Morgunblaðið - 11.10.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 11.10.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Höfum við ekki áhuga á að kaupa Mosfellsdánarbúið, frú borgarstjóri? Lestrardagur í Skólavörubúðinni Þroski, mennt- un og framfarir LESTRARDAGURverður í Skólavöru-búðinni, Smiðju- vegi 5 í Kópavogi, á morg- un, 12. október, milli klukkan 12 og 14. Helga Matthildur Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur er í forsvari fyrir þessa uppá- komu og svaraði hún nokkrum spurningum. Á hvers vegum er þessi lestrardagur? „Við hjá Skólavörubúð- inni höfum m.a. skilgreint sem hlutverk búðarinnar að stuðla að auknum þroska, menntun, framför- um leik- og grunnskóla- barna. Til að auðvelda kennurum og forráða- mönnum barna aðgengi að vöruframboði SVB þá höf- um við endurflokkað vöruskrána út frá aðalnámskrá leik- og grunnskóla og er það að finna á heimasíðu okkar, www.svb.is, þar sem einnig er vefverslun. SVB var stofnuð 1957 af Ríkisútgáfu námsbóka sem síðar varð Náms- gagnastofnun. Verslunin hefur verið landsþekkt fyrir sérhæft vöruframboð, góða þjónustu og hagstætt verð. Með þessu höfðum við til þjónustuhlutans.“ En hvers vegna lestur? „Eins og segir í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla frá 1999 eru menntun og velferð nemenda sameiginlegt verkefni heimila og skóla. Við hjá SVB vilj- um leggja áherslu á góða sam- vinnu við skóla og heimili og vilj- um nú vekja athygli á mikilvægi lesturs. Góð lestrarfærni er nauðsynleg og lestrarkunnátta er grunnurinn að öllu bóklegu námi. Það krefst vinnu að læra að lesa og þess vegna nauðsynlegt að bækur séu á góðu máli og aðgengilegar. Ekki spillir fyrir að þær séu skemmti- legar, frásagnir lifandi og myndir litríkar. Efni þarf að vera fjöl- breytt að minnsta kosti fyrir þau yngstu til þess að fanga athygli þeirra. Aukin áhersla er á þátt- töku foreldra í námi barna sinna og það er gleðilegt að geta sagt frá því að nýjungar sem kynntar verða hjá SVB þennan dag taka einmitt mið af því. Í samvinnu við Námsgagnastofnun munum við bjóða upp á góð tilboð þennan dag bæði á lestrarbókum og forritum ætluðum til lestrarnáms.“ Sérstakar áherslur? „Mjöll Einarsdóttir starfsmað- ur SVB beindi athygli minni að málefnum lesblindra og vakti það í raun furðu mína hversu lítið var um lesefni fyrir þennan hóp fólks. Þetta virðist hafa verið mikið feimnismál og er jafnvel enn í dag. Það er talið að um 20% þjóð- arinnar eigi við námsörðugleika að etja, erfiðleikar við lestrarnám munu vera nær alltaf undirrót námserfiðleika. Þeir sem búa við lestrarörðugleika eru líklegri til að flosna upp frá námi og þar með líklegri til að lenda í margvíslegum vanda- málum á lífsbrautinni. Stór hópur fólks hlýtur að þjást og ég er viss um að þetta er falið að einhverju leyti í samfélagi okkar og erfiðleikum við nám jafnvel skellt á aðrar sakir. Það er nær óhugsandi að gera sér grein fyrir einangrun og vanlíðan fólks sem er með lesblindu og nýtur engrar aðstoðar eða kennslu. Oft eru þetta vel gefnir einstaklingar sem hafa ekki fengið að njóta sín sem skyldi. Ég hef kynnst því undanfarið, að víða er áhugi á þessum mála- flokki, þ.e. lesblindu. Það má geta þess að innan Borgarbókasafns- ins starfar teymi sem m.a. sinnir þessum málaflokki og áhugi er fyrir því að auka framboð á efni fyrir lesblinda. En það takmark- ast mjög af því að slíkt efni er ekki gefið út, t.d. skáldsögur fyrir fullorðna með stóru letri og/eða styttri útgáfur. Öll útibú Borgar- bókasafnsins bjóða upp á þær hljóðbækur og það léttlestrarefni sem gefið hefur verið út. Við erum að kynna það sem í boði er tengt lestri. Það má hugs- anlega beina athyglinni meira að úrræðum heldur en greiningum. Vonumst við til þess að geta bent oft á tíðum úrræðalitlum foreldr- um á lausnir og sýnt bæði það nýjasta og einnig það sem hefur verið notað.“ Hvernig verður Lestrardagur fyrir lesblinda? „M.a. fá gestir okkar að kynn- ast starfi Merkiskvenna, sem er hópur sem unnið hefur mikið og óeigingjarnt starf í þágu þeirra sem þjást af lesblindu. Gyða Stef- ánsdóttir sérkennari með ára- langa reynslu af því að vinna með fólki á öllum aldri með lestrarörð- ugleika mun kynna nýjan kennsludisk í stærðfræði. Forrit- ið sýnir reiknisaðferðir fyrir les- blinda. Gyða vinnur einnig að lestrarforriti sem kynnt verður síðar. Helga Sigurjóns- dóttir, sem rekur skóla fyrir lesblinda, kynnir starfsemi sína og verk og Elín Vilhelmsdóttir kennari, sem hefur tek- ið saman bók um lesblindu, og Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir kennari, sem er að þróa vefsíðu fyrir lesblinda, kynna einnig störf sín. Margt fleira, ekki endilega tengt lesblindu, mætti og nefna, t.d. heimsækja okkur Sylvía Guð- mundsdóttir og Bergljót Arnalds og kynna nýtt og skemmtilegt les- efni fyrir börn.“ Helga Matthildur Jónsdóttir  Helga Matthildur Jónsdóttir er fædd í Reykjavík í desember- mánuði 1960. Útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá HÍ 1985 og vann næstu árin á almennum deildum og geðdeildum og um tíma sem verkefnisstjóri hjá Hjúkrunarstjórn. Starfaði um tíma hjá Heilsuvernd, en síðan í janúar 2001 hefur hún starfað hjá Skólavörubúðinni eftir að hafa fest á henni kaup ásamt eigin- manni sínum, Rafni Benedikt Rafnssyni. Saman eiga þau Sig- urlaugu og Matthildi, fæddar 1988 og 1997, og á Helga auk þess tvö stjúpbörn, Pétur og Hjördísi. …að kynnast starfi Merk- iskvenna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.