Morgunblaðið - 10.08.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.08.2002, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Búnaðarbanka Ís- lands hf. á fyrsta ársfjórðungi 2002 var 1.529 m.kr. fyrir skatta en 1.261 m.kr. að teknu tilliti til reiknaðra skatta. Arðsemi eigin fjár var 25,3% fyrir skatta en 20,6% eftir reiknaða skatta. Til samanburðar má nefna að hagnaður bankans fyrir skatta var 1.001 m.kr. á öllu síðastliðnu ári. Í tilkynningu frá Búnaðarbankan- um kemur fram að starfsemi Bún- aðarbankans í Lúxemborg hefur far- ið vel af stað á árinu auk þess sem rekstur Lýsingar hafi gengið mjög vel það sem af er ári, en 183 m.kr. hagnaður varð af starfsemi Lýsingar á fyrri árshelmingi 2002. Vaxtamunur undir 3% Hreinar vaxtatekjur samstæðunn- ar námu 3.145 m.kr. til samanburðar við 2.797 m.kr. á fyrri árshelmingi síðastliðins árs. Vaxtamunur, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxta- gjöldum í hlutfalli af meðalstöðu heildarfjármagns, var 2,95% á tíma- bilinu til samanburðar við 3,48% á árinu 2001. Er þetta í fyrsta sinn sem vaxtamunur bankans er undir þrem- ur prósentustigum. Lækkun vaxta- munar skýrist einkum af áhrifum verðbólgu. Þrátt fyrir lækkun vaxtamunar milli ára jukust hreinar vaxtatekjur samstæðunnar um 348 m.kr. vegna mikillar aukningar umsvifa. Aðrar rekstrartekjur án gengis- hagnaðar námu 1.616 m.kr. á tíma- bilinu, sem er tæp 39% aukning milli tímabila. Þessa miklu aukningu má rekja, að því er segir í fréttatilkynn- ingu, til góðs árangurs á verðbréfa- sviði en tekjur bankans af verkefnum á þeim vettvangi hafa aukist umtals- vert. Gengishagnaður hlutabréfa 723 milljónir Gengishagnaður af verðbréfavið- skiptum var 765 m.kr. Vó þar geng- ishagnaður af hlutabréfum þyngst en gengishagnaður hlutabréfa var 723 m.kr. á tímabilinu, þrátt fyrir umtals- vert tap af erlendri hlutabréfaeign bankans vegna fallandi gengis líf- tæknifyrirtækja. Gengistap upp á 64 m.kr. varð hins vegar af skuldabréfa- eign bankans, en 106 m.kr. hagnaður varð af gjaldeyrisviðskiptum. Hreinar rekstrartekjur voru alls 5.526 m.kr. á fyrri árshelmingi 2002 til samanburðar við 3.314 m.kr. á sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld voru 3.228 m.kr. 3.871 m.kr. í afskriftasjóði Á afskriftareikning útlána voru færðar 769 m.kr. Búnaðarbankinn á nú í sjóði 3.871 m.kr. til að mæta mögulegum útlánatöpum, en það svarar til 2,30% af útlánum og veitt- um ábyrgðum. Búnaðarbankinn hefur stækkað um 28 milljarða frá áramótum og eru nú heildareignir bankans 227,5 millj- arðar. Útlán bankans eru 166,5 millj- arðar sem er 7% aukning frá áramót- um. Eignir bankans í markaðs- bréfum hækkuðu hins vegar um rúma 11 milljarða frá áramótum og voru um 39,3 milljarðar í lok tíma- bilsins til samanburðar við 28,2 millj- arða í ársbyrjun. Eigið fé bankans er nú um 13,7 milljarðar. Stefnt að 2,5 milljarða hagnaði eftir skatta „Afkoma Búnaðarbankans er háð sveiflum á verðbréfamörkuðum þar sem verðbréfaeign bankans er færð til markaðsverðs á hverjum tíma. Rekstraráætlun bankans fyrir árið 2002 gerði ráð fyrir um 3.000 m.kr. hagnaði fyrir skatta og 2.500 m.kr. að teknu tilliti til reiknaðra skatta. Af- koma fyrri árshelmings og vænting- ar um afkomu bankans á síðari árs- helmingi gefa ekki tilfefni til breytinga á þessari áætlun,“ segir í tilkynningu Búnaðarbankans.                                                       !      " #$% &%#$                '$()* +$'), -*( .$-') +,/  .,   *0+$+., *.$'-'  */1-2 -$''0                    !    !    !                   