Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hraðfiskibátar en ekki trillur Í viðtalinu sem er birt undir fyr- irsögninni „Smábátar ekki baggi á annarri útgerð“ segir Arthur að sér þætti fróðlegt að vita hvað Þorsteini Má gengi til að kalla þessa báta hraðfiskibáta en ekki krókabáta eins og þeir heita sam- kvæmt lögum. „Þessir bátar ganga nú ekkert mikið hraðar en margir af nýjustu togurum landsins,“ segir hann. Þetta er ekki rétt hjá Arthuri. Algengasti ganghraði íslenskra fiskiskipa er 9–12 sjómílur á klukkustund, en nýjustu skipin eru keyrð á allt að 13–15 sjómílna hraða. Öðru máli gegnir um hrað- fiskibátana, sem Arthur vill helst kalla „smábáta“ eða „trillur“, því þau orð hafa skírskotun til báta sem jákvæða ímynd í hugum fólks. „Smábátar“ nútímans eru ekkert annað en stórvirk veiðiskip sem eru oft meira en tvöfalt gang- meiri en togararnir, ganga um og yfir 30 sjómílur, jafnvel verulega lestaðir. Eiginleikum þeirra er vel lýst í umfjöllun um Sómabáta á heimasíðu framleiðenda þeirra, en þar segir m.a.: Hámarkshraði 27 sjómílur með 3 tonna lestun „Próf sem Volvo penta gerði fyrir okkur á Sómi 870 með V P TAMD 74 450 hp leiddi í ljós að hann eyddi aðeins 1,8 lítrum af ol- íu á hverja sjómílu á 22–23 sjó- mílna hraða. Þar er hámarkshrað- inn 30 sjómílur og með 3 tonna lestun eyddi hann 3,5 lítrum á sjó- mílu á 24 mílum og hámarkshrað- inn var 27 mílur. Einnig var gert próf á Sómi 960 sumarið 2000 og var það bátur sem er í þannig fisk- veiðikerfi að hann hefur aðeins 23 daga (sólahringa). Þar sem þessi bátur fiskaði 100 tonn af þorski og sigldi 3.344 sjó- mílur og var með meðaltalseyðslu upp á aðeins 3,23 lítra á sjómílu. Oft hefur það verið þannig að það hefur ekki fengist neinn fisk- ur á grunnslóð og hafa menn þá oft þurft að fara langt út, allt að 70–80 sjómílur úr höfn og það hef- ur oft verið þannig að einu bátarn- ir sem komast á þessa staði eru Sómi vegna þess að það er farið á milli veðra. Kannski er tíminn ekki nema 10–12 tímar milli veðra þá sigla menn út á 22–24 mílum og taka 2,5–3 tonn af fiski á færavindur á 3–4 tímum og sigla heim aftur á sama hraða. Þetta er ekki hægt á neinum bát nema Sóma enda hef- ur það sýnt sig að oft eru ekkert nema Sómabátar á þessum slóð- um.“ Af þessu er ljóst að rökrétt er að kalla slíka báta hraðfiski- báta, en ekki „smábáta“ og þaðan af síður „trillur“. Ganghraði þess- ara skipa er ríflega tvöfalt meiri en togaranna. Framþróun og hag- ræðing í útgerð þessara báta er hins vegar ekkert gagnrýnisefni, öðru nær. Það er gott til þess að vita að tækninni fleygir fram á þessu sviði sem öðrum og bátarnir verði betri og öruggari atvinnu- tæki. Það sem er gagnrýnisvert er það hvernig stórauknar veiði- heimildir þessara báta eru til komnar. Það er misskilningur hjá Arthuri að ég hafi horn í síðu smá- bátamanna sem slíkra. Það sem ég gagnrýni fyrst og fremst er hin mikla undanlátssemi stjórnvalda gagnvart kröfum þeirra og sífelld- ur flutningur aflaheimilda úr afla- markskerfinu og til þeirra. Sá mikli tilflutningur hefur t.a.m. rýrt veiðiheimildir útgerða afla- marksskipanna við Eyjafjörð og þannig orðið til þess að skerða at- vinnumöguleika starfsfólks út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækja sem starfa á svæðinu. Það er óum- deilt. Hinu má heldur ekki gleyma að stjórnun fiskveiða við Ísland byggist á ákvörðun ráðherra sem tekur mið af ráðgjöf sérfræðinga Hafró. Umframveiði hraðfiskibát- anna verður því til þess að jafnan er farið fram úr ráðgjöfinni og ákvarðanir um heildarafla stand- ast því ekki. Á þessu ári er því spáð að heildarafli þeirra 303 báta sem róa í svonefndu „dagakerfi“ verði um 17.000 tonn af þorski, en þessum bátum er ætlað að veiða 1.909 tonn. Veiðar langt umfram heimildir Þá segir Arthur m.a. í viðtalinu: „Þetta eilífa stagl í þá veru að veiðar smábátanna séu baggi á annarri útgerð er með öllu óþol- andi og Þorsteini Má til skamm- ar.“ Þessi fullyrðing Arthurs er röng, því alkunna er að gríðarleg umframveiði umbjóðenda hans, útgerðarmanna „smábátanna“, hefur orðið til þess að veiðiheim- ildir aflamarksskipanna hafa ver- ið skertar. Margoft hefur verið sýnt fram á hina miklu umfram- veiði hraðfiskibátanna, en sjálf- sagt er að gera það aftur, Arthuri til upplýsingar. Svo sem kunnugt er var aflamarkskerfi tekið upp hér á landi árið 1984. Við úthlutun kvótans var litið til áranna á und- an, 1980 til 1983, sem nefnd hafa verið viðmiðunarár, en á grund- velli afla þeirra ára var heimild- unum úthlutað skv. nánari reglum. Á viðmiðunarárunum veiddu bátar undir 10 brl. 12.646 tonn af þorski sem h að leiða til þess að leyfile marksafli þeirra á hverju 1,96% af leyfðum heil Stjórnvöld heimiliðu hins v heildarveiði þeirra mætti ve og sýna lægri súlurnar á leyfilega heildarveiði þeirr kvæmt þeirri reglu. En þ þeim var látið líðst að veið varð aflinn miklu meiri eins kemur á hærri súlunum. E taflan sýnir fór ástandið sti andi eftir því sem á áratug og loks var málið komið óefni, því árin 1989 og 19 umframafli þeirra meira en und tonnum af þorski. Stjórnun veiða með d takmörkunum mistó Árin 1991 til og með 1 reynt að halda þorskveiðu nefndra „krókabáta“ í skefj dagatakmörkunum. Á myn hvaða árangri sú viðleitni Fyrstu 8 mánuði ársins 19 þar til nýtt fiskveiðiár gek hinn 1. september það ár) bátarnir 70% meira en rá verið fyrir gert. Ástandið f hraðversnandi. Fiskveiðiár 1992 varð veiðin næstum meiri en við var miðað, 19 varð veiðin meira en fimmfa og fiskveiðiárið 1993/1994 met slegin: Veiðin fór nále fram úr viðmiðun þeirra. A umframaflinn í þorski ríf þúsund tonn á þessum þre um og átta mánuðum. Í h einasta mánuði veiddu b næstum 1.400 tonnum m stjórnvöld höfðu ætlað þeim Þorskaflahámarkið oll framveiði í fleiri tegun Eftir að dagatakmark höfðu brugðist með fyrrgr hætti leituðu stjórnvöld l þess að takmarka veiðar báta og tóku upp það stjó sem nefnt hefur verið „þo hámark“. Það gerði ráð fyrir því að bátunum, sem ekki höfðu aflamark og voru þar með kerfinu, var gefinn kostur á svonefnt þorskaflahámark sem það völdu, fengu nú þorski, en var leyft að veið tegundir, m.a. ýsu og stei Athugasemd frá Þ Útgerðir hra gera út á aflah Vegna viðtals við Arth- ur Bogason, formann Landssambands smá- bátaeigenda, í Morg- unblaðinu 2. júlí sl., þar sem hann tjáir sig um tiltekin efnisatriði í við- tali blaðsins við mig hinn 30. júní sl., vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Svokallaður hraðfiskibátur á NORRÆNT SAMSTARF UM VITNAVERND Yfirvöld dómsmála á Norðurlönd-um eru að skoða möguleika á aðkoma á laggirnar norrænu sam- starfi um vitnavernd, sem fæli m.a. í sér að vitni í glæpamálum gætu flutt úr landi og hafið nýtt líf í öðru norrænu ríki. Ríkislögreglustjórar á Norður- löndunum hafa þannig stofnað vinnuhóp um norrænt samstarf á sviði vitna- verndar og málið var til umræðu á fundi norrænu dómsmálaráðherranna á Sval- barða í síðasta mánuði. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra sagði í samtali við Morgunblaðið á laugardag að hún teldi rétt að skoða „hvort Ísland eigi ekki að ganga til slíkrar samvinnu með opnum huga, enda er mun líklegra að vitni í alvarleg- ustu málunum vilji og þori að stíga fram til að bera vitni gegn ákærða vitandi það að stjórnvöld hafi úrræði til verndar þeim.“ Það að íslenzk stjórnvöld skuli hafa tekið þennan möguleika til alvarlegrar skoðunar, er enn ein staðfesting þess hvílík harka er orðin í heimi afbrotanna hér á landi, ekki sízt fíkniefnabrotanna. Áður hefur komið fram í Morgunblaðinu að vitni í fíkniefnamálum, t.d. svokölluð burðardýr eða fíkniefnaneytendur, sem hafa tekið að sér að selja efni fyrir um- svifameiri glæpamenn, þori ekki að segja til höfuðpauranna vegna hótana þeirra um ofbeldi og limlestingar, sem beinast oft ekki eingöngu að þessu fólki sjálfu, heldur líka fjölskyldu þess. Jafn- framt gera „handrukkarar“ á vegum fíkniefnasala líf heilu fjölskyldnanna nánast óbærilegt með hótunum um of- beldi vegna fíkniefnaskulda og fram hefur komið að oft þori fólk ekki að segja til þessara manna. Nýlega hafa verið sett í lög ákvæði, sem eiga að bæta vitnavernd hér á landi. Annars vegar má virða það sérstaklega til refsilækkunar, hafi sakborningur í dómsmáli upplýst um aðild annarra að afbrotinu. Hins vegar hafa verið lög- leidd ákvæði um þyngri refsingar vegna ofbeldis eða hótana í garð vitna í op- inberum málum og fjölskyldu þeirra en ella í slíkum málum. Dómsmálaráðherra telur að ræða þurfi frekari lagabreyt- ingar, t.d. að viðhafðar verði nafnlausar yfirheyrslur fyrir dómi í viðamiklum og alvarlegum brotamálum. Ísland er lítið land og vegna fámenn- isins er nánast ómögulegt að fram- kvæma hér innanlands þann þátt vitna- verndar, sem felst í því að fólk skiptir um nafn, kennitölu og búsetu og byrjar nýtt líf. En þrátt fyrir fámennið koma hér upp alvarleg glæpamál, þar sem þessara neyðarúrræða kann að vera þörf, bæði fyrir saklaust fólk sem má þola hótanir eða ofbeldi af hálfu afbrota- manna, og fyrir þá, sem hafa brotið af sér en eru reiðubúnir að vinna með rétt- vísinni að því að upplýsa glæpi. Þess vegna er ákaflega mikilvægt að við eig- um aðgang að alþjóðlegu samstarfi, sem getur tryggt að stjórnvöld hér eigi kost á sömu úrræðum til að vernda vitni og tíðkast annars staðar. Í hinum norrænu ríkjunum er samfélag og menning líkast því, sem hér tíðkast og má ætla að þar geti fólk, sem kynni að neyðast til að flytjast milli landa öryggis síns vegna, aðlagazt með auðveldari hætti en víðast annars staðar. Gangi þessar hugmyndir eftir hefur norrænt samstarf enn sann- að gildi sitt fyrir Íslendinga. MISRÆMI Í VELFERÐARKERFINU Um helgina birtist hér í blaðinu um-fjöllun um fátækt í íslensku sam- félagi, þar sem getum