Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, svarar á heimasíðu sinni Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins frá 6. júlí sl. þar sem ítrekuð er sú skoðun blaðsins að leggja beri áherslu á dreifða eignaraðild í bankakerfinu. Í Reykjavíkurbréfinu er komið inn á söluna á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands og þá ákvörðun ríkisstjórn- arinnar, sem tekin var sl. föstudag, að lýsa eftir áhuga fleiri aðila en Björgólfs Guðmundssonar, Björg- ólfs Thors Björgólfssonar og Magn- úsar Þorsteinssonar á kaupum á hlut ríkisins í bankanum. Segir þar ennfremur að með ákvörðuninni sé jafnræði tryggt þótt ekki felist í henni nein stefnubreyting frá því að selja einum aðila svo stóran hlut í bankanum. Á heimasíðu sinni minnir Val- gerður Sverrisdóttir á efni greinar sinnar í Morgunblaðinu þann 5. júlí 2001 þar sem hún skilgreinir kjöl- festufjárfesti með eftirfarandi hætti: „Kjölfestufjárfestir er sá sem hefur þekkingu og reynslu á sviði fjármálaþjónustu og getur því aukið styrk bankans og gefið honum ný sóknarfæri. Kjölfestan gefur Landsbankanum færi á að auka þjónustuframboð sitt, veitir honum aðgang að fleiri dreifileiðum og mörkuðum og jafnframt aðgang að þróun á nýjum upplýsingakerfum. Með þessu eykst samkeppnishæfni bankans. Aðrir aðilar en þeir sem þekkingu og reynslu hafa af fjár- málamörkuðum, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir, geta ekki veitt kjölfestu með þeim hætti sem hér er lýst. Þetta er í fullu samræmi við bankasamruna og -sölur erlendis. Sums staðar, sér í lagi í Lúxem- borg, veita stjórnvöld ekki öðrum en bönkum og öðrum aðilum með faglega þekkingu á fjármálaþjón- ustu aðgang að virkum eignarhlut- um í bönkum. Þannig treystir Lúx- emborg stoðir bankakerfisins sem ein mikilvægasta atvinnugrein landsins.“ Á heimasíðu sinni segir Valgerð- ur að á þessum orðum megi sjá að ekki sé víst að þremenningarnir geti fallið undir þá skilgreiningu sem komi fram í greininni. Segir hún að það hafi því verið augljóst að nýtt og opið ferli þyrfti að hefj- ast þar sem jafnræðis yrði gætt og aðrir áhugasamir aðilar gætu komið að málinu. Viðskiptaráðherra fjallar um tilboð þremenninganna í Landsbankann Þremenningarnir ekki skil- greindir kjölfestufjárfestar HÚSEIGENDAFÉLAGINU hafa að undanförnu borist mál sem tengj- ast grill- og leirofnareyk, garðagróðri og garðsláttuvélum en að sögn Sig- urðar Helga Guðjónssonar hrl., for- manns Húseigendafélagsins, eru kvartanir sem berast til félagsins mis- munandi eftir árstíðum. Segir Sigurður Helgi að nú sé nokkuð um kvartanir vegna grill- reyks, en þær séu þó tiltölulega fáar miðað við hversu mikil mengun hljót- ist af útigrillum. Telur hann þetta stafa af því að þegar vel viðrar, og menn fari að grilla, sýni nágrannar oft umburðarlyndi. Segir Sigurður Helgi að grilleldamennska sé alltaf að aukast og mengunin frá grillunum að sama skapi, en þetta tengist einnig öðrum vandamálum eins og reyking- um á svölum sem allnokkuð er kvart- að yfir. Sigurður Helgi bendir á að innan fjöleignarhúsa gildi lög sem brýni tillitssemi fyrir fólki og auk þess sé þróunin í þá átt að þrengja möguleika þeirra sem reykja, en nú er bann við reykingum