Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ eru alkunn sannindi að fá efnisleg verðmæti fást án þess að greitt sé fyrir þau með einum eða öðrum hætti. Sum verðmæti eins og vegir og önnur samgöngumannvirki eru þess eðlis að vegna kostnaðar er sjaldnast á færi annarra en ríkis eða öflugra samtaka manna að standa að gerð þeirra. Til þess þarf fjármuni, sem trauðla verða fengnir á annan hátt en með al- mennri skattheimtu eða notkunargjöldum. Til vegagerð- ar hérlendis er fjár nú fyrst og fremst aflað með gjöldum af elds- neyti á ökutæki (bensíngjald) og með föstu árgjaldi eða gjaldi á hvern ekinn kílómetra ökutækja knúðum dísilolíu (þungaskattur). Bein notk- unargjöld þekkjast ekki nema í Hvalfjarðargöngum. Ríkið eitt hefur í formi vegaáætlana frá Alþingi ákveðið hvernig fjármunum til vega- gerðar skuli ráðstafað. Mörg sjón- armið takast á þegar áætlunin er samin. Þó virðast hrein arðsemis- sjónarmið, jafnt fjárhagsleg sem þjóðhagsleg, oft hafa orðið undir í baráttunni um takmarkað fjármagn. Segja má að með langtímaáætlun í vegamálum til 12 ára frá 1998, sem enn gildir að mestu, hilli undir bæri- legt ástand í vegamálum í flestum landshlutum. Samkvæmt henni er við það miðað að komist verði milli allra þéttbýlisstaða á landinu, með fleiri en 200 íbúa, á vegum lögðum bundnu slitlagi, eigi síðar en árið 2010. Ekki er óeðlilegt að ríkið eitt annist þennan þátt. Alltaf má þó bet- ur gera og víða er af miklum þunga fylgt eftir óskum um nýja vegi, sem stytta leið, jarðgöng, tvíbreiðar hraðbrautir, lýsingu o.fl. Þrátt fyrir mikinn kostnað heyrist þó lítið um að greiða beri sérstaklega fyrir þessi gæði af þeim sem nýta sér þau. Á sama hátt hefur því ekki verið gefinn sá gaumur sem skyldi að aðrir en ríkið reisi og reki þessi mannvirki á sína ábyrgð. Æskilegt er að hugað verði að því hvort ekki sé tímabært að heimila innheimtu sérstakra veggjalda til að flýta samgönguframkvæmdum og í framhaldinu að móta stefnu um nán- ari útfærslu. Einnig þarf að rýmka heimildir einkaaðila til að fjármagna og reisa samgöngumannvirki gegn tekjum í formi veggjalda (einkafjár- mögnun). Í lögum um samgöngu- áætlun, sem tóku gildi nú í vor, er gert ráð fyrir að fyrir næsta Alþingi (2002–3) verði lögð fram tillaga til þingsályktunar um heildstæða stefnu og markmið í samgöngu- málum þjóðarinnar til tólf ára sem taki til allra þátta samgöngukerfis- ins. Auk framkvæmdaáætlana taki hún m.a. til fjármögnunar þess. Í drögum sérstaks stýrihóps að slíkri áætlun er ekki gert ráð fyrir því að veggjöld verði í bráð innheimt fyrir kostnaði við gerð eða fyrir notkun samgöngumannvirkja eða að einka- aðilar reisi þau og reki gegn greiðslu notkunargjalda eða jafnvel skugga- gjalda þar sem ríkið greiðir einka- aðila fyrir afnot í hlutfalli við notkun vegfarenda.. Er vonandi að þessum leiðum til að flýta framkvæmdum verði meiri gaumur gefinn við vinnu að endanlegri áætlun. Kostir Með því að taka upp veggjöld þar sem það hentar og jafnframt að heimila einkaaðilum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum að reisa og fjármagna samgöngumannvirki gegn greiðslu notkunargjalda má draga úr þrýstingi á fjárveitinga- valdið frá áhuga- og ákafamönnum um bættar samgöngur. Er þá við það miðað að fyrir lægi að greiða þyrfti ákveðið veggjald, svo og svo lengi, fyrir lagningu eða breikkun vegar, gerð jarðganga o.s.frv. Óvíða er um það að ræða að einkafyrirtæki geti ein og óstudd fjár- magnað og rekið slík mannvirki hér á landi. Með tilstyrk ríkisins í samræmi við eitthvert ákveðið hlutfall af heildarkostnaði, mætti hins vegar