Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í ÁR er öld síðan konungur Danmerkur og Íslands kunngerði að hann ætlaði að verða við óskum Ís- lendinga, um íslensk- an ráðgjafa (ráðherra) og stjórnarráð í Reykjavík. Ákvörðun sem varð upphaf ís- lenskrar stjórnsýslu og mikilvægur áfangi að fullveldi og sjálf- stæði lands og þjóðar. Árangur af starfi alda- mótakynslóðarinnar sem tók við af Jóni Sigurðssyni og sam- herjum hans í þeirri baráttu að leysa land og þjóð úr sex alda nýlendufjötrum og endur- heimta hið forna frelsi. Því verður ekki trúað að óreyndu, að þessa atburðar og aldamótakynslóðarinnar verði minnst af þeim, sem nú sitja að völdum á Íslandi, eitt andartak í lífi þjóðar, með því að gera þá nýlendu- samninga um virkjanir og álver á Austurlandi sem nú er stefnt að og einskis svifist í áróðri til þess að ná þeim. Samningar sem mundu um ókomna tíð frekar minna á forustu- menn þjóðarinnar árið 1302, þegar þeir neyddust til þess að sverja Noregskonungi land og þegna en forustumenn frjálsrar og fullvalda þjóðar 700 árum síðar, þjóðar sem þeir sömu menn segja að sé nú ein af ríkustu þjóðum veraldar. Stöðugt tal iðnaðarráðherra um að nýta eigi auðlindina, vatnsaflið (Kárahjúkavirkjun), er ekki rök fyrir byggingu þeirrar virkjunar. Íslensk vatnsaflsorkuver fram- leiða nú orku fyrir stóriðjufram- leiðslu, sem nemur rúmlega tonni á hvern íbúa landsins, engin þjóð kemst nálægt því. Íslenska auðlind- in, vatnsaflið, er nýtt, þá nýtingu á vitaskuld að auka, en í samræmi við náttúruvernd, hagkvæmni, þörf og arðsemi, það á ekki við um Kára- hnjúkavirkjun, að ætla að taka er- lend lán um 140 milljarða til þess að byggja þá virkjun, auka orku- framleiðslu fyrir álver, tvöfalda áhættuna í þeirri tegund orkusölu, er ekki nýting auðlindar, það er rányrkja, m.a.s. þreföld rányrkja á íslenskri náttúru, almannafé og lánstrausti þjóðarinnar erlendis. Aðrir virkjunarkostir, hagkvæm- ir og ódýrir, eru t.d. Þjórsárvirkj- anir, hófleg stækkun Kröfluvirkj- unar o.fl. jarðhitavirkjanir, minni virkjanir en Kárahjúkavirkjun en í samræmi við eftirspurn og verð á áli og í takt við þá stækkunar- áfanga, sem Ísal (ALCAN) og Norðurál hafa kynnt, sem eru þær erlendu fjárfestingar í álfram- leiðslu, sem eru þjóðinni hagstæðar og virkjanir sem eru í samræmi við tekjur Landsvirkjunar af orkusölu til stóriðju, um 70–80 milljarða sparnaður í virkjunarframkvæmd- um. Meðalverð áls sl. 10 ár er að- eins um 10 bandaríkjadölum hærra tonnið en virkjunarsinnar fullyrða að sé nægjanlegt verð fyrir bygg- ingarkostnaði og rekstri Kára- hnjúkavirkjunar, en um 250 dölum lægra en talið var nauðsynlegt verð fyrir rekstur álvers á Keilisnesi. Það er álit margra, sem starfa í ál- iðnaði, að framtíðarverð áls (með- alverð) verði um 1.400 dalir tonnið, álverð fari lækkandi vegna bættrar framleiðslutækni og aukins fram- boðs. Skv. því yrði verð orkunnar til álvers á Reyðarfirði (með fyr- irvara um nákvæmni) kr. 1,20–1,45 á kwst. (um 12–14 mill), almennir orkukaupendur yrðu að borga svip- aða upphæð með hverri kwst. til ál- versins, nýr stóriðjuskattur á ís- lensk fyrirtæki og heimili, ásamt tilheyrandi hækkun vísitalna og kjaraskerðingu. Virkjunar- og álverssinnar, sem svífast einskis, leggja nú allt kapp á að ginna með gylliboðum stjórn ALCOA til þess að byggja álver á Reyðarfirði og gerast þannig eins- konar „Guðfeður“ Kárahnjúka- virkjunar og þeirra skemmdar- verka á náttúrunni sem henni fylgja, m.a. með því að bjóða orku á hálfvirði. Það hlýtur að kall- ast mikil kaldhæðni örlaganna ef hin gamla sovéska hug- sjón um flutning fljóta