Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.06.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002 31 Í FORNLEIFAUPPGREFTRI í Skálholti í gær kom í ljós búnaður sem líklegt er talið að hafi verið mið- stöðvarkynding. Kyndingin er í skóla- húsi sem notað var á 18. öld, en húsið hrundi í jarðskjálftanum 1784. „Við höfum verið að vinna í skóla- húsinu, sem er eitt af húsunum sem við höfum verið að grafa upp núna, og er frá 18. öld,“ segir dr. Orri Vésteins- son, fornleifafræðingur hjá Fornleifa- stofnun, er einn af verkefnisstjórum uppgraftarins í Skálholti. „Við vitum ekki nákvæmlega hve- nær húsið fékk það form sem það var í þegar það hrundi en þetta er síðasta byggingarstig þess og eldri bygging- arstig undir. Einhvern tíma á þessu síðasta byggingarstigi hússins hefur verið settur í það útbúnaður sem virð- ist hafa verið til þess að hita húsið upp. Það hefur verið timburgólf í hús- inu og undir því er holrými. Á jörðina undir því hefur verið lögð röð af hellum og undir þeim er annað hol- rými eða stokkur. Húsið liggur í halla og neðst í hallanum er steinlagður kassi. Í kassanum og í stokknum fundum við ekki neitt, engin elds- merki og engin merki þess að rennan hafi verið notuð til að leiða út vatn, eins og var nokkuð algengt í svona húsum. Eina skýringin sem okkur dettur í hug er sú, að þetta sé mið- stöðvarkynding. Hún hefur þá virkað þannig að einhvers konar kakalofn eða kabyssa hefur staðið ofan á hellu- kassanum og hitað helluna sem ofn- inn stóð á og þar með loftið undir henni. Heita loftið hefur svo verið leitt eftir stokknum, eða rennunni upp eft- ir húsinu. Eins og er er það aðeins kenning að þetta sé miðstöðvarkynd- ing, en samt eina skýringin sem okk- ur dettur í hug á þessum útbúnaði, sem er talsverður.“ Var rómversk verkfræði lesin í Skálholtsskóla? Orri Vésteinsson segist ekki vita til þess að útbúnaður af þessu tagi og frá þessum tíma hafi áður verið grafinn upp á Íslandi. Til eru lýsingar á skóla- húsinu í rituðum heimildum og segir Orri nú brýnt að leggjast yfir þær og kanna hvað þar stendur. Vera megi að þar sé getið um þennan búnað. „Þetta er óvenjulegur útbúnaður og minnir kannski helst á það hvernig Rómverjar hituðu upp húsin sín. Við höfum verið að grínast með það að ef til vill hafi skólapiltar í Skálholti setið þarna og lesið rómverska verkfræð- inga, og kynnt sér hvernig þeir leiddu hita í hús. Það er gaman að þessu, vegna þess að það sem mest er vitað um húsið er úr kvörtunarbréfum, þar sem verið er að lýsa því hvað það er kalt og lekt, og hvað skólapiltum leið illa þar.“ Grunnflötur hússins er um 27 fer- metrar; þrír á breidd og um níu á lengd. Orri segir að fjöldi nemenda þar hafi verið misjafn, en líklega um 20–40. Við hliðina á skólahúsinu er skólaskálinn þar sem skólapiltar sváfu. Skólahúsið sjálft var kennslu- stofa, eða lesstofa skólapilta, en uppi á loftinu bjuggu rektor og konrektor Skálholtsskóla. „Þetta er stórmerkilegur fundur. Það má þó líka sjá á eldri stigum bygginganna að menn hafa gert ráð- stafanir til þess að halda hita á pilt- unum. Þar hefur ónn verið settur inn í vegginn. Þegar hann var lagður af virðast menn hafa sett þessa kynd- ingu í staðinn. Þessi fundur breytir kannski þeirri ímynd sem fólk hefur haft um líf skólapiltanna – að þeir hafi hafst við þarna við illan kost. Við höf- um fundið mikið af mjög fínum grip- um þarna, bæði í skólahúsinu og skólaskálanum þar sem þeir sváfu. Það kemur kannski ekki á óvart því að þótt sumir piltanna hafi verið fá- tækir voru aðrir af efnuðustu fjöl- skyldum landsins og höfðu nóg milli handanna. Þeir hafa verið að drekka úr fínum sérríglösum og verið með fínar glerperlur. Sumir þeirra hafa greinilega verið skartmenn. Að mörgu leyti hefur margt fínasta dótið sem við höfum verið að grafa upp hér í sumar fundist í skólanum og skóla- skálanum. Þeir sem ekkert áttu skildu auðvitað ekkert eftir sig og þetta beinir sjónum okkar svolítið að stéttaskiptingunni sem þarna hefur verið. Sumir lifðu við mjög bágan kost meðan aðrir lifðu í vellystingum og þessir menn sátu þarna hlið við hlið.