Morgunblaðið - 11.10.2002, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 11.10.2002, Qupperneq 40
UMRÆÐAN 40 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR rösku ári breyttu ótíndir arabískir glæpamenn 4 farþegaþot- um, sem voru í áætlunarflugi innan Bandaríkjanna með alsaklaust fólk um borð, í logandi víti sem flugu á mannvirki á jörðu niðri þar sem fór- ust þúsundir saklausra borgara, vopnin sem voru notuð voru litlir dúkahnífar. Farþegaflug lagðist að mestu af fyrstu dagana eftir þessa hræðilegu atburði, flugfélög fengu ekki vélar sínar tryggðar, almenn- ingur treysti ekki lengur á öryggi sitt um borð í flugvél, sem svo fljótt breyttist í logandi sjálfsmorðstæki. Við Íslendingar erum háðir flugi meira en nokkur önnur þjóð, þar kemur til lega landsins fjarri næstu eyjum, og engin farþegaskip eigum við, utan nokkrar smáferjur sem sigla milli Vestmannaeyja og lands, yfir Breiðafjörð og til og frá Hrísey. Fyrir nokkrum áratugum áttum við farþegaskip, s.s. Gullfoss, Hekluna, Esjuna, svo átti Eimskip þar að auki þrjú skip sem gátu flutt 16 farþega hvert. Í dag á Ísland ekkert farþega- skip, utan ofangreindar ferjur. Önn- ur Evrópulönd eru yfirleitt tengd brúm, eða göngum undir sjó, við hlið brúnna og yfir göngunum eru hundr- uð af ferjum sem halda uppi áætl- unarferðum milli borga og landa, þannig verða þessar þjóðir ekki bundnar við eina samgönguleið, eins og Katrín Fjeldsted nefndi svo rétti- lega, í grein sinni „Á einum þræði“. Það sem var hvað merkilegast við það framtak hennar á Alþingi, þegar hún flutti sitt frumvarp um farþega- skip, var að allir hinir 62 þingmenn okkar þögðu þunnu hljóði. Þó er þar að finna nokkra fyrrverandi skip- stjórnarmenn, sem ekki svo mikið sem hugkvæmdist að kanna málið nánar. Nú þegar rúmt eitt ár er liðið frá þessum atburðum þá stöndum við Íslendingar í sömu sporum, allt á einum veikum þræði. Hvað ef vit- skertir glæpamenn sem einskis svíf- ast tækju upp iðju sína á ný, það veit enginn hvar þeir bera niður næst. Hvar stöndum við þá, innilokuð á eyju norður í hafi, allar ferjur og far- þegaskip yrðu yfirbókuð á sínum heimasvæðum. Það verður að segj- ast eins og er að Færeyingar hafa verið fyrirhyggjusamari en við, þeir eiga sínar ferjur og farþegaskip. Þeir sigla að vísu einu sinni í viku til Íslands yfir sumarið. Það er ekki lík- legt annað en að Færeyingar myndu taka sínar ferjur til öryggissiglinga til og frá eyjunum ef til þess kæmi, eflaust myndu allar áætlanir verða felldar úr gildi. Þannig myndi einnig verða ef við Íslendingar ættum veg- legt farþegaskip (ferju) í Evrópu- siglingum. Skip í lengri ferðum yfir háveturinn yrðu sá öryggishlekkur sem héldi uppi öruggum farþegasigl- ingum til og frá landinu. Ég er ekki að spá hamförum, né hryðjuverkum, en verk þessara glæpamanna hafa sýnt hvers þeir eru megnugir, þá má ekki vanmeta. Lengi vel eftir hin hræðilegu hryðjuverk voru smábitjárn bönnuð, svo sem skæri, naglaþjalir,og nagla- klippur. Þessu hefur verið framfylgt á Íslandi. En nýverið kom í ljós að margar flughafnir í Evrópu höfðu slakað á þessu banni. Eftir því hafa glæpamenn verið að bíða, að þegar frá líður þá slakni á hinum ströngu reglum og þá fá þeir sitt tækifæri. Það er því brýnt að endurskoða þessi mál með tilliti til þess að eign- ast farþegaskip, sem öryggistæki, þar verða alþingismenn og önnur yf- irvöld að sýna vilja sinn í verki. Mér virðist sem með greinarskrif- um mínum um þessi mál hafi skapast sterk umræða, og virðist vera að myndast hópur áhugamanna um verkefnið. Þar á Katrín Fjeldsted stóran þátt og miklar þakkir skilið. Örugg leið Eftir Guðjón Jónsson Höfundur er fv. skipstjórnarmaður. „Ferja yrði örygg- ishlekkur sem héldi uppi örugg- um farþegasiglingum til og frá landinu.