beita þessu úrræði. Ættu einkaað- ilar að eiga kost á hag- stæðum lánum, með eða án ríkisábyrgðar, til fjármögnunar mannvirkisins, frá t.d. lífeyrissjóðum, og drægi þannig úr umsvifum ríkisins. Allvíða hérlendis má sjá möguleika á þessu fyrirkomulagi. Má þar nefna Reykjanesbraut, en margt bendir til þess að í stað þess að tvöfalda hana hefði mátt komast af með svonefnd- an 2+1 veg, sem er talsvert ódýrari kostur og nýta fjármuni sem þannig hefðu sparast í að leggja sams konar vegi á umferðarþyngstu köflunum út frá Reykjavík til norðurs og austurs. Úr því að sá kostur var ekki valinn og brautin fékk þennan forgang um- fram aðra umferðarþunga vegi teld- ist vart ósanngjarnt að leggja á lítils háttar veggjald. Hraða mætti lagn- ingu Sundabrautar með einkafjár- mögnun að hluta en hugmyndum í þá veru hefur reyndar þegar verið hreyft. Enn má nefna breikkun og lagfæringu hringvegarins milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur og í því sam- bandi mætti sérstaklega huga að Svínvetningabraut skammt frá Blönduósi, sem stytti leiðina um 12 km; Vaðlaheiðargöng, sem reyndar eru í athugun; leiðin milli Hólmavík- ur og Gilsfjarðar, göng frá Bolung- arvík inn á þjóðvegakerfið, göng milli bæjarhluta á höfuðborgarsvæð- inu, vegi um og yfir hálendið, þau jarðgöng sem þegar er áformað að grafa fyrir norðan og austan o.s.frv. Þá má með veggjöldum stjórna um- ferð, t.d. inn á hálendið, þar sem ekki er æskilegt að of margir séu á ferð, takmarka og stýra þungaflutning- um, jafnvel ökuhraða o.fl. Tækni við innheimtu er smám saman að verða einfaldari með tilkomu rafræns bún- aðar, GSM-síma og öryggismynda- véla. Áður var vikið að þeirri hugmynd að ríkið legði fjármuni í einstök sam- göngumannvirki ásamt einkaðilum. Það leiðir að líkum að til að slík framlög skipti einhverju verulegu máli þarf umtalsverðar fjárhæðir. Eftir nokkurt hlé er á ný hafin sala á hlut ríkisins í m.a. þeim bönkum sem það á hlut í og vænta má þess að hlutir þess í fleiri hlutafélögum verði boðnir til sölu á næstunni. Uppi hafa verið hugmyndir um að nota stóran hluta af söluandvirðinu í gerð jarð- ganga. Má telja það vel athugandi að nota hluta andvirðisins í sérstakan sjóð, sem ætlað væri að fjármagna samgöngumannvirki ásamt einkaað- ilum. Í sjóðinn mætti einnig fá ein- hvern hundraðshluta af þeim tekju- stofnum sem ríkið nú hefur til vegamála. Greiðar og traustar samgöngur eru mikilvægur þáttur samfélags- byggingarinnar, ekki síst fyrir dreifðar byggðir landsins. Því er brýnt að öllum úrræðum verði beitt til að hraða gerð samgöngumann- virkja sem mest. Nýjar leiðir í þá veru hljóta að vera greiðar á því herrans ári 2002 ef vilji er fyrir hendi. Fjármögnun sam- göngumannvirkja Jónas Guðmundsson Samgöngumannvirki Má telja það vel athug- andi, segir Jónas Guð- mundsson, að nota hluta andvirðisins í sérstakan sjóð, sem ætlað væri að fjármagna samgöngu- mannvirki ásamt einkaaðilum. Höfundur er sýslumaður í Bolung- arvík og stjórnarformaður í Leið ehf., félagi um einkafjármögnun samgöngumannvirkja. ÞAÐ fer ekkert á milli mála að hið þýzka Allianz er eitt öflugasta tryggingafyrirtæki heims. Það nýtur mik- ils trausts bæði hjá við- skiptavinum þess sem og hjá samkeppnisaðil- um þess. Í auglýsingum hefur Allianz valið sér ein- kunnarorðin: „Loforð er loforð“. Það kom mér því mjög spánskt fyrir sjónir að sjá stjórnarformann ís- lenska söluumboðsins, Allianz Ísland hf., Hrein Loftsson, halda fram ákveðnum staðhæfingum um loforð Allianz í viðtali við Morgun- blaðið. Hreinn segir í þessu viðtali m.a.: „Allianz lofar hins vegar ákveð- inni lágmarksávöxtun, sem er nú um 6%. Og þó allt færi á versta veg er engu að síður 3,25% þýsk ríkis- tryggð ávöxtun.