Hagnaður Búnaðar- bankans 1.261 milljón BÚNAÐARBANKINN keypti í gær hlutabréf í Húsasmiðjunni að nafn- virði kr. 59.312.556 kr. á genginu 19 sem þýðir að kaupverð var rétt um 1.127 milljónir króna. Gengið er hið sama og Eignarhaldsfélag Húsa- smiðjunnar keypti sín 70% sem gengið var frá í síðustu viku. Kaup Búnaðarbankans í gær nema um 21,1% hlut í félaginu. Að sögn Guðmundar Guðmunds- sonar, forstöðumanns fyrirtækjaráð- gjafar bankans, eru kaupin liður í uppkaupum á Húsasmiðjunni í kjöl- farið á fyrrgreindum kaupum Eign- arhaldsfélags Húsasmiðjunnar á Húsasmiðjunni. „Við erum í raun að safna bréfum til viðbótar við það sem Eignarhalds- félagið var búið að kaupa. Eignar- haldsfélagið mun síðan kaupa hlut- inn af okkur fljótlega og klára yfirtökuna með okkar hjálp,“ sagði Guðmundur. Eftir kaupin í gær eru Eignar- haldsfélag Húsasmiðjunnar og Bún- aðarbankinn komin í sameiningu með um 92% hlut og eftir að Eign- arhaldsfélag Húsasmiðjunnar er bú- ið að kaupa hlut Búnaðarbankans ber því skylda til að kaupa þau 8% sem eftir standa, en sá hlutur er í eigu 1.500-1.600 smærri hluthafa. Aðspurður sagði hann að kaupin í gær hafi gengið mjög hratt og vel fyrir sig. Hluturinn var á höndum fárra aðila, mestmegnis fjárfesting- arfélaga og verðbréfafyrirtækja. Uppkaup Húsasmiðj- unnar langt komin Búnaðarbankinn keypti 21,1% hlut í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Verslun Húsasmiðjunnar við Skútuvog. Útflutnings- verðmæti norskra sjávarafurða dregst saman VERÐMÆTI útflutnings norskra sjávarafurða var um 18 milljörðum íslenskra króna lægra á fyrri helm- ingi þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Það svarar til um 9% sam- dráttar. Samtals fluttu Norðmenn út sjávarafurðir fyrir um 173 milljarða íslenskra króna á fyrstu sex mánuð- um ársins. Um fjórðungur samdrátt- arins stafar af minna verðmæti út- flutnings á hvítfiski, þ.e. ýsu, ufsa og þorski. Frá þessu var greint í net- útgáfu Aftenposten í gær. Magn útflutnings norskra sjávar- afurða var svipað í ár og í fyrra. Seg- ir í Aftenposten að Noregur sé eina landið sem flytur hvítan fisk til landa Evrópusambandsins, sem sé með minni markaðshlutdeild þar á fyrri hluta þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Hlutdeild Rússlands og Kína hafi farið fram úr hlutdeild Noregs, sem sé nú í þriðja sæti á þessu sviði, næst á undan Íslandi. Þá kemur fram í greininni að hætta sé á að Ís- lendingar fari fram úr Norðmönnum í þessum efnum gæti þeir ekki að sér. Ástæðan fyrir lækkun á útflutn- ingsverðmæti norskra sjávarafurða er í Aftenposten talin stafa að stórum hluta af styrkingu norsku krónunnar gagnvart evru. Er vísað til greiningar sem unnin var við norska sjávarútvegsháskólann þar sem leitt hefur verið í ljós að 10% styrking krónunnar gagnvart evru hafi í för með sér 7,4% minni eft- irspurnar eftir norskum þorski í Evrópusambandslöndum. TEIKNIMYNDABLAÐAÚTGEF- ANDINN bandaríski Marvel Enter- terprises Inc. hefur tilkynnt um 4,2 milljóna dollara hagnað á öðrum ársfjórðungi þessa árs, sem eru um- skipti miðað við sama tímabil í fyrra þegar fyrirtækið tapaði 11,4 milljónum Bandaríkjadala. Ástæð- an er mikil tekjuaukning vegna vel- gengni leikinnar kvikmyndar um Köngulóarmanninn en hann er eitt sköpunarverka Marvel. Kvikmyndin um köngulóarmann- inn er ein sú best sótta á þessu ári en 800 milljónir dala, eða um 68 milljarðar króna, hafa komið í kassa framleiðanda myndarinnar. Gengi bréfa Marvel á hlutabréfa- markaðnum í New York er nú rúm- ir 5 dollara en það hefur hæst farið á árinu í 9,38 dollara á