Morgunblaðið - 11.10.2002, Side 28

Morgunblaðið - 11.10.2002, Side 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir meistar inn. is GULL ER GJÖFIN TARJA Halonen, forseti Finn- lands, hefur lengi hafnað þeim möguleika að Finnland gangi í Atlantshafsbandalagið (NATO) en nýleg ummæli hennar benda til þess að hún hafi komist að þeirri niðurstöðu að landið kunni að þurfa að sækja um aðild að bandalaginu, að sögn sérfræðinga í öryggismálum Finnlands. „NATO hefur opnað dyrnar fyrir okkur, ef til vill sækjum við einhvern tíma um aðild,“ sagði Halonen í viðtali við portúgalska dagblaðið Publico á þriðjudag í tilefni af heimsókn forseta Portú- gals, Jorge Sampaio, til Finn- lands. Að sögn Tomas Ries, finnsks sérfræðings í öryggismálum, eru ummæli Halonen til marks um „verulega breytingu á afstöðu hennar“ og hann rakti sinnaskipt- in til sameiginlegrar varnar- og öryggismálastefnu Evrópusam- bandsins. „Vorið 2000 hafnaði hún aðild að NATO algjörlega, en síð- an hefur hún verið þögul og var- færin, segja má að hún hafi legið undir feldi.“ Skírskotar til breytinga á NATO Halonen útskýrði afstöðu sína frekar á blaðamannafundi með Sampaio á miðvikudag. „Finnar hafa ekki álitið það nauðsynlegt að sækja um aðild að NATO enn sem komið er. En við teljum mikla þörf á samstarfi við NATO í Evrópu núna, og einnig í framtíð- inni,“ sagði forsetinn. „Við teljum það mjög mikilvægt fyrir þau ríki sem hafa þegar sótt um aðild, en einnig fyrir önnur ríki, að NATO haldi dyrum sínum opnum, vegna þess að það stuðlar að friði.“ Halonen sagði að NATO hefði breyst úr varnarbandalagi í sam- tök sem stuðluðu að friði, stöð- ugleika og lýðræði. „Þetta sýnir einnig nýtt eðli Atlantshafsbanda- lagsins, að það er orðið að opnum samtökum.“ „Það sem ég tel brýnast núna er að skilgreina hina ýmsu þætti evrópskra öryggismála og NATO er mjög mikilvægur liður í því,“ sagði forsetinn. „Ég vona að þau mál sem eru enn óútkljáð milli Evrópusambandsins og NATO verði leyst, vegna þess að það mun verða mjög eðlilegur grund- völlur fyrir framlagi Evrópu í framtíðinni.“ Aðild að NATO „raunverulegur kostur“ Ries sagði þessi ummæli benda til þess að aðild Finnlands að NATO væri „raunverulegur kost- ur“. „Hún viðurkennir einnig að hún hafi áttað sig á því á síðustu tveimur árum að tvennt hafi breyst: NATO hafi breyst úr varnarbandalagi í pólitísk samtök og að tengslin milli Evrópusam- bandsins og NATO hafi aukist,“ sagði Ries. „Hún hefur viður- kennt að aðild Finnlands að NATO er nauðsynleg til að inn- leiða sameiginlega öryggismála- stefnu Evrópusambandsins.“ Christer Pursiainen, fræðimað- ur sem hefur fjallað ýtarlega um þetta mál, sagði að finnskir stjórnmálamenn áttuðu sig æ bet- ur á „þversögninni“ milli hlutleys- isstefnu Finna og aukins sam- starfs ESB-ríkjanna í öryggismálum. „Sameiginleg varnar- og öryggismálastefna ESB tengist NATO,“ sagði Purs- iainen. „Þannig að það verður að- ildin að Evrópusambandinu sem mun knýja Finna til að ganga í NATO, því þegar ESB þróar sam- eiginlegu öryggismálastefnuna mun hlutleysisstefna Finna ganga þvert gegn þessu ferli, þannig að þjóðarhagsmunir Finna skaðast. Aðild að NATO verður nauðsyn- leg, einkum ef Finnar vilja taka fullan þátt í samrunanum í Evr- ópu, eins og þeir hafa sagt.“ Tveir þriðju Finna andvígir aðild að NATO Þegar Pursiainen og Ries voru spurðir hvenær Finnar kynnu að sækja um aðild að NATO lögðu þeir báðir áherslu á að það réðist að miklu leyti af því hversu hratt sameiginleg varnar- og öryggis- málastefna ESB þróaðist. Þingkosningar verða í Finn- landi í mars og búist er við að stjórn landsins birti ýtarlega skýrslu um kosti og galla aðildar að NATO árið 2004. Þangað til er ekki búist við mikilli umræðu um málið meðal finnskra stjórnmála- manna. Líklegt er að erfitt verði að sannfæra almenning í Finnlandi um kosti aðildar að NATO því skoðanakannanir benda til þess að tveir þriðju Finna séu andvígir hugmyndinni. Ries segir að Halo- nen muni gegna mikilvægu hlut- verki í þessu sambandi. „Hún er svo mikilvæg, hún hefur svo mikil pólitísk áhrif, á almenning og einnig stjórnmálamennina,“ sagði hann. „Viðhorf hennar til NATO hafa alltaf mikið vægi, þegar hún gefur til kynna að aðild að NATO sé möguleg styrkist sá mögu- leiki.