“ Hér er gefið af- dráttarlaust loforð eða hvað? Viðtalið er í tilefni af því að Allianz ætlar sér að bjóða viðbótarlífeyris- sparnað hér á landi. Samningur um viðbótarlífeyrissparnað er ekki skammtímasamningur. Hann getur verið til margra áratuga og því skipt- ir mjög miklu máli á hvaða forsend- um hann er gerður. Samningur Alli- anz á samkvæmt framangreindu að byggjast á tiltekinni lágmarksávöxt- un og eins og Hreinn segir: „[...] sem er nú um 6%“. Ef Allianz gefur loforð á ekkert að vera óljóst um í hverju loforðið felst. Hvað þýðir orðið „nú“ í þessu samhengi? Þýðir það að það er þessa stundina „um 6%“ og getur verið 5% í næstu viku og 4% á næsta ári? Sá sem tekur líftryggingu í dag sem gilda á um áratugaskeið verður að hafa það alveg á hreinu hvað lof- orð um lágmarksávöxtun felur í sér. Það er í raun ekkert flóknara en það að lofi líftryggingarfélag tiltekinni lágmarksávöxtun á sú ávöxtun að gilda allan tímann sem líftryggingin er í gildi. Hvað þýðir „um 6%“? Er eitthvað „um það bil“ í þessu sam- bandi? Milli 5% og 7%? Í þessu sam- bandi gildir ekkert „um“. Samning- urinn verður að kveða á um nákvæmlega til- tekna lágmarksávöxt- un, punktur, basta. Síðan kemur skrítin setning: „Og þó allt færi á versta veg [...]“. Væntanlega á Hreinn við að vilji svo ólíklega til að sjálft Allianz komist í þrot þá sé önn- ur leið út úr vandanum. En áður en lengra er haldið hljóta menn að spyrja: Hvað ef illa fer en ekki á versta veg? Hvað gerist þá? Verður lágmarksávöxtunin kannske eitthvað minni en hin lofaða ávöxtun en þó meiri en sú sem þýzka ríkið af rausn sinni ábyrgist? Erum við þá komin að lokastaðhæfingunni: „[...] er engu að síður 3,25% þýsk ríkistryggð ávöxt- un“. Á þetta atriði leggur Hreinn þunga áherzlu í viðtalinu, en ég er hræddur um að Hreinn skjóti heldur betur yfir markið. Þýzka ríkið trygg- ir ekki neina lágmarksávöxtun hjá líftryggingarfélögum né bætur frá þeim með neinum hætti og ég leyfi mér að fullyrða að það mun aldrei gera það. Hinir íslenzku Allianz menn virð- ast alls ekki hafa skilið fyrirkomulag á þeim tryggingum sem þeir ætla að fara að bjóða Íslendingum til kaups. Þýzka ríkið gerir mjög strangar kröfur til þeirra aðila sem reka líf- tryggingastarfsemi þar í landi. Það sem væntanlega ruglar Hrein í rím- inu eru þær kröfur sem þar eru gerð- ar um að í reiknigrundvelli líftrygg- inga sé að hámarki miðað við 3,25% vexti á ári. (Hér á landi er sambæri- leg krafa 3% í verðtryggðum samn- ingum og 4,5% í óverðtryggðum samningum.) Þegar félag metur skuldbindingar sínar vegna líftrygg- inga og lífeyristrygginga má það ekki nota hærri vexti en 3,25%. Noti það hærri vaxtafót mundi fjárhæð skuldbindinganna lækka og mjög verulega ef um talsverðan mun á vöxtum er að ræða. Félag sem lofar hærri ávöxtun má ekki nota þann vaxtafót við þetta mat og yrði því að Er loforð hjá Allianz loforð? Bjarni Þórðarson Í UMRÆÐU um heilbrigðismál hefur verið bent á ýmis vandamál í sambandi við fjármögnun og rekstur heilbrigðis- þjónustunnar. Enn berast fréttir af erf- iðleikum í rekstri Landspítala, halli á rekstri fyrstu fimm mánuði þessa árs er á fjórða hundrað millj- óna króna og skulda- söfnun vegna uppsafn- aðs halla er komin á annan milljarð króna. Heilsugæslan er í uppnámi og tugir þús- unda einstaklinga hafa ekki eðlileg- an aðgang að þeirri þjónustu. Hundruð aldraðra bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilum og tugir hjúkrunarsjúklinga liggja á bráða- deildum. Þúsundir sjúklinga eru á biðlistum eftir skurðaðgerðum. Þetta er ótrúlegt ástand eftir að hér hafa setið við völd undanfarin þrjú kjörtímabil ríkisstjórnir undir forsæti Davíðs Oddssonar, sem hrósa sér af að hafa skapað hér mikið góðæri. Frammistaða alþingismanna Í lögum um heilbrigðisþjónustu frá 1990 segir svo í fyrstu grein. „Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, lík- amlegri og félagslegri heilbrigði.