Morgunblaðið - 11.10.2002, Síða 16
FRÉTTIR
16 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STARFSFÓLK og gestir Vinjar í
Reykjavík, sem er athvarf Rauða
kross Íslands fyrir geðfatlaða,
heimsóttu Akureyri í gær á vegum
Ferðafélagsins Víðsýnar, sem rekið
er innan athvarfsins. Tilgangur
ferðarinnar var m.a. að halda upp
á Alþjóða geðheilbrigðisdaginn
með félögum í Laut, athvarfi fólks
með geðraskanir, að Þingvallstræti
32 á Akureyri.
Í Laut var tekið vel á móti hópn-
um, sem í voru um 20 manns, um
hádegisbil í gær og honum boðið í
súpu eftir ferðalagið að sunnan.
Einnig fóru Akureyringarnir með
gestum sínum um bæinn í skoð-
unarferð. Í gærkvöld var svo
kvöldverður í Deiglunni og fundur
sem bar yfirskriftina; Horft til
framtíðar, þar sem flutt voru er-
indi um framtíðarsýn í málefnum
og þjónustu fólks með geðraskanir.
Einnig fór fram í gærdag kynning
á klúbbnum Geysi, sem eru samtök
um gagnkvæman stuðning geð-
sjúkra og starfa eftir alþjóðlegri
fyrirmynd. Mikill áhugi er fyrir
stofnun deildar innan Geysis á Ak-
ureyri og þá fyrir Norðurland.
Ferðafélagið Víðsýn var stofnað
í grænni lautu í skógi í Svarf-
aðardal árið 1999, í ferðalagi gesta
og starfsfólk Vinjar. Arnar Val-
geirsson starfsmaður Vinjar og
varaformaður ferðafélagsins sagði
félagið öflugt, með yfir 40 fé-
lagsmenn og hefði það m.a. að
markmiði að fara eina stóra ferð á
ári, til skiptis innanlands og er-
lendis. Félagið hefur staðið fyrir
ferð til Stokkhólms í Svíþjóð og í
síðasta mánuði var farin fimm
daga ferð til Edinborgar í Skot-
landi. Einnig hefur verið farin ferð
um Vestfirði á vegum félagins.
Ferðafélagið hefur fengið styrki
frá Pokasjóði verslunarinnar,
Reykjavíkurborg og Öryrkja-
bandalaginu.
Arnar sagði að félagið gæfi geð-
fötluðum, sem flestir væru ör-
yrkjar, kost á að ferðast á viðráð-
anlegu verði. „Öyrkjar og
geðfatlaðir hafa ekki sömu tæki-
færi til ferðalaga og ófatlaðir m.a.
vegna fjárskorts. Fólk sem komið
er á miðjan aldur er að fara til út-
landa í fyrsta skipti á vegum fé-
lagsins,“ sagði Arnar.
Sigurjón Egilsson ritari Ferða-
félagsins Víðsýnar hefur tekið þátt
í ferðum félagisns og líkað vel en
hann hafði lítið ferðast áður.
„Stofnun félagsins var mjög já-
kvætt skref og ég reikna með að
eiga eftir að fara í margar ferðir
til viðbótar á vegum þess,“ sagði
Sigurjón.
Gleðileg heimsókn
Jónína Hjaltadóttir for-
stöðumaður í Laut, athvarfi fólks
með geðraskanir, sagði að heim-
sókn ferðalanganna að sunnan
væri mjög gleðileg. Hún sagði
mjög áhugavert fyrir þessa hópa
að hittast, enda hefðu þeir ekki
haft mörg tækifæri til þess. Jónína
sagði að á Akureyri væri mikill
áhugi fyrir því að stofna deild inn-
an Geysis, auk þess að stofna
ferðafélag og ferðasjóð. „Þessi
hópur hér hefur ekki átt kost á
þeim mannréttindum að fara í
ferðalög. Hins vegar er tilkoma
Lautar stórkostlegt framtak fyrir
þetta fólk og er þess félagsmiðstöð.
Jónína sagði geðraskanir þekktar í
hverri fjölskyldu en með aukinni
umræðu um þessi mál féllu for-
dómafjötrarnir og að það væri af
hinu góða.
Félagar í Ferðafélaginu Víðsýn komu í heimsókn til Akureyrar
Eykur möguleika geðfatlaðra
Morgunblaðið/Kristján
Félagar í Ferðafélaginu Víðsýn fengu góðar móttökur í Laut, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir.
Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn var
haldinn hátíðlegur víða um land í
gær. Yfirskrift dagsins var áhrif
áfalla og ofbeldis á börn og ung-
linga. Myndin var tekin á hátíð-
arsamkomu, sem haldin var í Ráð-
húsi Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Golli
Fjallað um
geðheilbrigði
VIGFÚS Jóhansson, formaður
landssambands fiskeldisstöðva, seg-
ir að engin gögn styðji framkomnar
fullyrðingar um að fimm laxar sem
fundust í íslenskum vistkerfum í
haust, sé lax úr íslensku fiskeldi.
Hann segir ítarlega rannsókn hafa
farið fram á málinu með fulltingi
veiðimálastjóra.
„Hann kannaði þetta mál ítarlega
og sendi eftirlitsaðila víða um land
og niðurstaðan er sú að það finnst
hvorki nokkurs staðar eldislax né
eru fregnir af slíku,“ segir Vigfús.
