Morgunblaðið - 11.10.2002, Page 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 33
Allt í gildi!
ekkert
brudl-
afsláttur við kassann
Úrbeinaðar ferskar
kjúklingabringur
Verð nú
Merkt verð 2025
1316kr.kg
kr.
Ferskir kjúklingaleggir
Verð nú
Merkt verð
519kr.kg
kr.799
T
ilb
oð
in
gi
ld
a
í
da
g,
fö
st
ud
ag
eð
a
á
m
eð
an
bi
rg
ði
r
en
da
st
L
a
n
d
lis
t
Kjúklingar á góðu verði!
Opnum
klukkan
tíu!
Opið til hálf átta í kvöld
SKÖMMU eftir heimsstyrjöldina
síðari komu fram þrjár hreyfingar
afstrakt listamanna sem höfnuðu
geómetríu og leituðu í tjáningu und-
irmeðvitundar líkt og súrrealistar
höfðu gert, en með öðrum hætti.
Þessar stefnur höfðu talsverð áhrif á
þróun myndlistar. Fremstir í flokki
voru bandarísku afstrakt-expressj-
ónistarnir, en Bandaríkjamenn
höfðu sýnt yfirburði sína í stríðinu og
var tími þeirra kominn til að sýna
einnig yfirburði í myndlistarsköpun.
Tachisminn var hreyfing franskra
afstrakt-málara sem var áþekk
þeirri bandarísku og CoBrA (Co=
Kaupmannahöfn, Br= Brussel og
A= Amsterdam) var hópur lista-
manna aðallega frá Danmörku,
Belgíu og Hollandi. Þótt CoBrA hóp-
urinn teljist til afstrakt-listhóps
unnu margir þeirra verk með barns-
legum fígúrum og voru villtir í efn-
istökum líkt og þeir vildu fanga hinn
saklausa sköpunarkraft barna.
Formlega var CoBrA hópurinn til
frá árinu 1948–1951 og var íslenski
listmálarinn Svavar Guðnason
þeirra á meðal. Hefur CoBrA mál-
verkinu verið viðhaldið æ síðan í Nið-
urlöndum og Norðurlöndum af yngri
málurum sem hafa leitað í samskon-
ar form og efnistök. Einn þeirra er
Óli G. Jóhannsson, en hann sýnir um
þessar mundir í Galleríi Sævars
Karls. Sýninguna nefnir hann „Að
heiman og heim“ og segist hann
sækja innblástur sinn í næsta um-
hverfi við Eyjafjörðinn, til sjávar,
landsins og veðurfarsins.
Óli varð á sínum tíma fyrir áhrif-
um af CoBrA málverkinu í Dan-
mörku, en þar er hefðin rík. Einnig
er hún sterk í Færeyjum og á Óli all-
nokkra kollega þar sem leita á sömu
mið. Þrátt fyrir tengsl Óla við Dan-
mörku og Færeyjar minna efnistök
hans helst á verk Belgans Pierre
Alechinsky af upprunalegum CoBrA
málurum og grófgerðar línuteikn-
ingar sem hann notar í sum verkin til
að forma af liti eru ekki ólík aðferð
og Corneille notaði í eldri verkum
sínum, en hann er einnig fæddur í
Belgíu og hefur lengst af dvalið í
Amsterdam. Óli lætur gjarnan einn
lit, eða tilbrigði við lit, ráða í hverju
málverki. Hann opnar þó ekki mynd-
flötinn með litaflæmi heldur þjappar
hann fletinum saman með línum og
smáum þéttum formum. Inn á milli
formanna glittir svo í aðra liti sem
virðast vera að reyna að brjótast í
gegn líkt og gróður í grjóthrúgu.
Alls sýnir Óli 9 málverk, öll unnin
með akríl á striga. Málverkin nefnir
hann ljóðrænum titlum eins og
„Haustið á slóð mína reið“, Vor-
skúrum vakir“ og „Undir vindanna
náð“. Þykir mér titlarnir heldur til-
gerðarlegir í tengslum við þesshátt-
ar form og efnistök. Hið sama er þó
ekki að segja um sjálf málverkin.
