Morgunblaðið - 11.10.2002, Page 38
LISTIR/KVIKMYNDIR
38 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að verður að segjast
eins og er að mér
hefur gengið bölv-
anlega að átta mig
hér í lífinu. Það er
engu líkara en að eitthvað uppi í
heilabúinu hafi verið vitlaust
tengt í upphafi þannig að í hvert
sinn sem ég hugsa hægri þá
meina ég í raun vinstri. Eigi ég
að fara í norður fer ég örugglega
í suður. Og í hvert sinn sem ég
kem út úr búð á Laugaveginum
veldur það fullkominni ringulreið
hjá mér því ég hef ekki hugmynd
um í hvora áttina ég á að ganga
til að finna bílinn minn.
Þetta getur verið töluvert mik-
ið til vandræða í hinu daglega lífi
og jafnvel haft áhrif á ákvarðanir
manns á borð við starfsval.
Þannig er
augljóst að ég
yrði hörmu-
legur leigubíl-
stjóri eða
landfræð-
ingur og Guð
þyrfti alvar-
lega að hjálpa þeim ferðamönn-
um sem væru háðir minni leið-
sögn um ókunn stræti eða torg.
Dæmi gæti skýrt þetta nánar.
Þegar ég var 17 ára og nýkomin
með bílpróf bauðst ég eitt sinn til
að skutla kórfélaga mínum heim
af æfingu. Hann tók tilboðinu
fegins hendi, enda að flýta sér og
það myndi taka sinn tíma að taka
strætó úr Hamrahlíðinni, þar
sem æfingin var og í Sigtúnið
þar sem hann bjó. Það runnu
hins vegar á hann tvær grímur
þegar við vorum komin út á
Granda og hikandi spurði hann
hvort ég ætti eitthvað brýnt er-
indi sem ég þyrfti að sinna áður
en ég ætlaði að aka honum heim.
Nei, ég hélt nú ekki, vorum við
ekki örugglega á leiðinni í Sig-
túnið? Ég varð voðalega hissa
þegar ég gerði mér grein fyrir
að það væri hinum megin í bæn-
um.
Þessi áttavilla hefur tekið á sig
alveg sérstaka mynd þegar ég
hef verið stödd í útlöndum. Þeg-
ar ég fór í útskriftarferð til Tún-
is ásamt vinum mínum var einn
daginn ákveðið að leigja bíl til að
aka til höfuðborgarinnar, sem
einnig heitir Túnis. Áttavís vin-
kona mín sat undir stýri og
leiddi okkur vinina rakleiðis til
áfangastaðarins en þegar halda
átti heim á ný vandaðist málið
þegar upp kom sú spurning í
hvaða átt ætti að aka frá borg-
inni.
Ég var náttúrulega alveg með
þetta á hreinu og var sannfærð
um að við ættum að fara til
hægri en einhverra hluta vegna
voru samferðarmenn mínir ekki
sammála. Þeir hlustuðu ekki hið
minnsta á mótbárur mínar, sem
voru talsvert kröftugar, heldur
beygðu í þveröfuga átt, eitthvert
út í nagandi óvissuna.
Þetta var afskaplega óþægi-
legt því ég var handviss um að
við værum á rangri leið. En þar
sem enginn hlustaði á mig boraði
ég mér ofan í aftursætið, hélt
ríghaldi utan um töskuna mína
og horfði tómum augum á veginn
fram undan á meðan ónota-
tilfinningin í maganum varð bara
stærri og stærri. Um það bil sem
ég var farin að sjá fyrir mér að
við myndum öll lenda á þræla-
uppboði í fjarlægu landi beygði
bíllinn inn afleggjarann að þorp-
inu okkar og upp að hótelinu þar
sem við gistum. Ég hef sjaldan
verið jafnhamingjusöm yfir því
að hafa rangt fyrir mér.
Það voru líka fastir liðir hjá
mér að villast á námsárunum í
Noregi. Við hjónin vorum með
bíl fyrsta árið og ég man sér-
staklega eftir einu skipti þegar
maðurinn minn ætlaði að kenna
mér að rata í matvöruverslun,
sem hafði þvílíkt vöruúrval að
þar fékkst púðursykur. Aðferðin
sem hann notaði var að láta mig
leggja á minnið kennileiti á leið-
inni og þegar við vorum komin í
næsta nágrenni við búðina góðu
spurði hann mig eins og góður
kennari hvað ég gæti notað til að
miða út staðsetninguna. Jú, ég
hélt nú það, þarna var þessi eld-
rauða stöðvunarskylda einmitt á
gatnamótunum þar sem við vor-
um.
