Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN
38 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GERHARD Schrö-
der, kanslari Þýska-
lands, hefur nú gengið
fram fyrir skjöldu og
gefið skýr fyrirheit um
það að Þýskaland muni
ekki taka þátt í neinum
hernaðaraðgerðum
Bandaríkjanna gegn
Írak. Þetta frumkvæði
kanslarans er þakkar-
vert, því að stríð af
þessu tagi verða seint
stöðvuð þegar hernað-
ur er hafinn eða und-
irbúningur hans kom-
inn á lokastig. Þess
vegna er mikilvægt að
umræða um stríðsætl-
anir og forsendur þeirra fari fram
núna, áður en það er of seint. Þeir
þjóðhöfðingjar í Evrópu sem taldir
eru hlynntir því að fara í stríð ásamt
Bandaríkjunum, s.s. Tony Blair,
Silvio Berlusconi og José Maria Azn-
ar, hafa á hinn bóginn talið umræðu
um málið ótímabæra, sem er vís-
bending um að þeir hyggist ganga
gegn almannavilja í
löndum sínum.
En umræðan er farin
af stað og verður ekki
stöðvuð úr þessu. Bráð-
um þurfa þessir herra-
menn að gefa skýr svör
um afstöðu sína til
árásar á Írak. Það er af
sem áður var, að aðild-
arríki Atlantshafs-
bandalagsins gefi
Bandaríkjastjórn óút-
fylltan tékka til að
framkvæma þær hern-
aðaraðgerðir sem hana
lystir.
Tilefnislaus árás
Yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar
að undanförnu sýna svo ekki verður
um villst að hún hyggur á hernað
gegn Írak, óháð því hvort tilefni er til
hans eða ekki. Lengi hefur verið
vitnað til tregðu Íraka til að hleypa
vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu
þjóðanna til landsins. En þessir
vopnaeftirlitsmenn voru á sínum
tíma sakaðir um að reyna með með-
vituðum hætti að spilla sambúðinni
við ríkisstjórn Íraks og ögra henni
eins og mögulegt væri. Ekki er ljóst
hvað er hæft í þeim ásökunum, en ef
marka má skrif Richards Butlers,
sem var formaður eftirlitsnefndar-
innar, virðist stríð gegn Saddam
Hussein vera eitt af helstu áhuga-
málum hans.
En ríkisstjórn Íraks hyggst nú
brjóta odd af oflæti sínu og hleypa
þessum eftirlitsmönnum aftur inn í
landið. Þá ber svo við að ríkisstjórn
George W. Bush telur nú vopnaeft-
irlit engu máli skipta til eða frá.
Meginmarkmið hennar sé að velta
Saddam Hussein frá völdum, óháð
því hvort hann eigi gereyðingarvopn
eða ekki. Þess má geta að í drögum
að endurskoðaðri hernaðaráætlun
Bandaríkjanna, sem unnið hefur ver-
ið að á vegum bandaríska varnar-
málaráðuneytisins, er nú gert ráð
fyrir þeim möguleika að kjarnorku-
vopn verði notuð til árása á skot-
mörk neðanjarðar, t.d. neðanjarðar-
byrgi. Þar hafa sérstaklega verið
nefnd skotmörk í Írak.
Það stangast raunar á við gildandi
bandarísk lög og alþjóðlegt sam-
komulag um bann við kjarnorkutil-
raunum. En núverandi ríkisstjórn
Bandaríkjanna hefur áður sýnt að
hún lætur sig alþjóðalög litlu varða.
Hverjum stafar ógn af Írak?
Erfitt er að halda því fram að
Saddam Hussein ógni heimsfriði. Í
stríðinu sem háð var á vormisserum
1991 kom í ljós að herstyrkur Íraka
hafði verið stórlega ofmetinn. Á ní-
unda áratugnum tókst Írak ekki einu
sinni að bera sigur af nágrannaríki í
styrjöld þrátt fyrir átta ára hernað
og aðstoð frá öllum stærstu herveld-
um heims. Núna eru Írakar svelt
þjóð í stöðugri herkví Breta og
Bandaríkjanna, sem láta reglulega
sprengjum rigna yfir landið. Þetta
kemur ofan á viðskiptabannið sem
hefur stórlega skert lífslíkur al-
mennings í landinu. Þar að auki er
ekkert sem bendir til þess að Írakar
hyggi á ófrið við neinn. Um þessar
mundir eiga Írakar friðsama sambúð
við öll nágrannaríki, eins og sást á
seinasta leiðtogafundi Arabaríkja nú
í mars. Árás á Írak á þessari stundu
væri fullkomlega tilhæfulaus.
