Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Landssamtökin Heimili og skóli Fylgst með net- notkun barna AÐ undanförnu hafaHeimili og skóli –landssamtök for- eldra tekið þátt í verkefni um ábyrga netnotkun barna og unglinga og um- ræður foreldra og barna um Netið. Morgunblaðið ræddi við Kristbjörgu Hjaltadóttur fram- kvæmdastjóra. – Hvernig tengist þið verkefninu? „Verkefnið, Safer Use of Services of the Internet, skammstafað SUSI, er evrópskt samstarfsverk- efni. Það er unnið af for- eldrasamtökunum í Hol- landi, símafyrirtæki á Spáni og í Baskahéruðun- um og námsgagnastofnun og foreldrasamtökum Skotlands. Verkefnið er að hluta greitt af Evrópusambandinu, en Síminn hefur verið aðalstyrktar- aðili hér heima. Einnig hafa menntamálaráðuneytið og sam- gönguráðuneytið stutt verkefnið. Foreldrasamtökin í Skotlandi höfðu samband við Símann, sem benti á okkur sem virkan tengilið við foreldra. Að beiðni ESB þurf- um við að fá mat foreldra á verk- efninu, við þurfum að kanna hvort foreldrum líkar þessi framsetning á fræðslu, þ.e. bæklingur og vef- síða. Til þess höfum við búið til könnun og sent hana, ásamt bækl- ingi um málefnið, til félagsmanna okkar, sem eru um 8.000 talsins. Við vonum að þeir svari okkur sem fyrst svo að við getum unnið úr upplýsingunum. Við höfum góða reynslu af viðbrögðum fé- lagsmanna okkar við svona könn- unum.“ – Hvaða upplýsingar koma fram í bæklingnum? „Í honum koma fram að hluta sömu upplýsingar um netnotkun og á heimasíðu SUSI-verkefnis- ins, www.besafeonline.org, um hvernig foreldrar og börn þeirra geta í sameiningu unnið úr þeim vanda og þeirri vá sem netnotkun getur orðið. Bæklinginn og könn- unina, sem við hvetjum foreldra til að svara, má einnig finna á Net- inu, á slóð okkar sem er www.heimiliogskoli.is.“ – Þetta er ný heimasíða, ekki satt? „Jú, við settum hana upp fyrir stuttu. Hún er lífæð samtakanna, þar höldum við sambandi við okk- ar fjölmörgu félagsmenn og aðra foreldra. Við setjum efnið inn á síðuna beint af skrifstofunni svo að bein tenging næst milli fé- lagsmanna og starfsemi félagsins. Ég hvet alla foreldra til að líta inn á síðuna og sjá þann fróðleik sem þar er í boði.“ – Hvað ber helst að varast í sambandi við Netið? „Netið býður upp á svo afskap- lega margt. Þar má finna afbragðs skemmtun og fróðleik, en einnig margt af því ógeðfelldasta sem manninum dettur í hug. Með þá staðreynd í huga að börn og ung- menni eru mjög fær á tölvur er verkefninu ætlað að hvetja til ábyrgrar netnotkunar og umræðna foreldra og barna um hvernig nota megi Netið sér til gagns og ánægju. Foreldrar eru sér margir ekki nógu meðvitandi um skugga- hliðar Netsins, þeir leyfa börnun- um að sitja óáreitt við tölvuna og fylgjast lítið með hvað er á skján- um. Að sama skapi þurfa foreldr- ar að kynna sér aðstæður barnanna í skólanum eða hjá vin- um, hvort þeim er leyft að vafra óáreitt um Netið þar.“ – Er verkefnið sérstaklega mik- ilvægt fyrir Ísland? „Já, þar sem íslensk heimili eru ein þau netvæddustu í heimi er nauðsynlegt að foreldrar átti sig á Netinu og möguleikum þess. Þess vegna finnst okkur verkefni af þessu tagi afskaplega mikilvægt fyrir Íslendinga. Að sama skapi er ekki hollt fyr- ir börn að sitja svona mikið inni, offita meðal barna hefur aukist mikið og eru börn okkar Íslend- inga nú að verða þau feitustu í heimi. Börn þurfa að hreyfa sig meira. Það má nota forritið Kid- Timer til að skammta börnum þann tíma sem foreldrar vilja að þau hafi aðgang að Netinu.“ – Hvað með ýmis konar varnir og læsingar á Netinu? „Þær eru góðar sem slíkar en hafa ekki notið mikilla vinsælda hér heima. Okkur finnst mikil- vægt að foreldrar og börn þeirra ræði um ábyrgðina sem því fylgir að vafra um Netið og velja það efni sem telst við hæfi, frekar en að láta tölvuforrit sjá um að sía ósæmilegt efni frá. Við teljum það sjálfsagðan hluta af uppeldi að börnum sé kennt að velja og hafna, líka á Netinu. Því má bæta við að hin aðildarlöndin að verk- efninu eru ekki sammála um þetta atriði, til dæmis eru Spánverjarn- ir, og að vissu leyti Skotarnir, mun uppteknari af tæknilegu lausnun- um og boðum og bönnum en við og Hollendingarnir viljum fara uppeldisleiðina.