í sameign bundið í lög. Töluvert er um kvartanir vegna leirofna sem ætlaðir eru til upphitun- ar í görðum eða á svölum og njóta sí- vaxandi vinsælda meðal fólks. „Á undanförnum vikum höfum við fengið nokkur mál til okkar þar sem fólk kvartar yfir því að það ósi úr þessum ofnum reyk yfir þvott sem hangir á snúrum,“ segir Sigurður Helgi. Aspir sem skyggja á sól í nærliggjandi görðum Segir hann að á sumrin komi jafnan upp ýmiss konar mál tengd gróðri og görðum. Sérstaklega sé kvartað und- an háum aspartrjám, sem oft skyggi á sól í nærliggjandi görðum og rispi bíla. Segir Sigurður Helgi að í sumum löndum séu aspir bannaðar í þéttbýli, en trén nái mikilli hæð auk þess sem rætur þeirra breiða úr sér neðanjarð- ar um tugi eða hundruð metra og koma stundum upp um stéttar og eyðileggja jafnvel skolplagnir. Mörg- um hér sé sárt um aspirnar og vilji helst ekki fella trén þótt þau valdi ná- grönnum óþægindum. Sigurður Helgi segir að garðsláttur valdi einnig vandræðum á sumrin en engar reglur séu í gildi hér á landi, eins og víða erlendis, um hvenær sól- arhings mönnum sé heimilt að slá lóð- ir sínar. Sumir slái á óheppilegum tímum og auk hávaðamengunar sem skapast af sláttuvélunum mengi þær vélar sem hafa svonefnda tvígengis- mótora mjög mikið. Hér á landi sé mikið um slíkar vélar í heimahúsum, auk þess sem þær séu notaðar af ung- lingum í bæjarvinnu. Mál sem berast Húseigendafélaginu eru árstíðabundin Kvartað undan reyk, gróðri og vélarhljóðum á sumrin HOLLENSKU skátarnir Ronald og Michel stúderuðu kortið við Litlu kaffistofuna á Hellisheiði af gaum- gæfni og höfðu ekki einu sinni fyrir því að taka af sér níðþunga bakpok- ana. Báðir eru þeir frá þorpinu Ede sem er á milli Utrechts og Arnheim. Í „þorpinu“ búa aðeins um eitt hundrað þúsund manns þegar út- hverfin eru talin með, segja þeir. Ronald og Michel sögðust vera hingað komnir til þess að taka þátt í Landsmóti skáta, sem haldið verður á Hömrum í Eyjafirði 16. til 23. júlí en þeir nota tækifærið til þess að ferðast um Ísland, en hingað hafa þeir ekki komið áður. Báðir hafa starfað lengi í skátunum í Hollandi og ferðast vítt og breitt um Evrópu. Ronald og Michel segjast ætla að ganga yfir hálendið, um Sprengi- sand, á leið sinni norður en þeir ferðast að öðru leyti á puttanum. Morgunblaðið/Jim Smart Ganga yfir hálendið á skátamót MIKIL aukning hefur orðið í heyrnartækjasölu hér á landi og voru 1.486 heyrnartæki seld á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Sigríður Snæbjörnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heyrnar- og tal- meinastöðvar Íslands, segir að ástæðan fyrir þessari auknu sölu sé endurskipulagning hjá stöð- inni. Hún segir að skilvirkni hafi verið aukin í þjónustu og hægt hafi verið að taka á móti fleiri einstaklingum í ár en á sama tíma í fyrra, en allt árið í fyrra voru 1.720 tæki seld. „Við erum líka að vinna niður biðlista og stytta biðtímann þótt enn sé hann of langur. Þetta eru fyrst og fremst aukin afköst. Núna er- um við að úthluta heyrnartækj- um fyrir fólk sem kom hingað í ágúst á síðasta ári og fram í október, fyrir utan þá sem eru í forgangi, eins og börn, sem ekki eru sett á biðlista,“ bendir hún á. Heyrnarskerðing fer