“ SÍÐUSTU vikur og mánuði hefur orðið mikil umræða um fjárskort í heilbrigðiskerfinu, margar heil- brigðisstofnanir eru reknar með halla ár eftir ár og er þeim þó ætlað að hagræða á milli 1% og 2% árlega í rekstri. Hagræðingarkröfur þessar eru þó ekkert annað en beinn nið- urskurður sem hlýtur að koma niður á þjónustu við sjúklinga. Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir eru komin í stórvandræði vegna úrelts fyrir- komulags á greiðslum til þeirra í formi fastra fjárlaga þar sem eina leiðin til að ná endum saman í rekstri er að gera sem minnst og þar með sinna sem fæstum sjúklingum. Gerviliðaaðgerðir vegna slitgigtar byrjuðu á Íslandi um 1967 á Lands- spítalanum og var það kærkomið þeim sjúklingum sem höfðu slæma slitgigt í mjöðm. Hér á landi sem annarsstaðar kom fljótlega í ljós að gerviliðaaðgerðir ollu byltingu í meðferð slitgigtar og björguðu fólki frá örkumlum og verkjum. Fjöl- margar rannsóknir hafa og sýnt að þessar aðgerðir eru einna hagkvæm- ustu aðgerðir sem gerðar eru. Gervi- liðaaðgerðum fjölgaði mjög hratt eftir 1980 þegar sérfræðingum í bæklunarskurðlækningum fjölgaði og aðstaða til aðgerða batnaði. Að- gerðir hafa síðan staðið í stað síðustu árin meðal annars vegna fjárskorts í heilbrigðiskerfinu. Kemur þar margt til, við sameiningu Landsspít- ala og Borgarspítala fækkaði gervi- liðaaðgerðum úr rúmlega 440 árið 2000 í 263 á árinu 2001 og þrátt fyrir að bæklunardeild FSA hafi fjölgað aðgerðum um helming á því ári og að aðgerðum á Akranesi hafi verið fjölgað lengdust biðlistar. Á yfirstandandi ári veitti Alþingi um 65 milljónir til aukningar á gervi- liðaaðgerðum og fóru 53 milljónir króna til LSH til fjölgunar á aðgerð- um, 21 milljón króna til FSA og 9 milljónir króna til sjúkrahússins á Akranesi. Heildarfjölgun aðgerða verður í raun engin frá árinu 2000 þar sem sameinuð bæklunardeild LSH nær líklega ekki sama aðgerð- arfjölda og bæklunardeild Landspít- ala við Hringbraut og bæklunardeild Borgarspítalans höfðu fyrir samein- ingu þrátt fyrir aukafjárveitingu. Því er ljóst að sameining spítalanna hef- ur skert talsvert þjónustu við sjúk- linga með stoðkerfissjúkdóma og orðið til þess að biðlistar lengdust hvað sem síðar verður. Enn halda því biðlistar áfram að lengjast og fólk heldur áfram að búa við verki og örkuml á biðlistum. Vitað er að bið eftir aðgerð getur haft slæm áhrif á heilsu fólks til langframa, svo sem með magablæðingum vegna mikillar verkjalyfjanotkunar og bólgueyð- andi lyfja, einnig hefur komið í ljós í nýlegum rannsóknum að árangri að- gerðar er stefnt í voða við of langa bið. Einnig er vitað að aðgerðir sem þessar geta frestað þörf einstaklinga fyrir hjúkrunarrými, sem mikill skortur er á. Nú er svo komið að bið eftir gerviliðaaðgerð á LSH er um það bil 1–1½ ár og 6–9 mánuðir á bæklunardeild