Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 11 FYRIR GARÐEIGENDUR SEM VILJA GÓÐ VERKFÆRI SLÁTTUORF ÞAR SEM GÓÐU GARÐVERKFÆRIN FÁST 31 cc Létt og lipur. Fyrir sumarbústaðinn og heimilið. Öflugt hörkuorf fyrir alvöru sláttumenn. Sú mest selda. 3,5 hp - 6 hp SLÁTTUORF GARÐSLÁTTUVÉAR Verð aðeins kr.13.900.- Verð frá kr.17.500.- REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka, Glæsibæjarhreppi - Sími 461-1070 RÚSSNESKA varðskipið Múrmansk kom í opinbera heimsókn til Íslands á vegum Landhelgisgæslunnar á sunnudaginn og verður það við bryggju Landhelgisgæslunnar við Ingólfsgarð í Reykjavík til 11. júlí nk. Skipið verður til sýnis fyrir al- menning í dag frá kl. 10–12 og frá kl. 15–17 og á morgun frá kl. 10–12 og frá kl. 15–17. Múrmansk er 70 metra langt, 18 metra breitt og um 3.500 tonn að stærð. Heimahöfn skipsins er Múrm- ansk en þaðan lagði skipið af stað í lok júní. Í áhöfn eru 90 manns. Þar af eru 10 yfirmenn, 12 liðþjálfar og 60 undirmenn. Að auki kom 6 manna sendinefnd frá höfuðstöðvum rúss- nesku strandgæslunnar með skip- inu. Fyrir nefndinni fer Logvinenko aðmíráll sem er næstæðsti yfirmað- ur stofnunarinnar. Múrmansk til sýnis Morgunblaðið/Árni Sæberg Rússneska varðskipið Múrmansk. ÞORBERGUR Eysteinsson, fram- kvæmdastjóri Íþróttafélags Reykja- víkur, ÍR, telur að í umræðu um framkvæmdir Orkuveitunnar á Hengilssvæðinu hafi komið fram sú mistúlkun að ÍR-ingum beri að sanna eignarrétt sinn á landinu. Hann segir engan vafa leika á honum þar sem það hafi alltaf legið fyrir þinglýst skjöl hjá sýslumanninum á Selfossi vegna spildunnar. Hann segir það grundvallaratriði að Orkuveitan hafi hafið framkvæmd- ir á þinglýstu eignarlandi án þess að leita eftir samþykki landeiganda. „Við skrifuðum þeim og kröfðum þá skýringa af hverju þeir væru að grafa þarna án leyfis. Við höfum ekki talað um sölu á landi og erum ein- göngu að gera athugasemdir við þessar framkvæmdir,“ bendir Þor- bergur á. Vilja að málið verði leyst í góðu Hann bætir við að Orkuveitan hafi svarað með bréfi þar sem fram komi að landið sé eign þeirra og hafi verið innifalið í kaupunum á Kolviðarhóls- landi 1954. Að hans sögn hefur þessi málatilbúnaður verið hrakinn og nú er það mat Orkuveitunnar að landið sé þjóðlenda og þar af leiðandi eign ríkisins. „Það má vel vera að ríkið geri tilkall til þessarar spildu en ég held að það sé ekki í verkahring Orkuveitunnar að breyta eignarétti manna og gangast fyrir því að þriðji aðili eignist land, þannig að þetta er orðið svolítið snúið og þversagna- kennt.“ Þorbergur segir að ÍR sé eigandi landsins þangað til búið sé að úr- skurða hvort það sé þjóðlenda eða ekki, en bætir jafnframt við að hann viti ekki hvort það standi til að óbyggðanefnd úrskurði um eignar- réttindin á landinu. Hann telur að málið hefði horft öðruvísi við hefði Orkuveitan beðið ÍR um leyfi til framkvæmda í upp- hafi. „Við erum ekki að fara fram á neitt annað en að eignarétturinn sé virtur,“ ítrekar hann og segir að svo geti farið að ÍR leiti réttar síns ef Orkuveitan haldi áfram framkvæmd- um sínum. Hann bendir þó á að auð- vitað sé það fyrst og fremst vilji ÍR- inga að málið verði leyst í góðu. Þorbergur vill einnig að það komi fram að margir aðilar virði eignarrétt þeirra á landinu og þinglýstir leigj- endur þeirra séu Landssíminn, Tal og Lína.Net, auk þess sem ÍTR hafi fengið byggingarleyfi á landinu. „Við erum þannig með fordæmi sem sýna að við erum eigendur að landinu,“ segir hann. Deilur ÍR og Orkuveitunnar um eignarhald á Hengilsvæðinu Hóf framkvæmdir án samþykkis landeiganda 40 UMSÓKNIR um nám í Lögreglu- skóla ríkisins hafa verið samþykktar fyrir næsta skólaár en umsóknar- frestur rann út 30. júní. 161 umsókn barst skólanum og að auki allnokkrar eftir að umsóknarfrestur rann út. 130 umsækjendur voru taldir hæfir og 40 valdir úr þeim hóp. Gunnlaugur Snævarr yfirlögreglu- þjónn hjá lögregluskólanum segir að hlutfall kvenna meðal nýnema sé 20% og fari lítillega lækkandi frá því í fyrra. Hann segir aðsóknina að skól- anum óvanalega mikla í ár, en til sam- anburðar komu 122 umsóknir í fyrra. Hann segir skýringuna á auknum áhuga fólks á lögreglunámi vera að finna í bættum kjörum lögregluþjóna og mikil umfjöllun um lögregluna hafi líka sitt að segja. Meðalaldur nýnema er um 25 ár. Umsækjendur að lögreglunámi skulu vera íslenskir ríkisborgarar, og mega ekki hafa gerst brotlegir við refsilög. Það gildir þó ekki ef brot er smávægilegt eða langt er síðan það var framið. Þá skulu umsækjendur m.a. vera andlega og líkamlega heil- brigðir og standast