Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EF RAUNVÍSINDIN hafa sannað eitthvað á síðustu öld, þá hafa þau leitt í ljós að skilningarvit mannsins eru takmörkuð. Litróf rafsegul- bylgna nær t.d. yfir miklu stærra svið en sýnilegt ljós og til eru há- tíðnihljóð sem ekki eru mælanleg með mannlegu eyra. Vísindin hafa einnig náð umtals- verðum árangri í því að mæla það og sanna sem ekki er sýnilegt með berum augum, en er nú samt til. Þannig leikur t.d. á því lítill vafi að alheimurinn er til þótt við sjáum alls ekki til endimarka hans. En afhverju er ég að nefna þetta? Jú, af því að mig langar til þess að ræða um loftmengun frá bílaumferð – en sú loftmengun er oftast algjör- lega ósýnileg mannlegu auga. Það er algengt að fólk hugsi um mengun þegar það sér kolsvartan reyk koma úr skorsteinum einhverrar verk- smiðju – en fæstir átta sig hins veg- ar á öllum þeim fjölda gastegunda sem heimilisbíllinn spýr út úr sér. Þannig láta bílar frá sér nokkuð mikið magn gastegunda sem flestar hverjar eru ósýnilegar. Í útblæstri venjulegra bifreiða eru efni eins og PAH, tólúen, bensen og formalde- hýð sem eru þekktir krabbameins- valdar. Þannig liggur fyrir að það er ekki hollt að anda að sér útblæstri bifreiða og má líkja því við það að reykja sígarettu. Gamalt fólk og börn eru sérstak- lega viðkvæm fyrir umferðarmeng- un og ættu bílstjórar sérstaklega að gæta varúðar og slökkva á bílum við skóla og elliheimili. Einnig eru hjól- reiðamenn í áhættuhópi af því að þeir hjóla oft meðfram miklum um- ferðaræðum þar sem magn gasteg- unda í andrúmsloftinu er mikið. Gæta verður þess að leggja göngu- stíga í sem mestri fjarlægð frá göt- um til þess að gangandi fólk og hjól- andi verði ekki fyrir umferðarmengun. Mikilvægt er að láta bílinn ekki vera í gangi að óþörfu. Bílstjórarnir sjálfir sem keyra bílana eru einnig í hættu vegna mengandi gastegunda frá bílnum. Þegar bíll er stopp í hægagangi aukast líkurnar á því að gastegundir berist inn í bílinn með blæstri og andar bílstjórinn þá að sér mengun frá sínum eigin bíl. Niðurstaðan er því sú að menn ættu að varast að hafa bíla lengi í gangi, og reyna að ganga og hjóla eins langt frá umferðinni og mögu- legt er. En sjálft mengunarvanda- málið mun ekki hverfa endanlega fyrr en bílar hætta að brenna olíu og fara þess í stað að keyra á um- hverfisvænu eldsneyti eins og t.d. vetni. INGIBJÖRG ELSA BJÖRNSDÓTTIR, umhverfisfræðingur, Fálkagötu 17, Reykjavík. Um ósýnileika gastegunda Frá Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur: RANNSÓKNARNEFND umferð- arslysa sendi nýlega frá sér skýrslu um banaslys í umferðinni (sjá www.rnu.is). Athygli vekur greining nefnd- arinnar á þyngdarmun ökutækja við banaslys árin 1998–2001: „Í 67% tilvika er þyngdarmunur í árekstrum tvöfaldur eða hærri og í yfir 90% tilvika létust ökumenn eða farþegar í smærra ökutæk- inu,“ – þ.e.a.s. í um tveimur af hverjum þremur banaslysum (árekstrum) síðustu ár dóu þeir sem voru í litlu og sparneytnu fólksbílunum! Nefndin bendir á að verksmiðjur sem framleiða jeppa viðurkenni ekki þær breytingar sem gerðar eru á þeim hér á landi – eig- inleikum þeirra sé breytt, þeir hækkaðar upp og í sumum tilfell- um þarf að skera úr burðarvirkinu til að koma stærri hjólbörðum fyr- ir. Þannig t.d. aukast líkurnar á því að jeppar fari yfir fólksbíla við árekstur og fletji út hús fólksbíls- ins. Sjá má á tölum nefndarinnar síðustu 4 ár að farþegar í minni bílnum eiga ekki mikla möguleika á að lifa af þannig árekstur. Enga sérstaka rannsókn þarf lengur til að átta sig á hlutdeild jeppa í dauðaslysum. Vonandi er þess ekki langt að bíða að tollar á jeppum lækki enn frekar svo allir sitji við sama borð, kaupi jeppa og hafi þannig sömu líkur á að lifa af árekstra – ríkir sem fátækir. BJÖRGVIN ÞORSTEINSSON, verkfræðingur. Frá Björgvini Þorsteinssyni: Jeppar drepa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.