Morgunblaðið - 11.10.2002, Page 32
LISTIR
32 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UNGVERSKI rithöfundurinn Imre
Kertesz fær nóbelsverðlaunin í bók-
menntum á þessu ári. Eitt meg-
instefið í verkum hans er reynsla
hans sem unglings og fanga í út-
rýmingarbúðum nasista í Ausch-
witz en utan síns heimalands er
hann helst kunnur í Þýskalandi,
Frakklandi og á Norðurlöndum. Í
hinum enskumælandi heimi er hann
aftur á móti lítt þekktur.
Kertesz, sem er 72 ára að aldri,
hefur aldrei viljað líta á Auschwitz
sem undantekningu í vestrænni
sögu, heldur á það, sem hann kallar
„lokasannleikann um mannlega
niðurlægingu nú á dögum“. Um
þetta hafa skrif hans snúist en hann
var fluttur til Auschwitz ásamt
fleiri ungverskum gyðingum 1944.
Einstaklingurinn frammi
fyrir villimennskunni
Í rökstuðningi sænsku vís-
indaakademíunnar segir, að ritverk
Kertesz lýsi „umkomuleysi ein-
staklingsins gagnvart skynlausri
villimennsku sögunnar“. Kertesz
hefur sjálfur sagt, að í hvert sinn
sem hann velti fyrir sér nýrri skáld-
sögu, hafi Auschwitz komið upp í
huga hans.
Eftir stríð eða 1948 fór Kertesz
að vinna á dagblaðinu Vilagossag í
Búdapest en var rekinn úr starfi
1951 þegar hin kommúníska lína
var tekin upp á blaðinu. Að tveggja
ára herskyldu lokinni sá hann fyrir
sér með skriftum, samdi texta við
söngleiki og leikverk, og þýddi
marga þýska höfunda, til dæmis
Nietzsche, Hofmannsthal, Schnitzl-
er, Freud, Roth, Wittgenstein og
Canetti. Höfðu þeir allir áhrif á
hann sem rithöfund.
Fyrsta skáldsaga Kertesz, „Ör-
lagaleysi“, kom út 1975 og byggist
á reynslu hans í Auschwitz og síðar
Buchenwald þótt hann hafi ávallt
neitað því, að um sjálfsævisögu
væri að ræða. Þýska stórblaðið
Frankfurter Allgemeine Zeitung
sagði um bókina, að hún væri „eitt
merkasta bókmenntaverk í Evrópu
á 20. öld“.
Þegar Kertesz frétti af verð-
launaveitingunni sagði hann, að
það væri „athyglisvert“, að hann
skyldi fá þau fyrir skrif um Helför-
ina og alræði. „Kannski, að Austur-
Evrópuríkin almennt geti eitthvað
af þessu lært.“
„Ég hef aldrei verið ríkur maður
en nú munu fjárhagsáhyggjur ekki
lengur tefja mig við ritstörfin,“
sagði Kertesz en verðlaunaféð er
um 93 milljónir íslenskra króna.
Ungverski rithöfundurinn Imre Kertesz fær bókmenntaverðlaun Nóbels
Helförin er rauði
þráðurinn í verkum hans
Reuters
Imre Kertesz fagnaði fréttinni um að hann hefði fengið Nóbelsverðlaunin. Með honum er kona hans, Magda.
Stokkhólmi. AFP.
UNGUR dansari og danshöfundur
skreppur út í búð eftir sígarettum
fyrir kærustuna sína. Fyrir honum
sitja þrjár kufl- og hettuklæddar kon-
ur (líklega á leiðinni á grímuball,
ályktar hann í fyrstu) sem segjast
vera aðdáendur hans. Áður en hann
áttar sig á hvað er að gerast hafa þær
sprautað hann með svefnlyfi og þegar
hann vaknar aftur er hann staddur í
stóru hvítu herbergi, með „alls kyns
bríkum, krókum og boltum“ á veggj-
unum. Við tekur 18 daga fangavist
þar sem karlmaðurinn er beittur kyn-
ferðislegu ofbeldi af konunum þrem-
ur, kúgaður og niðurlægður á marg-
víslega vegu.