úr farvegi sínum til orkuframleiðslu rætist á Íslandi með atbeina þessa virta bandaríska fyrirtækis, hvers for- stjórar mega að sögn ekki vamm sitt vita í umhverfis- og náttúru- verndarmálum, þeir virðast vera illa upp- lýstir um fyrirhuguð hryðjuverk gegn ís- lenskri náttúru, þ. á m. er eyðilegg- ing fegursta fljóts Íslands. Verði af allri þeirri álframleiðsluaukningu sem nú er talað um verður álfram- leiðsla á Íslandi rúmlega milljón tonn, um 4 tonn á hvern íbúa, engin þjóð tekur þvílíka áhættu í orku- sölu til álvera, áhætta sem er langt umfram eðlileg og skynsamleg mörk. Þjóðin upplifði jafnvel ís- lenskt enron (Lanron). Margir sjálfstæðismenn, sem eru á móti Kárahnjúkavirkjun – grein- arhöfundur er einn þeirra – vona að okkar ágæti forsætisráðherra, sem er glöggskyggn og hefur viturlega afstöðu til ESB, sjái fljótlega í gegnum blekkingavef orkuhákanna eins og vef ESB-sinna og komi því til leiðar að Kárahnjúkavirkjunarfl- aninu verði hætt og bestu virkj- unarkostirnir verði settir í forgang. Þeir hagfræðingar, sem hafa upplýst þjóðina um efnahagslega fjarstæðu og fáránleik Kárahnjúka- virkjunar, eiga þakkir skildar. En það sem mestu máli skiptir, verði Kárahjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði ekki byggð verða miklu minni líkur á því að þjóðin stæði frammi fyrir offjárfestingar- og of- framleiðsluógninni, offramleiðslu á orku fyrir offramleiðslu á áli, sem gæti haft hörmulegar afleiðingar fyrir okkar litlu þjóð. Góðir landsmenn, látum ekki glepjast af gróðaáróðri þeirra sem vilja vaða yfir íslenska náttúru, beygja sig í duftið fyrir erlendum auðhringum, gera Ísland að orkunýlendu og þykjast hafa í sín- um áróðurs- og lygaskjóðum sann- leikann og sjálfdæmi um hvað sé þjóðarhagur. Segjum nei við Kára- hnjúkavirkjun, steypuskrímslinu sem virkjunarsinnar reyna að upp- hefja sem eitthvert tækniafrek, 120 árum eftir að fyrsta rafveitan í heiminum var byggð, við það afrek þolir fyrirhuguð náttúru- og þjóð- aróvættur á Austurlandi engan samjöfnuð. Gerum forfeðrum okkar og mæðrum ekki þá vanvirðu og smán að bindast sjálfviljug erlend- um arðránsfjötrum, hvorki með ný- lendusamningum um 140 milljarða virkjanir á Austurlandi fyrir er- lenda auðhringa né veruleikafirrtri óskhyggjustefnu ESB-sinna. Hvort tveggja atlaga að fullveldinu. Frá forfeðrunum fengum við fóstur- land, frjálst og fullvalda réttarríki, ásamt auðlindum þess, sýnum ætíð að við séum verðug þeirra gjafa, kunnum að varðveita þær og séum fær um að nýta íslenskar auðlindir og ávaxta, án vansæmdar og til heilla íslenskri þjóð og sjálfstæði Íslands. Fullveldi Íslands Hafsteinn Hjaltason Höfundur er vélfræðingur. Sjálfstæði Frá forfeðrunum feng- um við fósturland, frjálst og fullvalda rétt- arríki, segir Hafsteinn Hjaltason, ásamt auð- lindum þess, sýnum ætíð að við séum verðug þeirra gjafa. Ríkisendurskoðun sendi nýlega út skýrslu sína um starf Sólheima í Grímsnesi. Skýrsla þessi hefur fengið mikla athygli og vakið við- brögð. Að gefnu tilefni vilj- um við ítreka þá skoðun okkar að það eru eftir- farandi niðurstöður Ríkisendurskoðunar sem mestu máli skipta. Orðréttar tilvitnanir í skýrsluna eru innan gæsalappa í þessari grein. Við hvetjum alla sem annt er um hag fatlaðra til að kynna sér skýrsluna í heild sinni. Hana er að finna á heimasíðu Ríkisendurskoðun- ar: www.rikisend.is. Í þjónustusamningi sem félags- málaráðuneytið gerði við Sólheima 1996 var reiknað með 34 stöðugildum í búsetuþjónustu við fatlaða íbúa stað- arins. Þau eru nú 17... „eða helmingur af því sem samningurinn kvað á um.