Morgunblaðið - 10.08.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 10.08.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÓlöf María með sex högga forskot / B1 Arnar Þór á skotskónum með Lokeren / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r10. á g ú s t ˜ 2 0 0 2 NIÐURSTÖÐUR í skýrslu starfs- hóps á vegum landbúnaðarráðuneyt- isins um sýkingar af völdum salmón- ellu og kamfýlóbakter virðast ekki koma mönnum ýkja mikið á óvart, þær staðfesti einfaldlega það sem menn hafi lengi grunað. Gunnar Steinn Jónsson hjá Holl- ustuvernd ríkisins segir að niður- stöður skýrslunnar komi í sjálfu sér ekki á óvart en tekur fram að hann hafi ekki enn séð skýrsluna sjálfa. Með skýrslunni sé væntanlega verið að koma fram upplýsingum um ástandið með kerfisbundnum hætti en menn hafi auðvitað gert sér grein fyrir ástandinu fyrr. Hafa haft áhyggjur af málunum í alllangan tíma Katrín Helga Andrésdóttir, hér- aðsdýralæknir Suðurlandsumdæm- is, segir að niðurstöður skýrslu starfshóps landbúnaðarráðherra komi sér ekki á óvart. Þetta séu hlut- ir sem menn hafi haft áhyggjur af í allnokkurn tíma og grunað að væru með þessum hætti og nú hafi fengist staðfesting á því. Katrín segir aðstæður víða erfiðar á Suðurlandi, t.d. séu bæði Hella og Hvolsvöllur langt inni í landi. „Og svo snýst þetta ekki bara um fólkið sem býr hérna heldur tekur þetta svæði við gífurlegum straumi af ferðamönnum. Það eru ekki nærri allir sem veikjast þótt þeir fái salm- onellu. Menn geta verið einkenna- lausir smitberar í þó nokkurn tíma án þess að þeir viti af því. Það er heil- mikið af ferðamönnum, innlendum og erlendum, sem heimsækja þetta svæði. Fólk fer auðvitað á salerni á ferðamannastöðum og þar kemst þetta út í umhverfið ef ekki er vel að málum staðið.“ Katrín segist telja að augu manna séu að opnast fyrir þessu og þótt það fylgi því mikill kostnaður verði að taka á málunum. „En við höfum þó sem betur fer náð að halda svo á mál- um að fólk hefur ekki beðið tjón af.“ Niðurstöður koma ekki á óvart Mengun og sýkingar á Suðurlandi ALGENGT er að ökumenn virði ekki hraðatakmarkanir við vegi þar sem verið er að leggja nýtt slit- lag, að sögn Óskars Sigvaldasonar, verkstjóra hjá Borgarverki ehf., en um sjö manna hópur á vegum fyrir- tækisins vinnur nú að því að leggja nýtt slitlag á þjóðvegi landsins. Óskar segir að þegar verið sé að leggja nýtt slitlag séu sett upp um- ferðarmerki sem takmarki hrað- akstur. Þessi merki séu síðan látin standa í um það bil tvo daga eftir að búið sé að laga veginn. Og það ekki að ástæðulausu. Hann segir að fari ökumenn ekki eftir þessum hraðatakmörkunum geti það skap- að mikla slysahættu. „Auk þess get- ur hraður akstur á þessum vegum skemmt bílana með miklu grjót- kasti.“ Hann biður því vegfarendur um að virða hraðatakmarkanir á vegum. Auk vinnuflokksins sem Óskar stjórnar er annar vinnu- flokkur norður á landi sem vinnur að því að leggja nýtt slitlag á þjóð- vegi landsins. Báðir þessir flokkar eru að vinna sem verktakar fyrir Vegagerðina. Verða þeir að störf- um fram í miðjan september. Óskar segir að sinn vinnuflokkur hafi lagt nýtt slitlag á samtals um 20 kílómetra kafla í sumar og gera megi ráð fyrir að vinnuflokkurinn fyrir norðan hafi lagt slitlag á ann- an eins vegarkafla. Inntur eftir því hvernig unnið sé að því að leggja nýtt slitlag segir Óskar að fyrst sé notuð stór vél sem rífi upp veginn. „Síðan þarf að slétta og styrkja veginn með því að bæta olíu við burðarlagið. Eftir það er klæðning; tjara og möl, lögð yfir veginn.“ Óskar segir að sú tækni sem nú sé notuð til að leggja slitlag á vegi hafi verið að ryðja sér til rúms á síðustu fjórum árum. Áður hafi verið notast við tækni sem hafi verið mun umfangsmeiri og dýrari. Auk þess hafi hún tekið lengri tíma. Vinnuvélar í Hvalfirðinum. Morgunblaðið/Þorkell Mikilvægt er að ökumenn virði hraðatakmarkanir. Hér er verið að leggja bundið slitlag í Hvalfirðinum. Ökumenn virða ekki hraðatak- markanir Unnið að því að leggja slitlag á þjóðvegi landsins FIMM eigendur stofnfjár í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) segja að gangi það eftir að Starfs- mannasjóður SPRON bjóði öllum stofnfjáreigendum að kaupa stofnfé á genginu 5,5 sé tilgangi