Þau eru mjög sannfærandi og hefur
Óli náð góðum tökum á þeirri mál-
arahefð sem hann tileinkar sér.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Myndverkið Haustið á slóð mína reið sem Óli G. Jóhannsson sýnir í Galleríi Sævars Karls.
Skipulagður glundroði
MYNDLIST
Gallerí Sævars Karls
Sýningin er opin á verslunartíma. Henni
lýkur 17. október.
MÁLVERK
ÓLI G. JÓHANNSSON
Jón B.K. Ransu
ÁÐUR en tónleikar kvintetts
Sunnu Gunnlaugsdóttur hófust á
Kaffi Reykjavík lék tríóið B3 sem
þeir skipa Ásgeir Ásgeirsson gítar-
leikari, Agnar Már Magnússon org-
anisti og Erik Qvick trommari. Efn-
isskráin var á svipuðum nótum og í
Múlanum í vetur, en nú lék Agnar
Már á splunkunýtt Hammond-orgel
Tónlistarskóla FÍH og var hljómur-
inn allbetri en í þeim litlu orgelum
sem hann hefur verið að leika á til
þessa. Aftur á móti skiptir það ekki
höfuðmáli því Agnar notar ekki fót-
bassann heldur leikur bassann með
vinstri hendi og orgelleikur hans er
annarrar gerðar en hinna klassísku
Hammond-organista djassins með
Jimmy Smith í broddi fylkingar. Það
vantaði herslumuninn til að tónlist
tríósins lifnaði við; þeir voru miklu
betri í Múlanum í vetur.
Sunna Gunnlaugsdóttir er aðdá-
unarverð í dugnaði sínum við að
koma tónlist sinni á framfæri. Tvo
diska hefur hún gefið út og er sá
þriðji á leiðinni og var efni af honum
á dagskrá kvintettsins á seinni mið-
vikudagstónleikum Jazzhátíðar
Reykjavíkur á Kaffi Reykjavík.
Besta hljómsveit sem Sunna hefur
komið með til Íslands var kvart-
ettinn þar sem Gress og McLemore
léku með henni og Tony Malaby blés
í saxófóninn. Hann er frábær saxó-
fónleikari einsog heyra má á hinum
stórgóða diski Sunnu: Mindful. Það
var skarð fyrir skildi er Sunna kom
hér í fyrra án hans. En nú var Sunna
ekkert að flytja inn meðaljón á saxó-
fóninn heldur kvaddi Sigurð Flosa-
son til liðs við sig og var það réttur
leikur. Hann blés hvern sólóinn öðr-
um betri og var fremstur meðal jafn-
ingja í kvintettinum. Fyrsta lagið á
efnisskránni var eftir Sunnu einsog
öll lögin sem kvintettinn flutti: A
Sleep In The Grass nefndist það í
hefðbundnum njújork nýboppstíl.
Þetta var ágætis upphitun fyrir
sönglög Sunnu er Kristjana Stefáns-
dóttir söng. Fyrsta lagið var við ljóð
eftir Stein Steinarr: Sumar við sjó.
Lagið féll ekki vel að ljóðinu og teygt
um of og togað á orðum. Kristjana
beitti söngskólatækninni í söng sín-
um þetta kvöld, enda eru laglínur
Sunnu ekki djassvænar söngvara þó
sólistunum gengi vel spuninn. Það
kom best fram í dúett Kristjönu og
Sunnu, Heim nú reikar hugurinn, lag
eftir Sunnu og textann samdi hún í
samvinnu við móður sína og var hann
mun betri en hnoð Sunnu við þrjú
ágætislög hennar. Maður er þó van-
ur mun verri textum úr poppinu, en
nóg er af frábærum ljóðum íslensk-
um sem jafn ljóðelskt tónskáld og
Sunna getur notað þótt hún forðist
ádeilukvæði og dauðaljóð. Sunnu
tókst frábærlega að tónsetja Tómas
Guðmundsson. Fagra veröld er fín
ballaða þarsem ljóð og lag haldast í
hendur og voru sólóar Sigurðar
Flosasonar og Sunnu hreinir gim-
steinar í tærleika sínum. Lestin
mikla var dramatískast laga Sunnu
eins og ljóðið gaf tilefni til og sóló
Sigurðar enn ein perlan. Lokalagið
var við heimabæjarljóð Sigurbjargar
Þrastardóttur um Skagann þarsem
strompurinn getur ekki hætt að
reykja. Scott McLemore er traustur
trommari og Doug Gress toppbassa-
leikari, en tóninn hjá honum var
heldur loðinn á þessum tónleikum
hverju sem um var að kenna. Ein-
staklega vel tókst með píanóhljóm-
inn í gamla Steinway flygli Múlans
þarsem Sigurður Kristinsson píanó-
stillari og Jón Skuggi hljóðmaður
höfðu vélað um og ljóðrænn spuni
Sunnu naut sín til fulls ekki síður en
svalur tónn Sigurðar á altóinn í há-
tölurum hljóðmannsins.
