Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMKOMULAG hefur náðst á milli Vegagerðarinnar og Reykjavíkur- borgar um að ráðast í gerð mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Ekki er þó vitað hvenær af framkvæmdum verður. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, umdæmisstjóra hjá Vegagerðinni, gengur samkomulagið út á að vinna að gerð gatnamóta á þessum stað sem er breyting frá því sem áður var. „Þau voru ekki inni í myndinni af hálfu Reykjavíkurborgar en nú er komið samkomulag um að þarna verði mislæg gatnamót og lausnirn- ar í því sambandi eru í skoðun. Í skipulaginu er mælt með því að Kringlumýrarbrautin fari undir Miklubraut en það verður skoðað mjög vel.“ Hann segir áætlaðan kostnað við gerð gatnamótanna vera um 1,5 milljarða króna. „Síðan mun þetta hugsanlega tengjast lengra til suð- urs í gegn um gatnamótin við Lista- braut og það getur jafnvel kostað annað eins.“ Að sögn Jónasar hafa engar tíma- setningar verið ákveðnar varðandi framkvæmdir. „Vegaáætlun verður skoðuð í haust eða á næsta Alþingi og þá verður líklega reynt að setja inn tímasetningar. Ég held þó að það verði ekki byrjað á þessu á næsta ári.“ Hann segir frekar horft til næstu fimm ára í þessu sambandi.                               Fallist á mislæg gatnamót Kringla SKOLPMENGUN í skurði við íþróttasvæði Bessastaðahrepps er langt yfir viðunandi mörkum. Þetta er niðurstaða sýnatöku Heilbrigðis- eftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogs- svæðis á svæðinu. Hreppsráð hefur ákveðið að leita tafarlaust úrbóta á málinu í stað þess að leysa það á næsta ári eins og til stóð. Morgunblaðið greindi frá því í síð- ustu viku að fulltrúi Á-lista, Sigurður Magnússon, hefði lagt til á fundi hreppsnefndar að skurðir við íþrótta- svæðið yrðu hreinsaðir af skolpmeng- un og gerðir öruggari með tilliti til barna sem æfa á svæðinu. Á fundi hreppsráðs í síðustu viku lagði Sig- urður svo fram greinargerð um nið- urstöður sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis úr skurði sem er við íþróttasvæðið norður af skátaheimili hreppsins. Var sýnatakan gerð að beiðni Sigurðar. Niðurstöðurnar sýndu að á bilinu 46–110 þúsund saurkólígerlar og 41– 60 þúsund enterokokkar mældust í skurðinum. Sagði jafnframt í grein- argerðinni að óviðunandi teldist ef fleiri en eitt þúsund saurkólígerlar eða enterokokkar finnast í sýni. Á fundi hreppsráðs var samþykkt að fela sveitarstjóra í samráði við heil- brigðisfulltrúa að leita tafarlaust úr- bóta varðandi fráveituvatn í umrædd- um skurði þar til lögð hefur verið endanleg lögn frá rotþró við íbúðar- hverfið Vesturtún. Þá var sveitar- stjóra falið að kanna ástand skurða á íþróttasvæðinu með tilliti til mengun- ar og slysahættu og gera tillögu til úr- bóta væri þess þörf. Ástandið kannað í þessari viku Í samtali við Morgunblaðið sagði Gunnar Valur Gíslason sveitarstjóri ljóst að þarna væri ákveðið verkefni sem þyrfti að leysa. „Við höfum haft í hyggju að tengja Vesturtún við stof- næðina hjá okkur sem liggur út í sjó en ástandið í fráveitumálum þessa hverfis er óviðunandi. Við ætluðum að ganga í það verkefni á næsta ári en nú sjáum við fyrir okkur að við verðum að leysa þetta nú þegar.“ Hvað varðar nánari úttekt á skurð- um við íþróttasvæðið sagði Gunnar að samþykkt hefði verið að taka viku vinnu í að skoða ástandið á staðnum og koma með tillögur að lausn. „Það mun ég gera í þessari viku.