heldur vaxandi, að Sigríðar sögn, en einnig er hún uppgötvuð bæði fyrr og í meira mæli. Á sama tíma hefur þeim sem fæðast al- gerlega heyrnarlausir farið fækkandi. „Það er svo margt í umhverfinu og í samfélaginu sem gerir það að verkum að heyrn- arskerðing fer vaxandi. Það er líka ástæða þess að við viljum leggja aukna áherslu á forvarnir og fræðslu, eins og að upplýsa fólk hvernig það getur komið í veg fyrir heyrnartap af völdum hávaða,“ segir hún og undirstrik- ar að fólk sem vinni í hávaða- sömu umhverfi sé í meiri hættu en aðrir. Reglulegt eftirlit með heyrnarskertum börnum Sigríður segir að 60% þeirra sem komi á Heyrnar- og tal- meinastöðina séu 67 ára og eldri. Hins vegar séu 15% yngri en 18 ára og bendir hún á að það sé talsverður hópur ef tekið sé mið af að um 12 þúsund gestir komi á ári hverju. Hún ítrekar forvarnarstarfið og segir að í haust sé ætlunin að hefja reglulegt eftirlit með heyrnarskertum börnum, en þau verði kölluð reglulega inn til skoðunar. „Mér finnst þetta mjög spennandi verkefni og vonandi mun það skila sér í bættri með- ferð hjá þessum börnum.“ Aðspurð hvort um fleiri úrræði sé að ræða en heyrnartæki, segir hún að það sem dugi við venju- legri heyrnarskerðingu séu fyrst og fremst heyrnartækin. „Hins vegar eru mjög margar gerðir af heyrnartækjum og það eru alltaf að koma einhverjar nýjungar fram á markaðinn. Sum tækin eru sett á bak við eyrun og sjást utan frá, en síðan gerir tölvu- tækni það verkum að önnur eru orðin það lítil að þau eru alveg inni í eyranu og sjást ekkert,“ leggur hún áherslu á. Sigríður bætir við að nú séu framleidd tæki prýdd alls kyns skreyting- um, stjörnum og böngsum í öllum regnbogans litum, fyrir börn. Hún segir viðmiðunina á heyrnarskerðingu mismunandi eftir því hvort um fullorðið fólk eða börn sé að ræða og ekki sé hægt að gefa út eina algilda við- miðun. Einnig geti skipt máli hvort fólk vinni mikil nákvæm- isstörf sem reyni mikið á heyrn- ina. „Litið er á heyrnarskerðingu bæði hvað varðar styrk og tíðni og síðan er það vegið og metið fyrir hvern einstakling en það getur verið mismunandi eftir því í hvernig umhverfi einstakling- urinn lifir og hrærist í,“ segir hún. Að sögn Sigríðar kostar eitt heyrnartæki á bilinu 45–60 þús- und krónur og hafa einstaklingar borgað yfirleitt 20–40% af kostn- aðinum. Nú séu hins vegar breyt- ingar á kostnaðarþættinum til skoðunar hjá heilbrigðisráðu- neytinu. Mikil aukning í heyrnartækjasölu Heyrnarskerðing fer heldur vaxandi ÞÓRÓLFUR Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, segir að aukning mjólkurframleiðslu sam- kvæmt reglugerð hafi aldrei verið meiri en nú, en ákveðið hefur verið að heildargreiðslumark til fram- leiðslu mjólkur verðlagsárið 2002 til 2003 verði 106 milljónir lítra í stað 104 milljónir lítra á yfirstandandi framleiðsluári, sem lýkur 31. ágúst. Greiðslumarkið tekur mið af neyslu undangenginna 12 mánaða og útlitinu framundan. „Það hefur gengið vel að selja og þá vex það sem þarf að framleiða,“ segir Þórólfur. Hann segir að kvótinn hafi stundum minnkað en oftar aukist og þá aldrei meira en um milljón lítra á milli ára. Mjólkur- kvóti aukinn verulega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.