Sunna glímir við
ljóðadjass
DJASS
Kaffi Reykjavík
Kristjana Stefánsdóttir, söngur, Sunna
Gunnlaugsdóttir, píanó, Sigurður Flosa-
son, altósaxófónn, Drew Gress, bassi, og
Scott McLemoer, trommur. Miðvikudags-
kvöldið 3. október 2002 kl. 22.
KVINTETT SUNNU GUNNLAUGSDÓTTUR
Vernharður Linnet
ÞÁ hefur árviss haust-
sýning listhússins á Kambi
opnað dyr sínar og að þessu
sinni prýða rýmið verk í
eigu staðarhaldarans,
Gunnars Arnar Gunnars-
sonar. Um blandað val 16
listamanna er að ræða, stór-
frægra, vel þekktra, minna
þekktra og eins konar
huldumanna í íslenzkri list
eins og það heitir. Gunnar
Örn hefur lengi safnað
verkum annarra lista-
manna, innlendra sem er-
lendra, og í mörgum tilvik-
um fengið þau í skiptum
fyrir eigin verk en á stund-
um fest sér þegar vel hefur
staðið á. Rúmt veggrými er
á sveitabýlinu á Kambi svo
hér hefur hann nokkuð
frjálsar hendur, en hins
vegar er sýningarrýmið í
litla fallega húsinu á flöt-
inni neðan af því mjög af skornum
skammti. Verður listamaðurinn að
huga vel að upphengingu tilfallandi
myndverka, tekst allajafna vel enda
þrautþjálfaður á sviðinu, flínkur til
verks og allt mun hægt ef viljinn er
nógur. Rétt að vekja sérstaka at-
hygli á framkvæmdinni en hins veg-
ar allt annar handleggur að rýna í
hlutina. Að vísu er hér um gilt úrval
myndverka að ræða, en einungis eitt
verk eftir hvern listamann, áður ver-
ið rýnt í sum þeirra auk þess að eitt
verkið er eftir rýninn sjálfan, hann
því fullnálægur. En þetta er vísast
alveg nýr og sérstakur heimur fyrir
fólk í dreifbýlinu á Suðurlandi, sem
mætti að ósekju gefa starfseminni
meiri gaum. Og alltaf upplifun fyrir
borgarbúa að koma á þessar slóðir,
landið fallegt í öllum veðrabrigðum
svo fremi sem glittir í það og hvað þá
er skyggni er gott svo sér til allra
átta.
BLANDA
MYNDLIST
Kambur, Rangárvallasýslu
Bjarni Ragnar, Bragi Ásgeirsson, Elías
Halldórsson, Eyjólfur Einarsson, Erró,
Guðmundur Ingólfsson, Gunnar Guð-
steinn Gunnarsson, Magnús Kjart-
ansson, Ólafur Elíasson, Samúel
Jóhannsson, Sigurður Örlygsson,
Sigurgeir Sigurjónsson, Svavar
Guðnason, Sverrir Ólafsson, Tryggvi
Ólafsson, Örn Þorsteinsson.
Opið alla daga, nema miðvikudaga, frá
12–18. Til 13. október.
MYNDVERK SEXTÁN LISTAMENN
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Málverk eftir Svavar Guðnason.
Bragi Ásgeirsson