Morgunblaðið - 11.10.2002, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
EINN GEGN EINELTI
Stefán Karl Stefánsson leikarihefur skorið upp herör gegneinelti á Íslandi. Hann hefur á
fjórum árum haldið um fjögur hundr-
uð fyrirlestra um einelti og félagsmál
barna og unglinga í skólum landsins
og sennilega hafa um 21 þúsund
manns hlýtt á hann. Hann hefur á
þessum tíma margsinnis orðið vitni að
því hvaða áhrif einelti getur haft og
oft verið kvaddur til og beðinn um að
hjálpa unglingum og jafnvel börnum í
neyð.
Í Morgunblaðinu í gær er greint frá
fyrirlestri Stefáns Karls í sal Grunn-
skóla Grindavíkur fyrir fullu húsi. Þar
ítrekaði Stefán Karl hversu mikilvægt
væri að við þekktum börnin okkar og
vissum hvernig þeim liði: „Ég hef
horft á börn sem eru dáin,“ sagði
hann. „Ég hef verið kallaður 52 sinn-
um til vegna sjálfsvígstilrauna barna.
Það er fullt af sex ára börnum, sem
vilja deyja og jafnvel í leikskólunum
líka. Við vinnum of mikið og eyðum
ekki nægjanlegum tíma í börnin. Ég
er svartsýnn. Svona er þetta í dag.“
Einelti er mjög alvarlegt vandamál.
Það kemur fram með einhverjum
hætti á flestum sviðum þjóðfélagsins,
en hefur sennilega alvarlegastar og
afdrifaríkastar afleiðingar meðal
barna og unglinga. Bæði eru börn við-
kvæm og eins getur samfélag þeirra
verið miskunnarlaust. Stefán Karl
sækir í brunn reynslu sinnar í herferð
sinni gegn einelti. Í viðtali við Hildi
Einarsdóttur í Morgunblaðinu fyrir
ári lýsti hann því hvernig hann hefði
orðið fyrir einelti og lagt aðra krakka í
einelti.
„Það var verið að stríða mér með því
að ég væri með stór eyru. Ég var mjög
orkumikill krakki og var oft að leika
og fíflast. Ég stóð kannski á skóla-
ganginum og söng hátt og það fór mik-
ið fyrir mér. Afleiðingin var sú að mér
var ekki boðið í afmæli eða bekkjar-
partí. Eldri nemendur lokuðu mig
niðri í öskutunnu eða berstrípuðu mig
á bókasafninu. Ég bara hló og gerði
grín að öllu saman. En auðvitað leið
mér alveg rosalega illa,“ sagði hann í
viðtalinu og bætir við:
„Til þess að reyna að falla inn í hóp-
inn tók ég sjálfur þátt í því að leggja
aðra í einelti. Það var ekki fyrr en ég
var kominn í leiklistarskólann og var
farinn að skoða sjálfan mig að innan
að ég áttaði mig á að ég hafði farið á
mis við ákveðinn tilfinningalegan
þroska. Ég held að við mannfólkið
gerum allt of lítið af að reyna að kom-
ast að því hver við erum í raun og
veru. Hvað við kunnum og getum. Við
þurfum líka að læra að bera virðingu
fyrir okkur sjálfum.“
Margir þekkja þann heim, sem Stef-
án Karl lýsir þarna, en það er í raun
einstakt hvernig hann hefur tekið
þessa reynslu og nýtt hana í baráttu
sinni.
Stefán Karl hefur staðið einn að
átaki sínu og gert það á eigin kostnað.
Hann hefur ekki gengið í opinbera
sjóði og er ekki að slægjast eftir pen-
ingum, en hann er hins vegar að
stofna samtökin Regnbogabörn og er
þeim meðal annars ætlað að berjast
gegn einelti. Vífilfell hyggst kaupa
húsnæði fyrir samtökin og Búnaðar-
bankinn hefur lýst yfir að hann muni
styrkja þau með einhverjum hætti.
Stefán Karl Stefánsson hefur með
aðdáunarverðu framtaki sínu sýnt
hvers einstaklingurinn er megnugur.
LEYSAST MÁLIN Í NEFNDUM?
Því hefur stundum verið fleygt aðþegar erfið og vandleyst mál komi
upp hjá hinu opinbera sé þeim vísað í
nefnd. Þar sé næsta víst að þau sofni
svefninum langa.
Í nýrri greinargerð Ríkisendurskoð-
unar kemur fram að af 910 nefndum,
ráðum og stjórnum á vegum ríkisins
störfuðu 17 ekkert árið 2000 eða 2%
þeirra. Ekki voru greidd laun fyrir
störf í viðkomandi nefndum, ráðum og
stjórnum. Árangur af starfi þeirra var
enginn, en með því er átt við að nefnd-
irnar skiluðu engri skýrslu um störf
sín, héldu ekki reglulega fundi eða af-
greiddu ekki nein erindi.