“ Sýni tekin úr skurði norðan við skátaheimilið Skolpmengun langt yfir viðmiðunarmörkum Bessastaðahreppur Ráðist í aðgerðir nú þegar ÞESSIR herramenn kepptust við að planta sumarblómum við Aust- urvöll í blíðviðrinu í síðustu viku ásamt félögum sínum. Margir nýta sér góðviðrið þessa dagana til göngutúra í miðborginni og má því ætla að afrakstur vinnunnar eigi eftir að gleðja fjölda manns á næstu vikum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Blómavinna í blíðviðri Miðborg FÆRRI börn í Grafarvogi telja skólann sinn vera frekar eða mjög góðan en börn í öðrum borgarhlutum Reykjavíkur. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem vitnað er til á heimasíðu Miðgarðs – fjöl- skylduþjónustunnar í Grafar- vogi. Á heimasíðunni segir að rann- sóknin taki til haga barna og unglinga í Reykjavík. Eiga ofan- greindar niðurstöður bæði við um nemendur 5.–7. bekkjar og 8.–10. bekkjar. Þá segir á heima- síðunni að rannsóknin hafi enn fremur sýnt að nemendum í Grafarvogi þykir ekki eins vænt um skólann sinn og nemendum í öðrum borgarhlutum. Efast um gæði skól- ans síns Grafarvogur FÉLAGSLEGUM kaupleigu- íbúðum á vegum Húsnæðis- nefndar Reykjavíkur fækkaði um 64 á árabilinu 1998–2000. Þetta kemur fram í Árbók Reykjavíkur sem nýkomin er út. Samkvæmt töflu í bókinni voru félagslegar kaupleiguíbúð- ir á vegum Reykjavíkur 196 talsins árið 1998 en hafði fækkað í 132 árið 2000. Fjöldi annarra íbúða á vegum Húsnæðisnefndarinnar stóð hins vegar í stað á þessu árabili. Félagslegum íbúðum fækkar Reykjavík BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar hefur samþykkt aukafjárveitingu til Varmárskóla að upphæð rúmlega 400 þúsund krónur vegna lagfær- inga í mötuneyti skólans. Þá hefur ráðið samþykkt fjárveitingu vegna lyftu í skólanum. Í bréfi skrifstofustjóra Varmár- skóla kemur fram að lækka þurfi vinnuhæð á steikarofnum í mötu- neyti skólans að kröfu Vinnueft- irlitsins þar sem tilgreint er að úr- bótum skuli lokið strax. Þá er óskað eftir að klæða veggi í upp- þvottaherbergi með stáli. Eru þar fyrir óvarðir málaðir timburveggir sem farnir eru að skemmast af vatni, að því er fram kemur í bréf- inu. Loks er í bréfi skrifstofustjóra óskað eftir fjárveitingu til að flytja söluaðstöðu matvæla á efri hæð eldri deildar skólans. Á fundi sínum í síðustu viku sam- þykkti bæjarráð að veita fé til að uppfylla kröfur Vinnueftirlitsins hvað varðar vinnuhæð steikarofn- anna. Öðrum framkvæmdum varð- andi mötuneyti og söluaðstöðu er hafnað að sinni og vísað til fjár- hagsáætlunar 2003. Hins vegar harmar ráðið „þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið þegar ársgamalt eldhús þarf breytingar sem þess- ar“, eins og segir í bókun þess. Stækkun tölvuvera vísað til fjárhagsáætlunar Í minnisblaði forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs Mos- fellsbæjar kemur fram að einnig hafi verið óskað eftir fjárveitingu til að setja upp lyftu milli þriggja hæða í eldri deild skólans. Sömu- leiðis var óskað eftir fjárveitingu til stækkunar tölvuvera yngri og eldri deildar skólans. Samþykkti bæjar- ráð fjárveitingu til lyftunnar en vísaði stækkun tölvuvera til fjár- hagsáætlunar árið 2003. Ársgamalt mötuneyti þarfnast lagfæringa Mosfellsbær Bæjarráð samþykkir fjárveitingar til Varmárskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.