Við fyrstu sýn virkar þetta kannski
fráhrindandi lesefni en þó hangir
miklu meira á spýtunni og rétt er að
taka strax fram að hér er alls ekki
verið að velta lesanda upp úr klámi og
ofbeldisfullum lýsingum. Engu að síð-
ur reynir nokkuð á lesandann í fyrsta
hluta bókarinnar, sem segir frá
fangavistinni. En það sem gerir frá-
sögnina vissulega „öðruvísi“ er að hér
er „hefðbundnum“ kynhlutverkum
snúið við og það gefur lestrinum ann-
arlegan blæ að karlmaður er í hlut-
verki fórnarlambsins en konur í hlut-
verki hinna kynferðislegu kúgara.
Enda fer það svo að þegar maðurinn
losnar úr prísundinni getur hann
ómögulega fengið sig til þess að tjá
sig um reynslu sína, hvað þá að kæra
ofbeldið. Það getur hann ekki fyrr en
eftir langa og stranga göngu í gegn-
um það sem hann kallar á einum stað í
frásögninni „hreinsunareld“: „Til
voru fleiri eins og ég, fólk sem hrærð-
ist í fjórðu víddinni, í veröld sem var
hliðstæð þessari veröld, eins konar
hreinsunareldur“ (166). Eftir margra
ára villuráf í hreinsunareldinum get-
ur hann þó að lokum opinberað
reynslu sína – og þá hefst frásögn
„Opinberunarbókarinnar“. Það er því
til hans eigin frásagnar sem titillinn
vísar en ekki Opinberunarbókar Bibl-
íunnar, eins og kannski er eðlilegt að
álykta í ljósi titilsins. (Reyndar er að
finna í frásögninni ýmsar vísanir til
Hins guðdómlega gleðileiks Dantes,
sem fór í gegnum helvíti og hreins-
unareldinn á leið sinni til hinnar jarð-
nesku paradísar og vafalaust hægt að
gera sér það til skemmtunar að bera
þessi tvö verk saman).
Bókin skiptist í fjóra hluta: Í fyrsta
hluta segir aðalpersónan frá í fyrstu
persónu og lýsir ráninu sjálfu og að-
draganda þess. Í öðrum hluta er skipt
um sjónarhorn og sagt er frá fanga-
vistinni í þriðju persónu frásögn.
Þessi hluti einkennist annars vegar af
hlutlægum, allt að því klínískum lýs-
ingum á því hvernig konurnar þrjár
misnota fanga sinn kynferðislega og
niðurlægja hann, jafnt líkamlega sem
andlega. Hins vegar er lýst líðan hans
og hugarástandi með huglægum og
allt að því ljóðrænum hætti. Spennan
á milli þessa tveggja andstæðu þátta
textans (sem felst fyrst og fremst í
stílnum) skapar frásögninni magnað
andrúmsloft. Í lok þessa hluta sleppa
konurnar honum lausum – en hann er
þó ekki „frjáls“ því hinn ósýnilegi vef-
ur sálræns niðurbrots sem „örlaga-
nornirnar“ þrjár hafa spunnið honum
er enn sterkari en hlekkirnir sem
héldu líkama hans í fjötrum áður.
Þriðji hluti bókarinnar lýsir því
hvernig unga manninum reynist
ófært að snúa aftur til síns hversdags-
lega raunveruleika og hvernig hans
fyrra líf leysist smám saman upp.
Honum reynist ófært að púsla sér
saman á ný: „Hann gæti aldrei orðið
heill á ný. Hann var aðeins til í brot-
um. Í minningum“ (72). Þessi hluti er
lengsti hluti frásagnarinnar og hér er
aftur snúið til fyrstu persónu frásagn-
ar. Segja má að hér sé verið að kanna
mögulegar afleiðingar sálræns niður-
brots og hygg ég að ýmsir geti tengt
lýsingar höfundar á líðan söguhetj-
unnar við reynslu sína, þótt hún sé af
allt öðru tagi. Hér er verið að lýsa
manneskju sem hefur tapað sjálfi sínu
vegna frelsisskerðingar, ofbeldis og
misnotkunar, og veit ekki hvernig
hann á að byggja það upp aftur. Sögu-
hetja Opinberunarbókarinnar flýr
sitt fyrra líf: fyrst úr borg í sveit, síð-
an til annarra landa. En það dugar
ekki: „Kannski gat þetta þó ekki hald-
ið svona áfram. Ég veit það ekki.