Hvað segir Halldór?
Núverandi utanríkisráðherra er
mjög í mun að sýna að hann sé mað-
ur sem mark sé á tekið í alþjóðlegu
samstarfi. Þess vegna þurftu ís-
lenskir skattgreiðendur að fjár-
magna rándýran ársfund Atlants-
hafsbandalagsins í maí síðastliðnum,
með tilheyrandi vandræðum vegna
hertrar öryggisgæslu og skerðingar
á ferðafrelsi almennings. Þessi fund-
ur átti að vera landkynning fyrir Ís-
land og þó einkum Halldór Ásgríms-
son. Utanríkisráðherra er þar að
auki sérstaklega í mun að sýna
landsmönnum að hann hafi greiðan
aðgang að utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, Colin Powell. Nú er kom-
inn tími til að hann sýni að Powell
hlusti á eitthvað annað en „já“ úr
munni hans.
Ríkisstjórn Íslands verður að taka
afstöðu til fyrirhugaðrar árásar
Bandaríkjanna á Írak og greina
þjóðinni frá þeirri afstöðu. Það verð-
ur að segja Bandaríkjastjórn um-
búðalaust hvaða augum Íslendingar
líta hernaðarbrölt hennar. Það er al-
kunna að vinur er sá sem til vamms
segir. Nú verður að láta á það reyna
hvers eðlis sú vinátta er, sem ráða-
menn þjóðarinnar hafa komið sér í
við Bandaríkjastjórn.
Afstaða Íslendinga
þarf að vera skýr
Sverrir
Jakobsson
Hernaður
Ríkisstjórnin verður að
taka afstöðu til fyrir-
hugaðrar árásar Banda-
ríkjanna á Írak, segir
Sverrir Jakobsson, og
greina þjóðinni frá
þeirri afstöðu.
Höfundur er sagnfræðingur.
Fram kom hjá annarrisjónvarpsfréttastöðinnisíðastliðinn mánudag, að„sökum úrhellisrign-
ingu“ hefði enginn varðeldur verið
kveiktur á Þjóðhátíðinni í Vest-
mannaeyjum að þessu sinni, í
fyrsta sinn í mannaminnum. Á
hinni stöðinni sagði fyrir fáum vik-
um, að búist væri við einhverjum
ákvörðunum á fundi Alcoa „vegna
byggingu“ álvers á Reyðarfirði.
Eignarfallsending kvenkyns-
orða, sem enda á „ing“ er „ar“ í
eintölu eins og ætla mætti, að öll-
um væri kunnugt og þá ekki síst
fréttamönnum. „Sökum úrhellis-
rigningar“ og „vegna byggingar“
er að sjálfsögðu rétt mál og um-
sjónarmaður getur alls ekki á það
fallist, að beyging þessara orða sé
sérlega erfið og vandasöm. Það er
því áhyggjuefni ef þeir, sem hafa
af því atvinnu að fara með íslenskt
mál, ráða ekki við hana.
Fyrir nokkru var sagt frá því, að
ritstjóri nokkur í Austurríki eða
Sviss hefði ákveðið að sekta und-
irmenn sína fyrir hverja málvillu,
sem þeir gerðust sekir um. Ekki
hafa farið neinar fréttir af fram-
haldinu en hætt er við, að sumir ís-
lenskir skriffinnar væru varla mat-
vinnungar ef þessi háttur væri
almennt hafður á hér.
Margt bendir til, að beygingar-
kerfi íslenskunnar sé farið að
þvælast verulega fyrir sumu fólki.
