Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. GUÐBJÖRG Gunnarsdóttir, mark- vörður stúlknalandsliðs Íslands í knattspyrnu, varð fyrir því óhappi að fara úr axlarlið í leik liðsins gegn Hollendingum. Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem Guðbjörg fer úr liði. Þrátt fyrir þetta var hún mætt galvösk á Laugardalsvöllinn í gærkvöldi til þess að taka við bronsverðlaunum íslenska liðsins á opna Norður- landamótinu. „Ég var ekki sátt við lífið og til- veruna er ég var flutt á slysadeild- ina. Í sjúkrabílnum á leiðinni tók ég þá ákvörðun að hætta í knattspyrn- unni, enda er gríðarlega vont að fara úr axlarlið. En ég er aðeins bjartsýnni núna og verð eflaust far- in af stað á ný um leið og ég fæ leyfi til þess,“ sagði Guðbjörg. Það vekur athygli að þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem Guð- björg fer úr axlarlið. „Ég er orðin vön þessu en ég hrökk úr lið á æf- ingu með kvennalandsliðinu í vor eða réttara sagt í lok apríl. Ég hélt að það væri ekki alvarlegt enda gekk axlarliðurinn til baka á sinn stað rétt eftir atvikið. Á næstu viku fann ég ekki fyrir neinum eymslum í öxlinni og hélt að allt væri með eðlilegum hætti. En það var ekki svo gott því í deildarleik með liði mínu, FH, gegn KR í lok maí á KR- velli fékk ég högg á öxlina og hrökk úr lið á ný. Þá þurfti ég fara á slysadeildina og fá aðstoð við að ná liðnum á sinn stað og í réttar skorður. Það leið hins vegar ekki langur tími þar til ég fór að æfa og leika á ný. Nú gerist þetta í þriðja sinn á skömmum tíma og það er kannski völlurinn sem hefur þessi áhrif en ég var stödd á KR-vellinum á ný og fer úr lið í þriðja sinn á þessu ári.“ Guðbjörg sagði ennfremur að lið- bönd í öxlinni væru slök og það hefði ekki þurft mikið til að þessu sinni. „Það gerðist í raun og veru ekki annað í leiknum gegn Hollandi en að ég reyni að teygja höndina í knöttinn og öxlin hrökk úr lið.“ Guðbjörg bjóst við að fara í aðgerð á næstunni og litlar líkur væri á því að hún léki fleiri leiki með FH í efstu deild kvenna í sumar. Úr axlarlið í þriðja sinn Morgunblaðið/Þorkell Í UMRÆÐUM um nýjan búvöru- samning hefur meðal annars verið rætt um hvort hægt sé að komast út úr kvótakerfinu. Sjónarmið í þessa veru komu m.a. fram á stjórnarfundi Landssambands kúabænda fyrir skömmu. Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, segir að umræðurnar séu skammt á veg komnar og ekki sé ástæða til að breyta því sem vel hafi gefist. Samkvæmt gildandi búvörusamn- ingi er gert ráð fyrir að viðræður um stöðuna hefjist í haust. Þórólfur Sveinsson segir að menn hafi velt málinu fyrir sér en umræðurnar séu á algjöru byrjunarstigi. Hann segir að ekki séu efni til að breyta því sem vel hafi gefist. Núverandi samningur gildi út ágúst 2005 og á svo löngum tíma geti vissulega eitthvað breyst í umhverfinu sem kalli á breytingar eftir þrjú ár, en um það sé of snemmt að spá. Þórólfur segir að auðvitað væri miklu betra að þurfa ekki að hafa kvótakerfi, en vandinn sé sá að ekki hafi fundist leið út úr því, hvorki hérlendis né erlendis. Búvörusamningur kúabænda Rætt um afnám kvótakerfis MILLI 10 og 15 smáskjálftar urðu í Mýrdalsjökli í fyrrinótt og í gær. Stærsti skjálftinn var um klukkan fimm í gærmorgun og mældist rúm- lega 2 á Richter. Upptök skjálftanna voru norðan og vestan við Háubungu á Mýrdalsjökli við Kötlu. Náið er fylgst með jarðskjálftamælum. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur sagði að þótt skjálftanna hefði orðið vart undir Kötlu væru þeir langtum veikari en þeir skjálft- ar sem gætu talist fyrirboðar goss. Margir smá- skjálftar í Mýrdalsjökli GERT er ráð fyrir að Skaftárhlaup nái hámarki í byggð eftir hádegi í dag en skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt byrjaði rennsli og rafleiðni í ánni við Sveinstind að aukast vegna hlaups. Í gærkvöldi hafði rennslið fimmfaldast á tæpum sólarhring en mannvirki eru ekki talin í hættu og heldur Kristinn Einarsson, yfirverkefnisstjóri hjá vatnamælingum Orkustofnunar, að um lítið hlaup úr minni katli Skaftárjökuls sé að ræða. Hlaupið hófst um klukkan 1.20 í fyrrinótt. Þá var rennslið 112 rúmmetrar á sekúndu og leiðnin 58 míkróSiemens/sm. Þessar mælistærðir höfðu hækkað í 272 rúmmetra á sekúndu og 113 míkró- Siemens/sm kl. 10.40 í gærmorgun, en kl. 16.30 var rennslið tæplega 390 rúmmetrar á sekúndu og um 453 rúmmetrar um kl. 21 í gærkvöldi. Þá var leiðnin um 147 míkróSiemens/sm og hafði lítið breyst skömmu fyrir miðnættið, en um það leyti var rennslið 547 rúmmetrar á sekúndu. „Mér sýnist að allt bendi til að frekar sé um lítið hlaup að ræða en stórt, þó ekki sé hægt að fullyrða neitt á þessu stigi málsins,“ sagði Kristinn skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi og bætti við að kæmi hlaup úr minni katl- inum færi rennslið venjulega í 500 til 600 rúmmetra á sekúndu en yfir 1.000 rúmmetra kæmi það úr þeim stærri. Algengt væri að rafleiðni, þ.e. hvað mikið er af jarðhitavatni í vatninu, væri um 100 míkróSiemens/sm í gruggugum jökulám og hún hafi oft farið yfir 300 í Skaftá. Reyndar væri talið að leiðniskynjarinn sýndi lægri tölu en hann ætti að sýna vegna þess að hann hafi grafist í sand en ná- kvæmari mælitæki muni skýra málið. Í gærkvöldi var talið að hlaupið næði hámarki upp við Sveinstind snemma nætur og 12 til 13 tím- um síðar í byggð, en um hádegi í gær varð hlaupsins vart í byggð. Kristinn segir að tímasetning hlaups- ins sé eðlileg, Skaftárhlaup hafi orðið í júlí til sept- ember undanfarin ár. Síðast var hlaup í Skaftá í ágúst 2000 og þá komu tvö hlaup sitt úr hvorum katlinum með viku millibili. 1995 var síðast hlaup í júlí, en síðan var aftur hlaup í október sama ár. Kristinn segir að ekki sé hætta á að samgöngur heim að byggðu bóli teppist og mannvirki séu ekki í hættu. Hins vegar muni vatn flæða út á mosavaxið hraun og fylla það meira af sandi. Því geti orðið sandfok í kjölfarið. Oddsteinn Kristjánsson, bóndi í Hvammi, tekur í sama streng. Bærinn er rúmlega 100 metra frá ánni og segir Oddsteinn að engin hætta sé á ferðum en sandurinn og sandfokið eftir á sé einna verst við svona hlaup í Skaftá. Hann segir að áin hafi vaxið stöðugt frá hádegi í gær, en vöxturinn sé engin ósköp, þó áin sé gruggug. „Þetta hefur lítil áhrif á mann enda vanur þessu,“ segir hann. Morgunblaðið/RAX Rennsli í Skaftá við Sveinstind óx jafnt og þétt í gær en talið er að það nái hámarki í byggð eftir hádegið í dag. Skaftárhlaup væntan- lega úr minni katlinum KARLMAÐUR á fertugsaldri, grunaður um ölvun við akstur, ók pallbíl í bræðikasti á kyrrstæða fólksbifreið á Vopnafirði aðfara- nótt laugardags. Í bifreiðinni voru 16–18 ára unglingar sem gengu síðan í skrokk á manninum. Ung- mennin sluppu ómeidd úr hildar- leiknum og að sögn lögreglu á Vopnafirði var karlmaðurinn ótrú- lega lítið slasaður að barsmíðunum loknum. Við áreksturinn valt pall- bíllinn. Lögregla segir málið að fullu upplýst. Ljósmynd/Sveinbjörn Sigmundsson Maður ók á bifreið í bræðikasti ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.