Morgunblaðið - 10.08.2002, Side 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 37
MEÐ TILKOMU
Samfylkingarinnar
rættist langþráður
draumur vinstri-
manna. Samfylkingin
er flokkur sem höfðar
til allra er vilja betra
samfélag. Samfylking-
in er flokkur jafnaðar
og félagshyggju. Með
stofnun hennar náði
íslenskt félagshyggju-
fólk vel saman í einu
sterku stjórnmálaafli,
sem berst fyrir hags-
munum almennings
gegn sérhagsmuna-
veldi Sjálfstæðis-
flokksins og valdaklík-
um sem hvarvetna geysast fram í
eiginhagsmunaskyni.
Seigt í flokknum
Á ýmsu hefur gengið á stuttri
ævi Samfylkingarinnar og margir
verið boðnir og búnir að spá enda-
lokum flokksins og
gert í því. Það hefur
verið athyglisvert og
ánægjulegt um leið að
fylgjast með því ofur-
kappi sem sjálfstæð-
ismenn, sérstaklega,
hafa lagt á að gera lít-
ið úr Samfylkingunni
og á þetta ekki síst
við um formann
þeirra. En Samfylk-
ingin er hins vegar
seigari en svo að hún
verði töluð niður. Hún
er flokkur fólksins.
Hún berst ekki síður
fyrir landsbyggðina
en þéttbýlið, en allir
vita hvernig landsbyggðinni hefur
farnast undir forystu Sjálfstæðis-
flokksins. Það er einfaldlega harm-
saga. Með Samfylkingunni er loks-
ins komið stjórnmálaafl sem hefur
mátt til að binda enda á allt of
langan valdaferil Sjálfstæðisflokks-
ins. Um það verður barist í næstu
kosningum.
Í gegnum gjörningana
Össur Skarphéðinsson hefur
veitt Samfylkingunni styrka for-
ystu allt frá hinum glæsta stofn-
fundi sem við héldum fyrir tveimur
árum. Hann leiddi flokkinn ótrauð-
ur í gegnum gjörningana, lét aldrei
á sér bilbug finna og skilaði Sam-
fylkingunni til glæsilegs sigurs í
sveitarstjórnarkosningunum í vor.
Það er mjög ánægjulegt að Sam-
fylkingin hefur að undanförnu ver-
ið á jafnri og öruggri uppleið í
könnunum Gallup og mælist nú í
kjörfylgi. Í kosningunum í vor kom
afl og atgervi flokksins í ljós á eft-
irminnilegan hátt. Með því varð
deginum ljósara að hugsjónir okk-
ar um réttlátt og sanngjarnt þjóð-
félag eiga mikinn hljómgrunn hér
á landi. Kosningarnar mörkuðu á
margan hátt skil í stjórnmálaþró-
uninni á Íslandi enda landslagið
gjörbreytt með langstærsta
vinstriflokk sem til hefur verið hér.
Flokk sem þriðjungur landsmanna
greiddi atkvæði sitt.
Flokkur fólksins í landinu
Það þarf að byggja upp á ný á
landsbyggðinni, efla smábátaút-
gerð og breyta sjávarútvegskerf-
inu þannig að heilu byggðirnar geti
ekki lent í uppnámi vegna tilflutn-
ings á aflaheimildum. Þá verður að
fjárfesta í betri samgöngum, stór-
bæta velferðarkerfi hinna öldruðu,
og skoða tengsl okkar við Evrópu
af varhygð, en fordómaleysi.
Samfylkingin er félagshyggju-
flokkur sem stuðlar að jöfnuði í
landinu. Við komum fram með
kraftmikla og róttæka byggða-
stefnu sem gerir í senn fýsilegt og
auðveldara að búa á landsbyggð-
inni en nú er. Mörg byggðarlög
fóru hrikalega út úr kvótakerfinu
þegar aflaheimildir þeirra voru
seldar burt en það sem varð þeim
mörgum til bjargar var efling smá-
bátaútgerðarinnar. En núna er
verið að snúa smábátana undir
sama óréttlætið, þrátt fyrir hávær
mótmæli og öfluga baráttu gegn
lagasetningunni. Samfylkingin hef-
ur barist gegn þessari þróun og
mun halda því ótrauð áfram.
Manngerðar hamfarir
Það er kominn tími til að breyta.
Í dag þurfa Íslendingar ekkert
frekar en hófsama jafnaðarmenn
að landstjórninni til að stjórna með
hag allra landsmanna að leiðar-
ljósi, en ekki fyrir örfámennar
klíkur sem berjast um kvóta,
banka, sparisjóði og verslanir. Á
áratug Davíðs og Halldórs við
stjórnvölinn hefur misréttið aukist
í landinu. Heilbrigðiskerfið hefur
verið svelt til tjóns, menntakerfið
stenst ekki samanburð við ná-
grannaþjóðirnar og fólksflóttinn af
landsbyggðinni suður er ekkert
annað en manngerðar hamfarir þar
sem landsbyggðinni er að blæða út.
Ríkisstjórn Davíðs og Halldórs
hefur setið of lengi. Kjósum hana í
burtu.