FSA og hafa því bið- listar líklega aldrei verið lengri. Benda má á að stór hluti vinnu- tíma starfsfólks, þar með talið lækna, fer í að svara sjúklingum í bið eftir aðgerð, en hverju á að svara? Stefnir því í hálfgert neyðarástand því ekki verður séð að heilbrigðisyf- irvöld hafi uppi áform um að bregð- ast við vandanum sem mun vaxa með ári hverju. Áætlanir eru til um þörf fyrir gerviliðaaðgerðir næstu þrjátíu árin á Íslandi. Þar kemur fram að ef einungis er tekið tillit til fjölgunar aldraðra næstu þrjátíu árin þarf að- gerðum að fjölga um 2% á ári eða um lágmark tíu aðgerðir ár ári. Þessu til viðbótar þarf að koma biðlistum í það horf að sjúklingar þurfi ekki að bíða eftir aðgerð lengur en 4–6 mánuði. Til að þetta geti gengið eftir þarf að fjölga aðgerðum úr 450 á ári í 700. Ekki er hægt að fjölga aðgerðum nema aukið fé komi til þessara að- gerða en það lætur nærri að um 150 milljónir á ári vanti til þess að hægt sé að koma biðlistum í þolanlegt form. Best væri að samningur yrði gerður á milli heilbrigðsráðuneytis- ins og sjúkrahúsanna eða einkaaðila um að greitt yrði fyrir hverja gervi- liðaaðgerð. Það fyrirkomulag hefur reynst vel víða erlendis, svo vel að biðlistar hurfu, sjúklingum og þjóð- félaginu til hagsbóta. Nú er kominn tími til að sjúkling- um sem þurfa á gerviliðaaðgerðum að halda verði rétt forgangsraðað og Alþingi sýni vilja sinn í verki með auknum fjárframlögum til þessara verka og þjáningum fólks linni! Enn lengjast biðlistar eftir gerviliðaaðgerðum Eftir Þorvald Ingvarsson „Ekki er hægt að fjölga að- gerðum nema aukið fé komi til.“ Höfundur er lækningafram- kvæmdastjóri FSA. Á DÖGUNUM var verð á matvör- um á dagskrá á Alþingi og gekk það eins og rauður þráður í gegnum allar umræðurnar, að óeðlilega miklar hækkanir hefðu orðið hér á landi bor- ið saman við önnur Norðurlönd. Óum- deilt er að verslunarkeðjan Baugur hefur það sem kallað er markaðsráð- andi stöðu. En réttlætingin með svo valdamikilli og fjárfrekri stofnun sem Samkeppnisstofnun er einmitt sú að hún eigi að tryggja heilbrigða við- skiptahætti þegar svo stendur á. Samkeppnisstofnun hefur síðan hún var sett á laggirnar haft mjög rík- an rétt til að grípa inn í, ef hún hefur t.d. talið að eitthvert fyrirtæki eða samsteypa sé orðin of fyrirferðarmik- il á markaðnum. Þannig úrskurðaði Samkeppnisstofnun kaupsamning Myllunnar á brauðgerð Mjólkursam- sölunnar ógildan. Þeim úrskurði var síðan hrundið fyrir Hæstarétti en ekki hafði verið löglega að úrskurði Samkeppnisstofnunar staðið. Eftir það sem á undan er gengið hljómar það eins og spaug þegar forstöðumað- ur samkeppnissviðs segir annað eins og þetta: „Við erum bara að fram- fylgja samkeppnislögum og hafi sam- keppnislögin ekki verið nógu sterk er það ekki okkar sök heldur Alþingis, þannig að það má kannski snúa dæm- inu við og segja að þessi þróun hafi orðið í skjóli Alþingis.