er leitt að því að „fátækt [sé] tilkomin vegna brotalama í velferðarkerfinu“ eins og Harpa Njáls félagsfræðingur og starfsmaður Borgar- fræðaseturs orðar það, en hún rannsak- aði þetta málefni í meistaraprófsritgerð sinni í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þær brotalamir sem Harpa nefnir eru einkum fólgnar í því að samkvæmt rann- sókn hennar duga lágmarkslaun og lág- marksbætur ekki fyrir þeim þáttum sem ríkið hefur þó skilgreint að fólk í hinu ís- lenska velferðarsamfélagi samtímans þarfnist. Hún bendir á að í leiðbeining- um félagsmálaráðuneytisins frá því í nóvember 1996 komi skýrt fram hvaða þættir séu álitnir nauðsynlegir, en þeir liggja til grundvallar framfærsluviðmið- um í rannsókn Hörpu sjálfrar, þar sem lágmarksútgjöld einstaklings sem er líf- eyrisþegi nema samtals um 100 þúsund krónum. Ef þær tölur eru bornar saman við tekjuliði sama hóps frá Trygginga- stofnun ríkisins og Félagsþjónustu Reykjavíkur, sem eru rúm 60 þúsund, kemur í ljós að um 40 þúsund vantar upp á til að einstaklingurinn eigi fyrir þeim framfærsluþáttum sem félagsmálaráðu- neytið telur nauðsynlega. Þegar litið er yfir útgjaldatöfluna vek- ur þó nokkra athygli að af þeim 40 þús- und krónum sem upp á vantar eru rúm- lega 20 þúsund krónur ætlaðar til rekstrar bifreiðar. Flestir myndu vænt- anlega fallast á að það fé megi spara ef gert er ráð fyrir strætisvagnagjöldum upp á 3.900 krónur í staðinn. Enginn vafi virðist þó á því að mat á fjárþörf til ann- arra útgjaldaliða er í lágmarki og vand- séð hvernig hægt er að komast af með minna en þar er áætlað, eða þær rúmu 84 þúsundir sem eftir standa ef rekstur bif- reiðar er tekinn út og kostnaður við al- menningssamgöngur settur inn í stað- inn. Það hlýtur því að vera nánast ómögulegt að láta þær rúmu 63 þúsundir sem hið opinbera ætlar fólki með fullan lífeyri að lifa á hrökkva fyrir framfærslu – í það minnsta má ekkert út af bregða til að fólk sé komið í vítahring og endar nái ekki saman. Sumir hafa upp á aðra að- stoð að hlaupa, en aðrir ekki. Það misræmi sem Harpa afhjúpar er sláandi og bendir til þess að ef íslenskt samfélag á að standa undir nafni sem velferðarsamfélag verði að færa lífeyr- isgreiðslur almannatrygginga nær þeim viðmiðunum sem félagsmálaráðuneytið telur eðlilegar. Fátækt er alltaf afstæð að því leyti að erfitt er að meta hvar draga beri mörkin, en ef miðað er við þá útgjaldaliði sem Harpa Njáls leggur til grundvallar í rannsókn sinni virðist þó augljóst að þeir sem þurfa að framfleyta sér á vegum hins opinbera eru í raun- verulegri „fátækragildu“, eins og hún orðar það. Það þarf að gæta þess að kostnaður við velferðarkerfið fari ekki úr böndun- um og jafnframt að bótagreiðslur séu ekki svo ríflegar að það verði freistandi fyrir vinnufært fólk að njóta bóta fremur en að vinna fyrir sér. Í landi þar sem lífs- kjör eru með besta móti, ef mælt er í þjóðartekjum á mann, hlýtur það hins vegar að teljast blettur á samfélaginu ef öryggisnet velferðarkerfisins er ekki þéttar riðið en svo að þeir sem eru í raunverulegri þörf fyrir samfélagslega aðstoð verði fátækt að bráð vegna þess að þarfir þeirra eru ekki metnar á raun- hæfan máta til fjár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.