Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 55
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Sýnd kl. 10. Vit 406Sýnd kl. 8.
Sýnd kl. 2, 4 og 6.
Íslenskt tal. Vit nr. 410.
Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4 og 6.
FrumsýningFrumsýning
Powers
ýning
kl. 12 á
miðnæt
ti
Sýnd kl. 3.40. B.i. 10Sýnd kl. 4 og 6.
Sýnd kl. 8 og 10.
Þegar ný ógn steðjar að
mannkyninu hefst barátta
upp á líf og dauða.
STÓRKOSTLEGAR TÆKNIBRELLUR
OG BRJÁLAÐUR HASAR.
Sexý og Single
Búðu þig undir geggjaða
gamanmynd í anda There´s Somet-
hing About Mary! Cameron Diaz
hefur aldrei verið betri.
-
Frumsýning
Powersýning
kl. 10.40
Sýnd kl. 5.20, 8
og Powersýning kl. 10.40.
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
421 -1170
Sýnd kl. 2 og 4. Íslenskt tal. Vit 410.Sýnd kl. 2 og 6. Vit 415
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 417Sýnd kl. 8 og 10.40.
FrumsýningFrumsýning
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is
Sexý og Single
Vinsældir
eru ekki
keppni...
heldur
stríð!
Sýnd kl. 2 með íslensku tali.
Miðasala opnar kl. 13.30
Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 12.
Þú hefur aldrei upp-
lifað aðra eins mynd!
Láttu ekki handtaka
þig áður en þú
fremur glæpinn!
Glæpalaust Ísland.
Frumsýning
kl. 4, 7 og 10.
YFIR 35.000 MANNS!
YFIR 10.000 MANNS!
Allra síðustu sýningar
Sýnd kl. 2, 3, 5, 8, 9 og Powersýningar 11 og 12. Bi14.
Powersýningar
kl. 11 og 12
Sýnd kl. 6.
„Ein besta mynd þessa árs.
Fullkomlega ómissandi.“
SV Mbl
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og 12. B.i. 10.
www.laugarasbio.is
YFIR
35.000.
MANNS!
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára
Sýnd kl. 4, 7 og Powersýning kl.10.
STÓRKOSTLEGAR TÆKNIBRELLUR
OG BRJÁLAÐUR HASAR.
Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10.
Frumsýning
POWERSÝNING
kl. 10.
Á STÆRSTA THX
tJALDI LANDSINS
Þú hefur aldrei upp-
lifað aðra eins mynd!
Láttu ekki handtaka
þig áður en þú
fremur glæpinn!
Glæpalaust Ísland.
„Ein besta mynd
þessa árs.
Fullkomlega
ómissandi.“
SV Mbl
STUTTMYNDADAGAR í
Reykjavík verða 10 ára í
ár og er undirbúningur
að elleftu stuttmyndahá-
tíðinni nú hafinn en hún fer fram í
Regnboganum 6. til 10. september
næstkomandi. Hátíðin var stofnuð
af Jóhanni Sigmarssyni en hug-
myndin var að hvetja ungt fólk til
þess að taka þátt í kvikmyndagerð.
Verkum hátíðarinnar er skipt
upp í tvo flokka, annars vegar
myndir sem teknar eru á filmu og á
myndbönd af atvinnumönnum og
hins vegar myndir sem teknar eru á
myndbönd af áhugamönnum. Skip-
uð verður dómnefnd sem velja mun
bestu myndirnar í báðum flokkum.
Þátttaka á Stuttmyndadögum
hefur ávallt verið mjög góð en í ár
er búist við metþátttöku eða um
130–140 myndum víðsvegar að úr
heiminum. Meðal þeirra sem koma
erlendis frá má nefna stutt-
myndaverkefni sem ber heitið Ten
Minutes Older og eru það
tíu mínutna verkefni eft-
ir heimsfræga leikstjóra
eins og Spike Lee (Jungle
Fever), Martin Scorsese (Good-
fellas) og Aki Kaurismäki (Man
Without a Past), sem nú í ár fékk
Silfurpálmann á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes.