Stuðlum að jafnrétti –
eflum Samfylkinguna
Karl V.
Matthíasson
Stjórnmál
Með Samfylkingunni er
loksins, segir Karl V.
Matthíasson, komið
stjórnmálaafl sem hefur
mátt til að binda enda á
allt of langan valdaferil
Sjálfstæðisflokksins.
Höfundur er þingmaður Samfylking-
arinnar.
Í MORGUN-
BLAÐINU laugar-
daginn 3. ágúst sl.
birtist grein eftir
Katrínu Júlíusdóttur
um ESB. Greinin er
nokkuð þversagna-
kennd en viðfangsefni
höfundar er m.a. að
gagnrýna formann
Framsóknarflokksins
og ungliðahreyfingu
flokksins. Síðar í
greininni tekur grein-
arhöfundur hins veg-
ar undir málflutning
ungra framsóknar-
manna og segir mik-
ilvægt að kynna vel
og kanna kosti og galla við hugs-
anlega aðild að ESB, sem er ein-
mitt það sem Framsóknarflokkur-
inn hefur lagt áherslu á.
Skref stigið fram á við
Á 30. þingi Sambands ungra
framsóknarmanna, sem haldið var
í júní sl., stigu ungir framsóknar-
menn skref fram á við í Evrópu-
umræðu með eftirfarandi ályktun:
„Jafnframt verði hafin ítarleg
vinna við að skilgreina samnings-
markmið Íslendinga. Skal þeirri
vinnu verða að fullu lokið fyrir
ársbyrjun 2005“ (tekið úr ályktun
um utanríkismál). Þetta varð nið-
urstaða þingsins eftir fjörugar og
málefnalegar umræður um ESB
og var almenn ánægja fé-
lagsmanna með ályktunina. Það
var mál manna að setja inn tíma-
mörk til að knýja á um að hlutirnir
færu að gerast. Ýmsir sem ekki
þekkja til innviða SUF virðast
helst hafa vænst þess að þingið
myndi samþykkja kröfu um skil-
yrðislausa og tafarlausa aðild að
ESB. Þær væntingar voru ekki
raunhæfar. Tillagan
sem þingið samþykkti
er það hinsvegar.
Undir þetta tekur
Katrín raunar í grein
sinni: „Málið núna
snýst um aðild eða
ekki og hver samn-
ingsmarkmið Íslend-
inga eigi að vera.“
Þetta er nákvæmlega
inntak ályktunar
ungra framsóknar-
manna, næstu skref
eru að skilgreina
samningsmarkmið en
án þeirra verður vart
farið í aðildarviðræð-
ur. Þannig fetar Katr-
ín þá slóð sem ungir framsókn-
armenn hafa lagt og er það vel.
Framsókn sýnir ábyrgð
Formaður Framsóknarflokksins
hefur sem utanríkisráðherra því
hlutverki að gegna að upplýsa
þjóðina um helstu kosti og galla
við hugsanlega aðild að ESB.
Hann hefur sinnt þeirri skyldu vel
og til að lýsa hans afstöðu er kjör-
ið að nota hér orð Katrínar úr áð-
urnefndri grein: „Málið er miklu
flóknara en það hvort hægt er að
vera fyrirfram „með eða móti“.“
Þessi orð Katrínar ættu aðrir
stjórnmálaleiðtogar að taka sér til
fyrirmyndar. Umræðan um ESB
hefur verið á afskaplega misjöfnu
plani og víst er að Framsóknar-
flokkurinn hefur einsett sér í
þessu máli sem og öðrum að halda
umræðunni upplýstri og málefna-
legri. Umræðan mun verða áber-
andi í vetur og ágætt er hér að
lokum að láta fylgja með annað
brot úr utanríkisályktun Sam-
bands ungra framsóknarmanna:
„Þingið (Sambandsþing ungra
framsóknarmanna) hafnar þeirri
einfeldningslegu umræðu sem for-
ystumenn Sjálfstæðisflokksins,
Samfylkingar og Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs hafa
haft frammi um þessi mál. Fram-
tíðarhagsmunir Íslands verða ekki
tryggðir með stórkarlalegum yf-
irlýsingum sem byggjast á fyrir-
fram gefnum niðurstöðum.“
Samnings-
markmiðin
skilgreind
Dagný
Jónsdóttir
Höfundur er formaður Sambands
ungra framsóknarmanna.
ESB
Þannig fetar Katrín þá
slóð sem ungir fram-
sóknarmenn hafa lagt,
segir Dagný Jónsdóttir,
og er það vel.
www.brimborg.is– Njóttu lífsins
A
B
X
/
S
ÍA
Sjáðu mig
Það er erfitt að skilgreina stíl en þú þekkir hann þegar þú sérð hann.
Yfir Citroën er einhver óútskýranlegur sjarmi. Heillandi útgeislun
sem fyllir eigendur Citroën lotningu og stolti. Brimborg kynnir
nýjan og svalan Citroën C3. Sjáðu!
Verð frá 1.389.000 kr. Citroën C3
Opið í dag kl. 13–17.