Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 45
1. d4 d5 2. Bg5 c6 3. Rf3 Bf5 4. e3 Db6 5. Dc1 Rd7 6. Rbd2 e6 7. c4 Be7 8. c5 Dc7 9. Bf4 Dc8 10. b4 Rgf6 11. h3 h6 12. a4 Re4 13. Rxe4 Bxe4 14. Rd2 Bg6 15. b5 O-O 16. Rb3 f6 17. Dc3 e5 18. Bg3 He8 19. Kd2 Bd8 20. a5 a6 21. b6 Be7 22. Bd3 exd4 23. exd4 Bxd3 24. Dxd3 f5 25. Kc2 Rf6 26. f3 Rh5 27. Bc7 Bg5 28. Hhe1 Dd7 29. g3 f4 30. g4 Rf6 31. He5 Df7 32. Hae1 Bh4 33. H1e2 Bg3 34. Bd6 Hxe5 35. dxe5 Rh7 36. e6 Df6 37. Df5 Dxf5+ 38. gxf5 Bh4 39. Rd4 Hc8 Staðan kom upp á Stiga- móti Hellis sem lauk fyrir skömmu. Björn Þor- finnsson (2315) hafði hvítt gegn Sævari Bjarnasyni (2237). 40. Rxc6! Hxc6 40...bxc6 var einnig slæmt vegna 41. b7. Einnig eftir textaleikinn stendur hvítur með pálmann í höndunum. 41. e7 Rf6 42. e8=D+ Rxe8 43. Hxe8+ Kh7 44. Hb8 Bf2 45. Hxb7 Bxc5 46. Hc7 Hxd6 47. Hxc5 Hd8 48. b7 Hb8 49. Hc7 og svartur gafst upp. Þetta reyndist eina tapskák Sævars í mótinu en hann vann það ásamt Sigurði Daða Sigfús- syni. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 45 DAGBÓK Filtteppi Parket Grasteppi Sumartilboð 990 kr. m 2 2 2 á gólfefnum 395 kr. m frá 2.990 kr. m FIMMTUDAGSTILBOÐ Á HERRASKÓM Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Verð nú 2.995 Herraskór m. reimum Teg. EURS93 Litur: Svartur Stærðir: 40-46 Verð áður: 4.995 Herramokkasínur Teg. SAB6045 Litur: Svartur Stærðir: 40-46 Verð áður: 4.995 Verð nú 2.995 Árnað heilla 90 ára afmæli. Á morg-un, föstudaginn 21. júní, verður níræður Jósafat J. Líndal, fv. sparisjóðs- stjóri SPK, Sunnubraut 34, Kópavogi. Af því tilefni tek- ur Jósafat á móti gestum á afmælisdaginn milli kl. 16.30 og 18.30 í samkomusal Hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar við Kópavogs- braut í Kópavogi. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 20. júní, er fimmtug Kolbrún Sigurðardóttir. Hún og eig- inmaður hennar, Benedikt Steingrímsson, eru erlendis um þessar mundir. 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 20. júní, er sjötugur Ólafur W. Stefánsson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, Hrefnugötu 10, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum á afmælisdag- inn á Kjarvalsstöðum milli kl. 18 og 21. DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 20. júní, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Valgerður Jónasdóttir hús- móðir og Kristján Stefánsson, fyrrverandi yfirverkstjóri, Einholti 6c, Akureyri. Valgerður er nú á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. TROMPÚTSPIL eru að- eins rétt þegar þau eru rétt. Segir Lew Mathe og Mike Lawrence túlkar þessa tuggu sem tilmæli til makkers um að hugsa áð- ur en framkvæmt er. Sem er alltaf góð latína: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 2 ♥ K2 ♦ ÁG876 ♣K10764 Vestur Austur ♠ ÁKG54 ♠ 107 ♥ Á65 ♥ G1043 ♦ D93 ♦ K1054 ♣98 ♣DG5 Suður ♠ D9863 ♥ D987 ♦ 2 ♣Á32 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði 2 grönd Pass 3 lauf Pass Pass Pass Norður sýnir láglitina með tveimur gröndum og suður velur laufið. Undir venjulegum kringumstæðum væri spaðaásinn rakið útspil til að „kíkja á blindan“. En aðstæður eru engan veg- inn venjulegar. Blindur á minnst 10 spil í láglitunum og suður er skárri í laufi en tígli. Vörnin fær í mesta lagi þrjá slagi á hálitina (sem ekkert geta farið) og það ætti að vera forgangs- verkefni að koma í veg fyr- ir tígultrompanir. Þetta er staða sem hrópar á útspil í trompi – það er rétt af því það er rétt! Sjáum hvað gerist ef vestur leggur niður spaða- ás og skiptir svo yfir í tromp. Suður tekur með ás heima, spilar tígli á ás og trompar tígul. Trompar spaða í borði og annan tíg- ul heima. Þar með fær vörnin aðeins fjóra slagi, eða einn á hvern lit. Með trompi út strax næst sagnhafi ekki að stinga nema einn tígul og spilið fer einn niður. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT VORVÍSUR Vorið góða, grænt og hlýtt, græðir fjör um dalinn. Allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn. Kveður í runni, kvakar í mó kvikur þrastasöngur. Eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara í göngur. Jónas Hallgrímsson Þetta er örugg vinna. Þú byrjar neðst og heldur þig þar. KARÍBAHAF - 12 d. hálfvirði = 2 fyrir 1 Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA Malasia - BALI - Singapúr Algjört heimsklassa - Tækifæri Sími 56 20 400 Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMASTJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir mikill orku og hefur brennandi áhuga á að kynnast öðrum sjónar- miðum í heiminum. Þú ferð vel með peninga og tekur skynsamlegar ákvarðanir í fjármálum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þess er krafist að þú sinnir málefnum sem tengjast fjöl- skyldunni. Sýndu þolinmæði og láttu ekki skapið hlaupa með þig í gönur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sýndu ættingjum þínum þol- inmæði. Þú munt einhvern tíma átta þig á því að fjöl- skyldan er til staðar þegar þú þarft á stuðningi að halda. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þig langar til þess að kaupa eitthvað sérstakt handa sjálf- um þér. Veltu þessum hlutum fyrir þér í einhvern tíma. Farðu svo og veldu nákvæm- lega það sem þig langar í. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sólin hefur haldið innreið sína í þitt merki. Mikilvægt er að þú getir safnað orku næstu fjórar vikurnar; andlega, lík- amlega og tilfinningalega. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekki hörfa undan sviðsljósinu sem beinist að þér. Þú þarft ekki að gera neitt sérstakt til þess að verðskulda þá viður- kenningu sem þér hlotnast. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að leggja harðar að þér til þess að ná betri ár- angri, hvort sem það er í starfi eða í einkalífi. Þú hefur mikla þörf fyrir að víkka sjón- deildarhringinn og læra nýja hluti. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nýttu tímann til þess að fara yfir fjármál þín, en trygging- ar, reikningar og skattamál eru í ólestri. Þér finnst verk- efni sem þetta eflaust leiðin- legt en það borgar sig ekki að vanrækja slíka hluti. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Náinn vinur eða félagi leitar eftir hvatningu og samúð frá þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú skalt kaupa þá hluti sem geta aðstoðað þig við að koma skipulagi á hlutina í starfi og í vinnu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Daður á vinnustað vekur hjá þér nýjar kenndir. Þér finnst það ánægjulegt að vita af því að fólk dáir þig á vinnustaðn- um. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur haft mikið að gera í skemmtanalífinu að undan- förnu. Notaðu þann tíma sem er framundan fyrir sjálfan þig til þess að endurheimta þá orku sem þú hefur eytt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Líklegt er að þú eignist nýjan vin í dag. Það getur borgað sig að vera opin/n fyrir þeim sem þú kynnist. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.