Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 1
158. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 9. JÚLÍ 2002 UPPTÖKUR úr stjórnklefum flug- vélanna tveggja sem rákust á yfir Suður-Þýskalandi í vikunni sem leið sýna fram á, að fyrirmæli flugum- ferðarstjóra í Sviss til áhafnar rúss- nesku farþegaþotunnar um að lækka flugið stönguðust á við til- mæli frá árekstrarvara þotunnar um að flugið yrði hækkað til þess að koma í veg fyrir árekstur, að því er þýskir rannsóknarfulltrúar greindu frá í gær. Sjötíu og einn fórst er rússneska Tupolev 154-þotan, með 69 manns innanborðs, og Boeing 757-fraktvél, skráð í Bahrain, með tveggja manna áhöfn, rákust saman í 35.300 feta hæð 1. júlí sl. Rannsókn á seg- ulbandsupptökunum hefur leitt í ljós að sjálfvirkir árekstrarvarar í þotunum tveimur gáfu samtímis fyrirmæli um að áhöfn rússnesku vélarinnar hækkaði flugið og að áhöfn Boeing-þotunnar lækkaði flugið um 45 sekúndum áður en þær rákust á. Báðar vélarnar voru að lækka úr 36 þúsund fetum til að forðast árekstur er slysið varð. Samtök þýskra flugmanna sögðu að áhöfn rússnesku vélarinnar hefði átt að fara eftir tilmælunum frá árekstrarvaranum fremur en fyr- irmælum flugumferðarstjórans. Reyndu að hringja Þá greindu þýskir flugumferðar- stjórar frá því í gær að þeir hefðu reynt að hringja í starfsbræður sína í Sviss til að vara þá við yfirvofandi hættu á árekstrinum, en síminn hefði verið á tali. Þoturnar skullu saman á svissnesku flugumferðar- stjórnarsvæði. Það voru flugumferðarstjórar í Karlsruhe í Þýskalandi sem reyndu að hringja í flugturninn í Zürich í Sviss eftir að sjálfvirkur árekstr- arvari í flugturninum í Karlsruhe gaf merki um að hætta væri á að vélarnar rækjust saman, að því er Axel Raab, talsmaður stjórnstöðv- arinnar í Karlsruhe, tjáði Associat- ed Press. Árekstrarvari flugumferðar- stjórnarinnar í Zürich var óvirkur vegna viðhalds á þeim tíma er slys- ið varð. Svissnesk yfirvöld hafa haf- ið lögreglurannsókn á því, hvort einhver hafi með vanrækslu gerst sekur um manndráp af gáleysi. Danska dagblaðið Politiken greindi frá því í gær að danskur flugumferðarstjóri hefði verið einn á vakt í flugturninum í Zürich þeg- ar slysið varð. Maðurinn hefði feng- ið taugaáfall og dveldist nú á sjúkrahúsi. 17 flugumferðarstjórar frá Danmörku hafa starfað í Zürich í fimm ár. Flugumferðarstjórnin í Sviss fyrir slysið yfir Þýskalandi Gaf skipun í mótsögn við árekstrarvarann Berlín. AP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að setja þyrfti ný lög til að „refsa fyrir brot, end- urheimta traust fjárfesta og vernda lífeyri bandarískra launþega“ vegna hneykslismálanna í banda- rísku fjármálalífi að undanförnu. Forsetinn sagði á blaðamanna- fundi að hagvöxtur væri háður „trausti neytenda og fjárfesta á mörkuðum okkar og heiðarleika bandarískra fyrirtækja“. Bush hyggst halda ræðu á Wall Street í dag og búist er við að hann leggi til að forstjórum, sem veiti rangar upplýsingar um tekjur fyr- irtækja sinna, verði refsað og þeir verði jafnvel dæmdir í fangelsi. „Öllum tiltækum tækjum“ beitt gegn Saddam Bush fjallaði einnig um Írak og kvaðst ætla að beita „öllum tiltæk- um tækjum“ til að koma Saddam Hussein, leiðtoga landsins, frá völdum. Forsetinn sagði að heimurinn yrði öruggari eftir að Saddam hefði verið steypt og kvaðst sjálfur taka þátt í „öllum þáttum“ skipulagning- ar aðgerða til að ná því markmiði. Bush vildi ekki svara því hvort Saddam yrði steypt áður en