hlut. Marvel hagnast með hjálp Köngulóar- mannsins Reuters Köngulóarmaðurinn við björgunarstörf. HAGNAÐUR Kauphallar Íslands á fyrri helmingi þessa árs eftir skatta nam 12 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 9 milljónir. Rekstrartekjur Kauphallarinnar að frádregnum söluhagnaði jukust um rúm 20% frá sama tímabili í fyrra, eða úr 119 milljónum í 144 milljónir. Í tilkynningu frá félaginu segir að aukningu tekna milli ára megi öðru fremur rekja til aukinna veltugjalda og árgjalda Kauphallar- aðila og upplýsingaveitna. Tekjur af veltugjöldum voru um 50 milljónir en um 41 milljón fyrstu sex mánuði ársins 2001. Þetta samsvarar nærri fjórðungs aukningu, en velta skráðra bréfa jókst um 48% milli sömu tímabila. Segir í tilkynning- unni að hlutfallslega minni aukning veltugjalda en veltu skýrist af af- námi lágmarksveltugjalda. Árgjöld Kauphallaraðila og upplýsingaveitna jukust úr um 8 milljónum í um 17 milljónir. Rekstrargjöld fyrstu 6 mánuði ársins voru um 133 milljónir en um 120 milljónir á sama tíma árið 2001 og nemur aukningin því um 11%. Reiknað með 9,5% arðsemi eigin fjár Í tilkynningunni segir að velta á verðbréfamarkaði sé sú stærð sem hafi hvað mest áhrif á afkomu Kaup- hallarinnar. Mikil velta hafi einkennt árið hingað til, sem hafi skilað sér í góðri afkomu fyrstu 6 mánuði ársins. Í áætlunum Kauphallarinnar er reiknað með að velta skráðra verð- bréfa verði um 10% meiri á síðari árshelmingi 2002 en á sama tíma í fyrra. Þetta samsvarar um 8% veltu- lækkun frá fyrra árshelmingi 2002. Þá segir að horfur séu á að aðrir tekjuliðir á heildina litið verði áþekk- ir því sem þeir voru á fyrri hluta árs- ins. Í áætlun er reiknað með óbreytt- um fjölda Kauphallaraðila og að skráðum félögum fækki um tvö á síð- ari helmingi ársins. Áætlanir Kauphallarinnar gera ráð fyrir að hagnaður eftir skatta nemi um 13,5 milljónum króna á árinu 2002, sem svarar til um 9,5% arðsemi eigin fjár. Hagnaður Kauphallar Íslands 12 milljónir HAGNAÐUR Þormóðs ramma-Sæ-bergs hf. nam 760 milljónum króna á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma í fyrra var 459 milljóna króna tap á rekstri félagsins. Bætta afkomu fé- lagsins má að mestu leyti rekja til gengishagnaðar af skuldum sem er til kominn vegna styrkingar íslensku krónunnar, segir í tilkynningu. Vegna styrkingarinnar urðu einnig mikil umskipti í fjármagnsliðum, þeir voru jákvæðir um 476 milljónir króna en neikvæðir á síðasta ári um 897 milljónir króna. Áhrif hlutdeild- arfélaga á rekstur Þormóðs ramma- Sæbergs eru neikvæð um 37 millj- ónir, einkum vegna þess að stjórn sænska sjávarútvegsfyrirtækisins Scandsea AB ákvað að afskrifa allt yfirverð hlutafjár, samtals 108 millj- ónir króna. Rekstrartekjur Þormóðs ramma jukust um rúm 9% milli tíma- bila og námu á fyrstu sex mánuðum þessa árs um 2,6 milljörðum króna. Þá jukust rekstrargjöld um 8% og voru 1,9 milljarðar. Hagnaður án af- skrifta og fjármagnsliða nam því 718 milljónum en nam 638 milljónum á síðasta ári, aukningin er 27,4%. Eiginfjárhlutfall 25,73% Eiginfjárhlutfall var á fyrri helm- ingi ársins 25,73% miðað við 16,23% á sama tíma í fyrra. Bókfært eigið fé nam 2,6 milljörðum króna og skuldir námu um 7,6 milljörðum. Heildareignir í lok júní sl. námu því um 10,2 milljörðum króna. Heild- arskuldir námu um 8,3 milljörðum á fyrri helmingi 2001 en ríflega 7,5 milljörðum á þessu ári. Veltufé frá rekstri jókst einnig mikið, eða um rúmar 100 milljónir og var 535 millj- ónir. Umskipti hjá Þormóði ramma-Sæbergi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.