Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 41 legustu samúð. Ljósið í ykkar lífi eru ljúfar minningar um dásamlega mömmu, ömmu, tengdamóður og systur. Guð styrki okkur öll til að takast á við sorgina. Við varðveitum minningu Ragnheiðar, Guð gefi henni frið. Börn Millu, Áslaug, Haukur, Ragnheiður, Katrín, Geirþrúður, Elías og fjölskyldur. Í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. (M.J.) Óvænt og ótímabært andlát ynd- islegrar vinkonu okkar, Ragnheiðar G. Thorsteinsson, kom sem reiðar- slag. Það er erfitt að sætta sig við þessa sorglegu staðreynd, því Ragn- heiður hafði alla tíð verið heilsu- hraust og gat okkur á engan hátt grunað að svo stutt væri í kveðju- stund. Við vorum ungar að árum þegar leiðir okkar lágu fyrst saman í Verslunarskóla Íslands. Sú vinátta, sem þá var stofnað til, var byggð á traustum grunni og hefur þar aldrei fallið skuggi á. Ógleymanlegir eru skóladagarnir, þegar væntingar til lífsins og tilver- unnar eru mestar. Þá eignuðumst við marga vini og kunningja sem halda hópinn enn í dag. Samheldni hefur ávallt ríkt hjá VÍ’49. Við vor- um fimm vinkonurnar sem héldum áfram að hittast reglulega og þann- ig urðum við þátttakendur í lífs- hlaupi hver annarrar. Ragnheiður er önnur úr þessum vinkvennahópi sem fellur frá. Véný Viðarsdóttir vinkona okkar lést 1. mars 1993 og er þeirra beggja nú sárt saknað. Ragnheiður giftist skólabróður sínum Gísla Theodórssyni. Þau slitu samvistir. Síðar gekk hún í hjóna- band með Sveini Björnssyni, skó- kaupmanni og forseta ÍSÍ, og eign- uðust þau tvo syni. Einnig gekk hún tveimur börnum Sveins frá fyrra hjónabandi í móðurstað. Sveinn lést í september 1991 eftir mjög erfið veikindi og annaðist hún mann sinn af þeirri hugulsemi, alúð og gæsku sem ætíð einkenndi hana. Jafnframt því að sinna heimilisstörfum vann Ragnheiður lengst af við bókhald, nú síðustu 10 árin sem aðalbókari hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Öldungadeildinni í Hamrahlíð og síðustu tvö ár stundaði hún ís- lenskunám við Háskóla Íslands sem hún hugðist ljúka næsta vor. Ragnheiður var glæsileg kona og góðum gáfum gædd. Andleg verð- mæti og mannleg samskipti mat hún meir en veraldleg gæði. Hún var sífellt að bæta við þekkingu sína og hafði brennandi áhuga á mál- efnum líðandi stundar. Hún lét sér annt um þá sem minna máttu sín og miðlaði til margra af óeigingirni, góðsemi og umhyggju. Fyrir tæpu ári flutti Ragnheiður í nýtt húsnæði á Boðagranda 2 og hafði hún nýlokið við að búa sér framtíðarheimili þar sem hverjum hlut var valinn staður af þeirri kost- gæfni og fáguðu smekkvísi sem henni var svo eiginleg. Hún bjó sig vel undir starfslokin, sem voru í apríl sl., og framundan átti að verða meiri tími til að njóta lífsins. Er því sárt til þess að hugsa að svo snögg- lega var bundinn endi á líf hennar. Minningarnar þjóta í gegnum hugann og er erfitt að hugsa sér framtíðina án Ragnheiðar vinkonu okkar. Það er mikil lífsreynsla að missa svo nána vinkonu. Ljúft við- mót, glaðlyndi og hlýja til allra sem hún umgekkst voru ríkir þættir í fari hennar og þeirra kosta hennar nutum við ekki síst. Þegar leiðir skilur nú um sinn og tómleiki og söknuður fylla hugann minnumst við okkar kæru vinkonu með þakklæti fyrir vináttu hennar og kærleiksríka samfylgd. Algóður Guð styrki og blessi ást- vini hennar alla um ókomin ár. Helga, Hildur og Sigurlaug. Ragnheiður Thorsteinsson kom til starfa sem aðalbókari við emb- ætti sýslumannsins í Reykjavík árið 1995. Þá var strax ljóst að sú ráð- stöfun yrði embættinu mikið lán, þarna var á ferðinni mjög traustur og samviskusamur starfsmaður. Hún gegndi því starfi þar til fyrr á þessu ári er hún lét af störfum vegna aldurs. Ragnheiður var afar farsæl í starfi, sínu var það henni til sóma hversu vel og tryggilega hún hafði gengið frá öllu í hendur eftirmanns síns áður en hún fór endanlega frá embættinu. Samstarfsmenn hennar höfðu fylgst með því hvernig hún undirbjó starfslok sín og augljóst var að hún hlakkaði til að hafa tóm til að sinna ýmsum áhugamálum sínum, vinum og fjölskyldu sem nú hefur misst mikið. Ég vil fyrir hönd embættisins og starfsfólks þess þakka Ragnheiði vel unnin störf og gott samstarf á liðnum árum og senda fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Rúnar Guðjónsson, sýslumaður. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðm.) Kær vinkona og fyrrverandi sam- samstarfskona Ragnheiður Thor- steinsson er látin langt um aldur fram aðeins 70 ára að aldri. Ragn- heiður kom til starfa sem aðalbókari hjá sýslumanninum í Reykjavík árið 1995. Að vera aðalbókari hjá stærsta sýslumannsembætti lands- ins er mikil ábyrgð og krefst mik- illar nákvæmni og samviskusemi. Þessir þættir voru Ragnheiði í blóð bornir ásamt mörgum öðrum góðum mannkostum og þurfti hún ekki lengi að vera á meðal okkar til að allir starfsmenn gerðu sér ljóst hvern mann hún hafði að geyma. Hún mætti til starfa hvern morgun á sinn hógværa, prúðmannlega hátt og öllum leið vel í návist hennar. Á stórum vinnustað er ekki sjálfsagt að fólk tengist nánum vináttubönd- um, en innan embættisins er góður andi og starfsmenn fara árlega í óvissuferðir saman. Ragnheiður átti yndislegan sumarbústað í Laugar- dalnum og í einni óvissuferðinni tók hún á móti okkur öllum í bústaðnum af sinni alkunnu gestristni. Þar ætl- aði hún að eiga fleiri gleðistundir á komandi árum við ræktun og úti- veru. Meðal okkar nokkurra „eldri“ kvenna embættisins sem eru bæði núverandi og fyrrverandi starfs- félagar hefur myndast góður vina- hópur. Ragnheiður varð strax hluti af hópnum og hún lagði sitt af mörk- um til að við ættum gleðistundir saman með því að bjóða okkur á sitt fallega heimili í Barmahlíðinni. Við nánari kynni varð okkur ljóst að það sem hún mat mest voru börnin hennar og fjölskyldur þeirra. Sveinn Björnsson maki hennar var látinn áður en hún hóf störf hjá embætt- inu. Hún var aldrei margorð um einkahagi, en við fylgdumst náið með þeim breytingum sem hún vann að í sambandi við að hætta störfum vegna aldurs. Hún ætlaði sannarlega ekki að sitja auðum höndum. Hún hóf nám í íslensku við Háskóla Íslands og okkur fannst við allar hefjast svolítið til vegs og virð- ingar við að innan þessa litla vina- hóps væri háskólanemi. Námið stundaði Ragnheiður af sömu ná- kvæmni og samviskusemi og starfið, en aldrei miklaðist hún af árangri sínum. Á sama tíma seldi hún Barmahlíðina og keypti nýja íbúð við Boðagranda, þar sem hennar meðfædda smekkvísi réð ríkjum. Í janúar varð hún sjötug, en vegna reynslu sinnar í starfi var ljóst að hún yrði áfram um skeið starfsmað- ur embættisins til að setja nýjan að- albókara inn í starfið. Því var það svo að aðeins viku fyrir andlát sitt var hún á meðal okkar og hafði orð á að hún ætti eftir að kveðja okkur. Engan hefði á þeirri stundu grunað að kveðjustundin yrði með þeim hætti sem nú hefur orðið. Það er táknrænt fyrir líf þessarar fallegu, mannkostakonu að á dánarstundu var hún að undirbúa móttöku vin- kvenna. Þannig munum við ætíð minnast okkar kæru vinkonu Ragnheiðar um leið og við þökkum henni ómetan- lega vináttu og samverustundir. Einlægar samúðarkveðjur til Björns, Margrétar, Geirs, Sveins, og fjölskyldna þeirra frá okkur öll- um. Fyrir ykkur sló hjarta hennar. Alma, Anna, Árný, Áslaug, Berglind, Birna, Hebba, Hulda, Ólöf, Rannveig. Kveðja frá Hvítabandinu Það er erfitt að trúa því að hún, Ragnheiður Thorsteinsson sé farin frá okkur. Við sem vorum búnar að ráðgera svo margt til að vinna fyrir Hvítabandið. Einmitt núna þegar Ragnheiður var nýkomin á eftirlaun og vildi svo gjarnan einbeita sér að þessum verkefnum. En enginn ræð- ur sínum næturstað. Þannig erum við sífellt minnt á hverfulleika lífs- ins. Ragnheiður gekk í Hvítabandið 1. október 1997. Það var sannkallaður gleðidagur, því þá gengu inn í félag- ið níu konur. Þar á meðal voru frænkurnar, systradæturnar, Ragn- heiður Thorsteinsson og Ragnheið- ur G. Ásgeirsdóttir og hefur sam- vinna þeirra innan félagsins verið aðdáunarverð. Ragnheiður valdist fljótlega til trúnaðarstarfa og hefur verið í stjórn Hvítabandsins frá vorinu 1998, fyrst meðstjórnandi og síðar ritari. Það var sama hvað hún var beðin um að gera alltaf var hún já- kvæð og ósérhlífin. Hún