Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUMARSÝNINGU Listasafns Reykjavíkur hefur verið hleypt af stokkunum á Kjarvalsstöðum undir heitinu Maður og borg. Öll verkin eru í eigu safnsins, og spanna – eins og segir í formála að sýningunni – tíma- bilið frá kreppuárunum til fjölmenn- ingar okkar daga. Hafi ekki verið mistalið eru listamennirnir vel á fimmta tug, enda fylla verk þeirra all- an vestursalinn og ganga hússins. Það er alltaf spurning hvað átt er við með hugtakinu borg og hvernig það er hugsað sem innlegg í listsýn- ingu. Fyrir okkur Íslendingum er borgarlist gjarnan öll sú list sem ekki er hrein landslagslist, en slík skil- greining er þó harla fallvölt. Á sýn- ingunni á Kjarvalsstöðum eru nefni- lega þó nokkur landslagsverk, enda þótt útsýnið sé nágrenni Reykjavík- ur, ellegar Reykjavík séð úr næsta nágrenni. Kristín Jónsdóttir og Louisa Matthíasdóttir máluðu báðar landslagsmyndir í Reykjavík, eins og glöggt má sjá á sýningunni. En hvað þá með manninn og menningu hans? Bókmenntunum var á sínum tíma kirfilega deilt milli sveita- og borgarsagna líkt og hér byggju tvær þjóðir sem ekkert ættu sameiginlegt nema ef vera skyldi tungumálið. Svo virðist sem þessi sérkennilega og séríslenska greining eftir viðfangsefni hafi einnig náð til myndlistarinnar og deilt henni í tvo andstæða flokka eftir því hvort fjallað var um blessaða sveitasæluna eða bölvaða mölina. Eftir stöndum við þó með ansi loðið og illa afmarkað viðmið, hriplekt og hreinlega mót- sagnakennt. Urmull verka á sýningunni Maður og borg gefa hvorki tilefni til flokk- unar í borgarverk né sveitalífslýsing- ar. Til þess er landfræðileg staðsetn- ing þeirra of óljós. Í þeim flokki eru myndir Braga Ásgeirssonar, Guðjóns Ketilssonar, Jóhönnu Bogadóttur, Jóhönnu K. Yngvadóttur, Jóns Axels, Jón Óskars, Karinar Sander, Krist- ins G. Harðarsonar, Kristjáns Dav- íðssonar, Steingríms E. Kristmunds- sonar og Sæmundar Valdimarssonar, svo dæmi séu tekin. Þá gæti Sólbaðs- mynd Gunnlaugs Blöndal frá 1942 hæglega verið frá Þingvöllum og þannig flokkast sem sveitalífsmynd. Maðurinn og menningin hefði ef- laust verið mun heppilegri og nær- tækari titill en Maður og borg. Gleymum því ekki að mörg eldri verkanna voru gerð löngu áður en borg varð til á Íslandi. En til að eyða ekki frekara púðri á meingallaðan tit- il sumarsýningarinnar er vert að taka það fram að fjölmargt fróðlegt og for- vitnilegt er þar að finna, rétt eins og upptalning áðurnefndra listamanna benti til. Eitt af því sem lesa má úr þróun ís- lenskrar listar sem fjallar um menn og mannlíf er hve sálræn og opinská hún verður þegar beinum formræn- um þáttum sleppir. Í staðinn fyrir spurningar um hvernig við sjáum koma vangaveltur um það sem fyrir augu ber. Vel fram á sjöunda áratug- inn fjallaði íslensk myndlist um al- mennan sjónskilning. Listamenn reyndu að vekja almenning til um- hugsunar um þá þætti sem móta mynd okkar af tilverunni. Þar eð þessir þættir voru öðru fremur fólgn- ir í lit, lögun, línu og áferð skipti minna máli hvaða viðfangsefni var notað til að skerpa þennan skilning okkar. Fylgjendur abstraktlistar héldu því meir að segja fram að sýni- legur veruleiki gæti drepið á dreif næmi okkar fyrir áðurnefndum grunnþáttum. Samtímalistin hefur smám saman horfið frá þessum almennu áherslum til ákveðnari tilrauna til að opna augu okkar fyrir sértækum fyrirbærum tilverunnar, jafnvel þeim sem ganga í berhögg við hugmyndir okkar um fegurð og yndi. Segja má að krafist sé aukins skilnings til stuðnings hreinni skynjun. Þannig þýðir ekki lengur að renna augunum eftir listaverkinu til að leita þeirra atriða sem gera það fallegt. Listamaðurinn ætlast til þess að áhorfandinn komist að einhverri nið- urstöðu um það hvers vegna lista- verkið var skapað. Sé áhorfandanum fyrirmunað að skilja verkið út frá for- sendum listamannsins verður hann að bæta við það sínum eigin skilningi og mæta