Ég held að það hafi verið þá
sem hann gerði sér grein fyrir
því að mér væri ekki við bjarg-
andi. Hinum megin við skiltið
var nefnilega gríðarmikill út-
varpsturn sem gnæfði yfir allt í
borginni sem við bjuggum í og
hefði ekki átt að geta farið fram
hjá nokkrum manni, ekki einu
sinni mér. Þá öðlaðist máltækið
„að líta langt yfir skammt“ alveg
nýja merkingu fyrir mér.
Það gat líka verið alveg óskap-
lega óþægilegt að aka um
Reykjavík á þessum árum. Það
var segin saga að í hvert sinn
sem maður kom heim í jóla- eða
sumarfrí var búið að kollvarpa
einhverju í gatnakerfi borg-
arinnar. Allt í einu voru komin
mislæg gatnamót á ólíklegustu
staði, eins og Bústaðaveginn sem
hreinlega olli öngþveiti, það er að
segja hjá mér persónulega. Oftar
en einu sinni lenti ég í hinum
mestu ógöngum við að rata á
einföldustu staði eins og heim til
foreldra minna og bensíneyðslan
margfaldaðist enda óttalegt
hringsól sem einkenndi aksturs-
lagið.
Í öðru fríi var ég komin lang-
leiðina í Mosfellsbæ þegar ég
ætlaði mér í Grafarvog og skildi
ekkert í því af hverju beygjan
niður að Gullinbrú kom aldrei.
Þá hafði einhverjum snillingnum
dottið í hug að setja upp mislæg
gatnamót á Ártúnsholtinu og
enginn lét mig vita af því.
Ég var því full skilnings þegar
ég þurfti að taka leigubíl að
Bergþórugötu á dögunum og
leigubílstjórinn hafði ekki hug-
mynd um hvar hún væri. Ég
lagði mig alla fram um að leið-
beina manninum eftir bestu getu
enda brá svo óvenjulega við að
ég vissi hvert ég var að fara og
einhvern veginn tókst okkur í
sameiningu að ramba á réttan
stað.
Þegar á áfangastað var komið
þakkaði bílstjórinn mér margfalt
fyrir hjálpina og eiginlega var ég
bara nokkuð stolt yfir því að
hafa leitt hann á réttar brautir.
Ég brosti mínu blíðasta þegar
ég kvaddi hann og sagði: „Mín
var ánægjan.“ Þetta var per-
sónulegur sigur!
Að ná
áttum
„Það var segin saga að í hvert sinn sem
maður kom heim í jóla- eða sumarfrí
var búið að kollvarpa einhverju í
gatnakerfi borgarinnar.“
VIÐHORF
Eftir Bergþóru
Njálu Guð-
mundsdóttur
ben@mbl.is
VAL Kilmer fer með titilhlutverkið í
glæpamyndinni The Salton Sea sem
frumsýnd verður í dag, en mynd
þessi sækir nafn sitt í stöðuvatn, sem
er að finna í Imperial-dalnum í Suð-
ur-Kaliforníu, 226 fet fyrir neðan
sjávarmál. Uggvekjandi stillur og
undarlegur þéttleiki virðist ráða
þarna ríkjum en þar sem ekkert út-
rennsli á sér stað býr vatnið yfir 25%
meira seltumagni en Kyrrahafið.
Í þessu sérstæða og leyndardóms-
fulla umhverfi hefst myndin á því að
blásaklaus kona, sem aðeins er stödd
á röngum stað á röngum tíma, fellur
fyrir grímuklæddum byssumönnum.
Líf eiginmannsins (Val Kilmer) er
skilið eftir í sárum. Hann endurupp-
lifir þennan voðaatburð, sem hann
varð sjálfur vitni að, aftur og aftur,
þó hann viti mætavel að hann gat
ekkert gert konu sinni til bjargar.
Hann er sem lifandi lík í örvæntingu
sinni og flækist síðan inn í vef svika
og launráða í undirheimum Los Ang-
eles.
