Morgunblaðið - 10.08.2002, Page 56

Morgunblaðið - 10.08.2002, Page 56
56 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 2 og 4. Vit 398 SÍMI 588-0800 KRINGLAN www.sambioin.is Sýnd kl. 10. B.i. 14. Vit 393. 1/2 Kvikmyndir.is HETJA MUN RÍSA UPP... ...Á AFTURLAPPIRNAR. Sýnd kl. 5.50 og 8. Vit 415 Þú átt eftir að fá verk í beinin af hlátri. Kolrugluð grínmynd sem kemur öllum í gott skap. Í anda „God's must be crazy“ myndana. i í i i l i l l í ll í Sýnd kl. 6, 7, 8, 9, 10 og 11. POWERSÝNING kl. 10. Bi. 14. Vit 417 Sýnd kl. 1, 2, 3, 4 og 5. Íslenskt tal. Vit 418 Frumsýn ing Frumsýning Líkar þér illa við köngulær? Þeim líkar ekkert vel við þig heldur! Frábær mynd full af húmor og hryllingi sem á eftir að láta hárin rísa! Ný sérstök útgáfa! Nú í fyrsta sinn í kvikmyndahúsum með íslensku tali www.sambioin.is Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 10. B.i. 16. Sýnd kl. 2 og 4. Steve Martin Laura Dern Helena Bonham Garter Mávahlátur Kvikmyndir.is DV Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali. S ag a u m s tr ák 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2 26 þúsund áhorfendur  SG DV Sýnd kl. 8 og 10.05. Hvað myndir þú gera ef þú gætir stöðvað tímann? Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Frumsýning DV RadíóX Ný sérstök útgáfa! Nú í fyrsta sinn í kvikmyndahúsum með íslensku tali.  Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.20. B. i. 16.  DV  HL. MBL Sýnd kl. 6. Síðustu sýningar 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 2. Vegna fjölda áskoranna verður myndin sýnd áfram í örfáa daga SV Mbl ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8 og 9. Hluti af ágóða myndarinnar rennur til Hjálparstofnunnar Kirkjunnar. „Síðasta sýningarhelgi á MÁVAHLÁTRI í Háskólabíói. Þökkum frábærar viðtökur!“ HELGIN verður annasöm hjá Páli Óskari að þessu sinni, enda ekki vanur að láta sitt eftir liggja þegar taumlaus gleði er á boðstólnum. Klukkan 15 í dag hefst hin árlega Gay Pride-ganga þar sem samkyn- hneigðir, vinir þeirra og velunnarar og annar íslenskur almenningur safnast saman í miðbæ Reykjavík- ur til að boða „stolt úti um allt“, en það er yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni. Eftir að hafa stjórnað skemmtidagskrá Hinsegin daga á Ingólfstorgi sem Ungfrú Öskjuhlíð er ferðinni heitið á 10 ára afmæl- isdansleik Milljónamæringanna á Broadway. Á þessum árlega stór- dansleik munu þeir Páll Óskar, Bjarni Ara, Stephan Hilmarz og Raggi Bjarna syngja með Millunum allar þær perlur sem þeir hafa gert ódauðlegar með sveitinni og meira til. Hvernig skyldi Páll Óskar svo hafa það í dag þrátt fyrir annríkið? Ja, það er nú svo fríkað að þótt ég sé undir miklu álagi þessa daga er ég í mjög góðu andlegu jafnvægi. Þökk sé „efri hæðinni“. Hvað ertu með í vösunum? Ég geng í of þröngum buxum til að geta haft nokkuð í vös- unum. Er mjólkurglasið hálftómt eða hálffullt? Vatn er málið. Fæ aldrei nóg. Ef þú værir ekki tónlistar- maður hvað vildirðu þá helst vera? Kvikmyndaleikstjóri. Það var „plan A“ í gamla daga. Hefurðu tárast í bíói? Já, ég táraðist síðast yfir nýjustu kvikmynd Cameron Diaz, The Sweetest Thing. Ég grét yfir þess- um 97 mínútum sem ég sólundaði í þessa mynd. Ég held ég hafi misst pínulítið af greindarvísitöl- unni út í poppið. Hverjir voru fyrstu tón- leikarnir sem þú fórst á? Spilverk þjóðanna í hátíðarsal MH. Þá var ég 5 ára, og Diddú var alltaf að passa mig og þvældist með mig hvert sem var. Þótt hún væri orðin poppstjarna var það engin afsökun til að sleppa við barnapössun. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Ég væri til í að láta bólusetja mig gegn Richard Dreyfuss. Hver er þinn helsti veikleiki? Súkkulaði, íslenskt skal það vera. Finndu fimm orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. 180, 73, skol, grágræn, flottur. Wham! eða Duran Duran? Auðvitað Wham! og ekki gleyma upphrópunarmerkinu. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? Lína Langsokkur, upprunalega ís- lenska þýðingin. Hvaða lag kveikir blossann? „Light My Fire“ sungið af Shirley Bassey. Sú útgáfa af laginu er hreinlega í björtu báli. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Ég keypti smáskífuna af „Love To See You Cry“ með Enrique Iglesias. Ég fíla svo þessa stæla í honum, hann fer svo yfir strikið. Hann er eins og drag-útgáfa af sjálfum sér. Hvert er þitt mesta prakk- arastrik? Evróvision 1997. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Samloka með lakkrís. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Engu. Eftirsjá er bara eyðsla á orku. Allt sem gerist, eða þú gerir, hefur tilgang. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já. Ég trúi líka á líf fyrir dauðann. Samloka með lakkrís og prakkarastrikið evróvision SOS SPURT & SVARAÐ Páll Óskar Hjálmtýsson Mor gun blað ið/Þ ork ell SIR SEAN Connery neitaði greiðslu að upphæð 134 milljónir fyrir að keyra bifreið af gerðinni Skoda. Skoska stjarnan átti að verða andlit nýrrar auglýs- ingaherferðar fyrir þennan tékkneska bíl er flestir kannast við. Sir Sean, sem er 72 ára, hafði hins vegar engan áhuga á að verða við beiðn- inni vegna slæms orðspors Skoda. „Ég hafði áhuga en við skulum horfast í augu við að Skoda var ekki frábær bíll. Bíllinn var seldur með ryði. Maður þurfti ekki að bíða eftir því að það myndaðist,“ sagði Conn- ery. Viðhorf Sir Seans er áfall fyrir bílaframleiðandann, sem hefur eytt mörg hundruð milljónum í að losna við gömlu ímyndina. Connery hefur reyndar viðurkennt að honum hafi lit- ist vel á nýja bílinn þegar hann sá hann. Þetta er ekki eina verkefnið sem leikarinn hefur neitað nýlega. Honum var boðið hlutverk Gandálfs í Hringa- dróttinssögu á undan Ian McKellen. „Ég hafði aldrei lesið Tolkien þannig að ég skildi ekki handritið þegar það var sent til mín,“ viðurkenndi Con- nery. Sir Sean vill ekki Skoda Sir Sean Connery BÚIÐ ER að ákveða að Óskarsverðlaunahafinn Mel Gibson leiki Jesú í nýrri mynd um líf Krists sem kall- ast Passion. Gibson, sem er kaþólikki, hefur eytt talsverðum tíma að und- anförnu á suðurhluta Ítalíu í leit að tökustöð- um er líkj- ast Palest- ínu á fyrstu öld. Gibson hefur enn fremur rætt við guðfræðinga og háttsetta embættismenn innan kirkj- unnar til þess að reyna að skilja þjáningu Jesú Krists. Hollywood-stjarnan hefur fordæmt það kynferðisofbeldi sem prestar hafa nýlega orið uppvísir að en fordæmir ekki kirkjuna vegna þess. Hann segist ekki munu ganga af trúnni af því að hann sé of hræddur um að hann fái þá „eldingu inn í neðri hlutann“. Gibson leikur Jesú Mel Gibson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.