Morgunblaðið - 10.08.2002, Side 4

Morgunblaðið - 10.08.2002, Side 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í NÝJU riti, sem ætlað er að kynna Norðurlönd sem valkost fyrir Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu árið 2008, er farið landavillt á Gullfossi í Hvítá og hann sagður vera í Færeyjum. Ritið er gefið út af nefnd sem vinnur að því markmiði að Norð- urlöndin haldi mótið árið 2008 og í því er að finna ýmiss konar kynningu, meðal annars á þeim borgum sem væntanlega verður keppt í á mótinu, auk þess sem Ísland og Færeyjar eru kynnt stuttlega. Tvær myndir fylgja kynningarsíðu um Ísland og er önnur af Geysi en hin sýnir rætur Eyjafjallajökuls. Myndin af Gull- fossi, sem sagður er vera í Fær- eyjum, er sú eina sem fylgir kynningu á Færeyjum. Misskilningurinn leiðréttur Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið varaformaður nefnd- arinnar sem vinnur að því að Norðurlönd haldi Evrópumótið 2008, en nefndin er á vegum knattspyrnusambanda á Norð- urlöndum. Hann segir að ruglingur á borð við þennan geti átt sér stað þegar hlutirnir eru unnir hratt, en fyrir löngu sé búið að benda á þetta og hann eigi von á að búið sé að leiðrétta misskilninginn í nýrri útgáfu ritsins. Það sé unnið í Finnlandi en efnisöflun í það sé samstarfsverkefni meðal Norður- landanna. Eggert segir að þetta verkefni skili miklu fyrir land og þjóð varðandi landkynningu og það sé ein ástæða fyrir því að Ísland taki þátt í verkefninu. Gullfoss sagður vera í Færeyjum Mynd af Gullfossi í Hvítá fylgir kynningarsíðu um Færeyjar í ritinu sem er ætlað að stuðla að vali Norðurlandanna til að halda Evrópumót í knattspyrnu 2008. Kynningarrit vegna Evrópumóts í knatt- spyrnu árið 2008 TALIÐ er að mannleg mistök hafi valdið strandi hvalaskoðunarbátsins Eldingar II við Engeyjarboða seint í fyrrakvöld. Björgun 22 breskra far- þega gekk vel og sakaði engan en báturinn er talsvert skemmdur. Ekki er búist við að hann komist aft- ur á flot fyrr en í næstu viku. Vignir Sigursveinsson, rekstrarstjóri hvalaskoðunarinnar Eldingar, segir ljótar skemmdir vera á kili bátsins auk þess sem skrúfa og olíutankur séu skemmd. Vignir segir líklegast að mannleg- um mistökum sé um að kenna með því að skipstjórinn fór út af áætlaðri siglingaleið sinni til hafnar í Reykja- vík. Hann segir bátinn ekki hafa átt að vera á þessum slóðum. „Skipstjór- inn ætlaði heldur ekki að vera þarna, en hann fór út af leið og þetta var smákrókur sem endaði illa,“ sagði Vignir. Hann sagði þetta óskemmtilega reynslu fyrir ferðamennina í lok ann- ars mjög ánægjulegrar ferðar þar sem þeir sáu marga hvali á flóanum s.s. hnúfubak, hrefnur og höfrunga. „Ein kona eða tvær urðu nokkuð skelkaðar við strandið en að öðru leyti hrósuðu farþegar viðbrögðum áhafnarinnar eftir að komið var með þá í land og málin rædd í kaffistof- unni. Það kom ekkert högg á skipið við strandið, það skreið bara upp á malarkambinn á um 14 mílna ferð,“ sagði Vignir. Leyfi og skírteini frá Siglingastofnun í lagi Siglingastofnun staðfesti við Morgunblaðið að haffærisskírteini bátsins væri í lagi, en það gildir út september. Farþegaleyfi er enn fremur í lagi og allar skoðanir báts- ins, þar með talin skoðun á örygg- isbúnaði, bolskoðun, vélskoðun og öxulskoðun. Rannsóknanefnd sjó- slysa hefur tekið strandið til rann- sóknar. Björgunarsveitin Ársæll í Reykja- vík var kölluð út vegna strandsins og var björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson og björgunarbáturinn Ás- geir M. ásamt tveim slöngubátum sendir tafarlaust á strandstað. Fljót- lega kom í ljós að ekki var mikil hætta á ferðum og ekki sjáanlegt að leki hafi komið að bátnum. Farþegar voru strax fluttir frá borði og því næst selfluttir um borð í Ásgrím S. Björnsson. Komið var með farþeg- ana inn til hafnar í Reykjavík um klukkan 1 eftir miðnætti. Um tveimur klukkustundum síðar tókst björgunarbátnum Ásgeiri M. að draga Eldingu II af strandstað eftir að byrjað var að flæða að. Þegar björgunarbáturinn Ásgeir M. hafði losað Eldingu II tók Elding I við dráttartauginni og dró nöfnu sína til hafnar í