Kannski hefði komið að því að ég
týndi mér endanlega“ (141). Hann
snýr aftur til borgarinnar og fær þá
hugmynd í kollinn að leita upp kval-
ara sína, en þar er hann lentur inni á
enn einni blindgötunni sem leiðir ekki
til neinnar lausnar.
Í síðasta hluta bókarinnar hafa orð-
ið hvörf sem verða til þess að sögu-
maðurinn eygir von um „bata“. Hann
hefur fundið ástina að nýju (sína
Beatrice), en einnig gert afdrifarík
mistök í ofsóknarkenndri leit sinni að
kvölurunum. Hvort tveggja verður til
þess að hann tekur ákvörðun um að
opinbera reynslu sína.
Eins og hér hefur verið lýst má öðr-
um þræði lesa þetta verk sem frásögn
af grimmdarlegu ofbeldi og afleiðing-
um þess fyrir þann sem fyrir því verð-
ur. En frásögnin hefur einnig fleiri
víddir og margar persónur koma við
sögu. Þá er bókin greinilega skrifuð af
höfundi sem hefur mikla stílgáfu og
listrænt innsæi sem gerir lesturinn að
ánægjulegri upplifun þrátt fyrir
óhugnaðinn og ofbeldið. Þýðing Her-
manns Stefánssonar er vönduð og
tekst honum vel að miðla því hárfína
samspili ljóðrænu og grótesku sem
áhrifamáttur frásagnarinnar er að
miklu leyti byggður á.
Í hreinsunareldinum
BÆKUR
Skáldsaga
Höfundur: Rupert Thomson. Íslensk þýð-
ing: Hermann Stefánsson. Bjartur 2002,
229 bls.
OPINBERUNARBÓKIN
Soffía Auður Birgisdóttir
BAK við allan orrustugnýinn og
milljarðabrellurnar í Windtalkers,
glittir í góða sögu um forvitnilegan
og lítt kunnan þátt frumbyggja
Norður-Ameríku, nánar tiltekið
Navajo-indjána, í heimsstyrjöldinni
síðari. Tungumál þeirra var notað
með frábærum árangri sem dulmál í
Kyrrahafsstríðinu. Reyndar lofar
Windtalkers góðu í upphafi með tök-
um úr lofti af heimaslóðum þjóðar-
innar, Monument Valley, sem við
gjörþekkjum úr fjölda vestra eftir
höfðingja á borð við John Ford.
Því næst er okkur varpað inní
ofsafengin stríðsátök. Joe Enders
(Nicolas Cage), óbreyttur hermaður,
lendir óvænt í því erfiða hlutskipti að
leiða herflokk í grimmúðlegu návígi
við Japani og leiðir þá alla útí dauð-
ann. Fylgir skipunum því Joe „...er
fjári góður landgönguliði“, einsog
hann segir sjálfur. Hann nær bata á
hersjúkrahúsi og vill ólmur komast
aftur í slaginn. Þá koma frumbyggj-
arnir til sögunnar. Tveir þeirra, Ben
Yahzee (Adam Beach) og Charlie
Whitehorse (Roger Willie), ganga til
liðs við herdeild Joes, sem tilheyrir
landgönguliði flotans (U.S. Mar-
ines), en ekki sjóhernum (sjóliði), líkt
og þýðandinn tönglast á, en munur-
inn á þessum herjum er ámóta og á
víni og vatni. Landgönguliðarnir
fara fyrir öðrum innrásarherjum,
þar er almennt að finna hugrökkustu
(geggjuðustu?) hermennina, slátur-
dýrin sem hesthúsa mest mannfallið.
Þú getur ekki móðgað landgönguliða
meira en að kalla hann „sjóliða“.
Sem útskýrir djöfulganginn, einkum
návígissenur sem eru með þeim
raunsærri sem sést hafa á tjaldinu.
Joe er einfari, særður á sál og lík-
ama, orðinn vélrænn bardagamaður
sem hleypir engum nálægt sér. Svo
veigamikill er þáttur frumbyggjanna
að sérstakir hermenn eru skipaðir
verndarar þeirra. Joe gætir Bens í
bardögunum, Ox Anderson (Christ-
ian Slater) verndar Charlie. Indján-
arnir fá hinsvegar ekki að vita að
verndurum þeirra er einnig fyrir-
skipað að skjóta þá frekar en þeir
lendi í óvinahöndum.