Nú óska aðstandendur Stutt-
myndadaga eftir stuttmyndum í
keppnina og er öllum heimilt að
senda inn myndir á eftirfarandi
formi; betu, SP-betu, DV, 16mm og
35mm filmum.
Þátttökugjald er 1.500 krónur
fyrir hverja mynd og geta umsækj-
endur sótt umsóknareyðublöð á
vefslóðina www.this.is/shortcut.
Umsóknarfrestur rennur út 20.
ágúst næstkomandi og verða þá all-
ar myndir að vera komnar inn á
skrifstofu Stuttmyndadaga í
Reykjavík og Kvikmyndasjóðs Ís-
lands á Túngötu 14.
Stuttmynda-
dagar í áratug
HÓPUR yfir 250 kvikmyndagagn-
rýnenda og kvikmyndaleikara er
sammála um að kvikmyndin Citizen
Kane, sem Orson Welles gerði árið
1941, sé besta kvikmynd allra tíma.
Þetta var niðurstaða könnunar sem
breska kvikmyndastofnunin birti í
dag í tímaritinu Sight & Sound en
stofnunin gerir slíka könnun á tíu ára
fresti. Citizen Kane hefur verið efst á
þessum lista undanfarin 40 ár.
Bæði gagnrýnendurnir og leik-
stjórarnir voru sammála um að Citi-
zen Kane ætti skilið að vera í efsta
sætinu en þeir voru ekki sammála um
næstu myndir. Gagnrýnendurnir
völdu Vertigo eftir Alfred Hitchcock í
2. sætið og raunar skildu aðeins sex
atkvæði myndirnar tvær að. Leik-
stjórarnir töldu hins vegar að fyrstu
tvær myndir Francis Fords Coppolas
um Guðföðurinn ættu skilið að deila 2.
sætinu.
Yfir 700 kvikmyndir voru tilnefnd-
ar eftir fjölda leikstjóra, þar á meðal
Quentin Tarantino, Bernardo Berto-
lucci, Tim Robbins, Sam Mendes og
Cameron Crow.
Þessi könnun var fyrst gerð árið
1952 og leitað er álits gagnrýnenda og
leikstjóra víða að, svo sem frá Bangla-
desh, Kúbu og Eistlandi. Byrjað var
að leita álits leikstjóra árið 1992.
„Gagnrýnendakönnunin er horn-
steinn þess mats sem lagður er á
kvikmyndir. Citizen Kane hefur verið
efst á listanum síðustu 40 ár og það
staðfestir að Orson Welles er Shake-
speare nútíma kvikmynda,“ sagði
Nick James, ritstjóri Sight & Sound.
Efstu myndir á lista
gagnrýnenda voru:
Citizen Kane (Welles) 1941
Vertigo (Hitchcock) 1958
La Regle du Jeu (Renoir) 1939
The Godfather og The Godfather,
Part II (Coppola) 1972, 1974
Tokyo Story (Ozu) 1953
2001: A Space Odyssey
(Kubrick) 1967
Sunrise (Murnau) 1927
Beitiskipið Pótemkín
(Eisenstein) 1925
8 1/2 (Fellini) 1963
Singin’ in the Rain
(Kelly, Donen) 1951
Efstu myndir á lista
leikstjóra voru:
Citizen Kane (Welles) 1941
The Godfather og The Godfather
Part II (Coppola) 1972, 1974
8 1/2 (Fellini) 1963
Lawrence of Arabia (Lean) 1962
Dr. Strangelove (Kubrick) 1963
Reiðhjólaþjófarnir (De Sica) 1948
Raging Bull (Scorsese) 1980
Vertigo (Hitchcock) 1958
Rashomon (Kurosawa) 1950 og
La Regle du jeu (Renoir) 1939
Sjö samúræjar (Kurosawa) 1954.
Enn besta kvikmynd sögunnar
Þótt Citizen Kane hafi verið gerð
fyrir 60 árum þykir hún enn besta
kvikmynd sem gerð hefur verið.