inntökupróf með áherslu á íslensku og þrek, að því er segir í lögreglulögum. Mikil að- sókn að lögreglu- skólanum NORRÆNA ráðherranefndin hefur sent Morgunblaðinu ályktun þar sem andmælt er háum gjöldum bank- anna. Í henni segir: „Norrænir ráðherrar gerðu til- raun með að senda peninga milli Norðurlanda og komust þannig sjálf- ir að raun um að gjaldtaka bankanna er há og að afgreiðslutíminn er lang- ur. Draga verður úr landamæra- hindrunum af þessu tagi. Frá samstarfsráðherrum í Nor- rænu ráðherranefndinni, Svein Lud- vigsen, Noregi, sitjandi formanni í Norrænu ráðherranefndinni, Siv Friðleifsdóttur, Íslandi, Jan-Erik Enestam, Finnlandi, Olof Erland, Álandseyjum, Leif Pagrotsky, Sví- þjóð, Flemming Hansen, Danmörku, Høgna Hoydal, Færeyjum, og Lise Lennert, Grænlandi. Við, sem gegnum embætti nor- rænna samstarfsráðherra, höfðum fregnir af því í byrjun árs, bæði frá Sambandi norrænu félaganna og frá Norðurlandaráði, að vandasamt væri að millifæra peninga milli norrænu landanna. Þóknun og annar kostnað- ur var sagður of hár, upplýsingar um gjaldtöku og skilmála skorti og sagt var að sá tími sem færi í að afgreiða millifærslur væri í mörgum tilvikum óeðlilega langur. Til þess að átta okkur betur á vandamálinu ákváðum við samstarfs- ráðherrarnir að millifæra peninga hver til annars. Því miður varð það lærdómsríkt. Gegnum viðskipti okk- ar við hina ýmsu banka sannfærð- umst við um að framangreind vanda- mál ættu sér stoð í veruleikanum. Það tók okkur til dæmis sjö daga að millifæra 200 norskar krónur frá Noregi til Finnlands, og þóknunin var 75 norskar krónur. Í öðru tilviki tók það okkur fimm daga að millifæra 200 danskar krón- ur frá Svíþjóð til Grænlands og þókn- unin var 160 sænskar krónur. Þegar á heildina er litið var af- greiðslutíminn 2–7 dagar og þóknun til bankanna nam 25–80% af þeim u.þ.b. 200 norsku krónum sem milli- færðar voru. Þóknun til bankans var 80% af millifærðri upphæð frá Svíþjóð til Grænlands, 76% frá Grænlandi til Ís- lands og 75% frá Íslandi til Álands- eyja. Frá Álandseyjum til Danmerk- ur og frá Finnlandi til Færeyja var þóknunin 53%, frá Noregi til Finn- lands var hún 37,5% og frá Dan- mörku til Noregs 35%. Loks nam þóknunin 25% af millifærslunni frá Færeyjum til Svíþjóðar. Norrænu samstarfsráðherrarnir vilja fá bankana til þess að lækka hina háu þóknun sem tekin er fyrir að millifæra peninga milli Norðurlanda. Mikill fjöldi Norðurlandabúa þarf að treysta á að bankamillifærslur gangi greiðlega fyrir sig og að gjaldtaka sé sanngjörn þegar þeir ákveða að flytja frá einu norrænu landi til annars til þess að stunda atvinnu eða nám. Um þessar mundir er þetta einmitt val margra á tímum þegar Evrópusam- runi og hnattvæðing eru kjörorð dagsins. Í ár höldum við upp á það að 50 ár eru liðin frá því að Norðurlönd hófu formlegt samstarf sín á milli. Í þeim efnum höfum við náð langt. Norður- lönd voru á undan Evrópusamband- inu með að greiða fyrir frjálsri för þegna sinna þegar þau tóku upp vegabréfasamstarf, sameiginlegan vinnumarkað og veittu réttindi til þess að stunda nám eða atvinnu í öðr- um norrænum ríkjum. Það verður þó að viðurkennast að landamærahindr- anir eru enn við lýði. Þar höfum við verk að vinna. Við, sem samstarfsráðherrar, höf- um nú ritað bankageiranum á Norð- urlöndum bréf þar sem við hvetjum til þess að þóknun bankanna fyrir að annast peningagreiðslur milli nor- rænu landamæranna verði lækkuð og afgreiðslutíminn verði styttur. Á þann hátt getur bankageirinn lagt fram dýrmætan skerf til þess að ryðja úr vegi óþarfa landamæra- hindrunum innan Norðurlanda.“ Norræna ráðherranefndin sendir frá sér ályktun um bankamál Andmælir háum gjöldum bankanna JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að í ráðuneytinu sé verið að fara yfir tillögur stjórnar Land- spítala – háskólasjúkrahúss um sparnaðaraðgerðir á spítalanum. Nið- urstaðna úr þeirri vinnu sé ekki að vænta fyrr en í haust. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu sýnir rekstraruppgjör sjúkrahússins fyrir fyrstu fimm mán- uði ársins að rekstur þess hafi farið 319 milljónir kr. fram yfir fjárheim- ildir. Stjórn Landspítala sendi því ráðherra fyrr í sumar tillögur að sparnaðaraðgerðum sem stjórnin leggur til að gripið verði til. „Við munum fara yfir tillögurnar í heild í sumar,“ segir hann. „Það mun liggja fyrir með haustinu hvernig við meðhöndlum spítalann í ár og hvernig við meðhöndlum hann á næsta ári.“ Tillögur stjórnar Land- spítala um sparnað Niðurstaðna að vænta í haust ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.