Val Kilmer leikur Danny Parker,
fyrrum djass tónlistarmann, sem
flýtur inn í undirheima glæpagengja
og eiturlyfja eftir að kona hans hefur
verið myrt. Hann vingast við slæp-
ingjann Jimmy „the Finn“, sem leik-
inn er af Peter Sarsgaard, og eyða
þeir tíma sínum helst í eiturlyfja-
vímu í gotneskum næturklúbbum.
En Danny karlinn er ekki allur þar
sem hann er séður því í raun heitir
hann Tom Van Allen og er á launum
sem uppljóstrari fyrir tvo spillta lög-
reglumenn stórborgarinnar. Hann
er einnig að vinna hjá eiturlyfjasal-
anum Pooh Bear, sem leikinn er af
Vincent D’Onofrio, en reynir eftir
mætti að sleppa frá atvinnurekend-
um sínum og því líferni, sem þessu
fylgir.
Handritshöfundur er Tony Gayt-
on. Leikstjóri er D.J. Caruso. Fram-
leiðendur myndarinnar, þeir Frank
Darabont, Eriq La Salle, Ken
Aguado, Butch Robinson og Jim
Behnke, segja að myndin segi til-
finningaþrungna sögu um missi og
bata, en að sama skapi sé myndin full
af óvæntum uppákomum.
Leikarar: Val Kilmer, Vincent D’Onofrio,
Adam Goldberg, Luis Guzmán, Doug
Hutchison, Anthony LaPaglia, Meat
Loaf. Leikstjóri: D.J. Caruso.
Fastur í
vefjum
glæpa-
gengja Ljósmynd/Stephen Vaughan
Val Kilmer sem Danny Parker.
Sambíóin Álfabakka frumsýna The Salt-
on Sea með Val Kilmer, Vincent
D’Onofrio, Adam Goldberg, Luis Guz-
man, Doug Hutchison, Anthony La
Paglia og Meat Loaf.
ÞAU Heather Graham, Marisa Tom-
ei og Jimi Mistry fara með aðalhlut-
verkin í rómantísku gamanmyndinni
The Guru í leikstjórn leikstýrunnar
Daisy von Scherler Mayer. Framleið-
endur myndarinnar eru Tim Bevan,
Eric Fellner og Michael London.
Þeir eiga að baki langa samvinnu, en
saman hafa þeir framleitt yfir 40 bíó-
myndir, m.a. Four Weddings and a
Funeral, Fargo, Dead Man Walking,
Billy Elliot, About a Boy, Notting
Hill og Bridget Jones’s Diary. Hand-
ritshöfundur The Guru er Tracey
Jackson.
Myndin, sem iðar af lífi, fjöri, dansi
og söngvum, segir frá indverskum
danskennara, Ramu Gupta, sem
kemur til New York í leit að frægð og
frama. Óhætt er að segja að hann
verði fyrir talsverðu menningaráfalli
í stórborginni því lifnaðarhættir
borgarbúanna eru gjörólíkir því sem
hann á að venjast og ekki í neinu sam-
ræmi við það sem hann átti von á. Í
stað þess að sjá alla sína drauma ræt-
ast með hraði, neyðist hann til að taka
að sér starf sem þjónn á indversku
veitingahúsi, en það starf er í augum
hans eins langt frá ameríska draumn-
um og hugsast getur. Lífið á þó eftir
að taka verulegum stakkaskiptum
þegar hann hittir klámmyndastjörn-
una Sharonnu og kynnist í gegnum
hana hinu taumlausa næturlífi stór-
borgarinnar. Fyrir mistök og helber-
ar tilviljanir er þessi feimni og
óreyndi Indverji síðan tekinn í mis-
gripum sem kynlífs-gúrú og áður en
hann veit af er hann orðinn eftirlæti
allra í kynlífsiðnaði borgarinnar.
Leikstjórinn Daisy von Scherler
þreytti frumraun sína sem leikstjóri
árið 1995 er hún leikstýrði Party Girl
sem hún reyndar skrifaði einnig
handritið að í samvinnu við Harry
Birchmayer. Síðan hefur hún haft
nóg að gera í kvikmyndaheiminum,
en segja má að hún hafi því sem næst
alist upp í þeim heimi þar sem for-
eldrar hennar eru leikkonan Sasha
von Scherler og rithöfundurinn Paul
Avila Mayer, sem skrifaði m.a.
