Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 45 15-35% A F S L Á T T U R af LIEBHERR kæliskápum, ísskápum, frystikistum og frystiskápum á meðan birgðir endast. Liebherr kæliskáparnir mæta ströngustu kröfum sem gerðar eru til kælitækja og eru allar innréttingar sérlega vandaðar og þægilegar. Liebherr er leiðandi í þróun orkusparandi kælitækni. Orkunýting kæliskápanna er í hæsta flokki Evrópustaðalsins. Liebherr tryggir lágmarks orkuþörf og hámarks ferskleika geymsluvara. Liebherr kæli- og frystiskáparnir eru hágæðatæki á einstaklega hagstæðu verði. Kæliskápar á t i l b o ð s v e r ð i Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir. Stórglæsileg ferð um hjarta Evrópu þar sem þú getur notið fegurstu staða Mið-Evrópu og siglt hina frægu leið frá Passau til Vínar á ótrúlegum kjörum og upplifað fegurð Ítalíu, Austurríkis og Ungverjalands í sömu ferðinni. Aðeins 30 sæti í boði Sigling á Dóná 29. ágúst - 12. september frá kr. 139.950 29. ágúst. Flug til Bologna. Brottför kl. 12.30. Lending í Bologna kl. 19.00. Ekið til Riva sem er staðsett við norðanvert Gardavatnið. Gist þar í eina nótt. 30. ágúst. Ekið frá Riva yfir til Austurríkis til hins fallega bæjar Kitzbuhel. Skíðabær sem umvafin er fegurð Austurrísku Alpanna. Dvalið þar í eina nótt. 31. ágúst. Ekið til Passau, þaðan sem siglt er. Sigling á Dóná með MS Bonaventura Pearl 31. ágúst – 7. september. 31. ágúst Passau 1. september Melk 2. september Esztergom 2. september Budapest 3. september Budapest 4. september Bratislava 5. september Vín 6. september Vín 6. september Dürnstein 7. september Passau 7.–10. september. Ekið frá Passau til Tegernsee. Tegernsee er lítið stöðuvatn skammt sunnan við Munchen. Einstök náttúrufegurð prýðir staðinn. Tegernvatnið kúrir í faðmi hárra fjalla og litlir bæir standa allt í kring um vatnið. Dvalið þar í 3 nætur. 10.–12. september. Ekið frá Tegernsee til Mantova. Fallegur miðaldarbær í hjarta Lombardi héraðsins. Skammt sunnan við Verona. Dvalið í Mantova síðustu tvær næturnar 12. september. Dagurinn tekinn snemma og ekið til Bologna þaðan sem flogið er til Íslands kl. 9.00. Lent í Keflavík kl. 11.30. Fullt fæði um borð. Skoðunarferðir um helstu bæi og borgir. Verð kr. 139.950 Innifalið: Flug, gisting með morgunverði, hálft fæði við Tegernsee og vikusigling á Dóná með fullu fæði. Akstur á milli áfangastaða og fararstjórn. M.v. neðra þilfar, flugvallarskattar. Ekki innifalið: Kynnisferðir og aðgangseyrir á söfn og tónleika. Laugavegi 20, sími 562 6062. ÚTSALAN ER HAFINNOKKUR kraftur er að komast ísmálaxagöngur víða í ám suðvestan- og vestanlands þrátt fyrir úrkomu- leysi og vatnsleysi í ám. Einar Sig- fússon, annar eigenda Haffjarðarár á Snæfellsnesi, sagði t.d. í samtali við Morgunblaðið á sunnudag, að mjög líflegar göngur væru í ána þessa dagana, t.d. hefðu veiðst 12 laxar fyrir hádegi á sunnudag og 18 laxar á laugardag. Áin væri komin yfir 100 laxa sem væri meira en á sama tíma í fyrra. „Það er lax um alla á og þetta lítur bara mjög, mjög vel út,“ sagði Einar. Sæmilegt í Blöndu Norðan heiða er það helst Blanda sem er að gefa einhverja laxa og um helgina voru komnir um 110 laxar á land úr ánni sem er lakara en í fyrra, en allþokkalegt miðað við þá nánast ördeyðu sem verið hefur nyrðra. Það er talsvert af laxi í Blöndu og gæti glæðst veiðin nú þegar farið er að bera á smálaxi. Ein stöng nýverið fékk fjóra laxa á einum morgni, smálaxa og svo boltafiska upp í 15 