hafði sér- lega góða nærveru og á rólegan og hæverskan hátt benti hún á leiðir til úrbóta ef vandamál steðjuðu að. Við minnumst hennar fyrir fal- lega hugleiðingu okkur til handa. Eins minnumst við skemmtilegrar og fræðandi frásagnar af ævi og störfum sem hún flutti félagsmönn- um á síðasta aðalfundi. Einnig minnumst við velunninnar frásagn- ar af sögu og áhrifum starfa Hvíta- bandsins á velferðarmál í Reykja- vík, sem Ragnheiður vann sem verkefni í Háskólanum, en þar stundaði hún nám að undanförnu. Á sama hátt minnumst við hennar léttstígrar við að sýna tískuföt á síð- astliðnum haustfundi Bandalags kvenna í Reykjavík ásamt öðrum Hvítabandskonum sem sáu þar um skemmtiatriði. Þar sveikst Ragn- heiður ekki undan merkjum frekar en endranær. Eins minnumst við hennar með greinargóðar frásagnir í fundargerðum sem fluttar voru á öruggan og mildan hátt. Við sjáum hana fyrir okkur í Garðhúsum að baka vöffur eða að afgreiða kven- félagskaffi. Já, alltaf boðin og búin að leggja málefnum og fjáröflun lið. Einnig sjáum við fyrir okkur ötula konu við að afla og útbúa listilega fallega pakka fyrir happdrætti eða bögglauppboð. Á sama hátt minn- umst við hennar sem talnaglöggrar konu sem tók að sé bókhald fyrir fjórar verslanir Hvítabandsins. Einnig sjáum við hana fyrir okkur í verslun Hvítabandsins að Afla- granda 40 við afgreiðslustörf og jafn liðtæk var hún við innkaupin í búð- ina. Allt var þetta unnið í sjálfboða- vinnu. Að leiðarlokum þakkar Hvíta- bandið fyrst og fremst það lán að Ragnheiður var þar félagsmaður. Hún gerði góðan félagsskap betri. Hún var ein af þessum hlédrægu, heiðarlegu og traustu konum sem geisla af manngæsku og gjafmildi og hafa heilladrjúg ráð undir rifi hverju. Þær strá í kringum sig kær- legskornum sem ef til vill er ekki alltaf tekið eftir enda er það ekki markmiðið. (...) ég er ómálga barn ég er brotið skip ég er verk sem þarf að vinna og þá kemur þú skorar á, segir til, safnar klappar gömul fjöll svo þau ljúkast upp þér dettur alltaf heilt í hug og mig langar til að sníða þér skósítt pils sauma í það alla söguna alla fallegu dagana og gleymdu nöfnin vangasvip hverrar konu ekki fyrir þig, því ég veit að þú manst allt nei, mest fyrir okkur hin sem sveiflumst í nafnlausum köðlum og sýnist allt ganga sjálfkrafa upp (...) ég er fugl á grein ég er tár og mjöll vertu hjá mér enn ég verð hjá þér. (Sigurbjörg Þrastardóttir.) Hvítabandið þakkar fyrir góðan samstarfsmann í stjórnar- og fé- lagsstarfi. Félagið hefur misst mikið og seint verður fyllt skarð Ragn- heiðar Thorsteinsson. Við þökkum fyrir gestrisni og góðar stundir í Barmahlíðinni og á Boðagranda um leið og við sendum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Miss- irinn er mikill en minningarnar lifa. Hildur G. Eyþórsdóttir, formaður. KIRKJUSTARF 9  #   6  +   $+ $     * - 22 1 / **  !& !   !  ! 6*' &*# +,"! /, /  /,/  /  /, $/  /  /  /,# 9   #     * #  +     $     *   "    " *  *    *  ((1.0(1 92 22 0 H!#         ( !   #    #   6    #  $+$       $                  %"      5(2( .0( (9 2.0 ( &!6' , 3A (* 6# <% 6*  ! %$/!!$ 0/',5! ! "     ! ! "   & !"!!$   ! ! "  %$/',   !!$ %"  ! ! "     $< !6! *# 9  #   6  +   $+ $       *       "    " *   *  )(1.( 0C 1( 22 2 , 8 5 &*# 5 )' !!$ )' 5 !!$   ! "    !5 !!$ ( 26 "   &! 5 !!$   " " ! "  : 5 !!$ =! &!+#: "  )  5 !!$ ', &! ! "  /  /,$/  /  /,# Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag, þriðjudag, kl. 12 í kapellu safnaðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkjunnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13-16. Spilað og spjallað. Blöðin liggja frammi og heitt á könnunni. Stutt ferð á vegum starfsins einu sinni í mánuði í sumar. Allir velkomnir. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17-18.30. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10-12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðjudagsmorgna kl. 10-11.30. Borgarneskirkja. TTT tíu til tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15-19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja.Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.