Morgunblaðið - 11.10.2002, Page 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 23
CHARLOTTE, sem er yfirmaður
IBM E-Commerce Software Nord-
ic, segir að erindið hafi fjallað um
þær breytingar sem orðið hafi á raf-
rænum viðskiptum. „Fyrir nokkrum
árum byggðust þau að mestu leyti á
svokallaðri „vörukörfuaðferð“ [e.
„shopping basket method“] við sölu,
en snúast nú aðallega um náið og vel
skipulagt samband milli fyrirtækja
og viðskiptavina,“ segir hún.
Að sögn Charlotte hafa vanda-
málin í tengslum við rafræn við-
skipti breyst mikið á síðustu árum.
„Fyrir þremur til fjórum árum var
sú trú almenn, meðal fyrirtækja á
þessu sviði, að nóg væri að setja upp
heimasíðu til að hafa aðgang að öll-
um heimsmarkaðinum. Núna ríkir
mun raunsærra viðhorf í þessum
geira. Við gerum okkur grein fyrir
því að grundvöllur rafrænna við-
skipta milli fyrirtækja og neytenda
er gott samband við viðskiptavininn.
Öllu máli skiptir að honum líði vel
og þyki þægilegt að eiga viðskipti
við fyrirtækið með þessari aðferð.
Fólk verslar við fólk, ekki kaldan
tölvuskjáinn,“ segir hún.
Charlotte segir að sérfræðingar
hafi einnig gert sér grein fyrir mik-
ilvægi þess að viðskiptavinir skynji
að fyrirtækin séu í raun til í „hinum
efnislega heimi“, t.a.m. að til sé
venjuleg búð, sem þeir geti heimsótt
til að skoða vörurnar. Flestir við-
skiptavinir byrji á þeim endanum,
þ.e. versli fyrst í búðinni. „Síðan, ef
til vill, eru þeir reiðubúnir að nýta
sér vefinn hjá fyrirtæki sem þeir
þekkja vel og bera fullt traust til.“
Mest á milli fyrirtækja
Fyrir nokkrum árum, segir
Charlotte, voru rafræn viðskipti að
langmestu leyti af þessum toga, þar
sem fyrirtæki áttu viðskipti við
neytendur. Nú, hins vegar, er mikill
meirihluti þeirra á milli fyrirtækja.
„Um 70% rafrænnar verslunar í
heiminum eru milli fyrirtækja. Ný-
leg rannsókn í Danmörku sýnir að
sambærilegt hlutfall þar
er 80%. Á þessum
markaði hefur komið í
ljós að svipuð lögmál
gilda og þegar verslað
er við einstaklinga. Þar
skipta viðskiptasam-
böndin mestu máli.
Mjög mikilvægt er að
bæði kaupandi og selj-
andi hafi hag af því að
eiga viðskipti á netinu.
Núna spyrja kaupendur
ekki aðeins um verð
vörunnar, heldur líka
um kostnaðinn við fyr-
irkomulagið. Því skiptir
höfuðmáli að byggja
upp hagkvæma við-
skiptaaðferð. Með henni
er gott samband við við-
skiptavininn tryggt,“
segir Charlotte.
Góð söludeild nauðsynleg
Hún segir að annar lykill að góð-
um árangri sé að sinna viðskiptavin-
inum fljótt og örugglega. „Þá er
nauðsynlegt að hafa góða söludeild,
því þessi viðskipti milli fyrirtækja
eiga til að verða frekar flókin.
Stundum er varan flókin í eðli sínu
og krefst þess að hún sé sérsniðin
fyrir hvern viðskiptavin. Þetta verð-
ur allt að vera í lagi. Viðskiptavin-
urinn verður að geta fundið réttu
vöruna fyrir sig,“ segir hún.
Charlotte segist telja að framtíð
rafrænna viðskipta felist í að fyr-
irtæki geri samkomulag sín á milli
og myndi sölukeðjur. „Við þess kon-
ar skipan mála skipta samskipti
milli þessara fyrirtækja höfuðmáli,
að fyrirkomulag viðskiptanna sé
hagkvæmt og að verklag stuðli að
hagkvæmninni.“
Fólk verslar við fólk
Charlotte Bronér var
einn aðalfyrirlesara á
ráðstefnu um rafræn
viðskipti og fjárfest-
ingar á upplýsinga-
tæknisviði, sem haldin
var samhliða Agora-
sýningunni í Laug-
ardalshöll í gær.
Morgunblaðið/Jim Smart
Charlotte Bronér, yfirmaður IBM
E-Commerce Software Nordic.
STJÓRN Kaup-
hallar Íslands
hefur skipað
starfshóp sem
fara mun yfir
kröfur um birtingu upplýsinga
um laun og önnur starfskjör
stjórnenda og stjórnarmanna
skráðra félaga í Kauphöllinni
með það fyrir augum að skerpa
á reglunum og gera þær skýr-
ari. „Þetta er atriði sem við höf-
um talið mikilvægt að skoða,
meðal annars í ljósi þeirra mála
sem hafa komið upp erlendis.
Það er best að hafa þessi mál
uppi á borðinu og auka þannig
trúverðugleika markaðarins,
þótt við höfum enga ástæðu til
að ætla að það sé neitt misjafnt
í gangi hjá okkur nema síður
sé,“ segir Páll Harðarson, for-
stöðumaður rekstrarsviðs
Kauphallar Íslands.
Aðspurður segir Páll að eitt
af því sem sé til skoðunar sé
birting upplýsinga um kaup-
rétt stjórnenda og stjórnar-
manna. Hann segir að ekki
liggi fyrir hvernig þessar regl-
ur verði, en þær muni meðal
annars taka mið af því sem best
gerist erlendis. Páll segir að
málið sé í vinnslu, en niður-
stöðu sé að vænta innan
skamms.
Kauphöll Íslands
Skýrari
reglur
um kjör
stjórnenda
VATNSVIRKINN ehf
Ármúla 21 · Sími 533 2020
vatnsvirkinn@vatnsvirkinn.is
MERKILÍMBÖND
Sérstaklega hentug og
þægileg merkilímbönd til
notkunar í lagnakerfum.
Merking og litir samkvæmt
stöðlum RB
Heildsala - Smásala