pund. Þá virðist laxinn vera að færa sig ofar í vatnakerfið, því nýlega setti veiðimaður í lax á svæði 3. Hann lak að vísu af í löndun, en sannaði þó að veiðivon er nú upp um alla á. Fleiri fréttir af löxum Ekki er víst að það standi undir orðinu „skot“, en um helgina náði veiðimaður einn fjórum löxum á ein- um morgni úr Miðfjarðará. Tveir komu úr Austurá og tveir úr Vest- urá. Það er nú ört vaxandi straumur og menn vona að smálaxinn geri þá vart við sig. Góð sjóbleikjuskot hafa verið af og til á silungasvæði Mið- fjarðarár, við fregnuðum af einni stöng sem náði 12 bleikjum og voru þær stærstu 3–4 pund, en flestar um 2 pund. Það reytist uppúr Hítará, nýlega var þar holl sem setti í ellefu laxa, þar af náðust fimm á land. Þar af var einn 14 punda fiskur sem tók flugu á gáruhnút á Breiðinni. Ágætis skila- boð berast einnig frá Straumfjarð- ará, þar hefur laxinn verið að ganga síðustu daga þrátt fyrir vatnsleysi og veiði bara þokkaleg miðað við að- stæður. Enn líf í Þingvallavatni Á heildina litið hefur vertíðin í Þingvallavatni verið mjög góð og enn er að veiðast góð bleikja þó víða sé meira smælki innan um. Af ýms- um veiðimönnum er það að heyra að rígvænar bleikjur, 3 til 5 punda, hafi verið að fást með smærri fiski bæði í þjóðgarðinum, Nesjavallamegin og í Miðfellslandi. Víða ber talsvert á murtu, en ef menn vilja vera lausir við hana þá gefst það bærilega að draga fluguna mjög hægt. Sem er hvort eð er vænlegra til að ná stærri fiskinum. Þá hefur heyrst að menn hafi gert góða túra í Úlfljótsvatn, fengið þar 10 til 30 bleikjur á kvöldstund og margt af fiskinum er gott, 1 til 3 pund. Bleikjuveiði í Soginu er enn fremur góð, nýlega voru tveir fé- lagar á silungasvæðinu í Ásgarði með 23 bleikjur. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Smá- laxagöng- ur að glæðast Morgunblaðið/Golli Miðnæturveiðiskapur í Þingvallavatni. Fyrstur til að baða sig í Bláa lóninu Í frétt í Morgunblaðinu sl. fimmtudag var fullyrt að menn hefðu byrjað að baða sig í Bláa lóninu árið 1978. Upplýsingar þessa efnis voru fengnar af heimasíðu Bláa lónsins. Valur Margeirsson frá Keflavík seg- ir að þessar upplýsingar séu ekki alls kostar réttar því að hann hafi orðið fyrstur manna til að synda í lóninu og það hafi gerst haustið 1981. Hann bendir á að aðstandendur Bláa lóns- ins hafi minnst þessa með sérstakri athöfn á síðasta ári þegar 20 ár voru liðin frá því að Valur gerði tilraun með lækningarmátt lónsins. Frétt þessa efnis birtist í Morgunblaðinu í fyrra. Sýning Tedda í Perlunni Í frétt í blaðinu sl. sunnudag var ranglega sagt að sýning á verkum eftir Tedda hæfist í Perlunni á sunnudag. Rétt er að sýningin hófst í gær, mánudag, og er opin alla daga frá kl. 12–23 til 8. ágúst. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Í KVÖLDGÖNGUNNI þenn- an þriðjudaginn mun að þessu sinni verða lögð áhersla á nátt- úru- og dýralífsskoðun. Í eynni er að finna kindur og lömb, hesta og folöld, auk ýmissa tegunda fugla og ungum þeirra, sumir sjaldséðnari en aðrir. Að þessu leyti, auk stórbrot- ins útsýnis frá eynni, er Viðey sannkölluð náttúruparadís og griðastaður fyrir þá sem vilja komast í rólegt umhverfi fjarri skarkala borgarinnar. Ferðin hefst á siglingu yfir sundið kl. 19.30 og í ferjuna kostar að- eins kr. 500 fyrir fullorðna og 250 fyrir börn. Brýnt er að vera í góðum skóm og klæða sig eftir veðri. Kvöld- ganga í Viðey alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.