Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 41 Í hinu innra þjóðlífi okkar Íslendinga skipt- ir sagan miklu máli, – sem og hið ritaða orð. Fyrir skömmu lést í Reykjavík aldinn fræðimaður, Skúli Helgason. Um árabil hafði hann öðru hverju samband við undirritaða og þá gjarnan ef honum líkaði vel eitt- hvað af því sem hún hafði fest á blað. Í framhaldi af þessu spruttu sam- ræður og kunningsskapur sem vert er að minnast. Í samtölum okkar varð mér vel ljós þýðing ættfræðinn- ar fyrir ýmsa í þessu landi en Skúli spurði jafnan margs í því sambandi. Hann rakti og gjarnan ættir þeirra sem ég hafði á hverjum tíma átt blaðaviðtöl við og tengdi þá bæði stöðum, löngu liðnu fólki og ýmis- konar málefnum. Þannig óf hann saman einskonar þjóðlegt munstur af mikilli list, hvers forsenda var hin mikla og víðfeðma þekking hans sjálfs á Íslendingum frá upphafi, sögu þeirra og á staðháttum víða um SKÚLI HELGASON ✝ Skúli Helgasonfrá Svínavatni í Grímsnesi fæddist 6. janúar 1916. Hann andaðist hinn 25. maí síðastliðinn og fór jarðarför hans fram frá Fossvogskapellu hinn 7. júní, í kyrr- þey að hans eigin ósk. land. Þekking hans á verklagi og húsagerð Íslendinga var að sama skapi undirstöðugóð. Þar kom að Skúli bauð mér í heimsókn til sín og sýndi mér ýmis skjöl og rit sem hann átti í fórum sínum. Þá varð mér ljós sú mikla elja sem hann hafði lagt í söfnun alls þess fróð- leiks sem hann bjó yfir og hvernig hann hafði í kyrrð og rósemd eytt sínum ævidögum – aldrei einn, þótt hann byggi einn, heldur í félagsskap við samferðafólk á þann veg að kynna sér rætur þess langt í ættir fram. Hann hafði bréfa- og símasamband við marga í þessu skyni m.a., og vafa- laust hafa þeir eins og ég grætt á þeim samskiptum bæði fróðleik og ánægju. Í lok heimsóknarinnar bað Skúli mig þiggja þriggja binda rit sitt um Sögu Þorlákshafnar, mikið rit og fróðlegt. Nú er Skúli allur og sú fróðleiks- lind, sem hann var um sögu þessa lands, að ósi stemmd. Það er sýnt að við eigum mönnum eins og Skúla Helgasyni margt að þakka – þeir eru á sinn hátt aflgjafar sameiginlegrar þjóðarvitundar. Það er því með sökn- uði sem slíkir menn eru kvaddir og sjálf sakna ég vinar í stað. Guðrún Guðlaugsdóttir. ✝ Guðrún Hall-dórsdóttir fædd- ist í Haga á Barða- strönd 12. júlí 1930. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 20. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Ólafur Bjarnason bóndi í Holti og Guðrún Þórðardótt- ir. Hún fluttist mán- aðar gömul til föður síns að Holti Barða- strönd og ólst upp hjá honum og föð- urbróður sínum Þorvaldi Bjarnasyni og Ólöfu Dagbjarts- dóttur sem gengu henni í for- eldra stað. Guðrún eignaðist 9 hálfsystkini og 6 uppeldissystk- ini. Hún giftist 1. des. 1954 Þórði Marteinssyni frá Siglu- nesi, f. 6. apríl 1932, og eiga þau fjögur börn: 1) Halldór Ólafur, f. 11. nóv. 1954, kvæntur Sigrúnu Helgadóttur, f. 30. des. 1975, sonur þeirra er Þórður Helgi, f. 3. des. 2000. 2) Gísli, f. 27. okt. 1955, d. 7. jan. 1968. 3) Marteinn Ingibjörn Elías, f. 2. okt. 1961, giftist Unn Inger Smith og þau eiga tvær dæt- ur, Silje Marie, f. 15. sept. 1981, hún á eina dóttur Linn, f. 4. jan. 2001, og Malin Ulrika Marie, f. 23. júní 1987, sambýliskona hans er Yvanne Hólmeide. 4) Ólöf Guðrún, f. 22. júní 1970, sambýlismaður Ólafur Gestur Rafnsson, f. 25. júlí 1970, börn þeirra eru Tinna Holt, f. 4. júlí 1988, Patrekur Örn, f. 28.júlí 1994, og Agnes Diljá, f. 4. feb. 1997. Útför Guðrúnar var gerð frá Patreksfjarðarkirkju 27. júlí. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gegnið saman hönd í hönd, hæglát farið niður á strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Elskuleg tengdamamma og amma er farin frá okkur og við eigum eftir að sakna hennar sárt. Guðrún var yndisleg kona, vildi allt fyrir mann gera sem hún gat. Við erum ekki ennþá búin að átta okkur á öllum þessum breytingum, en það vantar mikið þegar þú hringir ekki því þú varst vön að hringja minnst einu sinni á dag til að fá fréttir af Þórði Helga og okkur Dóra. Um jólin varst þú vön að baka smákökur og annað og alltaf varð maður að fá í box til að taka með heim og þegar þú bakaðir kleinurnar komst þú alltaf með poka af þeim til okkar. Það var alltaf notalegt að koma heim í Aðalstrætið. Þar var rólegt, notalegt og alltaf hægt að spjalla um daginn og veginn, það varð reyndar fjörugra þegar Þórður Helgi stækk- aði, þá vildi hann alltaf fara og skoða dótið hennar ömmu á stofuborðinu og fjarstýringarnar hans afa, þá var stundum eltingaleikur. Það er skrítið að Þórður Helgi fái ekki að kynnast ömmu sinni meira, en við munum geyma minningarnar í hjörtum okkar og segja honum frá þeim eins og t.d. þegar við fórum uppá sjúkrahús að kveðja ömmu áður en hún fór suður í sína hinstu legu að þá kyssti hann ömmu og afa bless en var vanur að láta nægja að vinka bara. Alla bílana sem amma færði honum þekkir hann og eru þeir partur af minningu hans um ömmu. Það er margt annað sem mætti segja og skrifa en hugir okkar munu geyma og varðveita minningu þína. Guð geymi þig. Ég trúi á ljós, sem lýsi mér, á líf og kærleika, á sigur þess, sem sannast er, og sættir mannanna. Á afl sem stendur ætíð vörð um allt, sem fagurt er, á Guð á himni, Guð á jörð og Guð í sjálfum mér. (Ólafur Gaukur.) Sigrún og Þórður Helgi. Elsku amma, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, því að þú áttir svo stóran hlut í lífi okkar. Það var alltaf svo gott að geta leitað til þín með gleði okkar og sorgir. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur. Við áttum margar góðar stundir saman sem eru nú dýrmætar minn- ingar sem við eigum í hjarta okkar og huggum okkur við. Mesta sportið var að fara í sveitina með ykkur afa og var þá byrjað að bíða snemma á vorin eft- ir fyrstu ferðinni. Það var nú margt brallað í sveitinni, allar fjöruferðirnar og fjallgöngurnar sem einhvern veg- inn höfðu alltaf þennan ævintýra ljóma yfir sér. Svo á kvöldin var spilað rommy eftir að hafa troðið í sig öllum kræsingunum sem þú varst alveg snillingur í að töfra fram. Það var líka passað uppá það að elda og baka það sem þú vissir að okkur fannst gott. Ekki voru síðri næturnar sem við fengum að gista hjá ykkur afa hér fyr- ir vestan þegar við vorum í pössun, og eins og alltaf þá áttir þú allan tíman fyrir okkur, að spila við okkur eða gera eitthvað skemmtilegt saman. Þú lést okkur alltaf finnast eins og veröldin snerist í kringum okkur. Þegar þið afi komuð úr einverri ferð hvort sem það var úr Reykjavík eða bara hér á næstu fjörðum þá komstu alltaf með fullan poka af gjöfum fyrir okkur og skemmtilegast var að taka upp jólapakkann sem var frá ykkur, því það voru alltaf svo margir spenn- andi hlutir sem komu þar í ljós. Þú kallaðir okkur ljósin þín eða englana þína, en nú ert þú orðin engillinn, verndarengillinn okkar, því að við vit- um að þú munt halda áfram að passa og vernda okkur, eins og þú gerðir alltaf. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Tinna Holt, Patrekur Örn og Agnes Diljá. GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í sím- bréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsyn- legt er, að símanúmer höfund- ar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Birting afmælis- og minningar- greina 2)    -    $        )            )    )  '8  2CC*( *())' , >DE = + 1,"  ,  +  2   ,    + ,   ( &1 ,   15& .  " .  ,       ) ,   -       $-$       )   /  )  )    (C6'8'*  0& 3F 2 1 1," =++ "6%   , ( 1   = C  + >%5&( 1   =@ =@    5( 1  #   ,   #!   ( 1    , (    ( 1 65 ( 1  6     ,  #"( 1  .!   %  %&%  %  %&" +  ,     ,  -      $-$        )           )   )  #('0#  '8'**())' 1  ! " 4"  ,       $ $   #  ,5 * +    ,   " ,5   +1  (      2  ,5    0G  ,5    "(      * A ,5     , #"#       ,5    +1"#    0.  ,5      #"#     ,5  ,5   2 1 0"05     & %& & %&" +   ,       ,     -       $-$        ) )  )     *; *  /   H +.5 " 4"  ,           $ $  5 ( "    2+  # $         # $   !   #  "    =+ 0     ( &1     ( 1 # $  ,   ,       5 9C+1    "     # $ ; $5        %  %&%  %  %&"          =7)' (C6' 2C 12  &,  "  #   $   %   6  ( )$     7   ) * '    ( 1   2 1 2&=@     ,   2+, 65 =@     +  /  %5&=@     /  2+  ( &1=@    %  %&"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.