kjör- tímabili bandaríska forsetans lýk- ur, í janúar 2005. Bandaríska dagblaðið The New York Times birti á föstudag leyni- leg drög að áætlun þar sem gert er ráð fyrir innrás úr norðri, vestri og suðri með 250.000 hermönnum. Bush virtist vera óánægður með fréttina og sagði að „menn ættu ekki að vera með vangaveltur um vilja stjórnarinnar til að knýja fram stjórnarskipti“. Bush vill ný lög um refsiábyrgð forstjóra Washington. AFP. MUAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líb- ýu, flytur ræðu á síðasta leiðtoga- fundi Einingarsamtaka Afríku, OAU, í suður-afrísku borginni Durban í gær. Nýtt bandalag, Afríkusambandið, verður stofnað í dag og Einingarsamtök Afríku verða þá lögð niður. Afríkusambandið er að hluta til skipulagt að fyrirmynd Evrópu- sambandsins og verður mun valdameira en Einingarsamtök Afríku. Haldið verður uppi frið- argæsluliði á vegum sambandsins sem tryggja á frið og stöðugleika í álfunni og afskipti af innanrík- ismálum aðildarríkja verða liðin. Áform eru einnig uppi um stofn- un Afríkuþings og Afríkudóm- stóls svipuðum þeim sem starfa í Evrópu.Reuters Afríku- sambandið stofnað ÚTBREIÐSLA alnæmis mun valda því að lífslíkur minnka í 51 landi á næstu tveim áratugum og í 11 lönd- um í Afríku sunnan Sahara er með- alævin nú þegar komin niður fyrir 40 ár. Einnig styttist meðalævin nú í löndum við Karíbahaf, hefur farið úr 74 árum í 66 á Bahamaeyjum. Kom þetta fram á 14. alþjóðaráð- stefnunni um alnæmi sem hófst í gær í Barcelona á Spáni og stendur í sex daga. Um 15.000 manns taka þátt í ráðstefnunni að meðtöldum frétta- mönnum. Lífslíkur hafa undanfarin 100 ár aukist víðast hvar í heiminum, ekki síst í Afríku, og því er um mikil um- skipti að ræða. Ljóst er að sjúkdóm- urinn breiðist nú hratt út í fjölmenn- um löndum á borð við fyrrverandi Sovétlýðveldi, Kína og fleiri Asíu- lönd. Kemur alnæmisfaraldurinn einkum niður á konum í fátæku ríkj- unum, sérfræðingar segja að oft sýki rosknir karlar ungar stúlkur og má búast við að innan áratugar verði orðin mikil, lýðfræðileg breyting í mörgum Afríkulöndum. Verði þá ungar konur mun færri en karlar og jafnframt er gert ráð fyrir að mann- fjölgun stöðvist jafnvel í löndum þar sem alnæmið herjar mest. Hætta á upplausn Peter Piot, yfirmaður alnæmis- varnaáætlunar SÞ, sagði að í fyrra hefði um milljón skólabarna í Afríku misst kennara sinn vegna alnæmis sem myndi smám saman grafa und- an stöðugleika á stórum svæðum. Bent hefur verið á að alnæmi geti valdið svo mikilli upplausn í sumum löndum að raunverulegt ríkisvald hrynji eins og gerðist í Sómalíu og Afganistan, við taki ástand þar sem glæpaflokkar fari sínu fram og um- rædd lönd geti orðið gróðrarstía ofstækis- og hryðjuverkamanna. Sex daga alþjóðleg ráðstefna um útbreiðslu alnæmis hafin í Barcelona Lífslíkur minnka í 51 landi Heggur einkum skörð í raðir kvenna í Afríku  Nýtt lyf/24 Barcelona. The Washington Post, AP, AFP. HAVA Rexha, sem er á 122. ald- ursári og elsta kona í Albaníu, með einu barnabarnabarnabarna sinna á heimili sínu í Shushice, um 60 km frá Tirana. Rexha fæddist 14. ágúst 1880 og giftist 1894 þeg- ar Albanía laut enn valdi Tyrkja. Hún var komin yfir þrítugt þegar Albanía lýsti yfir sjálfstæði 1912, var þegn Zogs konungs, lifði af tvær heimsstyrjaldir og var orðin öldruð þegar kommúnistar komust til valda undir forystu Envers Hoxha einræðisherra. Reuters Elst kvenna í Albaníu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.