Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 23 MÁLFLUTNINGI í dómsmáli gegn Winnie Madikizela-Mandela, fyrrverandi eiginkonu Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suð- ur-Afríku,var frestað í gær í borg- inni Pretoríu eftir að lögmenn hennar lögðu fram kröfu um frek- ari upplýsingar frá saksóknara- embættinu. Madikizela-Mandela sætir ákæru í 85 liðum fyrir fjársvik og þjófnað, samtals að upphæð um einnar milljónar randa, eða um 8,5 millj- óna íslenskra króna. Henni er gefið að sök að hafa notað áhrif sín og undirskrift til að fá bankalán til handa fólki sem hélt því ranglega fram að það væri starfsmenn kvennadeildar Afríska þjóðarráðs- ins (ANC), sem Madikizela-Mand- ela veitir forstöðu. Hún var á síðari hluta níunda áratugarins dæmd fyrir þátt sinn í mannráni og morði á ungum manni, Stompie Sepei, en áfrýj- unardómstóll breytti sex ára fang- elsisdómi í skilorðsbundinn dóm. Winnie og Nelson Mandela gift- ust árið 1958 og meðan Nelson sat í fangelsi fyrir þátt sinn í frels- isbaráttu svartra manna í Suður- Afríku hélt Winnie baráttunni áfram samhliða því að berjast fyrir því að eiginmanni hennar yrði sleppt úr haldi. Öðlaðist hún mikla virðingu samlanda sinna fyrir þann styrk sem hún sýndi á þessum ár- um og er hún enn gífurlega vinsæl meðal fátækra íbúa Suður-Afríku. Máli gegn Winnie Mandela frestað Pretoríu. AFP. AP Winnie Madikizela-Mandela, fyrrverandi eiginkona Nelsons Mandela, mætir í dómshúsið í Pretoríu í fylgd stuðn- ingsmanna sinna, en hún hefur verið ákærð fyrir fjársvik og þjófnað upp á um 8,5 milljónir íslenskra króna. ABDULLAH Abdullah, utanríkis- ráðherra Afganistans, sagði í gær að morðið á varaforseta landsins, Haji Abdul Qadir, á laugardaginn hefði verið verk hryðjuverkamanna og gaf í skyn að liðsmenn al-Qaeda eða Tal- ibanahreyfingarinnar hefðu komið að morðinu. Qadir var í gær grafinn við hliðina á bróður sínum sem tek- inn var af lífi af talibönum í október síðastliðnum. Verk hryðju- verka- manna Reuters París. AFP. Á myndinni sjást vinir og ættingjar Qadirs á bæn rétt áður en varafor- setinn var lagður til hinstu hvílu á sunnudag nærri borginni Jalalabad. MISTÖK á breskri frjósemistöð leiddu til þess að hvít hjón eign- uðust svarta tvíbura, að því er breskir fjölmiðlar greindu frá í gær. Fulltrúar stöðvarinnar hafa ekki staðfest fréttina, en sett hefur verið lögbann á að nöfn málsaðila séu birt, og þykir það benda til að fréttin eigi við rök að styðjast. Í fréttum blaðsins The Sun segir að hvíta móðirin vilji halda börn- unum, því hún hafi myndað tengsl við þau, og að framundan kunni að vera lagaleg barátta um hverjir séu hinir „raunverulegu“ foreldrar tvíburanna. Fulltrúi Læknasamtaka Bret- lands sagði að málið, sem er talið hið fyrsta sinnar tegundar í Bret- landi, væri „harmleikur fyrir alla sem það varðar“. Fulltrúinn bætti við: „Það verður alger martröð fyr- ir dómstólana að skera úr um hvað skuli gera í þessu. Á grundvelli laga um fósturforeldri ættu börnin að tilheyra konunni sem fæddi þau, en þetta er sérstakt mál.“ Mistök við frjósemisaðgerð í Bretlandi Hvít hjón eignuðust þeldökka tvíbura London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.