Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 17 NOKKRIR drengir hafa viðurkennt að hafa fyrir slysni orðið valdir að bruna í húsnæði Bakkavarar í Kefla- vík síðastliðinn laugardag. Ekki urðu slys á fólki en nokkrar skemmdir á efstu hæð hússins og þaki. Hráefni sem í húsinu var skemmdist ekki en hugsanlegt er talið að einhverjar um- búðir séu ónýtar, það kemur í ljós næstu daga. Eldur kom upp í húsi Bakkavarar Ísland hf. við Framnesveg í Keflavík laust eftir klukkan fjögur á laugar- dag. Allt tiltækt lið Brunavarna Suð- urnesja var kallað út en þar sem að- eins sjö menn komu á staðinn, aðrir voru í burtu, var kallað eftir aðstoð slökkviliðanna á Keflavíkurflugvelli og í Sandgerði. Sigmundur Eyþórs- son slökkviliðsstjóri segir að eldur og reykur hafi verið í risi á þriðju hæð hússins. Þeir sem fyrstir komu á stað- inn hafi verið hífðir upp með körfubíl og ráðist þannig til inngöngu um glugga og strax náð tökum á eldinum. Eftir hafi verið glóð í plastklæðning- um og pappa í lofti hússins og milli- veggjum og hafi verið nokkur handa- vinna við að rífa það og slökkva. Segir Sigmundur að slökkvistarfi hafi verið lokið um klukkan sex. Sigmundur telur að framganga þeirra slökkviliðsmanna sem fyrstir komu á vettvang hafi komið í veg fyrir stórbruna. Ekki er rafmagn í húsnæðinu sem eldurinn kom upp í og vaknaði því fljótt grunur um að eldurinn hefði kviknað af mannavöldum. Þá sáu ná- grannar börn eða unglinga yfirgefa staðinn. Athugun rannsóknadeildar lög- reglunnar í Keflavík leiddi í ljós að fimm drengir á aldrinum 12–14 ára áttu hlut að máli, mismikinn þó. Þeir höfðu verið að leika sér með eld í hús- næðinu og misst stjórn á honum. Samkvæmt upplýsingum lögreglunn- ar var um óviljaverk að ræða. Málið er upplýst. Unglingar hafa stundum farið inn í risið, í óleyfi. Ljóst er að tjón hefur orðið á þaki hússins og á efstu hæðinni sem raun- ar stóð ónotuð. Á neðstu hæð hússins er hrávöruvinnsla Bakkavarar, þar er tekið á móti hrognum og þau síðan send til fullvinnslu í húsnæði Bakka- varar Ísland hf. í Njarðvík. Hráefni var í kæli- og frystigeymslum en ekki urðu skemmdir á því. Á annarri hæð- inni, beint undir húsnæðinu sem kviknaði í, er umbúðageymsla. Þang- að komst reykur en ekki urðu vatns- skemmdir á pappanum. Verið er að reykræsta geymsluna. Ásbjörn Ól. Ásbjörnsson, fjármálastjóri Bakka- varar, segir að það komi í ljós síðar í vikunni hvort umbúðirnar séu not- hæfar. Sumarfrí standa yfir í vinnsl- unni hjá Bakkavör og því raskast starfsemin ekki. „Við fyrstu sýn lítur út fyrir að þetta hafi farið eins vel og mögulegt var fyrst þetta á annað borð þurfti að gerast,“ segir Ásbjörn. Komið í veg fyrir stórbruna í húsnæði Bakkavarar við Framnesveg Viðurkenna að vera valdir að brunanum Ljósmynd/Víkurfréttir Slökkviliðsmenn réðust til atlögu við eldinn úr körfu slökkvibílsins og er það talið hafa ráðið úrslitum um hvað eldurinn náði lítið að breiðast út. Keflavík ÖKUMAÐUR var handtekinn í Njarðvík á sunnudagskvöld, grunað- ur um akstur undir áhrifum lyfja, eftir að hann hafði ekið aftan á vöru- bifreið á Reykjanesbraut. Þá tók lög- reglan í Keflavík tvo ökumenn um helgina fyrir meinta ölvun við akst- ur. Um klukkan hálfátta á sunnudags- kvöld var fólksbifreið ekið aftan á vörubifreið á Reykjanesbraut og síð- an ekið af vettvangi. Aksturslag öku- mannsins þótti óstöðugt og rásaði bíllinn á veginum. Sá sem tilkynnti um óhappið fylgdi bifreiðinni eftir þar til lögreglan stöðvaði för hennar á móts við Seylubraut í Njarðvík. Ökumaðurinn var handtekinn, grun- aður um akstur undir áhrifum lyfja, samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar. Ók á vörubíl og hvarf af vettvangi Reykjanesbraut ♦ ♦ ♦ BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar sér nauðsyn þess að stofna sérdeild við grunnskólana og vísar tillögu um það til gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Skóla- og fræðsluráð Reykjanes- bæjar lagði fyrir nokkru til að komið yrði á fót sérdeild fyrir þroskahaml- aða við grunnskóla bæjarins og hafði í huga að það yrði gert fyrir haustið. Benti ráðið á gæsluvallarhúsið við Brekkustíg sem mögulegt húsnæði. Vilja stofna sérdeild Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.