Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Helga- fell, Svanur RE, Laug- arnes og farþegaskipið Astoria. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Kleifaberg og Sonar. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Lokað vegna sum- arleyfa frá 1. júlí til 23. ágúst. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og kl. 13 vinnustofa og bað. Árskógar 4. Kl. 9 bað- þjónusta, kl. 9 bókband og öskjugerð, kl. 9 opin handavinnustofa, kl. 9.30 Íslandsbanki á staðnum, kl. 13 opin smíðastofa og handa- vinnustofa. Kl. 13.30 frjáls spilamennska. Bingó er 2. og 4. föstu- dag í mánuði. Púttvöll- urinn er opinn kl. 10–16 alla daga. Allar upplýs- ingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8.30–14.30 böðun, kl. 9– 16 handavinna kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 14–15 dans. Skoðunarferð um Þingvöll fimmtudaginn 11. júlí. Lagt af stað frá Bólstaðarhlíð kl. 13. Kaffihlaðborð á Valhöll. Vinsamlega greiðið ferðina í síðasta lagi fyr- ir hádegi þriðjudaginn 9. júlí. Uppl. og skrán- ing í síma 568 5052. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15 hádegismatur, kl. 15 kaffiveitingar. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 fönd- ur og handavinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fótaaðgerð- arstofan: tímapantanir eftir samkomulagi, s. 899 4223. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag verður púttað á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Á morgun, miðvikudaginn 10. júlí, er púttkeppni við púttklúbb Hrafnistu á Hrafnistuvelli. Mæt- ing kl. 13.30. Keppt um Sparisjóðsbikarinn. Fjölmennið og hvetjið okkar menn. Félags- heimilið Hraunsel verð- ur lokað vegna sum- arleyfa starfsfólks til 11. ágúst. Upplýsingar um orlofsferðir að Hrafna- gili við Eyjafjörð 19.–23. ágúst og að Höfða- brekku 10.–13. sept. eru gefnar í síma 555 1703, 555 2484 og 555 3220. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Göngu-Hrólfar fara frá Hlemmi miðvikudags- morgun kl. 9.45. Ferð í Galtalæk á úti- tónleika 14. júlí 2002 með Álftagerð- isbræðrum og Diddú. Örn Árna og Karl Ágúst slá á létta strengi. Lagt af stað kl. 15 frá Glæsibæ. Nánari upp- lýsingar á skrifstofunni. Dagsferð 15. júlí: Flúð- ir-Tungufellsdalur (veg- ur liggur upp í gegnum dalinn sem er með skógi á báðar hendur)- Gullfoss-Geysir- Haukadalur-Lauga- vatn-Þingvellir. Kaffi- hlaðborð í Brattholti. Leiðsögn Sigurður Kristinsson Skráning hafin. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals og Tyrk- lands í haust, fyrir fé- lagsmenn FEB, skrán- ing er hafin, takmarkaður fjöldi. Nánari upplýsingar á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10. til 12 f.h. í síma 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sími. 588 2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, m.a. tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa frá mánudegi 1. júlí. Opnað aftur þriðju- daginn 13. ágúst. Á veg- um Íþrótta- og tóm- stundaráðs eru sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug kl. 9.30 mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakennari. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, kl. 14 þriðjudagsganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsheimilið, Gull- smára 13, verður lokað frá 8. júlí til 6. ágúst. Fótaaðgerðarstofan verður opin, sími 564 5298, hársnyrtistof- an verður opin, sími 564 5299. Hraunbær 105. Kl. 9–17 fótaaðgerð. Kl. 10–11 boccia. Kl. 12 hádeg- ismatur. Kl. 12.15 versl- unarferð. Kl. 13–17 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9.45 bankaþjónusta. Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Grillveisla: Fé- lagsþjónustan í Hvassa- leiti ætlar að vera með grillveislu föstudaginn 12. júlí nk. kl. 16–19. Elsa Haraldsdóttir kemur með harmonikk- una, spilar og heldur uppi fjöri. Verð 2.500 kr. Skráning fer fram á skrifstofunni og í síma 588 9335. Hæðargarður. Hár- greiðsla kl. 9–17. Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun miðvikudag, samvera, fyrirbænastund í kirkj- unni kl. 11, súpa í Setr- inu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Vinnu- stofur lokaðar fram í ágúst. Kl. 9–17 hár- greiðsla. Ganga kl. 10. Norðurbrún 1 og Furu- gerði 1. Sumarferð. Fimmtudaginn 11. júlí verður ekið í Fljótshlíð- ina að Odda og Berg- þórshvoli. Súpa og brauð í hádeginu á Hvolsvelli. Leið- sögumaður er Tómas Einarsson. Lagt verður af stað frá Norðurbrún kl. 9.30, síðan teknir far- þegar í Furugerði. Nán- ari upplýsingar í Norð- urbrún í síma 568 6960 og Furugerði í síma 553 6040. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 al- menn handavinna, kl. 13 spilamennska. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 10 fótaað- gerðir, kl. 9.30 morg- unstund og handmennt, kl. 10.30 boccia, kl. 14 félagsvist. Smiðjan lok- uð til 6. ágúst. Félag eldri borgara á Suðurnesjum. 4 daga ferð verður farin á Vest- firðina 22.–25. júlí. Vin- samlegast látið vita fyr- ir 10. júlí. Nánar auglýst í Suðurnesjaf- réttum. Ferðanefndin. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588 7555 og 588 7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suð- urgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552 2154. Skrif- stofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861 6880 og 586 1088. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.–fim. kl. 10–15. Sími 568 8620. Bréfs. 568 8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöldum stöðum: Í síma 588 9220 (gíró), Holts- apóteki, Vesturbæj- arapóteki, Hafnarfjarð- arapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdótt- ur, Ísafirði. Í dag er þriðjudagur 9. júlí, 190. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þegar nú Drottinn Jesús hafði talað við þá, var hann upp numinn til himins og settist til hægri handar Guði. (Mark. 16,19.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 handtak, 8 stúlkan, 9 trylltar, 10 skepna, 11 regn, 13 beiskar, 15 búa litlu búi, 18 aflmikil, 21 lengdareining, 22 fugl, 23 hylur grjóti, 24 land í Evrópu. LÓÐRÉTT: 2 frægðarverk, 3 dútla, 4 öls, 5 lærir, 6 bergmál, 7 þrjóskur, 12 hestur, 14 rándýr, 15 byggingu, 16 ástfólgnir, 17 þverneita, 18 duglegur, 19 dáin, 20 þráður. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: - 1 fljót, 4 glögg, 7 ólgan, 8 ætlar, 9 der, 11 sært, 13 eggi, 14 endur, 15 spöl, 17 róma, 20 krá, 22 golan, 23 túlum, 24 rígur, 25 kiðin. Lóðrétt: - 1 flóns, 2 jagar, 3 tind, 4 glær, 5 öflug, 6 gerpi, 10 eldur, 12 tel, 13 err, 15 sýgur, 16 örlög, 18 óglöð, 19 auman, 20 knýr, 21 átak. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI tók daginn snemma ásunnudag og keyrði sænskan frænda sinn, konu hans og tvær ung- ar dætur suður í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Veður var með besta móti þennan morgun, sól og blíða, og fróð- legt var að fylgjast með mannlífinu í Reykjavík og nágrannabæjarfélög- um. Fáir voru raunar á ferli fyrsta kastið, upp úr klukkan fimm, stöku hræða á stangli. Einkum ungmenni á leið heim af öldurhúsum. Fáir bílar voru á ferð, nær eingöngu leigubílar, þéttsetnir ungmennum. Víkverji átti sitt blómaskeið á galeiðunni og kippti sér því lítið upp við þetta, þannig haf- ast íslensk ungmenni að. Hinum sænsku gestum brá hinsvegar nokk- uð í brún. „Er fólk virkilega ennþá að skemmta sér?“ spurði frændinn er klukkan nálgaðist sex og þótti þessi háttur með hreinum ólíkindum. Þar sem hann býr, í Smálöndunum, eru menn komnir í koju klukkan tvö eftir upplyftingu, ekki mínútu síðar, og ganga sinna verka á vit daginn eftir, fjallbrattir. Sama verður nú ekki sagt um Íslendinga, svo mikið er víst. Víkverji hafði yndi af þessari um- ræðu og setti fram þá söguskýringu að afgreiðslutími skemmtistaða hefði verið gefinn frjáls fyrir fáeinum misserum til að dreifa álaginu í mið- bænum. Sú var tíðin að slagbrandi var brugðið fyrir dyr á öllum stöðum á sama tíma, klukkan þrjú, og skap- aðist þá kaótískt ástand. Þúsundir manna þustu út á götur á sama tíma. Og svona rétt til að krydda frásögn- ina, að íslenskum sið, bætti Víkverji því við að oftar en ekki hefði komið til handalögmála, þegar kappsfullir kráaröltarar komu saman, ósáttir við að hætta leik þá hæst stóð. Þótti hin- um sænsku gestum þetta stórmerki- legt og hlógu við tilhugsunina. Það vakti athygli Víkverja á heim- leiðinni að mun fleira fólk var þá á ferli, milli klukkan hálf sjö og sjö. Og þá ræðir um ölvað fólk. Hann mætti þremur ungmennum í Hafnarfirði sem rásuðu í vegarkantinum, nær dauða en lífi. Hættulegur leikur það. Leigubílarnir voru enn sneisafullir af ungmennum og nú stóðu hendur – og jafnvel fætur – út um glugga. Er Vík- verji nam staðar á umferðarljósum renndi leigubíll upp að hlið hans. Einn farþega renndi niður rúðu og sagði Víkverja í óspurðum fréttum að fara í rass og rófu. Á enskri tungu, nema hvað, eins og íslenskra ung- menna er siður. Á Ártúnshöfða mætti Víkverji síð- an ungum manni sem var ekkert að spígspora í jaðrinum, eins og þríeyk- ið í Hafnarfirði, heldur gekk bara hröðum skrefum á miðri götunni. Heilsaði hann Víkverja að her- mannasið. Þegar Víkverji skreið aftur undir sæng, fáeinum mínútum síðar, sáttur við Guð og menn, hugsaði hann með sér: Gott er að galeiðuróðrinum er lokið. x x x VÍKVERJI horfir ekki mikið átennis en fylgist eigi að síður jafnan með gangi mála á stórmótum. Wimbledon-mótinu lauk um helgina með sigri Ástralans Lleytons Hew- itt. Rúllaði hann argentínskum and- stæðingi sínum, David Nalbandian, upp. Hewitt þessi er aðeins 21 árs gamall, kraftmikill og teknískur tennisleikari, sem virðist hafa burði til að einoka íþróttina um langt skeið. Gaman verður að fylgjast með hon- um í framtíðinni. Ómissandi dagblöð FRÉTTABLAÐIÐ hefur ekki komið út í nokkurn tíma og er söknuður að því. Ég var einn af mörgum sem sótt gátu blaðið í póstkass- ann á hverjum morgni, ásamt Morgunblaðinu. Síð- an fer að bera á því, að Fréttablaðið fer að berast seint og illa og hverfur að lokum. Engar skýringar fékk ég á þessu, þótt leitað væri hjá dreifingardeild. Skýringa þarf ekki að leita lengur, blaðið kemur ekki út, þótt vonir standi til að svo verði. Hver sem ástæðan var verður hún ekki rakin hér, en oft kemur fyrir, að ég bregð mér á reiðskjóta og hjóla vítt og breitt um bæ- inn. Í