Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 48
MEN in Black II, önnur myndin um svartklæddu geimverubanana, var langvinsælasta mynd banda- rískra bíóhúsa yfir helgina og dró að fleiri gesti en næstu þrjár mynd- ir til samans. Myndin var frumsýnd á þjóðhá- tíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí og í fræðum bíóaðsóknar telst helgin því til hinna löngu helga. The Indep- endence Day á enn metið yfir þessa löngu helgi en engin mynd í sög- unni hefur hlotið eins mikla aðsókn yfir hina hefðbundnu þriggja daga helgi frá föstudegi til sunnudags. Svo skemmtilega vill til að fyrri Men in Black-myndin sló þetta sama met er hún var frumsýnd sömu helgi 1997 og hafði haldið því fram að þessu. Glöggir höggva væntanlega eftir því að leikari nokkur virðist vera orðinn sannkall- aður þjóðhátíðarleikari en Will Smith leikur aðalhlutverkið í öllum þessum vinsælustu myndum þjóðhátíðarhelgarinnar. Þar með féll Mr. Deeds með Adam Sandler niður í annað sæti. Aðrar myndir sem frumsýndar voru fyrir helgi voru krakkakörfu- boltamyndin Like Mike og teikni- myndin The Powerpuff Girls Movie. Fyrrnefnda er með guttunum Jon- athan Lipnicki úr Stúart Litla, rapparanum Lil’Bow Wow og hell- ing af frægum körfuboltastjörnum á borð við Jason Kidd, Allen Iver- son, Gary Payton, Chris Webber og Alonzo Mourning en síðarnefnda er byggð á teiknimyndaflokki sem sýndur er m.a. á Cartoon Network. Framleiðendur Men in Black II Columbia eru að vonum sáttir við gengi myndarinnar og hafa þeir nú lofað því að enn fleiri myndir um svartklæddu mennina muni fylgja. Columbia framleiddi einnig vinsæl- ustu mynd ársins til þessa, Köngulóarmanninn, og þarf því vart að koma á óvart að allt stefni í að þetta verði metár hjá fyrirtæk- inu. Viðbrögð gagnrýnenda við Men in Black II hafa verið blendin en sýnu fleiri eru neikvæðir í garð hennar og segja hana of mikla end- urtekningu á fyrri myndinni til að hægt sé að hafa gaman af. Aðrir líta þó á það sem kost og segja leik- stjórann Sonnenfeld hafa fært unn- endum fyrri myndarinnar nákvæm- lega það sem þeir vildu, meira af því sama.                                                                                    !   ! "#$ %  " &'(" %")  & $""*&"" %$)"+, %-".()++/  "0   0 $ "+ %121              Svartklæddir á degi sjálfstæðis skarpi@mbl.is Men in Black II mynd þjóðhátíðarhelgarinnar vestanhafs Will Smith: Hinn eini sanni þjóðhátíðarleikari, nokkurs kon- ar fjallkarl þeirra Kana. FÓLK Í FRÉTTUM 48 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4507-4500-0030-3021 4507-2800-0001-4801 4507-4500-0030-6412 4507-4500-0030-6776 4507-2900-0005-8609 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291                                !  "# "$%& '    ()( )$$$ eva ÚTSALAN hefst á morgun kl. 10.00 Laugavegi, (2. hæð) s. 562 0625 (sjá auglýsingu á morgun) ÚTSALAN hefst á morgun kl. 10.00 Laugavegi, s. 511 1720 Kringlunni s. 568 9017 (sjá auglýsingu á morgun) KOKKURINN við kabyssuna hérna er enginn annar en Flosi Þor- geirsson, sá mikli meistari sem lék í eina tíð með hinni sálugu sveit Ham. Hann hefur undanfarin ár alið mann- inn í kóngsins Köben og fór hann fljótlega að klæja í rokkfingurna er út var komið, enda ómögulegt að kenna gömlum rokkhundi að