“ Ellefu manns vinna við fyrsta áfanga uppgraftarins í Skálholti nú, fornleifafræðingar, jarðfræðingar og nemar. Búið er að taka torf ofan af 600 fermetra svæði, sem er hluti gamla bæjarstæðisins í Skálholti. Að sögn Orra var hafist handa þar sem fyrri uppgreftri sleppti árið 1958, þegar gömlu kirkjugrunnarnir voru grafnir upp og undirgöngin sem liggja úr kjallara Skálholtskirkju og út á tún. Að sögn Orra tengjast þau göng inn í skólaskálann og skólann þar sem nú er verið að grafa og áfram í hlykk gegnum allan Skálholtsbæinn og herbergi til sitthvorrar handar, biskupsherbergin, ýmiss konar stofur og spítala eða sjúkrastofu. Um fimmti hluti bæjarstæðisins er nú að koma í ljós en áfram verður haldið næstu sumur. „Niðurstaðan af greftrinum það sem af er er sú, að leifarnar af þessum bæ eru mjög heillegar og sjást mjög vel og hleðslurnar standa upp í mið læri. Þetta er frábær bygg- ing, bæði að stærð og skipulagi, og ég býst ekki við að við gröfum dýpra á þessu svæði heldur leyfum þessu að standa þannig að hægt sé að skoða. Við erum búin að vera mikið í 18. öld- inni og erum orðin miklu vísari um hana. Gripirnir sem við höfum verið að finna í sumar skipta sennilega þús- undum. Þetta er gríðarlegt magn af gleri, leirkerjum, krítarpípum, kín- versku postulíni og alls konar dóti. Það verður mikil náma að skoða þetta betur.“ Orri segir eldri byggingarleifar vera undir því sem nú er verið að grafa upp en að minna sé vitað um þær. Hann segir þennan síðasta bæ niðurstöðu langrar byggingarþróun- ar á staðnum, þar sem menn hafa ver- ið að færa til veggi, grafa göng milli húsa og breyta og bæta í sífellu. Um það eru mikil ummerki sem hægt verður að endurgera að einhverjum hluta. „En ætli það sé ekki tveggja til þriggja metra bunki undir þessu. Við munum sennilega skilja þennan yngsta bæ eftir en grafa niður á eldri bústaði með fram honum. Bæjar- stæðið hér er gríðarlega stórt og af nógu að taka, en við munum finna okkur góðan stað til að komast neðar til að átta okkur á því hvers konar byggingar voru hér á fyrri öldum. Helst vildum við geta komist að því hvenær menn hófu búskap hér.“ Verkefnið stendur til 2007 Fornleifarannsóknir í Skálholti hófust 13. maí í vor. Þetta er fyrsti áfangi í verkefni sem standa mun yfir til ársins 2007 og er styrktur af Kristnihátíðarsjóði, sem stofnaður var af Alþingi í fyrra. Verkefnið er samstarfsverkefni Fornleifastofnun- ar Íslands, Skálholtsstaðar, Þjóð- minjasafns Íslands, Háskólans í Árós- um, Háskólans í Stirling og Háskólans í Bradford. Vísindalega verkefnisstjórn skipa, auk dr. Orra Vésteinssonar, Mjöll Snæsdóttir og dr. Gavin Lucas, forn- leifafræðingar hjá Fornleifastofnun, en framkvæmdastjóri verkefnisins Skálholt 2002–2007 er Barbara Guðnadóttir. Grafið verður í sex vikur í sumar en á næstu árum verður uppgraftartím- inn lengri, eða um þrettán vikur yfir sumartímann. Merkur fornleifafundur í leifum húss sem hrundi á 18. öld í Skálholti „Eina skýringin að þetta sé miðstöðvarkynding“ Ljósmynd/Gavin Lucas „Hitaveitustokkurinn“ í skólahúsinu í Skálholti. Fremst á myndinni er hellukassinn þar sem kynt var, en upp frá honum liggur stokkurinn sjálfur undir hellulögn. Til hægri má sjá leifar ónsins í veggnum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Dr. Orri Vésteinsson fornleifafræðingur við uppgröftinn í Skálholti. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Um fimmti hluti húsakostsins í Skálholti verður grafinn upp í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.