Morgunblaðið - 10.08.2002, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 10.08.2002, Qupperneq 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ                             ! "#  $% !                                     Íslands eina von Eyjólfur Kristjáns Vesturgötu 2 sími 551 8900 2 DAGA „COUNTRY & WESTERN FESTIVAL“ ******************** Laugard. 10. ágúst kl. 19.30 - 03 Kántrýstjarnan GÍSLI JÓHANNSSON & BIG CITY LÍNUDANS LEYNIGESTIR DANSLEIKUR Miðaverð kr. 2.000 Sætaferðir frá BSÍ kl. 19.00 Verð báðar leiðir kr. 1.500 Nánari upplýsingar í símum 421 2526 og 895 1103 Óvæntur glaðningur fyrir hatthöfða og hestamenn bæði kvöldin! *************************** Sunnudagskv. 11. ágúst 22 - 01 KVEÐJUTÓNLIEKAR! GÍSLI JÓHANNSSON & BIG CITY í síðasta sinn á Íslandi Miðaverð kr. 1.000 Sætaferðir frá BSÍ kl. 21.00 Verð báðar leiðir kr. 1.500 Stapinn býður gesti velkomna eftir gagngerar breytingar! & ' $      (# # -  8 3 %      $ 8 3 #     9:  NÝ HLJÓMPLATA bandaríska tónlistarmannsins Bruce Springsteens, The Rising, fór beint í efsta sætið á bandaríska vinsældalistanum, en um 526 þús- und eintök seldust af plötunni fyrstu vikuna eftir að hún kom út. Platan hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda en sjö ár eru frá því Springsteen gaf síðast út breið- skífu. Flest lögin á plötunni tengjast hryðjuverkaárásunum sem gerðar voru á Bandaríkin 11. september sl. Springsteen hefur verið óþreytandi að kynna plötuna að undanförnu, var m.a. í forsíðuviðtölum hjá tíma- ritunum Time og Rolling Stone, hefur komið fram í fjölda sjón- varpsþátta og hefur í kvöld tón- leikaferð um Bandaríkin. Þetta er þriðja plata Spring- steens sem fer beint í efsta sæti bandaríska vinsældalistans. Þær fyrri voru plöturnar Greatest Hits og Live 1975–1985. Brúsi er ekki af baki dottinn. Ný plata Spring- steens beint í efsta sætið JIMMY: „Er einhvers staðar svona risaskúffa með svona 300 diktafón- um?“ [...] Orlando: „Munið þið eftir Water- gate ...(þögn) ... (allir hlæja hátt) ... Hvernig var umslagið aftur, það var einhvers konar ... æi lagið þarna „When he hits me I know he cares“. Hann var að spila lög með fárán- legum nöfnum.“ [...] Jimmy: „Við keyptum þær í Belg- íu, í hundraðkallabúð. Við dvöldumst þar á menningarsetri sem er 60 kíló- metra fyrir utan Brussel. Þar feng- um við þessar ágætis húfur og þær hafa fylgt okkur alla tíð síðan.“ [...] Jimmy: „Ég smakkaði ost sem vinur minn bjó til um daginn. Það var helv... góður ostur! Hann tók lítra af mjólk og setti út í pott. Þegar hún var kominn upp að suðumarki og var búinn að sjóða í tvær til þrjár sekúndur tók hann hálfan lítra af súrmjólk og setti út í og hrærði. Eft- ir smá tíma skilst þetta svo að þann- ig að til verða kögglar annars vegar og einhvers konar grænt jukk hins vegar. Síðan sigtarðu þetta, tekur kögglana og þjappar þeim saman. Þá ertu kominn með þennan fínasta ost. Þetta var ekki ólíkt Feta-osti.“ [...] Orlando: „Kýprusviðurinn drúpir í skugga sínum.“ [...] Orlando: „Það er bara eitt svar við þessari spurningu. Já eða nei.“ [...] Suawey: „Það mega allir koma bara og ... steikja.“ [...] Bobby: „Einu sinni var Suawey að spila sólósett úti í Bretlandi og var vel við skál. Jimmy öslaði þá upp að honum og sagði honum bara hvað honum fannst og sagði: „Djö... varstu lélegur, hvað varstu að pæla!“ Svo endaði þetta með því að þeir voru að þrasa eins og einhverjir litlir krakkar: „Þú ert víst lélegur“ – „Nei,“ – „Jú“ – „Nei“ og svo frv. Þetta endaði svo með því að Suawey kom með gítarinn sinn og buffaði Jimmy með honum.“ [...] Suawey: „Svo er það sagan af Bobby. Einu sinni var hann að glamra á gítarinn á Laugaveginum og allt í einu stillir fólk sér upp fram- an við Bobby og byrja að kalla: „Brjótt’ann!, brjótt’ann!“ Bobby varð svolítið skelfdur en það endaði með því að það var kominn rosahóp- ur í kringum hann sem öskraði „Brjótt’ann!, brjót’ann!“ Það endaði með því að Bobby gafst bara upp og braut gítarinn í spón!