Kemur það ekki síst niður á eign-
arfallinu, sem oft er á miklu reiki. Í
þessum dálkum hefur verið minnst
á þann ósið að beygja helst ekki
nöfn fyrirtækja og algengt er, að
ríkjaheiti og erlend borganöfn séu
höfð í nefnifalli í gegnum þykkt og
þunnt þótt þau taki sem best ís-
lenskri beygingu. Dæmi um það
eru „til Japan“, „til Ísrael“ og „til
Jerúsalem“. „Til Ósló“ er líka al-
gengt þótt eignarfallsmyndin hafi
verið „Óslóar“ frá fyrstu tíð.
Eignarfallsmyndir sumra orða,
einkum karlmannsnafna, geta ver-
ið með tvennum hætti og er end-
ingin þá ýmist „s“ eða „ar“. Sem
dæmi um það má nefna, að um-
sjónarmaður er Sigurðsson en
systur hans Sigurðardætur. Er
hvort tveggja eignarfallið jafngilt.
Þórhallur er hins vegar Þórhalls í
eignarfalli og hefur aldrei verið
neitt annað. Um síðustu helgi
mátti þó heyra í
útvarpi eign-
arfallsmyndina
„Þórhallar“ og
ef ekki var um
misheyrn að
ræða þá var
orðið mávur
ekki mávs í
eignarfalli,
heldur „mávar“.
– – –
Margir kannast við orðtakið, að
það skipti í tvö horn um eitthvað
en það er hins vegar alveg nýtt, að
eitthvað eða einhverjir skiptist í
tvö horn. Það mátti þó sjá í texta-
varpinu nýlega þar sem sagði, að
Bretar og Svíar skiptust í tvö horn
í afstöðunni til evrunnar.
Í íslensku orðtakasafni Halldórs
Halldórssonar segir, að orðtakið
komi fyrir í fornmálinu og þá ekki
með sögninni að skipta, heldur
skjóta. „Skaut mjög í tvö horn um
heimtur Odds“ segir í Banda-
mannasögu og stundum er orðtak-
ið notað í merkingunni að vera á
báðum áttum: „Allmjög skýtur
þessu í tvö horn fyrir mér.“ Frá 18.
og 19. öld eru síðan dæmi um orð-
takið með sögninni að skipta.
„Engin vil ég hornkerling vera,“
sagði Hallgerður Höskuldsdóttir í
boðinu hjá Bergþóru og vafalaust
eru Bretar og Svíar alveg sama
sinnis. Þeir skiptast heldur ekki í
tvö horn, heldur skiptir í tvö horn
um afstöðu þeirra til evrunnar.
– – –
Lungað og lungun bæði eru mik-
ilvæg og ómissandi líffæri og því
vakti það nokkra furðu umsjón-
armanns þegar einn viðmælandi
útvarpsins tók þannig til orða, að
hann hefði verið svo heppinn „að fá
lungað úr starfsfólkinu“, að mig
minnir á Námsgagnastofnun.
Ekki er nú líklegt, að starfs-
fólkið hafi gefið úr sér annað lung-
að, heldur er sennilegra, að við-
mælandinn hafi fengið til liðs við
sig lungann úr því, það er að segja
meirihluta þess.
Þarna var verið að rugla saman
karlkynsorðinu „lungi“ og hvorug-
kynsorðinu „lunga“. Þótt þeim
svipi saman eru þau gjörólíkrar
merkingar.
– – –
Orðin búa yfir sínum eigin töfr-
um, sum finnast okkur falleg en
önnur kannski ekki, allt eftir því
hvaða tilfinningar þau vekja með
okkur. Svo eru önnur orð, sem eru
beinlínis hallærisleg og ljót. Þar
hefur orðið „áhafnarmeðlimur“
lengi verið ofarlega á blaði hjá um-
sjónarmanni, ekki síst vegna þess,
að við eigum þau ágætu orð skip-
verji og flugliði.
Um síðustu helgi heyrði umsjón-
armaður orð, sem hann hefur ekki
heyrt áður og finnst jafnvel enn
álappalegra en „áhafnarmeð-
limur“. Það er orðið „niðurhæg-
ing“. Það var notað í lýsingu á
kappreiðum og þá sérstaklega um
það hvernig knapinn hægði á hest-
inum að spretti loknum.
Ætla mætti, að „hæging“ hefði
verið nóg, svo ljótt sem það er, en
það hefur augljóslega ekki verið
talið duga og „niður“ skeytt fram-
an við. Engu er líkara en með því
sé verið að gefa í skyn, að til sé
eitthvað, sem heitir „upphæging“.