Ástæðurnar fyrir því að nefndirnar
komu ekki saman eru margvíslegar,
s.s. að formaður þeirra hafi verið leyst-
ur frá störfum, þær hafi verið lagðar
niður á tímabilinu, þær hafi aldrei haf-
ið störf eða jafnvel aldrei verið skip-
aðar. Athygli vekur að árangur er met-
inn út frá því að haldnir séu reglulegir
fundir og skili skýrslu um störf sín,
sem hlýtur að teljast víð skilgreining, –
ætla mætti að það væri sjálfsögð
vinnuregla en ekki mælikvarði á ár-
angur.
Það er umhugsunarefni hvaða mála-
flokkar það eru sem hljóta slíka með-
ferð hjá hinu opinbera, að vera vísað í
nefndir sem aldrei koma saman. Og
forvitnilegt hvort hlutaðeigandi, sem
eiga sitt undir niðurstöðum frá nefnd-
unum, hafi verið látnir vita af því að er-
indi þeirra hafi dagað uppi.
Þegar listinn yfir nefndirnar er
skoðaður sést að í þetta öngstræti hafa
ratað ýmis þjóðþrifamál, s.s. verkefn-
isráð um þróun fiskeldis, nefnd vegna
könnunar á forsjár- og umgengnismál-
um, stjórn Sinfóníuhljómsveitar æsk-
unnar, nefnd til að endurskoða fyrir-
komulag húsnæðismála námsmanna í
framhaldsskólum og samstarfshópur
sem átti að koma í framkvæmd á næstu
5 árum tillögum um „Vistvænt Ísland“.
Alls voru 287 tímabundnar verk-
efnanefndir á vegum ríkisins að störf-
um á árinu 2000 og var fjöldi nefnd-
armanna 1.502 eða ríflega 5 í hverri
nefnd. Í gagnrýni Ríkisendurskoðunar
kemur fram að nokkuð vantaði upp á að
nefndunum væri settur ákveðinn tíma-
rammi og undirstrikaði hún mikilvægi
þess að slíkar nefndir hefðu fullmótaða
og skýra verk- og markmiðslýsingu.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
sagði í vor að ólíklegt væri að hér á
landi væri mikið af óþarfa nefndum og
ráðum. Ef það væri tilfellið væri sjálf-
sagt að leggja þær niður, en ólíklegt
væri að með því spöruðust háar fjár-
hæðir.
Full ástæða er þó til að taka undir þá
gagnrýni að setja þurfi skýrari verk-
lagsreglur um starfsemi nefnda hér á
landi. Enn fremur er ástæða til að
skoða hvort þörf er fyrir þá tvöföldun
sem orðið hefur á nefndum á vegum
hins opinbera frá 1985 og hvort ekki sé
hægt að taka upp ódýrari og markviss-
ari vinnubrögð í þeim efnum.
ÞEKKINGARIÐNAÐURer í brennidepli á Agora-sýningunni sem var sett íLaugardalshöll í gær.
Sýningin er haldin í annað sinn en
um 90 fyrirtæki og stofnanir taka
þátt í henni að þessu sinni, en árið
2000 voru fyrirtækin 130. Stærsti
hópur sýnenda er fyrirtæki úr
tölvu- og upplýsingageiranum en
fjarskipta- og ráðfjafarfyrirtæki
eru einnig fyrirferðarmikil. Fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar er
Sæmundur Norðfjörð en sýningar-
stjóri er Ragnheiður Hauksdóttir.
Menntamálaráðherra, Tómas Ingi
Olrich, setti Agora-sýninguna
formlega í gær. Með því hófst fag-
hluti sýningarinnar sem ætlaður
er stjórnenum og sérfræðingum úr
atvinnulífinu en almenningi gefst
færi á að kynna sér helstu nýjung-
ar í þekkingariðnaði á morgun,
laugardag.
Strikamerkt nafnspjöld
Í takt við þema sýningarinnar er
ný tækni í sýningarhaldi notuð til
að mæla umferð gesta um svæðið.
Fyrirtækið Peocon (áður Vaki-
DNG) á heiðurinn að kerfinu sem
notað er en með því geta sýnendur
fengið upplýsingar um fjölda
þeirra sem koma inn á básinn eða
fara þar hjá. Á faghluta sýning-
arinnar er ennfremur beitt nýjustu
tækni við að mynda viðskipta-
tengsl. Allir gestir bera strika-
merkt nafnspjöld og sýnendur
geta, með leyfi gesta, lesið af
merkinu og fengið þannig upplýs-
ingar um hugsanlega viðskiptavini.