“ [...] Pamela: „Ég fór einhvern tíma á Diablo og það eina sem ég heyrði var 140 takta „gabba“.“ Rúnk vill ekki skilgreina tónlistina sína. Arnar Eggert Thoroddsen settist því niður með meðlimum og skráði niður hvað þeir höfðu að segja, eftir bestu getu. Lesendum er svo látið eftir að ráða í útkomuna. arnart@mbl.is Uppskrift að osti – því ekki? Rúnk gefur út hljómplötuna Ghengi Dahls LEIKSÝNINGIN Light Nights hefur verið sýnd hér á landi sem erlendis um áratuga skeið. Það er Kristín G. Magnús sem hefur veg og vanda af sýningunni. Á dögunum kom hingað til lands hópur frá Hawaii til að berja leiksýninguna augum, en hún fer fram í Kaffileikhúsinu í Hlað- varpanum. „Tildrög þess að þessi 29 manna hópur kom hingað til lands til að sjá sýninguna má rekja aftur til ársins 1978,“ segir Kristín. „Þá var ég á ferð með Light Nights í Bandaríkjun- um og kom kona á sýningu hjá mér í Iowa sem heitir Jutta Dold.“ Jutta var svo hrifin af sýning- unni að nú, rúmum 20 árum síðar, ákvað hún að koma með hóp af fólki hingað til lands. „Hún rekur núna stórt fyrirtæki í Hawaii sem heitir European World Travel. Hópurinn sem hing- að kom er sem sé á hennar vegum og samanstendur af fólki frá Hawaii og íbúum Utah,“ segir Kristín. Hópurinn lét vel af sýningunni og hugnaðist dvölin hér á landi vel. „Það var afskaplega gaman að fá fólkið á sýninguna. Það var mjög lifandi og skemmtilegt,“ sagði Kristín og bætti við að lokum að sýningin hefði heppnast framúr- skarandi vel. Leiksýningin Light Nights í Kaffileikhúsinu Hópur frá Hawaii Hópurinn lét vel af sýningunni. Morgunblaðið/Arnaldur Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Hljómsveitin Spútnik verður með dansleik í Bíósalnum á Siglufirði í kvöld. ALÞJÓÐAHÚSIÐ, Hverfisgötu 18: Taílenskir dagar. Skemmtiatriði og diskó fram á nótt. AUSTURSTRÆTI 16, Gamla Reykja- víkurapótekið: Samsýning í turninum á fimmtu hæð. Gengið inn frá Póst- hússtræti. Meðal þeirra sem sýna eru Bibbi, Birta Guðjónsdóttir, Guð- finna Mjöll Magnúsdóttir, Hugleikur Dagsson, Kristín Björk Kristjáns- dóttir og Orri Jónsson. Kl. 15 til 18. BÍÓSALURINN, Siglufirði: Hljóm- sveitin Spútnik.Fyrr um kvöldið verður sveitin með útitónleika fyrir stelpurnar á pæjumótinu sem haldið verður á Siglufirði um helgina. BROADWAY: 10 ára afmælis- dansleikur Milljónamæringanna kl. 22:00. BÆJARBARINN ÓLAFSVÍK: Hljóm- sveitin Feðurnir. BÖGGVER, Dalvík: Hljómsveitin Sixties spilar og kynnir nýja plötu. CAFÉ AMSTERDAM: Hljómsveitin Sólon. CAFÉ CATALÍNA: Sváfnir Sigurð- arsson trúbador. CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og Mete Gudmundsen spila fyrir gesti til kl. 3. GAUKUR Á STÖNG: Sálin hans Jóns míns. GRAND ROKK: Botnleðja spilar nýtt efni á „Rokk á Grandrokk“ Tónleik- arnir hefjast eftir kl. 23:59. GULLÖLDIN: Svensen og Hallfunkel skemmta. INGHÓLL, Selfossi: Jet Black Joe með tónleika laugardagskvöld. Með í för er hljómsveitin Vínyll. JÓMFRÚIN, Lækjargötu: Tríó Björns Thoroddsen kl. 16:00 til 17:00. KAUPFÉLAGIÐ: Tríó Margeirs með brjálað stuð. KAFFI REYKJAVÍK: Íslands eina von og Eyjólfur Kristjánsson. LUNDINN, Vestmannaeyjum: Hljómsveitin Hafrót. N1-BAR, Reykjanesbæ: Á móti sól. O’BRIENS, Laugavegi 73: James Hickman. ODD-VITINN, Akureyri: Dansleikur með Heiðursmönnum. RÁIN, Reykjanesbæ: Hjómsveitin SÍN spilar. SIRKUS, Klapparstíg 30: Tónleikar með Kimono, Sofandi og Hudson Wayne klukkan 17. Frítt inn. SJALLINN, Ísafirði: Írafár ásamt diskóbandinu Boogie Knights. SPOTLIGHT: Hátíðardansleikur á Spotlight kl. 23. Upphitun fyrir kvöldið hefst eftir hátíðarhöldin á Ingólfstorgi. Spotlight opnað kl. 17 . STAPINN, Reykjanesbæ: Gísli Jó- hannsson & Big City, laugardags- kvöld. Country & Western Festival . VIÐ POLLINN, Akureyri: Hljóm- sveitin Einn & sjötíu. VÍKIN, Höfn: Diskórokktekið og far- andskífuþeytirinn Dj SkuggaBaldur. VÍKURRÖST, Dalvík: Hljómsveitin 17 vélar og Björgvin Halldórsson laugardagskvöld. Þeir koma einnig fram á Fiskideginum mikla á Dalvík fyrr um daginn. Reuters Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.