Ryan’s Hope. Afinn er þar með Edw-
in Justus Mayer, sem var handrits-
höfundur að bíómyndum á borð við
To Be or Not to Be, Midnight and
Desire. Daisy von Scherler segir að
myndin, sem filmuð var bæði í New
York og Nýju-Delhi, undirstriki m.a.
umburðarlyndi gagnvart venjum og
siðum ólíkra menningarheima sem
nauðsynlegt sé nú á tímum.
Leikarar: Heather Graham, Marisa
Tomei, Jimi Mistry, Christine Baranski,
Michael McKean, Sanjeev Bhaskar.
Leikstjóri: Daisy von Scherler.
Í leit að frægð og
frama í stórborginni
Ramu Gupta (Jimi Mistry) kemur til New York í leit að frægð.
Háskólabíó og Laugarásbíó frumsýna
The Guru með Heather Graham, Marisa
Tomei, Jimi Mistry, Christine Baranski,
Michael McKean og Sanjeev Bhaskar.
JENNIFER Lopez fer með hlutverk
Slim, sem þurft hefur að hafa fyrir líf-
inu með vinnu og eljusemi, en er nú
sannfærð um að hún hafi dottið í
lukkupottinn þegar hún hittir loksins
mann drauma sinna, hann Mitch, sem
er bæði aðlaðandi og vel stæður verk-
taki. Þau hefja sambúð í friðsælu út-
hverfi, en eftir fæðingu dótturinnar
Grace uppgötvar Slim að Mitch er
ekki sá draumaeiginmaður sem hún
átti von á enda fer hann nú að sýna á
sér aðrar og dekkri hliðar.
Ást, traust og sæla snýst upp í and-
hverfu sína með tilheyrandi ógn og
skelfingu og svo fer að Slim sér þann
kost vænstan að flýja með dótturina
og snúast til varnar þegar eiginmað-
urinn veitir þeim eftirför. Hún skiptir
um nafn, útlit og skilríki og fer í felur,
en allt kemur fyrir ekki. Hjálp er
hvergi að finna, hvorki hjá vinum né
lögreglu. Slim fær einn góðan veður-
dag nóg af flótta og ótta og ákveður að
grípa til örþrifaráða þegar hún upp-
götvar að aðeins ein leið er út úr
ógöngunum. Ryðja verður Mitch úr
vegi þeirra mæðgna.
Þetta er í stuttu máli söguþráður
spennutryllisins Enough í leikstjórn
Michael Apted, sem á að baki myndir
á borð við The World is not Enough,
Gorillas in the Mist, Coal Miner’s
Daughter og Enigma. Myndin er
byggð á handriti Nicholas Kazan, sem
tilnefndur var til Óskarsverðlauna
fyrir Reversal of Furtune. Aðalfram-
leiðendur myndarinnar, sem kemur
frá Columbia Pictures, er Irwin
Winkler og Rob Cowan frá Winkler
Films, sem fjórum sinnum hafa verið
tilnefndir til Óskarsverðlauna og einu
sinni hlotið þau.
Mynd þessi markar spennandi til-
breytingu fyrir Lopez, sem vinnur
jafnt sem leikkona og söngkona, en
hlutverkið gengur, að sögn hennar
ekki síst út á þá umbreytingu sem á
sér stað hið innra með henni þegar
hún öðlast nægan styrk til að ná yf-
irtökum á óttanum. „Mér fannst strax
mikið til um handritið og varð ósjálf-
rátt hugsað við lestur þess til ein-
hvers konar kvenkyns Rocky. Þó er
ég á þeirri skoðun að þessi mynd sé
nær raunveruleikanum en Rocky-
myndirnar. Slim er mjög venjuleg
stúlka, sem segir starfi sínu sem
þjónn á veitingastað lausu, til að gift-
ast Herra Fullkomnum. Síðan missir
hún allt, sem hún trúði á, og þarf að
berjast til að ná stjórn á lífi sínu á ný.“
Leikarar: Jennifer Lopez, Billy Campbell,
Juliette Lewis, Dan Futterman,
Christopher Maher. Leikstjóri: Michael
Apted.
Ást snýst upp í martröð
Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó á
Akureyri frumsýna Enough með Jennifer
Lopez, Billy Campbell, Tessa Allen, Juli-
ette Lewis, Dan Futterman og Chri-
stopher Maher.
Slim (Jennifer Lopez) uppgötv-
ar að Mitch er ekki sá drauma-
eiginmaður, sem hún átti von á.