Morgunblaðið - 10.08.2002, Side 14
AKUREYRI
14 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Vaðlaheiðargöng
Eyþing - samband sveitarfélaga
í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum boðar
til undirbúnings- og kynningarfundar
vegna stofnunar félags sem vinni
að undirbúningi að gerð jarðganga
undir Vaðlaheiði.
Fundurinn verður mánudaginn
12. ágúst á Hótel KEA Akureyri og
hefst kl. 13,30.
Fundurinn er öllum opinn.
FRAM að tuttugustu öld er ís-
lensk tónlistarsaga nær einvörð-
ungu saga söngs sem var nátengd-
ur orðsins list, enda voru lengst af
nær engin hljóðfæri til í landinu. Á
söngvökum í Minjasafnskirkjunni
á Akureyri eru flutt sýnishorn ís-
lenskrar tónlistarsögu svo sem
dróttkvæði, veraldleg þjóðlög og
danskvæði, trúarlegir söngvar, tví-
söngur, rímnalög og stemmur og
söngvar frá nítjándu og tuttugustu
öld.
Mánudagskvöldið 12. ágúst kl.
20.30 fara þau Þuríður Vilhjálms-
dóttir og Þórarinn Hjartarson með
tónleikagesti í söngferðalag um
söguna. 19. ágúst og 2. september
syngja þau Íris Ólöf Sigurjóns-
dóttir og Hjörleifur Hjartarson á
tveimur síðustu söngvökum sum-
arsins Minjasafnskirkjunni.
Söngvaka í
Minjasafnskirkju
ALDARAFMÆLIS Steindórs
Steindórssonar frá Hlöðum verður
minnst með ráðstefnu í Mennta-
skólanum á Akureyri mánudaginn
12. ágúst. Ráðstefnan hefst kl. 9
með ávarpi Tómasar Inga Olrich
menntamálaráðherra en síðan
hefst vísindaráðstefna um grasa-
fræði þar sem fjórir vísindamenn
fjalla um efni sem tengjast grasa-
fræðirannsóknum Steindórs. Þá
munu sex kunningjar Steindórs
og vinir fjalla um aðra þætti í
starfi hans og lífi. Ráðstefnan er
öllum opin.
Náttúrufræðingurinn Steindór
Steindórsson frá Hlöðum hefði
orðið 100 ára 12. ágúst nk. Hann
fæddist á Möðruvöllum í Hörg-
árdal 12. ágúst 1902 og lést á Ak-
ureyri 26. apríl 1997. Steindór var
einn afkastamesti fræðimaður 20.
aldar, bæði á sviði grasafræði og
bókaþýðinga, auk þess sem hann
tók virkan þátt í stjórnmálum og
þjóðmálum, sat í bæjarstjórn Ak-
ureyrar og á Alþingi. Hann
kenndi við Menntaskólann á Ak-
ureyri í yfir fjóra áratugi og var
síðast skólameistari MA til ársins
1972.
Sýning opnuð
í Amtsbókasafninu
Kl. 17 á mánudag verður sýn-
ingin Sól ég sá – aldarafmæli
Steindórs Steindórssonar frá
Hlöðum opnuð í lestrarsal Amts-
bókasafnsins. Sýningin er sam-
starfsverkefni Héraðsskjalasafns-
ins og Amtsbókasafnsins á
Akureyri. Þar verða til sýnis bæk-
ur, handrit og munir sem tengjast
lífi og starfi Steindórs. Sýningin
stendur út ágústmánuð og er öll-
um opin.
Þá hefur af þessu tilefni verið
gefinn út bókin Steindór Stein-
dórsson frá Hlöðum – Carlsberg-
sjóður og Ísland. Steindór lét eftir
sig merka grein í handriti sem
nefnist Carlsbergsjóður og Ísland.
Nú á aldaraafmæli Steindórs kem-
ur hún fyrir almenningssjónir í
bókinni, ásamt nokkrum greinum
um Steindór og þýðingu styrkja
Carlsbergsjóðsins fyrir íslensk
vísindi, eins og segir á bókarkápu.
Aldarminning Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum
Vísindaráðstefna
og sýning um
líf hans og starf
KÆRUNEFND útboðsmála hefur
lagt fyrir Ríkiskaup að hafna tilboði
Íslenskra aðalverktaka hf., ISS á Ís-
landi og Landsafls hf. í byggingu
rannsókna- og nýsköpunarhúss við
Háskólann á Akureyri sem ógildu.
