Morgunblaðið - 11.10.2002, Page 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 27
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, hefur ákveðið að
leysa heimastjórnina á Norður-
Írlandi upp nk. mánudag, að því
er fullyrt var á fréttasíðu BBC í
gær. Þetta yrði í fjórða sinn sem
stjórnin er leyst upp frá því að
gert var friðarsamkomulag á N-
Írlandi árið 1998 en tilefnið að
þessu sinni eru ásakanir um að
embættismenn Sinn Féin,
stjórnmálaarms Írska lýðveld-
ishersins (IRA) hafi sankað að
sér viðkvæmum gögnum á
skrifstofum heimastjórnarinn-
ar.
Fyrr í gær hafði Blair fundað
með Gerry Adams, leiðtoga
Sinn Féin. Sagði hann eftir
fundinn að ofbeldisverk, sem
lýðveldissinnar stæðu fyrir,
væru enn of algeng. Adams
tjáði Blair hins vegar að það
yrði ekki til bóta fyrir friðarferl-
ið á N-Írlandi ef Blair tæki aft-
ur við beinni stjórn héraðsins;
og enn síður ef orðið yrði við
kröfum sambandssinna að vísa
ráðherrum Sinn Féin úr stjórn-
inni.
Útiloka ekki
hryðjuverk
HÁTTSETTUR embættismað-
ur í Jemen sagði í gær, að ekki
væri hægt að útiloka, að um
hryðjuverk hefði verið að ræða
þegar sprenging varð í frönsku
olíuskipi. Þá voru óstaðfestar
fréttir um, að franskir sérfræð-
ingar teldu, að ráðist hefði verið
á skipið.
Embættismaðurinn, sem
vildi ekki láta nafns síns getið,
sagði, að vissulega væri hugs-
anlegt, að hryðjuverkamenn
hefðu verið að verki og væri
verið að skoða það ásamt öðru.
Þykja þessi ummæli athyglis-
verð vegna þess, að yfirvöld í
Jemen hafa hingað til þvertekið
fyrir hugsanlegt hryðjuverk.
Handtaka
í Hamborg
LÖGREGLAN í Hamborg í
Þýskalandi handtók í gær mar-
okkóskan mann, Abdelghani
Mzoudi, vegna gruns um að
hann hafi aðstoðað ýmsa
hryðjuverkamannanna, sem
stóðu fyrir árásunum á Banda-
ríkin 11. september í fyrra.
Leiðtogi þeirra, Mohamed Atta,
bjó einmitt um tíma í Hamborg.
Átti Mzoudi að sögn í samskipt-
um við marga liðsmenn Ham-
borgar-sellunnar og dvaldist í
æfingabúðum al-Qaeda í Afgan-
istan sumarið 2000.
STUTT
Heima-
stjórnin
leyst upp?
ÍSRAELSKUR rútubílstjóri og
sjúkraliði sneru í gærmorgun pal-
estínskan sjálfsmorðssprengju-
mann í jörðina er það uppgötvaðist
að hann bæri sprengju innanklæða
og komu sér og farþegum stræt-
isvagnsins – sem flestir voru ísr-
aelskir hermenn – undan áður en
maðurinn sprengdi sig í loft upp.
Árásarmaðurinn og öldruð kona
létu lífið og fjórir særðust.
Sprengjumaðurinn reyndi fyrst
að stíga um borð í vagninn á
stoppistöð við Bnei Brak, sem er
eitt úthverfa Tel Aviv, þar sem
margt var um manninn. Maðurinn
missté sig og datt á stéttina við
hliðina á vagninum, hugsanlega
undan þunga sprengjubeltisins
sem hann bar um sig miðjan. Bíl-
stjórinn og sjúkraliðinn ætluðu að
fara að hjálpa manninum þegar
þeir sáu glitta í sprengjubeltið.
Hamas hótaði hefndum
Á Gazasvæðinu voru tveir pal-
estínskir drengir, 12 og 17 ára,
drepnir er ísraelskir hermenn og
palestínskir byssumenn skiptust á
skotum í gær. Alls hafa 20 Palest-
ínumenn látið lífið í átökum á Gaza
í þessari viku.
Enginn hafði lýst ábyrgð á
sjálfsmorðssprengjutilræðinu í
gær. Hamas-hreyfing róttækra
Palestínumanna hafa lýst því yfir
að þau muni hefna árásar Ísr-
aelshers á bæinn Khan Younis á
Gazasvæðinu í vikunni, sem kost-
aði 16 Palestínumenn lífið.
Ismail Abu Shanab, einn tals-
maður Hamas, sagðist ekki vita
hver staðið hefði að baki tilræðinu
í gær, en áréttaði að „andspyrna
mun halda áfram með öllum leið-
um unz við höfum okkar rétt
fram.“
Tilræði í Tel Aviv
Tel Aviv. AP.
Tveir drengir
drepnir á Gaza
KOSNINGAR fóru fram í Pak-
istan í gær, og er þeim ætlað að
binda enda á þriggja ára stjórn-
artíð hersins og koma aftur á
borgaralegri stjórn. Hefur
Pervez Musharraf forsætisráð-
herra heitið því að hann muni
fela stjórnartaumana þeim sem
hlýtur kosningu. Útlit var fyrir
að þátttaka í kosningunum
væri dræm, en um 72 milljónir
eru á kjörskrá og um 100 flokk-
ar bjóða fram. Að minnsta kosti
fjórir létust í átökum er brutust
út á nokkrum stöðum í landinu.
Kosið
í Pakistan