“ „Alls nemur sú fjárhæð sem hefur ekki verið ráðstafað í samræmi við forsendur samningsins um 67 millj- ónum króna á árunum 2000-2001.“ Skortur á fagfólki háir starfseminni Það er mat Ríkisendurskoðunar að „...skortur á starfsfólki, einkum með fagmenntun á sviði þroskahömlunar, hái verulega starfseminni á Sólheim- um og komi niður á gæðum þjónust- unnar“. „Meðallaun fatlaðra íbúa á Sól- heimum voru um 5.300 kr. á mánuði á árinu 2000 og rúmlega 5.600 kr. á mánuði árið 2001, fyrir sjö stunda vinnudag. Flestir íbúanna eru með á bilinu 36.000 kr. til 96.000 kr. í heild- arlaun á ári.“ „Að mati Ríkisendurskoðunar var húsaleiga fyrir árin 2000 og 2001 of- reiknuð um 2,7 m.kr. eða ríflega 29% umfram útreiknaða húsaleigu Undir- hlíða.“ „Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að búa svo um hnúta að fulltrúaráð Sólheima gegni veigameira hlutverki í stjórnun stofnunarinnar en núna er, ekki síst að fylgjast með að rekstri hennar sé hagað í samræmi við þær kvaðir og skyldur sem hún hefur gengist undir.“ Styrkja þarf réttindagæslu „Ríkisendurskoðun telur að trún- aðarmannakerfið eða annað það kerfi sem löggjafinn kýs til þess að tryggja betur rétt hinna fötluðu þurfi að efla til muna.“ Framhjá þessum niðurstöðum Rík- isendurskoðunar verður ekki gengið. Því ber að fagna að þessir hlutir hafi verið teknir alvarlega. Því ber að fagna að félagsmálaráðherra hefur brugðist með afgerandi hætti við nið- urstöðum Ríkisendurskoðunar. Niðurstöður sem þarf að bregðast við Halldór Gunnarsson Sólheimar Því ber að fagna, segja Halldór Gunnarsson og Friðrik Sigurðsson, að þessir hlutir hafi verið teknir alvarlega. Halldór er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Friðrik er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Friðrik Sigurðsson Í VIÐTALI við vara- formann fjárlaganefnd- ar, Einar Odd Krist- jánsson, í Morgunblað- inu nýlega upplýsti hann að við fjárlaga- gerð undanfarin ár hefði verið gengið út frá því að sameining stóru sjúkrahúsanna myndi skila mikilli hagræðingu en það hefði ekki gengið eftir. Þetta hlýtur að telj- ast mjög merkileg yfir- lýsing frá svo hátt sett- um stjórnarþingmanni. Á sama tíma er upplýst í viðtali við prófessor Jónas Magnússon að fjöldi sjúkra sem eru á biðlistum eftir ýmsum skurðaðgerðum hefur vaxið mjög. Ljóst er að beinn kostnaður við sameininguna er orðinn hátt í þrír milljarðar króna. Spurningar hljóta að vakna til hvers var farið af stað með sameininguna? Var málið ef til vill ekki skoðað nægilega vel áður en ákvörðun var tekin? Samkvæmt reynslu erlendis frá hefur sameining spítala af því tagi sem hér átti sér stað, þ.e. meginstarfsemin áfram á tveimur stöðum, hvergi skilað hag- ræðingu. Er það fjármagn sem í þetta hefur farið e.t.v. glatað og hefur þjón- usta við sjúklinga versnað? Hagræðing eða niðurskurður Forstjóri Landspítala, Magnús Pétursson, er beðinn álits á þessum ummælum þingmannsins. Hann telur þau ómakleg og bendir á að raun- kostnaður við rekstur spítalans hafi lækkað nokkuð á síðasta ári. Spurn- ing hlýtur þá að vakna hvort eitthvert samhengi sé sé milli fjölgunar á bið- listum og lækkunar rekstrarkostnað- ar. Með öðrum orðum – náðist þessi niðurstaða með hagræðingu eða nið- urskurði? Allir sem til þekkja vita að spítalinn getur ekki komist hjá því að sinna bráðaþjónustu á öllum sviðum. Það er ekki hægta að fresta að gera við bein- brot; hjartaáföllum og heilablæð- ingum verður að sinna strax og fæð- ingar og fóstureyðingar krefjast þjónustu án tafar og svo mætti lengi telja. Á árinu 2000 var gefin út fyr- irskipun um að skurðaðgerðum af biðlista yrði frestað eins