Reykjavík. Rekstrarstjóri hvalaskoðunarinnar Eldingar um strand hvalaskoðunarbáts Mannleg mistök talin líklegasta skýringin Elding II var hífð á land í gær og komu þá í ljós skemmdir á kili bátsins og skrúfu. Morgunblaðið/Þorkell Farþegar bátsins komu í land skömmu eftir miðnætti eftir að björg- unarsveitamenn björguðu þeim af strandstað. starfsemi sé lögleg sé henni stjórn- að af yfirvöldum og þau geti haft afskipti af henni. Hann óttast fremur hvað geti gerst ef hún verði bönnuð og færist yfir í undirheim- ana. „Ég tel að það sé betra að hafa þetta fyrir opnum tjöldum þar sem yfirvöld geta haft stjórn á þessu. Þetta er dans, ekki vændi,“ ítrekar hann. Hann bendir jafn- framt á að einkadans hafi verið bannaður í Kaupmannahöfn og nú sé þar ekki þverfótað á kvöldin fyr- ir vændiskonum á hverju götu- horni. Að sögn Gunnars er bæjarlög- maður að kanna málið. Hann segir að það liggi fyrir að klúbbar í Reykjavík, Óðal og fleiri, hafi gefið það út að þeir ætli sér í skaðabóta- mál við borgina og telur hann því brýnt að skoða málið frá öllum hliðum. Hann bendir að auki á sið- ferðilegar spurningar sem svara þurfi, líkt og fyrir hvern sé verið að banna þetta. „Er verið að banna þetta til að okkur líði betur heima í stofu eða hvað?“ Hann segir að næsti fundur bæjarráðs sé eftir hálfan mánuð og þá eigi umsögn bæjarlögmanns væntanlega að liggja fyrir. GUNNAR I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs og oddviti sjálfstæðismanna, telur að með því að banna einkadans á nektarstöð- um sé verið að sópa vandamálunum undir teppið. Hann segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að einkadans eigi að vera leyfilegur í stað þess að banna þessa starfsemi og þvinga í undirheimana, sem stuðli að vændi og eiturlyfjaneyslu. Sigrún Jónsdóttir, fulltrúi Sam- fylkingarinnar, lagði fram á fundi bæjarráðs á fimmtudag tillögu um að bæjarlögmanni yrði falið að undirbúa tillögu að breytingu á lögreglusamþykkt Kópavogs um bann við einkadansi á nektarstöð- um. „Tillögunni var frestað og við bíðum eftir umsögn bæjarlög- manns. Ég tel að þessi starfsemi geri engum mein, ef allir gera þetta af frjálsum vilja. Ég veit ekki hvort fólk vilji banna einkadans svo það geti haft betri samvisku. Ég er ekki fylgjandi því að banna þetta,“ leggur Gunnar áherslu á. Betra að yfirvöld hafi stjórn á þessari starfsemi Hann bendir á að þar sem þessi Gunnar I. Birgisson um tillögu um bann við einkadansi á nektarstöðum Vandamálun- um sópað undir teppið MAGNÚS Þór Gylfason viðskipta- fræðinemi var kjörinn nýr formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæð- ismanna, á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Valhöll í gær. Auk Magnúsar Þórs bauð Þórlindur Kjartansson sig fram til formanns Heimdallar. Fundurinn var mjög fjölmennur og mættu alls 752 manns á fundinn. 722 atkvæði voru greidd í formann- skosningunni og hlaut Magnús 411 atkvæði og Þórlindur 302, en 8 seðlar voru auðir og 1 ógildur. Nýja stjórn Heimdallar skipa auk Magnúsar Þórs þau Ásgerður Ragn- arsdóttir laganemi, Guðmundur Björnsson verkfræðingur, Þorbjörn Þórðarson Verslunarskólanemi, Ing- ólfur Snorri Kristjánsson hagfræði- nemi, Jón Hákon Halldórsson sál- fræðinemi, Helga Lára Hauksdóttir Verslunarskólanemi, Ragnar Jónas- son lögfræðingur, Helga Árnadóttir tölvunarfræðinemi, Þorvaldur Davíð Kristjánsson Verslunarskólanemi, Atli Rafn Björnsson viðskiptafræði- nemi og Bjarney Sonja Ólafsdóttir tölvunarfræðinemi. Fráfarandi formaður félagsins, Björgvin Guðmundsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en Björgvin hefur verið formaður Heimdallar undanfarin tvö ár. Morgunblaðið/Sverrir Aðalfundur Heimdallar sem haldinn var í gær mun hafa verið einn sá fjölmennasti í félaginu að því er fundarmenn sögðu í gærkvöldi. Magnús Þór Gylfason sigraði í kosningunni Nýr formaður Heimdallar kjörinn HARÐUR árekstur varð við Síkárbrú í Húnaþingi í gær- kvöldi milli jeppa og vörubíls og er jeppinn talinn ónýtur eftir áreksturinn. Engin slys urðu á fólki. Árekstur við Síkárbrú

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.