Mikið er um að vera í tengslum
við Agora og má nefna málþing um
stefnur og áherslur stjórnmála-
flokkanna um uppbyggingu þekk-
ingariðnaðar hér á landi. Þá fór
fram ráðstefna um rafræn við-
skipti og fjárfestingar í upplýs-
ingatækniiðnaði á Grand hóteli í
gær þar sem bæði innlendir og er-
lendir fyrirlesarar miðluðu af
reynslu sinni.
Frumkvöðlatorg, sem er sam-
starfsverkefni Nýsköpunarsjóðs
atvinnulífsins, Útflutningsráðs Ís-
lands, Klaks, Impru og Iðntækni-
stofnunar hefur aðsetur á Agora.
Þar verður um 20 sprotafyrirtækj-
um í þekkingariðnaði gert kleift að
kynna nýjungar og viðskiptahug-
myndir fyrir væntanlegum við-
skiptavinum, fjárfestum og sam-
starfsaðilum, segir í tilkynningu.
Um 700 manns koma
að sýningunni
Aðstandendur sýningarinnar
gera ráð fyrir að margt verði um
manninn þar. Þegar hafa 4.000
skráð sig á faghluta sýningarinnar
og áætlaður fjöldi á laugardaginn
er um 5–6.000 manns. Í nógu er því
að snúast fyrir starfsfólk Agora en
tæplega 60 manns starfa við sýn-
ingarhaldið. Sýnendur eru um tí-
falt fleiri en að sögn sýningar-
stjóra er hvert fyrirtæki með um
sjö starfsmenn sem skiptast á við
kynningu í básunum. Alls koma því
nær 700 manns að Agora-sýning-
unni í ár.
Rafræn eyðublöð
og netsnúrur
Meðal fyrirtækja á sýningunni
er Örtækni en hún framleiðir allar
tegundir kapla og netsnúra auk
rafeindakorta. Öll framleiðsla er
samkvæmt ströngustu stöðlum en
Örtækni framleiðir m.a. allar
ADSL-snúrur fyrir Íslandssíma.
Sérstaða Örtækni er helst fólgin í
því að flestir starfsmenn þess, 36
af 44, eru fatlaðir einstaklingar en
fyrirtækið er deild innan Vinnu-
staða Öryrkjabandalags Íslands.
Klak – nýsköpunarhús ehf.
kynnir starfsemi sína á Agora en
markmið þess er að efla uppbygg-
ingu sprotafyrirtækja í upplýs-
ingatækni. Fyrirtækið er rekið að
erlendri fyrirmynd og býður ein-
staklingum og smærri fyrirtækj-
um aðstoð við þróun og markaðs-
setningu viðskiptahugmynda.
Fyrirtækið mun vera hið eina sinn-
ar tegundar hér á landi en það er í
nánu samstarfi við Nýherja.
Rafræn eyðublöð auka skilvirkni
og framleiðni, að sögn aðstand-
enda Handtölva, sem er eitt hug-
búnaðarfyrirtækjanna á Agora.
Handtölvur kynna hugbúnað fyrir
handtölvur sem ætlaður er til
gagnasöfnunar þegar unnið er
fjarri skrifstofu. Segjast Hand-
tölvumenn einfaldlega geta breytt
pappírseyðublöðum í rafr
blöð og komið þannig í v
tvíverknað.
Verðlaun veitt
fjórum flokkum
Leitarvél íslenskra fy
Finna, er kynnt gestum
sérlega litríkum sýni
Slóðin www.finna.is h
geyma nýja íslenska leita
er þeim eiginleikum gædd
leitað á mörgum stöðum s
Eitt af elstu hugbúna
tækjum landsins heitir Tö
inn hf. og var stofnað 198
fyrirtækisins geta ges
fengið upplýsingar um s
litskerfið Tel-Info sem saf
lýsingum um símanotkun
irtækjum. Kerfið
fyrirtækjum kleift að læ
reikninga með því að v
komna yfirsýn yfir notkun
Helstu samstarfsaðilar
arinnar eru Síminn, Íslen
búnaðarsjóðurinn og Ný
Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra setti sýninguna. Hér nýtur hann leiðsagnar Sæmunda
Agora
haldin í
annað sinn
Menntamálaráðherra setti fagsýningu
þekkingariðnaðarins, Agora, í gær.
Sýningin er haldin í annað sinn með
þátttöku 90 fyrirtækja. Tæplega 700
manns koma að sýningunni sem opin
verður almenningi á laugardag.
Margskonar góðgæti va
greinilega í fyrirrúm
Glæsilegir sýningarbás
stendur yfir. Best hann