“ Ætla mætti að ef þeir sem settu þessi lög færu eftir þeim gæti ástandið í þessum málaflokki ekki orðið eins og lýst er hér að ofan. Á hverju ári setja þessir sömu þingmenn fjárlög og ógilda raunverulega þessa fyrstu grein heilbrigðislaga með því að veita of litlu fjármagni til þess að halda uppi viðunandi þjónustu. Áhugi ríkisstjórnar og þingmanna beinist eingöngu að því að tak- marka þá upphæð sem fer í rekst- ur heilbrigðisþjónustunnar en þeir láta sig litlu varða hvernig það fé nýtist til að mæta þörfum lands- manna fyrir þjónustu. Sjúkrasaga Það er ekki sparnaður í því að setja sjúkling á biðlista mánuðum og árum saman. Þvert á móti fylgir því verulegur kostnaður. En hverj- ir eru það sem bíða? Tökum dæmi. Sjúklingur nálægt sjötugu, kominn á eftirlaun, er við góða almenna heilsu og býr við þokkaleg kjör. Hann getur stundað útivist, farið í veiði, stundað golf, sinnt börnum og barnabörnum og skoðað sig um í heiminum. En smám saman fer hann að fá verki ímjöðm. Í ljós kemur kölkun og í byrjun er reynt að meðhöndla þetta með lyfjum. Ástandið versnar hratt og það eina sem getur hjálpað er aðgerð. Bið- tími er 1-2 ár. Verkir verða mjög slæmir og sterk verkjalyf gera lítið gagn. Það eina sem kemur í veg fyrir verkina er að leggja ekki þunga á veika liðinn og hreyfa sig sem minnst. Hækjur og hjólastóll hjálpa nokkuð í byrjun en þetta endar með því að sjúklingurinn verður að sitja í sérhönnuðum stól mestallan daginn. Almennt ástand versnar vegna hreyfingarleysis. Líf þessara sjúklinga er hrein martröð. Það sem í raun gerist í þessu tilviki og hundruðum svipaðra er að sjúk- lingurinn er dæmdur í stofufang- elsi af hinu opinbera mánuðum eða árum saman eða jafnvel ævilangt því spurning er alltaf hvort svo fullorðnir sjúklingar nái nokkurn tíma heilsu eftir svona meðferð. Ísetning gerviliðar án óeðlilegrar tafar er mjög árangursrík aðgerð og getur komið þessum sjúklingum til góðrar heilsu á ný. Réttindi sjúklinga Hér á landi er greitt fyrir heil- brigðisþjónustu af sköttum lands- manna. Slíkt kerfi er við lýði á Norðurlöndum og í Bretlandi en í öðrum löndum Evrópu og víðar eru sett á stofn tryggingafélög sem starfa eftir strangri löggjöf til að tryggja jafnan aðgang allra að þjónustunni. Reynslan hefur sýnt að almenningur í þeim löndum er tilbúinn til að greiða nægjanleg ið- gjöld til þess að mögulegt sé að halda uppi góðri þjónustu. Almenn- ingur er miklu síður tilbúinn til að greiða hærri skatta sem ekki eru eyrnamerktir ákveðinni þjónustu fyrirfram. Réttindi sjúklinganna þar sem tryggingakerfin eru til staðar eru mun betur skilgreind en t.d. hér á landi þar sem það er í raun algerlega óljóst hver þau eru. Ætla mætti þó að þeir sem hafa greitt skatta sína alla starfsævi og gera enn af lífeyri sínum eigi fullan rétt á heilbrigðisþjónustu þegar þeir þurfa á henni að halda. At- Hver er réttur sjúklinga ? Ólafur Örn Arnarson Heilbrigðismál Það hlýtur að vera for- gangsverkefni ýmissa samtaka sem láta þessi mál til sín taka, segir Ólafur Örn Arnarson, að koma umræðu á dagskrá fyrir næstu alþingiskosningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.