nokkrum ferða minna um bæinn tók ég eftir að víða lágu pakkar í plastum- búðum, undir bekkjum og á fleiri stöðum. Ef betur var að gáð kom í ljós að um Fréttablaðið var að ræða. Í óleyfi kom það fyrir, að ég leyfði mér að taka eintak heim, til aflestrar. Sem lesandi, og með fasta áskrift til margra ára að Morgunblaðinu, vil ég þakka fyrir skilvísan út- burð. Sjaldan eða aldrei hefur Morgunblaðið vantað í minn póstkassa að morgni, nema því fylgi skýringar. Vona ég að svo verði áfram. Ekki ætla ég að líkja þessum tveim blöðum sam- an, slíkt væri óréttlátt, en ég sakna Fréttablaðsins engu að síður. Alltaf mun þó Morgunblaðið standa upp úr hvað blaðaútgáfu snertir, það er hreinlega langbest blaða. Virðingarfyllst, Svanur Jóhannsson. Tapað/fundið Ljós kápa – A. Hansen SÍÐASTLIÐIÐ föstudags- kvöld milli kl. 22 og 24 var ljós hálfsíð Benetton-kápa með hettu tekin í misgrip- um úr fatahengi veitinga- staðarins A. Hansen. Kápan hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eiganda og er hennar sárt saknað. Sá sem tók kápuna eða sá sem veit hver tók hana er vinsamleg- ast beðinn um að hringja í síma 820 4406 eða koma kápunni til A. Hansen. Leigubílstjóri með gallajakka RÚMLEGA tvítugur piltur tók leigubíl (sennilega frá Hreyfli) í Skógarhlíð, þriðjudagsmorguninn 25. júní sl. Hann var veskislaus og lét gallajakka sinn í geymslu fyrir greiðslu. Ítrekað hefur verið reynt að hafa uppi á bílstjóranum, sem lét enga kvittun af hendi, en án árangurs. Ef bílstjórinn les þessar línur er hann vinsamlegast beð- inn að hafa samband í síma 897 4954. Samsonite í óskilum VIÐ fundum Samsonite- kvensnyrtitösku á áningar- stað við Borgarvirki í Húna- vatnssýslu fimmtudaginn 4. júlí. Sú sem getur lýst henni má sækja hana til okkar. Síminn er 862 9108. Lykill að Daihatsu týndist LYKILL að Daihatsu týnd- ist í febr./mars fyrir utan Safamýri 38. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 567-8422. Mongoose-fjallahjól týndist BLÁTT Mongoose-fjalla- hjól týndist frá Dofrabergi 27 í Hafnarfirði 27. júní sl. Þeir sem hafa séð hjólið hafi samband í síma 565 2822 eða skili hjólinu til lögregl- unnar. Bakkar, Breiðholti NÝTT rautt stelpureiðhjól 24" Prostyle Pallace hvarf úr hjólageymslu í Dverga- bakka 10. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hjólið vinsamlega hafi samband í síma 567 1768 eða 865 9578. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is SR. BALDUR Rafn Sig- urðsson, sóknarprestur í Njarðvík, skipulagði dagsferð með eldri borg- urum í Reykjanesbæ sem farin var hinn 14. maí sl. Farið var um Dalina, Fellsströnd og Skarðs- strönd, og komið við í bæ Eiríks rauða þar sem ferðamálafulltrúi Dala- byggðar tók á móti okk- ur. Sr. Óskar Ingi Inga- son, prestur í Búðardal, var leiðsögumaður okkar og var unun að því að hlýða á orð hans því hann er hafsjór af fróðleik. Vil ég þakka vel skipu- lagða og ánægjulega ferð. Þá vil ég þakka sr. Baldri og Lionsmönnum í Reykjanesbæ fyrir ánægjulegar sam- verustundir í Njarðvík- urkirkju í vetur og einnig meðhjálparanum sem sá um kaffiveitingar. Það hefur verið föst regla í nokkur ár að eldri borg- urum hefur verið boðið að koma saman í safnaðarheimilinu til að spila og þiggja kaffiveit- ingar og er samverustund í kirkjunni á eftir. Allt þetta hefur verið okkur að kostnaðarlausu. Hittumst hress í haust. Ein úr hópnum. Ánægjuleg ferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.