“ – Í hverju fleiru standa Heimili og skóli – landssamtök foreldra um þessar mundir? „Við erum að undirbúa norræna foreldraráðstefnu sem við höldum í Keflavík í september. Einnig er- um við að leggja lokahönd á út- gáfu nýs Foreldrasamnings fyrir börn í 1.–6. bekk grunnskóla, þá erum við með nýja bæklinga í smíðum og í lok sumars er í upp- siglingu annað og mun stærra ESB-verkefni hjá okkur sem við segjum nánar frá í haust.“ Kristbjörg Hjaltadóttir  Kristbjörg Hjaltadóttir fæddist í Reykjavík árið 1949. Útskrif- aðist kennari frá Kennarskóla Ís- lands 1969 og stúdent 1970. Út- skrifaðist meinatæknir frá Tækniskóla Íslands 1978 og bygg- ingaiðnfræðingur frá sama skóla 1998. Hún starfaði við kennslu og sem meinatæknir á Íslandi og í Danmörku. Hún rak fasteignasölu ásamt fyrrverandi maka til ársins 1989, starfaði sem fræðslufulltrúi og ráðgjafi við trygginga- og fjár- málaráðgjöf. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Heimilis og skóla frá 2001. Kristbjörg á fjögur börn, þau Hjalta, Hlyn, Hrund og Hjörvar. Mikilvægt að ræða netnotk- un við börn Jú, jú, hr. bankastjóri, þetta eru útlenskir peningar, alveg kjaftfullur poki af ekta Rússagulli. HJÁ tryggingafélögunum Sjóvá- Almennum og VÍS er ekki unnt að fá lán með veði í bílum án undangenginnar skoðunar á bíl- unum. Maður á fertugsaldri, sem á miðvikudag var dæmdur var í eins árs fangelsi fyrir skila- svik, skjalafals og fleira, beitti blekkingum til að fá trygginga- félögin til að lána sér fé með veði í tjónabílum sem þau höfðu ekki skoðað og vissu því ekki um raunverulegt ástand ökutækj- anna. Samkvæmt ákæru sveik hann um 12 milljónir út úr tryggingafélögunum. Samkvæmt upplýsingum hjá Sjóvá-Almennum gildir alfarið sú regla að ekki er veitt lán með veði í tjónabílum. Hins vegar eru í gildi samningar milli fé- lagsins og ákveðinna bílasala sem njóta trausts trygginga- félagsins varðandi lánveitingar með veði í notuðum bílum. Í þeim tilvikum geta bílasalarnir skoðað bílana fyrir trygginga- félagið. Þá eru í gildi áþekkir samningar félagsins við bifreiða- umboðin og starfsfólk Sjóvár. Í því tilviki sem að ofan gat, var blekkingum beitt til að svíkja út lán með veði í tjónabílum með því að sýna skoðunarmönnum tryggingafélagsins óskemmdan bíl sem búið var að setja á núm- eraplötur tjónabílsins. Við skoð- un fara skoðunarmenn trygg- ingafélagsins í ökutækjaskrá Skráningarstofunnar hf. til að bera saman upplýsingar úr skránni s.s. um tegund bílsins, árgerð og lit, við þann bíl sem þeir hafa til skoðunar hverju sinni. Hjá VÍS fengust þær upplýs- ingar að ekki væri hægt að fá lán með veði í bíl án undangeng- innar skoðunar. Að sögn Hrafn- kels Björnssonar deildarstjóra innheimtudeildar VÍS eru veitt lán með veði í tjónabílum en þá er um að ræða bíla í vörslu tryggingafélagsins sjálfs. Veita ekki lán út á bíla án þess að skoða þá VERKTAKAFYRIRTÆKI leggja oft 15% álag á vörur, sem þau taka út í byggingarvöruverslunum, til nota í verkum sem þau taka að sér og telur Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, að þetta sé viðtekin viðskiptavenja. Ístak lagði 15% umsýslugjald á vörur sem það keypti að beiðni Árna Johnsen fyrrverandi alþingismanns, en fyrir- tækið endurgreiddi upphæðina eftir að dómur féll í máli hans. Sveinn segir að í álagningunni fel- ist innkaup, pöntun og flutningur á efni, auk þess sem fyrirtækin sjái um að skila afgöngunum ef þess þurfi. „Verktakar eyða tíma sínum í þetta og þetta er algengt fyrirkomulag. Ég þekki þessa prósentutölu, ég hef hvergi séð hana umsamda eða sem einhverja opinbera reglu en hún er alþekkt. Hún skýrist af því að menn eru að eyða tíma og fyrirhöfn í að kaupa inn fyrir þann sem þeir eru að vinna fyrir,“ bætir hann við. 15 prósent álag verktakafyrirtækja Felst í tíma og fyrirhöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.