sitja. Hann setti því hljómsveitina Drep á stofn og af þessari plötu að dæma er sannar- lega ekki drepleið- inlegt að vera í henni. Frá 1997 hefur hún verið eins konar rokk-félagsmið- stöð Íslendinga sem búa í Baunalandi og listinn yfir þá sem hafa runnið í gegnum raðir hennar og eru nú starf- andi með henni er einkar tilkomumik- ill. Stofnendur voru Flosi, Grímur Atlason (fyrrum Rosebudlimur), Kikkó (sem var í Akureyrarsveitinni Hún andar) Boggi bassi úr Húsavík- ursveitinni Rotþró (hver man ekki eftir snældunni Haltu kjafti, éttu skít, boraðu gat á Reykjavík?) og Rúnar Magnússon, Vindva Mei-limur. Síðar bættist Gunni, fyrrum trymbill hinn- ar mögnuðu og vanmetnu sveitar I.N.R.I., í hópinn og einnig Pétur Þórðarson (Dýrið gengur laust, Bless). Svo hafa meðlimir verið að tín- ast úr hópnum og aðrir bæst við, eins og gengur og gerist í þessum bransa. Nýjasta viðbótin er enginn annar en Karl Guðmundsson sem lék í Sorori- cide og Bellatrix hér í eina tíð. Ham hittir Jesus Lizard úti á götu og sveitirnar taka spjall saman. Ákveða að hittast um kvöldið og djamma saman. Útkoman birtist svo á disknum Doctor E.P., þar sem sveit- irnar spila undir dulnefninu Drep. Svona er a.m.k. myndin í huga mínum þegar rennt er yfir þessa fjögurra laga stuttskífu. Þessi lýsing er ekki meint sem niðrandi athugasemd því platan rokkar feitt, það má hún eiga. En þessir tveir áhrifavaldar standa bara svona ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum. Sigurjón Kjartansson og Ótt- ar Proppé, fyrrum söngspírur áður- nefndrar Ham, endurfæðast t.a.m. í rödd Flosa og Kikkos. Annars er þetta hörkurokk, þó frumleikanum sé ekki fyrir að fara. Það er svo greinilegt að hér fara hungraðir rokkhundar sem muna tímana tvenna, og það virðist skila sér, bæði í þéttleika og öryggi. Hljóm- urinn er feitur og góður og þegar best lætur er þetta groddarokk á heims- mælikvarða. „Ja, ja, det er nu meget godt.“ Tónlist Groddarokk frá Kaupinhafn Drep Doctor E.P. Alternate Doctor E.P., stuttskífa Dreps. Sveitin er skipuð þeim Flosa (gítar, raddir), Kikko (rödd), Pétri (gítar), Bogga (bassi) og Gunna (trommur). Lög og textar eftir Flosa, Grím, Pétur og Kikko. Stjórn upp- töku var í höndum Marc Alexanders. Arnar Eggert Thoroddsen Drep á hljómleikum. BANDARÍSKI kvikmyndaleik- stjórinn John Frankenheimer lést á laugardaginn 72 ára að aldri. Banamein hans var hjartaáfall. Ferill Frankenheimers spann- aði nær 5 áratugi og var hann m.a. tilnefndur til 14 Emmyverð- launa. Var hann kannski fræg- astur fyrir samsærismyndir sínar á borð við The Manchurian Candidate með Frank Sinatra og Birdman of Alcatraz með Burt Lancaster sem báðar eru frá 1962. Ferillinn hófst 1953 þegar hann gekk til liðs við CBS sjónvarps- stöðina og vann þar meira og minna allan 6. og 7. áratuginn. Hann vakti fyrst athygli 1961 með mynd sinni The Young Sav- ages sem skartaði Burt Lancaster í aðalhlutverki. Ferli hans hnign- aði nokkuð á 8. og 9. áratugnum en eftir að hann hafði snúið sér að sjónvarpsmyndagerð með góð- um árangri fyrir áratug fékk hann orðið fleiri tækifæri til að gera bíómyndir og meðal síðustu mynda sem hann gerði voru Ron- in og Reindeer Games. John Frankenheimer Frankenheimer allur Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.