis- konu hans og börnum mína dýpstu samúð. Jóhannes Gunnarsson, formaður. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. við Nýbýlaveg, Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.