Jafnframt er mat nefndar um bygg-
inguna á lausnum í tilboðum bjóð-
enda fellt úr gildi. Tvö tilboð bárust í
framkvæmdina að undangengnu lok-
uðu útboði í forvali, annars vegar frá
Ístaki hf. og Nýsi og hins vegar Ís-
lenskum aðalverktökum, ISS á Ís-
landi og Landsafli.
Ístak og Nýsir kærðu útboðið og
kröfðust þess m.a. að ákvörðun Rík-
iskaupa um að hafna tilboði þeirra
yrði felld úr gildi. Jafnframt að sú
ákvörðun Ríkiskaupa að verða ekki
við kröfu þeirra um að hafna tilboði
ÍAV, ISS á Íslandi og Landsafls yrði
felld úr gildi.
Niðurstaðan kemur
mjög á óvart
Gísli Magnússon, deildarstjóri í
menntamálaráðuneytinu og formað-
ur nefndarinnar sem sér um útboðið,
sagði að niðurstaða kærunefndar út-
boðsmála kæmi sér mjög á óvart en
hann hafði þó ekki séð úrskurðinn er
Morgunblaðið ræddi við hann í gær.
Hann sagði að niðurstaðan gæti
breytt myndinni töluvert og tafið
framkvæmdina. Gísli sagði að nefnd-
in hefði valið tilboð ÍAV, ISS og
Landsafls á grundvelli útboðsgagna
og álita sem leitað var eftir en nú
hefði það verið dæmt ógilt. Gísli
sagði að nefndin myndi fara yfir mál-
ið í ljósi niðurstöðurnar. „Við brugð-
umst í upphafi við þeim kæruatrið-
um sem lögð voru fyrir og töldum
okkur færa ágætis rök í því máli. Ef
hins vegar er verið að fella þennan
úrskurð á grundvelli einhverra ann-
arra atriða, þurfum við að fara yfir
málið upp á nýtt.“
Sigfús Jónsson, framkvæmda-
stjóri Nýsis, sagðist mjög sáttur við
niðurstöðu kærunefndar og telur að
um fullkominn sigur hafi verið að
ræða af þeirra hálfu. „Í útboðinu var
auglýst eftir því að meginbyggingar
hússins væru 5–7 hæðir og í niður-
stöðu kærunefndar er tekið undir
okkar sjónarmið, að hinir aðilarnir
hafi ekki boðið samkvæmt útboðs-
gögnum. Einnig var það kært að
arkitektinn, sem var aðalráðgjafi
verkefnisstjórnar, hefði verið van-
hæfur, þar sem hann hefði unnið svo
mikið fyrir ÍAV og undir það var tek-
ið.“
Aðeins tveir kostir í stöðunni
Sigfús sagði að ríkið hefði aðeins
um tvo kosti að ræða í stöðunni, að
semja við Ístak og Nýsi eða hætta
við framkvæmdina. „Það er búið að
bíða lengi eftir þessari byggingu og
hér er um mjög mikilvægt mál að
ræða fyrir Háskólann og Akureyri
og ég trúi ekki öðru en að ríkið gangi
til samninga við okkur. Það á ekki að
þurfa að verða mikil töf á fram-
kvæmdinni, því við getum hafið
framkvæmdir strax. Við bíðum því
eftir viðbrögðum frá Ríkiskaupum,“
sagði Sigfús.
Jón H. Ásbjörnsson, deildarstjóri
útboðsdeildar Ríkiskaupa, vildi ekki
tjá sig um málið í gær, enda í sumar-
fríi, en sagði að málið yrði tekið til
skoðunar eftir helgi.
Stefán Friðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri Íslenskra aðalverk-
taka, hafði ekki séð úrskurðinn í gær
en áréttaði að hann teldi tilboð
þeirra fyllilega lögmætt og gilt. „Úr-
skurðurinn snertir okkur en við höf-
um ekki komið að þessum mála-
rekstri. Framhald málsins er í
höndum Ríkiskaupa,“ sagði Stefán.
Hér er um svonefnda einkafram-
kvæmd að ræða upp á vel á annan
milljarð króna, þar sem gert er ráð
fyrir að sá sem byggir eigi húsið en
ríkið komi þar inn sem leigjandi. Til
stóð að hefja framkvæmdir við bygg-
ingu hússins nú í sumar og afhenda
það fullbúið næsta haust.