“ Sannleikurinn er sá að Samkeppnisstofnun hefur tækin og tólin en kann ekki að brúka þau. Og það kemur mér satt að segja ekki á óvart. Ég hef alltaf verið tor- trygginn á þá hugmyndafræði sem að baki slíkrar stofnunar liggur. Á Alþingi kallaði ég það óheilbrigða viðskiptahætti þegar markaðsráð- andi fyrirtæki gerir sér leik að því að selja vöruna undir kostnaðaðarverði. Ég sagði að slíkir verslunarhættir væru bannaðir í öðrum löndum. Þessi ummæli hafa gefið Guðmundi Sig- urðssyni, forstöðumanni samkeppnis- sviðs Samkeppnisstofnunar, tilefni til að koma víða við í fjölmiðlum og vera með alls konar vífilengjur: „Halldór slær saman hugtökunum, að selja undir kostnaðarverði og að vera með skaðlega undirverðlagningu, sem er sérstakt hugtak í samkeppnisrétti og á aðeins við um markaðsráðandi fyr- irtæki. En þegar verið er að selja vöru undir kostnaðarverði er vænt- anlega verið að vísa til þess ef versl- anir eru með útsölu“ o.s. frv. Ræðu mína geta allir lesið á skjá Alþingis og gengið úr skugga um, að ég var að tala um markaðsráðandi fyrirtæki en ekki kaupmanninn á horninu eða útsölur. En að þessu gefna tilefni er rétt að minna á að kaupmaðurinn á horninu hefur upp á síðkastið ekki alltaf átt þess kost að fá vörur hjá birgjum við sama verði eða lægra verði en varan er seld hjá Bón- usi. Þess vegna hafa þeir kosið að kaupa vöruna hjá Bónusi fremur en hjá heildsalanum eða framleiðandan- um til að bregðast ekki viðskiptavin- um sínum. Ég veit ekki hvort Sam- keppnisstofnun er þetta kunnugt en viðskiptahættir af þessu tagi þekkt- ust ekki áður en hún kom til sögunn- ar. Orðalagið að selja vörur undir kostnaðar- eða framleiðsluverði er mjög yfirgripsmikið en óhjákvæmi- legt að nota það þegar rætt er um markaðsráðandi stöðu fyrirtækja. Sláandi dæmi eru undirboð dansks fyrirtækis á sementi til að eyðileggja rekstrargrundvöll og samkeppnis- stöðu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Við höfum annað dæmi frá Akureyri fyrir nokkrum árum, þegar Bónus reyndi að setja sig þar niður hið fyrra skiptið. Undirboðin gengu svo langt að bæði í Bónusi og og Nettó var hægt að fá nýjar kartöflur við verði, sem ekki hrökk fyrir um- búðunum einum saman. Bónus sprakk á limminu og hrökklaðist burtu. En við getum rétt ímyndað okkur hvaða áhrif þetta hafði á af- komu kartöflubænda. Óumdeilt er að slík undirboð ráðandi fyrirtækja á smásölumarkaði skaða framleiðend- ur. Rétt er að minna á að ný lágvöru- verslun hefur tekið til starfa í Reykja- vík og er að mínu viti alveg ljóst að Bónus er óheimilt sem markaðsráð- andi fyrirtæki að mæta þeirri sam- keppni með því að undirverðleggja vörur sínar. Vísa ég í því sambandi til greinargerðar með samkeppnislaga- frumvarpinu fyrir tveim árum en þar segir m.a.: „Hins vegar getur mark- aðsráðandi fyrirtæki misbeitt mark- aðsyfirráðum sínum með óeðlilega lágu verði eða undirverðlagningu sem byggist á efnahagslegum styrk en ekki á kostnaðarlegum forsendum og bælir niður minni keppinauta sem ekki geta boðið sambærilegt verð. Al- mennt er slík hegðun talin gefa vís- bendingar um að verð hins markaðs- ráðandi fyrirtækis muni hækka þegar samkeppnin hefur verið takmörkuð eða henni útrýmt af markaðnum.“ Þessi orð segja allt sem segja þarf enda eru þau efnislega samhljóða því sem ég sagði á Alþingi 3. október sl. Undirverðlagning markaðsráðandi fyrirtækja er bönnuð Eftir Halldór Blöndal „Sannleik- urinn er sá að Sam- keppn- isstofnun hefur tækin og tólin en kann ekki að brúka þau.“ Höfundur er 1. þingmaður Norðurlands eystra. Bankastræti 3, s. 551 3635 Póstkröfusendum BIODROGA snyrtivörur unnar úr lífrænt ræktuðum jurtum Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.