og hægt væri til að ná niður kostnaði á skurðsviði. Eftir því sem ég veit best er sú tilskipun enn í gildi. Þetta hefur haft í för með sér að aðgerðum hefur fækkað verulega frá því fyrir sameiningu spítalanna og kostnaður sviðsins hefur lækkað nokkuð. Það er því ekki vafi í mínum huga að niðurskurður á þjón- ustu við sjúklinga hefur átt sér stað og er að verulegu leyti skýringin á þeim „árangri“ sem náðst hefur. Útkoman er reyndar þannig að eini mælikvarðinn sem not- aður er alls staðar annars staðar en hér á landi til að mæla magn þjónust- unnar sýnir að DRG einingum hefur fækkað verulega og kostnaður á hverja einingu aukist. Það væri talin slæm rekstrarútkoma hvar sem er er- lendis. Ástæða ákvörðunar Ákvörðun stjórnar spítalans er sú eina sem möguleg var miðað við það kerfi fastra fjárlaga sem spítalanum er gert að vinna eftir. Fyrir kerfið í heild er þetta eins og að pissa í skóinn sinn. Það sem gerist er að útgjöld annars staðar í kerfinu aukast, þ.e. hjá Tryggingastofnun í formi trygg- ingabóta til þeirra sem eru óvinnu- færir vegna sjúkdóms síns, aukin lyfjanotkun á sér stað að ekki sé talað um slæma líðan þeirra sjúklinga sem bíða. Aðgerðina verður svo að gera og líklegt að hún og endurhæfing sjúk- lings á eftir verði dýrari vegna verra líkamlegs ástands sjúklinganna. Í löndum þar sem tryggingakerfi er rekið af einkafyrirtækjum eru biðlist- ar ekki til vegna þess að ljóst er að hagkvæmast er að framkvæma að- gerðir fljótlega eftir að nauðsyn þeirra hefur komið í ljós. Áhrif fjármögnunar á heilbrigðiskerfið Einar Oddur telur nauðsynlegt að endurskipuleggja rekstur kerfisins eins og ýmsar Evrópuþjóðir hafa gert. Hér á landi er fjármögnun reksturs heilbrigðiskerfins með allt öðrum hætti en annars staðar gerist. Fjármagninu er skipt eftir tveimur meginleiðum. Annars vegar föst fjár- lög til reksturs spítala og heilsugæslu og hins vegar afkastatengdar fjár- veitingar til ferliþjónustu sem fer í gegnum Tryggingastofnun. Föst fjárlög hafa verið lögð af fyrir mörgum árum alls staðar í Evrópu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin og Al- þjóðabankinn telja þetta kerfi henti aðeins vanþróuðum þjóðum sem ráða ekki við flóknari kerfi af tæknilegum ástæðum. Fyrrverandi ráðuneytis- stjóra fjármálaráðuneytis ætti að vera ljóst að það getur enginn, hvorki ríkið né einkaaðilar, rekið spítala eða neitt annað á föstum fjárlögum af ein- hverri skynsemi. Ein meginbreytingin sem gerð hef- ur verið í Evrópu er að sameina fjár- magnið á eina hönd og búa til kaup- anda allrar þjónustu. Þannig verður mun auðveldara að beina fjármagninu í þann farveg sem hagkvæmastur er hverju sinni. Þeir sem veita þjón- ustuna geta svo samið við þennan aðila um verð og magn þeirrar þjónustu sem veita á. Slíkt kerfi krefst mun meiri og nákvæmari greiningar kostn- aðar á öllum þáttum starfseminnar og skapar þar með grundvöll fyrir skyn- samlegri töku ákvörðana um rekstur- inn en gerist í kerfi fastra fjárlaga. Tryggingastofnun ríkisins er sú op- inbera stofnun sem eðlilegast er að taki að sér að gegna hlutverki kaup- andans. Með því móti getur ríkið tryggt fullt jafnræði og jafnan aðgang allra að þjónustunni. Hvort ríkið eða einkaaðilar reki þær stofnanir sem veita þjónustuna kemur í ljós síðar þegar skapað hefur verið eðlilegt rekstrarumhverfi. Rekstur Landspítala Ólafur Örn Arnarson Heilbrigðisþjónusta Hvort ríkið eða einka- aðilar reki þær stofnan- ir sem veita þjónustuna, segir Ólafur Örn Arn- arson, kemur í ljós þeg- ar rekstrarumhverfi verður eðlilegt. Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.