Niðurstaða kærunefndar útboðsmála vegna byggingar
rannsókna- og nýsköpunarhúss við HA
Ríkiskaup hafni tilboðinu
sem varð fyrir valinu
TÖLUVERÐAR skemmdir voru
unnar á tveimur bifreiðum, í eigu
Helga Vilbergs skólastjóra Myndlist-
arskólans á Akureyri og Ýrar dóttur
hans, í fyrrinótt. Tveir ungir menn
höfðu farið upp á þak á heimili Helga
við Kaupvangsstræti, þar sem þeir
rifu járnrör með sjónvarpsloftneti af
þakskegginu og hentu fram af þakinu.
Járnrörið fór í gegnum toppinn á ný-
legum bíl Ýrar, auk þess sem hann
rispaðist á hliðinni.
Rannveig, önnur dóttir Helga,
vaknaði við hávaða í mönnum og sá til
þeirra, þar sem þeir hlupu af þakinu
og yfir á Gilsbakkaveg. Helgi veitti
mönnunum fljótlega eftirför á bíl sín-
um og hugðist eiga við þá orð. Þegar
hann kom upp Þingvallastrætið, á
móts við Sundlaug Akureyrar, sá
hann tvo unga menn.
Annar mannanna
réðst tvívegis á bíl Helga
Hann stöðvaði bíl sinn og skipti þá
engum togum að annar mannanna
réðst að bíl Helga með spörkum og
barsmíðum. Helga brá að vonum í
brún við ósköpin, ók í burtu og fór
heim eftir farsíma sínum. Hann fór
síðan aftur upp Þingvallastrætið og
stöðvaði bifreið sína á rauðu ljósi á
gatnamótunum við Þórunnarstræti.
Þar voru mennirnir enn og réðst hinn
sami þá aftur að bifreiðinni með látum
og olli enn frekari skemmdum. Helgi
hringdi þá á lögregluna, sem kom
fljótlega á staðinn en þá voru menn-
irnir á bak og burt. Lögreglan og
Helgi leituðu mannanna í um klukku-
stund en án árangurs.
Helgi sagði að mennirnir hefðu ver-
ið í annarlegu ástandi og að sá sem
tvívegis réðst að bíl hans hafi verið
mjög æstur. Sagðist hann hafa orðið
verulega skelkaður þar sem hann sat í
bílnum á meðan ósköpin dundu yfir.
Helgi sagði að hann og dóttir hans
hefðu séð þessa ungu menn nokkuð
vel og myndu þekkja þá aftur. Hann
óskaði jafnframt eftir því að hugsan-
leg vitni að atburðunum hefðu sam-
band við lögregluna á Akureyri. Sem
fyrr segir eru báðir bílarnir töluvert
skemmdir en alls er óvíst að trygging-
arnar greiði tjón sem þessi.
Verulegar skemmdir unnar á tveimur fólksbílum á Akureyri
Morgunblaðið/Kristján
Helgi Vilberg sýnir hvar járnrörið sem hann heldur á fór í gegnum þakið á bíl dóttur sinnar en við hlið hans
stendur Ýr með sjónvarpsgreiðuna sem fest var á rörið á þakskegginu.
Járnröri
hent í
gegnum
topp ann-
ars bílsins
ÓPERUSÖNGKONURNAR Hulda
Björk Garðarsdóttir og Sigríður Að-
alsteinsdóttir halda tónleika í
Laugaborg í Eyjafjarðarsveit á
morgun, sunnudag, kl. 17. Með þeim
í för er Daníel Þorsteinsson píanó-
leikari. Hulda Björk og Sigríður
syngja hvor í sínu lagi og einnig sam-
an, en þeim til fulltingis er Daníel
Þorsteinsson píanóleikari.
Á efnisskránni verða Söngvar
förusveinsins eftir Gustav Mahler,
Þrjú ljóð Ófelíu og fleiri lög eftir
Richard Strauss og dúettar eftir Jo-
hannes Brahms.
Þríeykið Hulda Björk Garðars-
dóttir, Daníel Þorsteinsson og
Sigríður Aðalsteinsdóttir.
Óperusöngur
á Laugaborg
♦ ♦ ♦