„Það er því ekkert sem réttlætir þær
ályktanir sem m.a. Landssamband
veiðifélaga hefur dregið af þessum
fiskum. Það er mikil ábyrgð sem
fylgir því að vera með aðdróttanir í
garð ákveðinna fyrirtækja, s.s. Sæ-
silfurs í Mjóafirði, sem hafa lagt í
miklar fjárfestingar og staðið við all-
ar skyldur sem á þau eru lagðar skv.
lögum og reglum. Rekstur þessara
fyrirækja er til fyrirmyndar og það
hafa ekki komið fram neinar athuga-
semdir vegna slysasleppinga af hálfu
eftirlitsaðila. Það er því alls ekkert
sem bendir til að umræddur fiskur
sé úr íslensku fiskeldi. Ennfremur er
það ábyrgðarhluti af hálfu vísinda-
manna opinberra stofnana þegar
þeir segjast „hafa á tilfinningunni“
að það sé meira af eldisfiski í ís-
lensku vatnakerfi í sumar en áður.
Við hljótum að ætlast til þess að
stofnanir sem kenna sig við vísindi,
byggi umfjöllun sína á niðurstöðum
rannsókna en ekki tilfinningum.
Þetta er hins vegar mikið tilfinninga-
mál hjá þeim sem stunda fiskeldi.
Ályktanir Landssambands veiði-
félaga, þess efnis að þessum iðnaði á
Austfjörðum verði hætt sem fyrst,
eru í raun ótrúleg skilaboð til Aust-
firðinga sem líta á fiskeldi sem eitt af
sínum mikilvægustu skrefum í upp-
byggingu á nýjum atvinnuvegi.“
Segja ekkert benda til að
um eldislax sé að ræða
SKIPTASTJÓRI þrotabús
Frjálsrar fjölmiðlunar, Sigurður
Gizurarson hæstaréttarlögmaður,
vinnur nú að kröfugerð á hendur
Landsbanka Íslands, Búnaðar-
banka Íslands og Íslandsbanka
vegna sölu á 60% hlut Frjálsrar
fjölmiðlunar, FF, í útgáfufélagi
DV sem fram fór 8. desember
2001.
Sigurður sagðist í samtali við
Morgunblaðið telja að um 300–
400 milljónir króna væri að ræða
sem ekki hefðu skilað sér til
Frjálsrar fjölmiðlunar heldur
hefðu bankarnir ráðstafað fjár-
mununum hjá sér.
Kaupverðið inn og
út úr bönkunum
Sigurður sagði að þetta væru
um 60 milljónir króna hjá Bún-
aðarbankanum, 60 milljónir hjá
Íslandsbanka og afgangurinn hjá
Landsbankanum.
„Kaupverðið fór í rauninni
aldrei inn í sjóði Frjálsrar fjöl-
miðlunar heldur hringinn úr
bönkunum og inn í þá aftur. Þeir
slógu í raun eign sinni á þessi
hlutabréf en þetta var eftir að
búið var að gera árangurslaust
fjárnám í félaginu og krefjast
gjaldþrotaskipta,“ sagði Sigurður
en þann 4. desember 2001 fór
Sparisjóður Hafnarfjarðar fram á
að FF yrði tekið til gjaldþrota-
skipta. Sigurður sagði kaupsamn-
inginn sem slíkan ekki vera vé-
fengdan en það var
fjárfestingafélagið ESÓB sem
keypti hlut FF.
Skiptafundur í nóvember
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu námu lýstar kröf-
ur í þrotabú FF rúmum 1.100
milljónum króna. Þar af námu
forgangskröfur, aðallega launa-
kröfur, vel á annað hundrað
milljónum króna. Skiptafundur
fer fram í lok nóvember nk.
Sigurður Gizurarson skiptastjóri
þrotabús Frjálsrar fjölmiðlunar
Vinnur að
kröfugerð á
hendur bönkum
BANDARÍSKI fáninn var dreginn
að húni á stjórnarráðshúsinu í nótt.
Tilkynning um þetta barst lögregl-
unni í Reykjavík um klukkan hálf-
sex í gærmorgun og var brugðist
skjótt við. Reyndar varð lögregla
að óska eftir aðstoð Slökkviliðs höf-
uðborgarsvæðisins til að ná fán-
anum niður og var körfubíll sendur
á vettvang.
Auk fánans var hífður upp borði
sem á stóð „Pereat“ sem er lat-
neska og er líklega þekktasta lat-
neska slagorð í sögu Íslands. Það
varð alræmt eftir að allmargir nem-
endur Lærða skólans í Reykjavík
hrópuðu í janúar 1750 „Sveinbjörn
Egilsson, pereat“ (þ.e. niður með
hann!) að þáverandi rektor sínum í
kjölfar þess að hann hugðist skylda
þá til að ganga í bindindisfélag
skólans.
Lögreglan í Reykjavík rannsakar
málið en hefur ekki haft uppi á
sökudólgunum. Á myndbandi sem
sýnt var í fréttum Stöðvar 2 í gær
sést þar sem maður fer upp á þak
stjórnarráðshússins og dregur fán-
ann að húni. Var þetta sagt verk
hóps sem nefnir sig Landvættina.
Bandaríski fáninn
á stjórnarráðinu