Í hópi hestamanna eru margir
málsnjallir menn og hvernig væri
nú, að þeir reyndu að finna annað
og þekkilegra orð.
Það er áhyggju-
efni ef þeir,
sem hafa af því
atvinnu að fara
með íslenskt
mál, ráða ekki
við hana
svs@mbl.is
ÍSLENSKT MÁL
Eftir Svein Sigurðsson
UM ÞESSAR
mundir er mikið rætt
um möguleikann á
stríði Bandaríkja-
manna gegn Írak. Það
er öllum ljóst að stjórn
Saddams Husseins er
hræðileg ógnarstjórn.
Einnig er ljóst að
hann er til alls líkleg-
ur og fullkomlega
ótraustverðugur.
Nánast engum myndi
hann verða harmdauði
og mörgum myndi
verða létt við fráfall
hans.
Að afloknu Persa-
flóastríði, á sínum
tíma, komust Bandaríkjamenn yfir
sannanir um kjarnorkuvopnaáætl-
un Íraka. Líklegt má teljast að ef
Saddam hefði ekki ráðist á Kúveit,
og þannig kallað yfir sig reiði
Bandaríkjamanna, þá réði hann í
dag yfir kjarnorkuvopnum ásamt
eldflaugum til að flytja þau á skot-
mark. Bandarískum vopnaeftirlits-
mönnum á hinn bóginn tókst að
valda miklu tjóni á vopnaáætlunum
Saddams. Miklu magni eldflauga,
skotfæra og verkfæra sem nota má
til smíði kjarnavopna var eytt.
Er Saddam enn ógn
við heiminn?
Á hinn bóginn hafa engir vopna-
eftirlitsmenn starfað í Írak síðan
1998. Enginn veit því með vissu
hvað Saddam er nú að sýsla. Lík-
legt þykir að hann hafi að minnsta
kosti að einhverju leyti endurvakið
kjarnorku- og eldflaugaáætlanir
sínar. Á hinn bóginn
hafa engin tilrauna-
skot á nýjum eldflaug-
um sést enn og engar
tilraunakjarnorku-
sprengingar hafa ver-
ið framkvæmdar í
Írak svo vitað sé.
Möguleiki er þó á að
menn Saddams séu að
vinna að tilraunum
með eldflaugahreyfla
innanhúss og að unnið
sé að samsetningu
kjarnorkusprengna,
þótt engin hafi verið
sprengd enn.
Segja má að menn
telji sig hafa góða
ástæðu til að gruna strák um
græsku, án þess að hafa ef til vill
um það fullvissu. Nægir þetta til að
fara í stríð til að hrekja hann frá
völdum? Hér kemur til spurningin
hve mikið mannfall og eyðilegging
muni orsakast af því stríði? Einnig
kemur hér til spurningin hve mikið
Bandaríkjamenn muni vera til í að
leggja á sig til að byggja upp Írak á
nýjan leik, með skárra stjórnar-
fari?
Er það þess virði?
Ef mannfall og eyðilegging verð-
ur fremur lítil, og Bandaríkjamenn
leggja mikið á sig til að koma fótum
undir Írak á nýjan leik; þá má vera
að það sé þess virði að fara í þetta
stríð. Það má hér benda á að ef vel
tekst til gæti Írak hugsanlega orðið
nýr bandamaður Bandaríkjamanna
í þessum heimshluta, hugsanlega
jafnvel komið í stað Sáda. Á hinn
bóginn er alls óvíst, og ekki endi-
lega mjög líklegt, að nærri því svo
vel fari. Um þetta ríkir óvissa sem
sennilega er ekki hægt að útrýma.
Bush forseti verður einfaldlega að
taka ákvörðun um þetta, þ.e. hvort
á að hrökkva eða stökka. Við skul-
um vona að hver sem hún verður þá
muni hún ekki leiða til ófarnaðar.
Er stríð gegn
Írak rétt-
lætanlegt?
Einar Björn
Bjarnason
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Persaflói
Enginn veit með vissu,
segir Einar Björn
Bjarnason, hvað
Saddam er nú að sýsla.