þeirra náð. Þeir telji að samningarnir séu sann- gjarnir fyrir þá eigendur stofnfjár sem vilji selja hluti sína. Stjórn SPRON segir að með tilboði Starfsmannasjóðsins sé kominn grundvöllur að því að tryggja megi vöxt og viðgang SPRON og áfram- haldandi þjónustu hans sem sjálf- stæðs sparisjóðs. Í yfirlýsingu fimmmenninganna kemur fram að við þessar aðstæður sé sjálfgefið að falla frá tillögu eins úr hópnum um vantraust á stjórn SPRON. Þá minna þeir á að fyrir liggi yfirlýsingar formanns Starfsmanna- sjóðsins og stjórnar SPRON, sem bendi til þess að gætt verði jafnræðis allra stofnfjáreigenda þannig að þeim sem eftir standa verði einnig boðin kaup á sama verði, gangi þau eftir. Þeir taka þó fram að komi til þess síðar að samningar Starfsmanna- sjóðsins verði ekki skuldbindandi, vegna afstöðu Fjármálaeftirlitsins eða stjórnar SPRON, muni þeir freista þess að taka á ný upp fram- kvæmd á samningi við Búnaðarbank- ann. Stjórn SPRON telur að að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins á áformum Starfsmannasjóðs SPRON sé kominn grundvöllur til að ná mark- miðum um vöxt og sjálfstæði SPRON: „Afstaða stjórnar SPRON í þessu máli hefur legið ljós fyrir en vegna fundar stofnfjáreigenda 12. ágúst er hún áréttuð hér. Fram eru komnar hugmyndir um viðskipti með stofnfé sem jafnframt er ætlað að tryggja vöxt og viðgang SPRON og áframhaldandi þjónustu hans sem sjálfstæðs sparisjóðs. Að fengnu sam- þykki Fjármálaeftirlitsins á þeim áformum telur stjórn SPRON að kominn sé grundvöllur til að ná ofan- greindum markmiðum.“ Telja tilboð Starfsmannasjóðs SPRON sanngjarnt Fallið frá vantrausts- tillögu á stjórn  Yfirlýsingar/11 Á VEFSÍÐU Flugleiða í Skandin- avíu, icelandair.dk, hefur verið settur upp tölvuleikur, sem not- endum gefst kostur á að spila á Netinu, undir heitinu ,,Halldor gets lucky in the Blue Lagoon“ eða Lánið leikur við Halldór í Bláa lóninu. Leikurinn snýst um að karlfígúra er látin elta uppi kven- fígúrur í lóninu og safna stigum með því að krækja í sem flesta bik- inítoppa. Til stendur að birta einn- ig aðra útgáfu leiksins á vefsíð- unni, þar sem kvenfígúran Hildur safnar sundskýlum af karlfígúrum í lóninu. ,,Um er að ræða leik á Netinu, sem er í þróun og er hluti af her- ferð sem gengur út á að fjölga fé- lögum í netklúbbi Flugleiða í Skandinavíu,“ segir Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða. ,,Leikurinn gengur út á að tvær skopfígúrur, Halldór og Hild- ur, eru í Bláa lóninu og þátttak- endur í leiknum stýra þessum fíg- úrum um lónið með lyklaborðinu. Þegar þeir rekast á fígúrur af hinu kyninu fer bikinítoppur af konum og sundskýla af körlum. Allt er þetta í teiknimyndastíl, til gamans gert og ágætlega vinsælt meðal Dana,“ segir Guðjón. ,,Annar helmingurinn af leikn- um, þ.e. Halldór, er þegar kominn í loftið, en Hildur birtist á næstu dögum. Það á að gæta vel að jafn- réttinu í svona sprelli og það er slæmt að karlfígúran kom í loftið á undan kvenfígúrunni. Ég lít á það sem mistök og því verður kippt í liðinn hið snarasta,“ segir hann. Leikur á vefsíðu Flugleiða í Skandinavíu Bikinítoppum safnað í Bláa lóninu BORUN rannsóknarholu á háhita- svæðinu við Þeistareyki í Þingeyjar- sýslu er hafin að nýju eftir viðgerða- hlé sem gera varð þegar Sleipnir, bor Jarðborana hf., kom niður á gríðar- mikinn hita og þrýsting á aðeins rúmlega 200 metra dýpi. Ætlunin er að bora niður á 1.600 til 1.800 metra dýpi til að kanna hvort gufuaflið úr holunni dugi til fyrirhugaðrar súráls- framleiðslu á Húsavík. Fleiri rann- sóknarholur verða ekki boraðar í ár. Jarðboranir og félagið Þeistareyk- ir ehf., sem er í eigu Húsavíkurbæjar og Norðurorku, vinna við borunina ásamt sérfræðingum Orkustofnun- ar. Ásgrímur Guðmundsson, verk- efnisstjóri hjá Orkustofnun, sagði við Morgunblaðið að borinn hefði komið niður á meiri þrýsting og hita en reiknað hefði verið með á þessu dýpi. Þetta hefði valdið óþægindum og töf- um á verkinu sem vonandi væri búið að koma í veg fyrir að endurtækju sig. Auka hefði þurft tækni- og ör- yggisbúnað til að vernda mannskap- inn á staðnum, en alls starfa um tíu manns á Þeistareykjum. Öryggi aukið og byrjað að bora á ný

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.