Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 53 ENN OG aftur er rokkkóngurinn í umræðunni. Hann hefur átt vinsæl- asta lagið í Englandi svo vikum skiptir og nýverið var gefin út í fyrsta sinn á DVD-mynddiski einkar athyglisverð og ítarleg heimildarmyndaröð um ástríðu hans í garð gospel-tónlistar. Mynd- in var upphaflega gerð fyrir TNN- sjónvarpsstöðina bandarísku og sýnd í tveimur hlutum undir nafn- inu He Touched Me: The Gospel Music of Elvis Presley. Heimildarmynd þessi hefur að geyma gamlar ljósmyndir, viðtöl, heimagerðar myndbandstökur og það sem merkilegast þykir; upp- tökur þar sem Elvis syngur óund- irbúinn og af fingrum fram gospel- lög sem honum voru kær. Í viðtölum sem myndin hefur að geyma kemur m.a. fram að upp- tökustjórar hans og plötufyrirtæki voru mjög tvístígandi yfir þessum einlæga áhuga Presleys á gospel- tónlistinni og reyndu þeir mjög að telja hann af því að gefa efnið út, einkum vegna þess að það þótti ekki henta ímynd rokkkóngs að daðra við slíka tónlist og heldur ekki nægilega vænlegt til al- mennra vin- sælda. Fyrri hluti heimildarmynd- arinnar fjallar um æskuár Presleys í Tup- elo og Memphis, samband hans við móður sína og hin mótandi áhrif sem gospel og tónlistar- arfur svartra suðurríkja- manna hafði á hann er hann steig sín fyrstu skref sem tón- listarmaður. Af þeim tónleikaupptökum sem finna má í þessum fyrri hluta er mögnuð túlkun hans á lögunum „The Am- erican Trilogy“ og „How Great Thou Art“ en einnig er þar fyrsta framkoma hans í sjónvarpsþætti Eds Sullivans. Í sama þætti eru enn- fremur myndir frá því er Presley hitti gospelfyrirmyndir sínar J.D. Sumner, The Imperials, The Blackwood Brothers og The Jordanaires. Sumner heitinn minn- ist einnig þeirra tíma er hann leyfði Presley að koma frítt á tónleika sína, þegar hann hafði ekki efni á aðgangseyrinum, Tony Brown lýsir þeirri skoðun sinni að Presley hafi sungið gospel vegna þess að hann gat ekki, sökum frægðar sinnar, dýrkað Guð sinn líkt og annað fólk með því að sækja messur. Myrna Smith, bakraddarsöngkona Pres- leys, talar og um hversu hart hann þurfti að berjast fyrir því að fá að nota svarta lista- menn sér til að- stoðar. Í seinni hluta myndarinnar er síðan fjallað um frægðarferil Pres- leys, ótímabært dauðsfall hans, jarðarför og arf- leifð. Þar er m.a. að finna tónleika- upptökur með lög- unum „I’ll Rem- ember You“, „You Gave Me A Mount- ain“ og „In The Ghetto“. Í við- tölum í þessum seinni þætti ræðir Presley leit sína að andlegum ásetningi sínum og djúpstæða virð- ingu fyrir gospelgoðsögninni J.D. Sumner, sem var ráðgjafi hans allt til hinsta dags. Fjölmörg önnur við- töl er þar að auki að finna í seinni þættinum, við áhrifavalda, sam- starfsmenn og aðdáendur. Elvis-fræðingar segja þá mynd sem hér er dregin er upp af rokk- kóngnum hina einu sönnu. Þetta séu lögin sem hann hefði viljað ein- beita sér að hefði hann fengið meiru ráðið. En hvort sem það á við rök að styðjast eður ei hlýtur þessi andlega hlið á honum að varpa skýrara ljósi á hvaða mann þessi margbrotna persóna hafði að geyma. skarpi@mbl.is Elvis í snertingu við al- mættið Elvis Presley var trúrækinn mjög og hélt fast í gospelræturnar eins og kemur glögglega fram í nýju heimildarmyndinni. Ný heimildarmynd um áhuga Elvis Presleys á gospeltónlist á DVD-mynddiski Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is 1/2kvikmyndir.com Radíó X Rás 2 1/2HK DV Sýnd kl. 8. B.i 16. Sýnd kl. 5.30 og 10.30. B.i 16. Sýnd kl. 5.30. B.i. 10. 1/2 RadióX 1/2 kvikmyndir.is Sánd Þegar pabbinn neitar að borga enn eitt skólaárið fyrir son sinn, tekur partýdýrið Van til sinna ráða... Sýnd kl. 8 og 10.30. Sýnd kl. 6, 8 og 10. 1/2 kvikmyndir.is  kvikmyndir.is Framhjáhald getur verið spennandi en líka stórhættulegt. Magnaður erótískur spennutryllir Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Vit 393. Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit nr. 370. DV Kvikmyndir.is  Mbl Kvikmyndir.com Sýnd kl. 7.15 og 10. B. i. 16. Vit 381. Kvik ir.i bl Kvikmyndir.co Martin Lawrence er trítilóður og tímavilltur! Í einni fyndnustu mynd ársins Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock) kemur þessi magnaða sumarsprengja undir leikstjórn Joel Schumacher. (Batman, Forever, 8 mm) Sýnd kl. 8 og 10. Vit 397. Sýnd kl. 7.30 og 10. Vit 394. ÞriðjudagsTilboð kr. 400 Sýn d á klu kku tím afr est i 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11. Vit 398. ÞriðjudagsTilboð kr. 400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.