Það sem við tekur eru endurtekn-
ingar á ofurraunsæjum, nútíma-
tæknivæddum stríðsmyndbrellum
sem við höfum áður séð í gæðamynd-
um á borð við The Thin Red Line og
Saving Private Ryan. Woo er snill-
ingur í hasarmyndagerð en hrein-
lega kæfir áhugaverða sögu í brellu-
flóði myndar sem kostaði á annað
hundrað milljónir dala. Sést ekki fyr-
ir frekar en barni sem fær að valsa
um óátalið í dótabúð. Windtalkers er
einnig klisjukennd, frumbyggjarnir
eru einsleit valmenni og fjöldi marg-
tuggðra manngerða á sínum stað
(snoppufríða hjúkrunarkonan, hrott-
inn, kynþáttahatarinn, o.s.frv.).
Fram hjá því verður heldur ekki
gengið að Windtalkers á sín frábæru
augnablik sem flest tengjast sögu,
trú og siðvenjum Navajo-anna. Vin-
arþelið undir lokin snertir mann,
Cage og Beach eins góðir og hlut-
verkin leyfa þeim. Gallarnir gapa
hinsvegar við áhorfandanum sem
verður langleiður á síendurteknu og
tilbreytingarsnauðu háreystinu í
alltof langri mynd (20 mínútna aug-
lýsingakafli á undan 135 mínútna
sýningartíma er heldur ekki til að
bæta ástandið).
Kæfandi stríðsrekstur
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn og
Borgarbíó, Akureyri
Leikstjóri: John Woo. Handrit: John Rice,
Joe Batteer. Kvikmyndatökustjóri: Jeffr-
ey L. Kimball. Tónlist: James Horner. Að-
alleikendur: Nicholas Cage, Adam
Beach, Christian Slater, Peter Stor-
maere, Noah Emmerich, Roger Willie,
Mark Ruffalo, Brian Van Holt, Jason Isa-
acs. Sýningartími 135 mín. MGM/20th
Century Fox. Bandaríkin 2002.
WINDTALKERS 1⁄2
Sæbjörn Valdimarsson
Stúdíó-gallerí, Klettahlíð 7, Hvera-
gerði Jóhanna Bogadóttir opnar
haustsýningu sem standa mun fram á
sunnudag kl. 15–18 alla dagana.
Verkin eru bæði úti og inni, vegg-
myndir í múr og fleiri efni og einnig
ný og eldri málverk ásamt krít-
armyndum og fleiru.
Vefritið Múrinn Aðstandendur vef-
ritsins efna til skemmti- og fjáröfl-
unarkvölds á Hallveigarstöðum, Tún-
götu 14, kl. 21. Frumsýnd verður sjö
mínútna leikgerð af Atómstöðinni,
þar sem ritstjórn gerir skáldsögu
Halldórs Laxness skil á mettíma. Dú-
ettinn Reynisstaðarbræður flytur
nokkur lög, en hann skipa þeir Hall-
dór Gylfason og Freyr Eyjólfsson.
Erpur Eyvindarson og Sigtryggur
Magnason flytja ljóð, hvor á sinn
hátt. Kynnir verður Auður Jóns-
dóttir.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Gallerí Fold, Rauðarárstíg
Sýningu mæðgnanna Jacqueline
og Sophia Rizvi í Baksal Gallerís
Foldar lýkur á sunnudag. Sýningin
nefnist Frá Bretlandi til Íslands.
Gallerí Fold er opin daglega frá kl.
10–18, laugardaga til kl. 17 og sunnu-
daga kl. 14–17.
Sýningu lýkur
NORRÆNA ráðherranefndin til-
kynnti á dögunum að ákveðið hefði
verið að styrkja rafrænt samstarf
skólabarna í Danmörku, Færeyjum
og á Íslandi um kr. 244.000.
Verkefnið nefnist Íslendingasög-
urnar eru ekki bara sögur. Því er
ætlað að fjalla um hina sameiginlegu
norrænu fortíð eins og greint er frá
henni í Íslendingasögunum.
Íslendinga-
sagnasamstarf
♦ ♦ ♦