“ Forseti Finnlands útilokar ekki leng- ur aðild að NATO Reuters Tarja Halonen í ræðustól hjá Sameinuðu þjóðunum. Helsinki. AFF. ’ Við teljum miklaþörf á samstarfi við NATO í Evrópu núna, og einnig í framtíðinni. ‘ EF bandarískir hermenn halda inn í Írak á næstunni munu þeir reiða sig á tungumálstölvur til þýðinga við yfirheyrslur á föng- um jafnt sem leit að efnavopna- geymslum. Auk þess að þýða skipanir á borð við „upp með hendur“ yfir á arabísku eða kúr- dísku vonast embættismenn bandaríska hersins til þess að tölvurnar nýtist til að þýða mik- ilvægar upplýsingar af sumum erfiðustu tungumálum heims. „Ef við þurfum að fara inn í Írak verðum við að spyrja spurn- inga eins og: Eru einhver efna- vopn hér? Eru hús notuð til að þróa efna- eða lífefnavopn?“ sagði Kathy De Bolt, undirofursti og aðstoðarframkvæmdastjóri rannsóknarstofa bandaríska hers- ins í Huachucavirki í Arizona, þar sem unnið er að upplýsinga- tækniþróun. Auk arabísku er starfshópur De Bolts að þróa tölvuþýðingu á kúrdísku og farsí, tveim öðrum tungumálum sem töluð eru í Írak. Tækin, sem sum hver hafa þegar verið prófuð á Balkanskaga og í Afganistan, eru allt frá lófatölv- um sem spila setningar á erlend- um málum samkvæmt skipunum sem gefnar eru á ensku til tví- hliða talmálsþýðingartölvu sem gerir enskumælandi og serbó- króatískumælandi fólki kleift að halda uppi slitróttum samræðum. Upplýsingadeild hersins hefur ennfremur fest kaup á 1.500 skjalaskönnunarþýðingartölvum sem hver um sig er á stærð við skjalatösku og gera bandarískum hermönnum kleift að fá hrað- soðnar þýðingar á skjölum á darí, pastú og arabísku, sagði Melissa Holland, starfsmaður á rannsókn- arstofu hersins. „Því fyrr sem maður getur þýtt gögn því betra,“ sagði Loch Johnson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskólann í Georgíu og fyrrverandi leyni- þjónustufulltrúi þingsins og Hvíta hússins. Hraði ræður úrslitum þegar upplýsingar benda til yf- irvofandi árásar, sagði Johnson, samanber upplýsingar sem Þjóð- aröryggisstofnun Bandaríkjanna hleraði 10. september í fyrra og mun hafa hljóðað svona: „Á morgun er stundin runnin upp.“ „Þetta var ekki þýtt fyrr en 12. september,“ sagði Johnson. Sjálfvirk þýðing er enn eitt- hvert erfiðasta verkefnið sem fyrir liggur í tölvufræðum. Eink- um er erfitt að túlka húmor og háð. De Bolt telur að það muni taka marga áratugi að þróa al- þjóðlegar þýðingartölvur sem ekki þjóna eingöngu þröngt skil- greindum þörfum hersins. Vonast er til þess að betr- umbætur á svonefndum Phrasela- tor, lófatölvu sem getur snarað enskum setningum yfir á önnur tungumál, geri kleift að auðvelda samhæfingu bandarískra her- manna og hermanna af öðru þjóðerni. Tölvan, sem kostar um 170.000 kr., þýðir úr ensku og getur spil- að allt að 200.000 skipanir og spurningar á 30 tungumálum, þ.á m. pastú, darí, arabísku, rúss- nesku og kínversku. Í Afganistan voru svona lófa- tölvur notaðar til að þýða enskar setningar um ýmis mál, t.d. við sjúkdómsgreiningar: „Hvar finn- urðu til?“ Einnig á varðstöðvum: „Við þurfum að leita í bílnum þínum.“ Líka við flutninga á föngum: „Farið út úr bílnum.“ Framleiðendur tölvunnar eru nú að smíða 400 stykki til viðbótar og í samráði við sérsveitir hers- ins eru þeir að setja saman setn- ingar sem hægt væri að nota í Írak. Verið er að þróa tvíhliða út- gáfu af þessari lófatölvu, er gæti bæði þýtt enskar setningar á önn- ur mál og þýtt svör af erlendum málum yfir á ensku. Kvaðst De Bolt telja að þessi tölva yrði tilbúin eftir um tvö ár. Vonast til að tölvur geti þýtt af sumum erfiðustu tungumálum heims „Eru einhver efnavopn hér?“ Owego. AP. ’ Því fyrr sem mað-ur getur þýtt gögn því betra. ‘ AP Melissa Holland, Calandra Tate og Clare Voss halda á þýðingatölvum í rannsóknarmiðstöð bandaríska hersins í Maryland. Tölvan sem Tate heldur á er hinn svonefndi Phraselator sem notaður var í Afganistan. Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is Nýr lífsstíll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.