þannig höfundi þess með túlkun sem gæti staðist sem ný leið til að skilja það. Samtímalist getur þannig gert skapandi kröfur til áhorf- andans, en vissulega fælt þá frá sem jafnan krefjast skýringa á silfurfati sökum þess að þeir nenna ekki að svala eigin forvitni. Hið formræna nútímaviðhorf og félagslega samtímaviðhorf eru tvær meginstoðir sumarsýningarinnar. Í fyrra tilvikinu er athygli okkar beint að myndrænum atriðum en í nýrri verkunum eru það sjónræn mið sem mestu máli skipta. Vissulega þurfti borgarmenningu til að þessi þróun ætti sér stað enda kemur hún heim og saman við þær áherslubreytingar sem urðu í íslenskri list á sjöunda áratugnum. En það er til marks um síðbúna borgarmenningu okkar að hún skuli haldast í hendur við for- sendur íslenskrar samtímalistar í stað þess að fylgja módernískri listþróun eins og gerðist nær hvar- vetna annars staðar í Evrópu. Engu að síður má sjá í verkum Kristínar Jónsdóttur, Finns Jónssonar, Gunn- laugs Blöndal, Snorra Arinbjarnar, Þorvalds Skúlasonar, Jóns Engil- berts, Nínu Tryggvadóttur og Louisu Matthíasdóttur sterka löngun til að færa listina á vit nútímalegs sam- félags. Sem slík eru þau fyrirrennarar popparanna á sýningunni, þeirra Errós, Sigurjóns Jóhannssonar og Rósku, en segja má að þau séu með einum eða öðrum hætti undanfarar allra þeirra ágætu listamanna á sýn- ingunni sem fæddir eru eftir miðja síðustu öld. Þannig tekst skipuleggj- endum – þótt fjölmargt í vali þeirra orki vissulega tvímælis – að sýna fram á ákveðna framvindu í íslenskri borgarlist frá elstu listamönnum til hinna yngstu. Það er meira en þeim auðnast með titli sýningarinnar eða inngangstexta í meðfylgjandi upplýs- ingapésa. MYNDLIST Kjarvalsstaðir Til 25. ágúst. Opið daglega frá kl. 10–17, en miðvikudaga frá kl. 10–19. MÁLVERK, HÖGGMYNDIR & BLÖNDUÐ TÆKNI VERK ÚR EIGU REYKJAVÍKUR EFTIR 44 LISTAMENN Borgarlist Morgunblaðið/Árni Sæberg Verk Nínu Tryggvadóttur, Lækjargata 1955. Frá Maður og borg. Halldór Björn Runólfsson NÆSTU tónleikar í tónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar verða haldnir í dag og hefjast þeir klukkan 20.30. Að þessu sinni koma fram Ragnheiður Árnadóttir sópr- ansöngkona, Sveinhildur Torfa- dóttir klarinettuleikari og Peter Nilsson píanóleikari. Á efnisskrá eru aría eftir Moz- art, sex lög eftir Louis Spohr fyr- ir söngrödd, klarinett og píanó ásamt sönglögum eftir John Duke, Pál Ísólfsson, Sigfús Ein- arsson, Jón Leifs og Karl O. Run- ólfsson. Ragnheiður Árnadóttir nam við Söngskólann í Reykjavík og síðar Tónlistarskólann í Reykjavík und- ir leiðsögn Sieglinde Kahman. Vorið 1996 lauk hún prófi þaðan og frá árinu 1998 hefur Ragn- heiður búið í Haag í Hollandi þar sem hún stundar nú nám við Kon- unglega tónlistarháskólann. Vet- urinn 2001 lauk hún söngkenn- araprófi frá Tónlistarháskólanum í Haag og hefur síðan starfað sem söngkennari með námi. Sveinhildur Torfadóttir útskrif- aðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2000 undir leið- sögn Kjartans Óskarssonar, með burtfarar- og kennarapróf. Hún hefur sótt ýmis „Master Class“ námskeið, bæði í klarinettuleik og kammermúsík, og fengið einkatíma hjá kennurum víðs vegar að. Sveinhildur hefur kom- ið fram með hinum ýmsu blás- arasveitum, kammerhópum og hljómsveitum, þar á medal Vla- ams Radio Orkestra. Sveinhildur stundar nú nám við Royal Con- servatorium of Gent í Belgíu hjá Eddy Vanoosthouyse og lýkur námi þar 2003. Peter Nilsson fæddist í Chicago og nam við Háskólann í Illinois þar sem hann lærði annars vegar meðleik hjá John Wustman og hins vegar söng hjá Dodi Protero og Mark Elyn. Í dag býr Peter í Hollandi þar sem hann er fast- ráðinn við De Nieuwe Opera Akademie í Haag og Amsterdam. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sveinhildur Torfadóttir, Peter Nilsson og Ragnheiður Árnadóttir. Frá Mozart til Jóns Leifs DRÓMUNDUR fór til Miklagarðs að hefna Grettis, bróður síns, en hnepptur þar í varðhald. Meðan hon- um í varðhaldinu er gamall fangi og Drómundur tekur að segja honum söguna af Gretti. Og syngja hana fyr- ir fangann í þann mund sem hin fagra Spes á leið þar hjá. Þannig hefst fyrsti þátturinn í kammeróperu sem byggð er á Grettis sögu, og frum- flytja á í Salzburg eftir tvö ár og rúnta síðan með um Evrópu. Tónlist- ina semur Þorkell Sigurbjörnsson en Böðvar Guðmundsson textann. Stjórnandi verður Guðmundur Em- ilsson hljómsveitarstjóri en söngvar- ar og tónlistarmenn verða frá Þýska- landi, Austurríki, Kanada og Íslandi. Upphafið að þessu djarfa og mikla verkefni? Jú, menningarsamstarf Ís- lands og Bonn, höfuðborgar Nord- rhein-Westfalen-fylkis í Þýskalandi. Vilja skapa tengsl á milli listamanna Menningarsamstarf Íslands og Bonn spannar nú orðið meira en ára- tug, reykvíska listahátíðin í Bonn 1993 þótti takast afskaplega vel og sömuleiðis íslenska menningarkynn- ingin í Nordrhein-Westfalen 1995, svo dæmi séu tekin. Forkólfarnir í þessu samstarfi eru þau Andreas Loesch og Elisabeth Weiser hjá al- þjóðadeild menningarmálaskrifstofu Bonn-borgar og Guðmundur Emils- son hljómsveitarstjóri. En eðli menningarviðburða er að þeir standa yfir í stuttan tíma: „Við komum hingað í fyrrahaust til þess að ræða um nýja mynd á þessu sam- starfi,“ segja Loesch og Weiser. „Hefðbundin menningarsamskipti skila einatt langminnstu, þetta eru oft viðburðir sem standa stutt þannig að ekki skapast nein raunveruleg tengsl á milli listamanna borganna eða landanna.“ Loesch og Weiser segjast hafa ákveðið að reyna að gera þetta með öðrum hætti, þ.e. að hvetja til og koma á varanlegri tengslum, skoð- anaskiptum og samvinnu á milli lista- mannanna, rithöfunda, listmálara, leikhúsfólks o.s.frv. „Hugmyndin er sú,“ halda þau áfram, „að þessir lista- menn vinni saman í nokkrar vikur, annaðhvort hér eða í Þýskalandi, og skili í sameiningu af sér listaverki, verki sem á sér rætur, vinnu og tíma í löndunum báðum. Slík samvinna er miklu dýrmætari en stakir listvið- burðir af hálfu hvors lands fyrir sig. Og hún er jafnframt einföld og prakt- ísk að því leyti að oftast yrðu það nokkrir listamenn sem ynnu og ræddu saman og því auðvelt að fjár- magna slíkt samstarf fyrir bæði lönd- in.“ Loesch og Weiser eru á þeirri skoðun að íslenskir og þýskir lista- menn geti lært heilmikið hver af öðr- um, það sé að vissu leyti fólginn fjár- sjóður í því sem skilji á milli. „Listamenn í Nordrhein-Westfalen eru oft talsvert bundnir af átthögun- um en það á ekki að sama skapi við um íslenska listamennina. Þeir hafa oftast dvalist í lengri eða skemmri tíma í Evrópu eða Ameríku við nám og störf en fengið góða grunn- mennntun hér á landi. Og íslensk samtímalist er mjög áhugaverð. Hér starfar fámennur en jafnframt mjög fær hópur listamanna sem sækir hugmyndir sínar víða að. Sama má segja almennt um íslenskt menning- arlíf, það er kannski ekki umsvifa- mikið á okkar mælikvarða, en engu að síðurmjög framsækið.“ Verkefnin eru farin að taka á sig mynd og í gær ræddu Loesch og Weiser m.a. við Tómas Inga Olrich menntamálaráðherra um þau. Og þau kunnu einnig vel að meta að fá að hitta forsetann, Ólaf Ragnar Gríms- son: „Hann ætlar að sýna okkur þann heiður að sækja Þýskaland heim í tengslum við sýningar sem verða þar í vetur.“ En óperan um Gretti? „Jú, við ætl- um að gerast svo djörf að framleiða kammeróperu, á rútuhjólum ef svo má segja, sem listamenn frá mörgum löndum kæmu að. Raunar eru þeir Þorkell og Böðvar komnir vel á veg með að semja óperuna. Við stefnum að því að frumsýna hana í Salzburg í Austurríki. Hún yrði sýnd víðs vegar um Evrópu, síðan í Kanada en við myndum enda þar sem hún fæddist, hér á Íslandi.“ Óperu-Grettla á rútu- hjólum um Evrópu Morgunblaðið/Arnaldur Weiser og Loesch leggja áherslu á samvinnu listamannanna sjálfra. Menningarsamstarf Íslands og Bonn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.